Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 8
30 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson V DV-LISTINN Gamanmyndir eru greinilega vin- sælar um þessar mundir. Helstu stökkin á DV-listann eru gaman- myndir. Mynd Francis Coppola, Peggy Sue Got Married, fer úr fimmta sæti í fyrsta sætið og veltir þar með The Color of Money í ann- að sætið. The Golden Child með Eddie Murphy færist einnig upp og Tres Amigos með þeim Steve Martin og Chevy Chase tekur stórt stökk inn á listann. Hin mannlegi Lucas er svo önnur tveggja nýrra mynda á listanum. Annars vekur eftirtekt hversu þaulsetnar Krókó- díla-Dundee og Top Gun eru á listanum. Virðist ekkert lát á vin- sældum þeirra. 1 (5) Peggy Sue Got Married 2 (1) Color of Money 3 (7) The Golden Child 4 (3) Heartbreak Ridge 5 (2) Krókódíla-Dundee 6 (-) Tres Amigos 7 (4) Top Gun 8 (6) Best Shot 9 (-) Lucas 10 (8) Over the Top ★★★ © í slagtogi með Kim Larsen MIDT OM NATTEN. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Erik Balling. Aðalhlutverk: Kim Larsen og Erik Clausen. Tónlist: Kim Larsen. Dönsk 1985. Kim Larsen er í raun samnefnari yfir allt það sem teljast má danskt í tónlist. Hann hefur yfir að ráða mannlegri hlýju og kímni sem get- ur birst sem hvöss þjóðfélagsá- deila. Þetta hefur hingað til aðallega komið fram í tónlist hans en Kim er fjölhæfur eins og Bubbi Mortens og einnig sérlega meðvit- aður ungur maður. Það liggur því beint við hjá honum að taka fyrir húsatökufólkið danska sem hefur öðru hvoru skotið upp í fréttum þó hér sé ekki um neina fjöldahreyf- ingu að ræða. Myndin segir frá tveim fóst- bræðrum sem ekki hafa hirt um að safna veraldlegum auði. Þeir slást í för með flokki húsatöku- manna en verða að hrökklast undan yfirvöldum þar til þeim tekst að finna sér griðastað. Þar hefja þeir uppbyggingu og tekst að skapa sér litla paradís. En Adam NtST^JCnON:ER9<BAilJNG | var ekki lengi í paradís og þaö sama má segja um Kim Larsen. Allt end- ar þó vel um síðir. Þetta er ákaflega hugljúf saga og sögð af einlægni. Hún er kímin og „ligeglad" blær yfir henni. Þó að nokkur viðvaningsblær sé yfir henni verður hún aldrei vand- ræðaleg. Þá er hún tilvalin fyrir aðdáendur Kim sem eru án efa fjöl- margir hér á landi. -SMJ ★ */2 Riddari götunnar STREETS OF JUSTICE. Útgefandl: Laugarásbió. Leikstjóri: Chrislopher Crove. Aðalhlutverk: John Laughlin, Robert Loggia og Christine Raines. Bandarísk: 1985 - Sýningartimi: 88 min. Streets of Justice sækir fyrirmynd sína í Death Wish myndirnar með Charles Bronson. John Laughlin leikur venjulegan borgara sem verður fyrir því að eiginkona og barn hans eru myrt á hrottalegan hátt af óaldarflokki. Vegna formsgalla sleppa morð- ingjarnir með væga dóma og eru stuttu seinna látnir lausir. Eigin- maðurinn skilur ekki þá réttvísi sem lætur morðingja lausa og hyggur á eigin hefndir. Fer hann á nóttunni út meðal dóplýðs og glæpamanna og velur sér fómarlömb til að aflifa og lætur síöan lögregluna vita um atburð- inn. Þótt lögreglan sé sátt sé við aðgerðirnar reynir hún án árang- urs að hafa uppi á þessum riddara götunnar. Streets of Justice er sæmilegasta afþreying en líður nokkuð fyrir hve slæmur leikari John Laughlin er. Hlutverk hans krefst nokkurs sál- arstríðs. Honum er greinilega alveg fyrirmunað að kasta af sér töffara- hlutverkinu og því verða þau atriði mjög vandræðaleg. -HK ★★★ Nýi - og gamli maðurinn THE COLOR OF MONEY Útgefandl: Bergvík Lelkstjóri: Martin Scorsese. Aðalhlut- verk: Paul Newman, Tom Cruise og Mary Elizabeth Mastrantonio. Mynda- taka: Michael Ballhaus. Handrit: Ric- hard Price. Byggt á sögu Walter Tevis. Bandarisk 1986. 115 min. Öllum leyfð. Peningaliturinn verður að teljast náinn ættingi myndarinnar The Hustler sem gerð var á sjötta ára- tugnum. Bilið á milli myndanna er þó það langt að ekki er hægt að tala um framhaldsmynd. Það yæri heldur varla við því að búast hjá smekkmanni eins og Scorsese. Hann er yfir ófrumleika fram- haldsmyndanna hafinn. Myndin segir frá Eddie snara (Newman) sem hefur sest í helgan stein eftir glæstan feril við billjard- borðið. Hann er í raun eina samtengingin við The Hustler. Eddie á erfitt með að slíta sig frá billjardborðinu og þegar henn hitt- ir Vincent (Cruise) sér hann kjörið tækifæri til að koma fram á sjónar- sviðið á ný og jafnvel græða á því. Vincent er hins vegar hinn ungi uppreisnarmaður sem ekkert fær hamið. Þeir félagar slíta síðan sam- vistum og hittast aftur við græna borðið. Þessi mynd er e.t.v. merkilegust fyrir það að hún gefur tækifæri til þess að bera saman menn tveggja tíma í amerískri kvikmyndagerð. Þó að Cruise og Newman séu báðir dæmigerðir amerískir leikarar eru þeir mjög ólíkir - og á þann hátt að munurinn verður einungis út- skýrður með þvi að fylgjast með þeim fyrir framan kvikmyndavél- ina. Það má vera að það sé sprottið upp af barnalegri nostalgíu aö und- irritaður tekur Newman fram yfir hinn nýja mann, Cruise. Cruise er dálítið hrokafullur og sjálfumglað- ur í framgöngu þó hann sé alls ekki laus við persónutöfra. New- man fékk óskarinn langþráða fyrir myndina sem segir í sjálfu sér ekk- ert um framgöngu hans - það var eingöngu verið að verðlauna hann fyrir að hafa verið með í átta skipti. -SMJ ★★ j® Eddie Murphy bjargar maimkyninu THE GOLDEN CHILD Útgefandl: Háskólabió. Leikstjóri: Michael Rltchie. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Charles Dance og Charlotte Lewis. Bandarisk: 1987-Sýningartími 96 mín. Eddie Murphy fylgdi eftir ótrúleg- um vinsældum Beverly Hills Cop með ævintýramyndinni The Gold- en Child. Leikur hann þar einka- löggu sem hefur þaö starfssvið að finna týnd börn. The Golden Child, sem á meira skylt við ævintýramyndirnar um Indiana Jones en Beverly Hills Cop, er uppfull af tæknibrellum sem leiða athyglina frá gamanleik- aranum Eddie Murphy. Er það miður, enda nær þessi ágæti gam- anleikari sér aldrei á strik. Chandler (Eddie Murphy) er htt trúaður á það að hann sé „sá út- valdi“, með öðrum orðum sá eini í veröldinni sem getur frelsaö barn sem á eftir að forða mannkyninu frá tortímingu. Hann sannfærist þó þegar alls konar ótrúlegir hlutir fara að ger- ast í kringum hann. Honum er ljóst að hans vilji skiptir litlu máli þegar hann er „sá útvaldi". Hefst nú mik- ill gauragangur kringum drenginn litla sem haföi verið rænt af illum öflum, með þann í neðra í farar- broddi. Nýtur Chandler aðstoðar Kee Nang (Charlotte Lewis) sem kann ýmislegt fyrir sér... The Golden Child er hröð og laus við dauð atriði. Tæknilega er hún mjög góð. Handritshöfundar hafa sjálfsagt lent í nokkrum vandræð- um. Myndin er greinilega gerð fyrir Eddie Murphy, gallinn er bara sá að hann nýtur sín ekki almenni- lega. Til þess er sviðsetningin allt of ílókin. -HK ★ V2 % 'fwv iivrj m tm fwsnM' > <7u í tn iílnttg tt hi/ H $em.■< • Algert völundarhús LABYRINTH Útgefandl: Háskólabió Leikstjóri: Frank Oz. Aðalhlutverk: David Bowie og Jennifer Connelly. Framleiðendur: George Lucas og Jim Henson. Bresk/bandarisk 1986. Þessi ævintýramynd minnir einna helst á samsuðu úr Lísu í Undralandi og Star Wars. Því mið- ur hefur kokkteilhnn ekki tekist enda verið hristur fullmikið. Myndin segir frá ungri stúlku sem lifir í draumaheimi og þegar henni er faliö að gæta bróður síns óskar hún þess að hann hverfi veg ★★★ allrar veraldar. Til allrar ólukku rætist óskin og systirin, sem auð- vitað sér eftir öllu saman, verður að hefja leit að bróðumum í völ- undarhúsinu. Því miður villast margir í völund- arhúsi þessarar myndar sem virðist hafa átt erfitt með að gera upp við sig hverjum hún ætti að þóknast. Líklega höfðar hún mest til bama þó að samsetning hennar sé kannski fuhmargþætt til að hún komist fullkomlega til skila til þess aldurshóps. -SMJ NAARNER HOME VIDEO Mordingi gengur laus TIGHTROPE Útgefandi: Tefli hf. Leikstjóri: Richard Tuggle. Aðalhlutverk: Cllnt Eastwood, Genevi- eve Bujold og Dan Hedaya. Bandarísk: 1984 - Sýnlngartími: 110 mín. Eins og vænta má af sakamála- mynd með Chnt Eastwood í aðal- hlutverki er Tightrope hin besta skemmtun unnendum harðra sakamálamynda. Morðingi gengur laus í New Orle- ans. Sá hefur einbeitt sér að vændiskonum og hefur mikil hræðsla gripið um sig í þeirri at- vinnustétt. Lögreglumaðurinn Block hefur rannsókn morðanna með höndum. Hann er einstæður faðir. Við rannsókn morðanna kynnist hann Beryl Thibodeaux (Genevieve Bujold), sem er ráðgjafi kvenna er verða fyrir nauðgun. Tekst með þeim ástarsamband er verður æ stiröara eftir því sem líð- ur á rannsóknina. Block verður skotmark moröingjans sem fer að elta hann og komast þá dætur hans í lífshættu... Tightrope er virkilega góð saka- málamynd sem þrátt fyrir mikið ofbeldi heldur áhorfandanum föngnum allan sýningartímann. Chnt Eastwood leikur vel lögreglu- manninn sem er ekki allt of öruggur um sjálfan sig og finnur að þrátt fyrir óbeitina á hann sam- eiginlegt meö morðingjanum að þola ekki vændiskonur. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.