Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. 29 Njarðvíkmgar fá Valsmenn í heimsókn Helgin, sem nú fer í hönd, verður frekar róleg hér innanlands á íþróttasviðinu. Þó verða körfu- knattleiksmenn á fullum krafti og verða nokkrir leikir á því sviði um helgina. • í kvöld verða tveir leikir í úr- valsdeildinni í körfuknattleik. í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópa- vogi leika Breiðablik og Þór frá Akureyri en hvorugt þessara liða hefur hlotið stig í deildinni til þessa í vetur. Seinni leikur kvöldsins verður viðureign Njarðvíkinga og Valsmanna í íþróttahúsinu í Njarð- vík en sem kunnugt er tróna Njarðvikingar í efsta sæti deildar- innar og hafa ekki tapað leik. Báðir þessir leikir hetjast kl. 20. • Á laugardag verður einn leik- ur þegar ÍR-ingar og Haukar mætast í íþróttahúsi Seljaskóla kl. 14. -JKS ■w mrmiTiyrrtn : ' ■ :: - via'Éaai.'i • Valur Ingimundarson úr Njarðvik sést hér á myndinni undirbúa skot i körfuna en í kvöld mæta félagar hans Valsmönnum í íþróttahúsinu í Njarðvík og hefst leikurinn kl. 20. LOKSINS KOMIN SP1UN VINSÆLU SENDUM I PÓSTKRÖFU. Hjá Magna Sfm?23011 gj IANDSVIRKJUN Blönduvirkjun - forval Landsvirkjun efnir til forvals á verktökum vegna und- irbúnings grunna fyrir stíflur Blönduvirkjunar, þ.e. Blöndustíflu, Kolkustíflu og Gilsárstíflu. Verkiö nær til bergþéttunar undir stíflunum og nauð- synlegs graftar í því sambandi, auk hreinsunar á klapparyfirborði, gerð varnarstífla o.fl. Helstu magntölur eru áætlaðar samtals: Gröftur 140.000 m3 Borun 14.000 m Efja 600 m3 Varnarstíflur 12.000 m3 Útboðsgögn eru á ensku og verða tilbúin til af- hendingar í lok janúar 1988. Verkið hefst í vor og skal því iokið haustið 1988. Forvalsgögn eru á ensku og verða afhent frá og með mánudeginum 30. nóvember 1987 á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Útfylltum og undirrituðum forvalsgögnum skal skila á sama stað eigi síðar en miðvikudaginn 6. janúar 1988. Reykjavík, 27. nóvember 1987. HELGARBLAÐ Frjálst.óháö dágblaö A NIORGUN Norðurhjaratröllið Arthur Bogason ætlaði ekki að gefast upp fyrir sjávarútvegs- ráðherranum og kvótakerfinu. Hann hefur áður tekið fast á og er harðastur þegar slagurinn stendur hæst. Hann hefur verið trillukarl frá unga aldri og rétt gefið sér tíma til að lyfta lóðum i landlegum. Arthur Bogason er í hressi- legu helgarviðtali á morgun. Þeir kalla bókina Spaug- sama spörfuglinn, féiag- arnir Sigurdór Sigurdórs- son og Þröstur Sigtryggsson skipherra. Þarna rekur Þröstur sjó- ferðasögu sína sem hann segir að alveg eins hefði mátt kalla Fimmtíu ár á flatreki. Kafli úr bókinni er í helgarblaðinu. Góði dátinn Sveik hefurskemmtsjón- varpsáhorfendum undanfarnar vikur. Þessi sérkennilegi karl á sér engan sinn líka nema helst sjálfan skapara sinn, rit- höfundinn Jaroslav Hasek. Við segjum frá þeim félögum í helgarblaðinu. Síðustu ár hafa islendingar tekið sérstöku ástfóstri við drykk sem gengur undir nafn- inu jólaglögg. Nú er timi þess drykkjar að renna upp og í helgarblaðinu má lesa allt um hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.