Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Page 4
22 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. Messur Dómprófasturinn í Reykjavík Guðsþjónustur í Reykjvíkurprófasts- dæmi sunnudag 29. nóv. 1987. 1. sunnudagur í aðventu. FYæðslukvöld á vegum Reykjavíkur- prófastsdæmis, sem öllum er opið, verður i Bústaðakirkju nk. miðvikudagskvöld kl. 20.30. Sr. Jón Bjarman flytur erindi um hlutverk kirkjunnar í nútímanum. Umræður og kafflsopi á eftir. Samve- ninni lýkur með kvöldbænum. Árbæjarprestakall: Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laugardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í Árbæjar- kirkju sunnudag kl. 10.30 árdegis á kirkjudegi Árbæjarsafnaðar. Guðsþjón- usta í Árbæjarkirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Auk ldrkjukórs safnaðarins syngur skólakór Árbæjarskóla í mes- sunni undir stjórn Áslaugar Bergsteins- dóttur. Kaffisala kvenfélags Árbæjar- sóknar og skyndihappdrætti í hátíðarsal Árbæjarskóla eftir messu kl. 15. Opið hús fyrir eldri íbúa Árbæjarsóknar í safnað- arheimili kirkjunnar á þriðjudögum kl. 15. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Flutt verður þýsk messa eftir Franz Gruber. Flytjendur söngvararnir Dúa S. Einarsdóttir, Inga Bachmann og Sigurður Pétur Bragason. Hornleikararnir Stefán Stephensen og Þorkell Jóelsson og Þorvaldur Björnsson organisti. Aðventukvöld kl. 20.30. Geir Hallgrímsson, fyrrv. forsætisráðherra, flytur ræðu. Solveig Björling syngur ein- söng við undirleik Gústafs Jóhannesson- ar. Kirkjukór Áskirkju syngur. Fyrir og eftir aðventukvöldið mun bifreið flytja íbúa dvalarheimila sóknarinnar að og frá kirkju. Sr. Árni Bergur Sigurbjörrfsson. Breiðholtsprestakall: Bamasamkoma í Breiðholtsskóla kl. 11. Aðventusamkoma kl. 20.30. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Daníels Jónassonar. Ein- söngur: Inga Bachmann. Málfríður Finnbogadóttir flytur hugvekju. Helgi- stund við kertaljós. Sóknarprestur. Bústaðakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antonsdóttir. Hátíðarmessa kl. 14. Org- anleikan Jónas Þórir. Vígöur veröur kross eftir Leif Breiðflörð glerlistarmann sem Kvenfélag Bústaðasóknar gefur kirkju sinni. Aðventusamkoma kl. 20.30. Ræðumaður: Jón Sigurðsson kirkju- máiaráðherra. Kór, söngur og hljóð- færaleikarar ásamt einsöngvurunum Svölu Nielsen og Einari Erni Einarssyni. Kertin tendruð í helgistund í samkomu- lok. Sr. Ólafur Skúlason. Æskulyðsfé- lagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagseftirmiödag. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastig kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Fermd verða Anna Dóra Unnsteinsdóttir og Tómas Högni Unnsteinsson, Vallar- tröð 5. Altarisganga. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dqmkirkjan: Laugardagur 21, nóv.: Bamasamkoma í kirkjunni ki. 10.30. Eg- ill Hallgrímsson. Sunnudagur kl. 11.00. Messa. Altarisganga. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Hann leikur á orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 20.30. Aðventukvöld kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar (KKD). Allir vel- komnir. Landakotsspítali: Messa kl. 13. Organ- leikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Bamasamkoma kl. 11. Ragnheiður Svemisdóttir. Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Kristín Sigurðardóttir syngur einsöng. Mánudagur: Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Miðvikudagur: Guðsþjónusta og altarisganga kl. 20. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sóknarprestar. Fríkirkjan í Reykjavík: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smábarnasöngvar. Af- mælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhaldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11.00. Aðventufjölskyldusamvera kl. 14. í mess- una kemur dagskrá. Hvassaleitiskórinn syngur, stjórnandi Þóra V. Guðmunds- dóttir. Árni Arinbjamarson leikur orgelverk, nemendur úr Nýja Tónlistar- skólanum leika. Fermingarbörr lesa ritningartexta dagsins. Dramal.ópur UFMH sýnir leik. Almennur söngur. Kaffi, kók og kökur á eftir og sýning á myndum sem börnin úr sunnudagaskól- anum hafa litað og unnið. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Messa og barnasam- koma kl. 11. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Ásgeir Steingrímsson og Sveinn Birgisson leika á trompeta. Oddur Björnsson og Edvard Friðriksson leika á básúnu. Kl. 17.00. Aðventutónleik- ar. „Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt“. Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Camilla Söderberg blokkflauta og Snorri Öm Snorrason lúta. Stjómandi Hörður Áskelsson. Þriðjudagur: Fyrirbæna- messa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fimmtudagur: Aðventukvöld kirkju heyrnarlausra kl. 20.30. Jólafundur kven- félagsins kl. 20.30 í safnaöarsal. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Aðventutónleik- Sigurður Karlsson i hlutverki sinu í Föðurnum. Iðnó: Aukasýrúng á Föðumum Vegna mikillar aðsóknar að und- anförnu verður aukasýning á Föðurnum eftir August Strindberg í Iðnó í kvöld, föstudag. Þetta verð- ur jafnframt allra síðasta sýning á þessu sígilda leikverki. Sýningin hefst klukkan 20.30. Uppfærsla Sveins Einarssonar á Föðurnum hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli og hafa leik- arar og aðrir aðstandendur sýning- arinnar fengið mikið lof fyrir sinn hlut. Aðrar sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur um helgina eru Dagur vonar á laugardagskvöld, klukkan 20, Hremming á sunnudagskvöld, klukkan 20.30, og Djöflaeyjan sem sýnd verður í Leikskemmunni á föstudags- og laugardagskvöld, klukkan 20. Heymarlaus leikkona stödd hér á landi: Kenndi William Hurt táknmálið Mary Beth Miller, heyrnarlaus leikari og rithöfundur, sýnir í bíó- sal Hótel Loftleiða á laugardaginn á vegum Félags heyrnarlausra. Heyrnarlausa leikkonan Mary Beth Miller er þekkt víða um heim. Hún veitir leikhúsi heyrnarlausra í New York forstöðu og er auk þess starfandi leikkona og einnig þekkt sem rithöfundur, hefur samið leik- rit og barnabækur. Þess má geta að við gerö myndarinnar Guð gaf mér eyra kenndi Mary Beth leikar- anum William Hurt táknmálið. Mary Beth hefur verið í leikfór um Norðurlönd og er ísland síðasta landið sem hún heimsækir að þessu sinni. Hún sýnir í bíósal Hótel Loftleiöa á morgun, laugar- dag, og hefst sýningin klukkan 16. Aðgöngumiðar eru seldir hjá Fé- lagi heyrnarlausra og við inngang- inn. í for með Mary Beth er túlkur sem túlkar allt sem fram fer yfir á ensku. Leikfélag Akureyrar: Lokasýning á Lokaæfingu Síðustu sýningar verða á leikrit- inu Lokaæfingu hjá Leikfélagi Akureyrar um helgina. Verkið verður sýnt á föstudagskvöldið, klukkan 20.30, og lokasýningin á Lokaæfingu verður svo á laugar- dag, klukkan 20.30. Lokaæfing er eftir Svövu Jakobs- dóttur en leikstjóri er Pétur Einarsson. Olía á pappír og striga - Sýning Bjama Ragnars Sýning Bjarna Ragnars stendur nú yfir í FÍM-salnum. Hann sýnir þar olíumálverk á pappír og striga sem öll eru máluð á þessu ári. Sýning Bjama er einkasýning en þess má geta að í febrúar mun Bjarni sýna í Musavi Art Center í New York ásamt 12 erlendum lista- mönnum. Sýningin stendur til 6. desember og er opin virka daga klukkan 16-21 en klukkan 14-22 um helgar. Bjarni Ragnars við eina mynda sinna á sýningunni i FÍM-salnum. DV-mynd BG LOl MATTHÍÁ 26, NÓVEMBER - Ein mynda Louisu á sýningunni í Galleri á íslandi. Louisa Galler Louisa Matthíasdóttir opnaði sýningu á málverkum sínum í Gallerí Borg á fimmtudaginn. Louisa hefur haldið nær tuttugu einkasýningar, flestar þeirra í Bandaríkjunum, og auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga vítt um heim. Sýningin í Gallerí Borg er fyrsta einkasýning henn- ar hér á landi en hún hefur tekiö þátt í tveimur samsýningum hérlendis. Louisa er fædd í Reykjavík árið 1917. Hún stundaði nám í Danmörku og í París en fluttist til Bandaríkjanna árið 1941 þar ar kl. 21.00 um kvöldið. Orthulf Prunner leikur orgeltónlist eftir J.S. Bach. Hjallaprestakall í Kópavogi: Barnasam- koma kl. 11 í Digranesskóla. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Bamasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Messa í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Altarisganga. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja: kirkja Guðbrands biskups. Aðventuhátíð safnaðarins. Óskastund barnanna kl. 11. Sungiö, leikið og myndir gerðar. Þórhallur Heimisson guðfræðinemi og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Ólöf Kol- brún Harðardóttir óperusöngkona mun syngja með kór Langholtskirkju. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson og organisti Jón Stefánsson. Aöventuhátíð kl. 20.30. Formaður safnaðarins, Ingimar Einars- son, flytur ávarp en aðalræöumaður kvöldsins verður Jón Helgason ráðherra. Óskastund barnanna verður með sinn þátt og kór kirkjunnar mun, fullskipaö- ur, gleðja okkur með söng. Einnig verður helgistund. Að aðventuhátíðinni lokinni verða kaffiveitingar kvenfélagsins. Sókn- amefndin. Laugarnesprestakall: Messa fyrir alla íjölskylduna kl. 11. Altarisganga. Láms Sveinsson leikur á trompet. Barnastarf. Kveikt á aðventukransinum. Mánudag- ur: Æskulýðsstarf kl. 18. Sóknarprestur. Neskirkja: Laugardagur: Æskulýðsfé- lagsfundur fyrir 11-12 ára kl. 13. Sam- verustund aldraðra kl. 15. Gestir: Ragnar Fjalar Lárusson, Höröur Áskelsson og fleiri. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Ejjölskylduguðs- þjónusta kl. 14.00 með þátttöku barna og unglinga. Aðventusamkoma kl. 17.00. Bamaskór Mela- og Hagaskóla syngur. Einsöngur: Eiður Gunnarsson. Ræðu- maður: Ellert B. Schram. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mánudagur: Æskulýðs- félagsfundur kl. 19.30. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Miövikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljasókn: Barnaguðsþjónusta í kirkju miðstöðinni kl. 11. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Altarisganga. Sókn- arprestur. Seltjarnarneskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Skólakór Seltjarn- arness kemur í heimsókn og syngur nokkur lög. Eirný og Solveig Lára. Ljósa- messa kl. 14.00 með þátttöku væntanlegra fermingarbarna. Stólvers syngur Hreiðar Pálmason. Organisti Sighvatur Jónas- son. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Kl. 20.30. Aðventusamkoma í umsjá sóknarnefndar. Skarphéðinn Ein- arsson og Friðrik Stefánsson leika á trompet og orgel. Sigrún Valgerður Gestsdóttir syngur við undirleik Sigur- sveins Magnússonar. Ræðumaöur: Hermann Sveinbjörnsson. Helgistund í umsjá sóknarprests eftir að ljósin hafa verið tendmð. Veislukaffi að samkomu lokinni. Sóknarnefnd. Æskulýðsfélags- fundur mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Kór Öldutúnsskóla syngur undir stjóm Egils Friðleifssonar. Þriðjudagur 1. des.: Jólafundur kvenfélagsins í Skú- tunni kl. 20.30. Miðvikudagur 2. des.: Biblíufræðsla kl. 20.00 í Framsóknar- húsinu. Einar Eyjólfsson. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14. Sóknarprestur. Stokkseyrarkirkja: Barnamessa kl. 11. Sóknarprestur. Tilkynningar Jól í Kringlunni Laugardaginn 28. nóvember nk. kl. 11.00 bytja jólin í Kringlunni. Frú Ástrið- ur Thorarensen borgarstjórafrú kveikir þá á jólatrjám og veitir viðtöku styrkjum til bamadeildar Hringsins frá húsfélagi Kringlunnar og kaupmönnum í Kringl- unni. Jólatrén verða alls 5, það stærsta 7 m hár íslenskur elmir úr Hallormsstaða- skógi. Þaö verður sannkölluö jólastemning í Kringlunni; öll fyrirtækin verða komin í jólabúning, jólalög verða leikin, skólakór Kársnesskóla syngur fyrir og eftir tendr- un jólatrjánna og ýmislegt fleira verður til skemmtunar sem helst svo alla daga til jóla og nær hámarki á Þorláksmessu. Afmælisveisla Unglingaathvarfs Þann 1. október síðastliðinn voru liöin 10 ár frá stofnun Unglingaathvarfs Reykjavíkurborgar. í tilefni þessara tímamóta hefur verið ákveðið að halda afmælisveislu þann 28. nóv. næstkom- andi fyrir fyrrverandi starfsmenn og unglinga sem í Unglingaathvarfinu hafa verið á liönum árum. Afmælisveislunni er ætlað að standa frá kl. 15.00 til 18.00 í húsnæði athvarfsins að Tryggvagötu 12. Kaffi og veitingar verða á boðstólum í bland við gamlar myndir og minningar. Ný sýning í Bókasafni Kópavogs Nú stendur yfir sýning á myndum eftir Ólaf heitinn Jónsson siglingafræðing í listakrubbu Bókasafns Kópavogs. Ólafur Jónsson var fæddur 17. ágúst 1906 og lést 15. ágúst 1986. Á sýningunni eru gamlar myndir úr Reykjavík, unnar með sáldþrykki, svo og myndir frá sólarlönd- um, eihnig landslagsmyndir frá ýmsum stöðum á íslandi, samtals 30 myndir og allar til sölu. Nokkrar vatnslitamyndir eru einnig á sýningunni. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, mánu- daga til föstudaga kl. 9-21 og laugardaga kl. 11-14 og stendur til 31. desember. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýning á búningateikningum Sigrún Ulfarsdóttir, tískuteiknari og bún- ingahönnuður, sem lauk námi frá Esmod-skólanum í París sl. vor, hannaði búninga á íslenska dansflokkinn fyrir sýninguna Á milli þagna eftir Hlíf Sva- varsdóttur. Teikningar hennar eru til sýnis og sölu á Kristalssal á meðan á sýningum Flaksandi falda stendur. Sýn- ingin verður opin frá 17-19 laugardag og sunnudag og fyrir leikhúsgesti yflr helg- ina. Siðasta sýning á Flaksandi földum er á laugardagskvöld. Sigrún Úlfarsdóttir stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum árin 1979-1981. Árin 1981-1983 var hún viö nám í rússnesku og búningateiknun í Moskvu og frá 1983-1987 lærði hún tísku- hönnun og búningagerð viö hinn virta Esmod-skóla í Paris. Á milli þagna er frumraun Sigrúnar sem búningahönnuð- ar en hún vann einnig við útfærslu búninganna í Villihunangi eftir Chekhov í Þjóðleikhúsinu árið 1985. Kolbeinn og Páll með tónleika Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari munu halda tónleika á Akranesi og í Stykkishólmi nú um helgina. Tónleikarnir á Akranesi verða í Safn- aðarheimilinu Vinaminni laugardaginn 28. nóvember kl. fjögur og i Stykkishólmi i tónlistarskólanum sunnudaginn 29. nóvember kl. Qögur. Á efnisskrá þeirra eru tónverk frá byrjun 17. aldar til nóv- embermánaðar 1987. Meðal höfunda eru Atli Heimir Sveins- son, Georg Friedrich Hándel og Hjálmar H. Ragnarsson. Leikhús Leikfélag Reykjavíkur Dagur vonar, sýning laugardagskvöld kl. 20.30 í Iðnó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.