Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987. Nýir bílar í sýningarsal ★ Nýjar hugmyndir. ★ Góð kjör. ★ Úrval notaðra bíla. ★ Heitt á könnunni. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9.00 TIL 18.00. LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00 TIL 16.00. VOLVO-salurinn Skeifunni 15, s. 691600. NPJFdK-ÐlBll mmm ma ■■ ejeq VI VOLVOSALURINN SKEIFUNN115,S.691600 Volvo 740 GL, árg. 1987, ekinn 10.000 km, grár/metal, sjálfsk. m/od, vökvast., rautt pluss. Verð 975.000. Volvo 244 Turbo, árg. 1982, ekinn 63.000 km, svartur/metal, beinsk. m/od, vökvast., topplúga, pluss o.fl. Mazda 929, árg. 1983, ekinn 43.000 km, blár/metal, sjálfsk., rafm. í rúð- um og læsingum. Verð 420.000, góð kjör, ath. skipti. Volvo 360 GL, árg. 1987, ekinn 22.000 km, blár/metal, beinsk., 5 gíra, fallegur bill. Verð 600.000. Toyota Tercel 4x4 station, árg. 1984, ekinn 54.000 km, gull/metal, 5 gira, topplúga, aukamælar. Verð 460.000. MMC Lancer, árg. 1986, ekinn 22.000 km, silfur/metal, beinsk., 5 gira, bill í toppstandi. Verð 425.000, Volvo 245 GL, árg. 1982, ekinn 77.000 km, blár/metal, sjálfsk., vökvast., sumar/vetrardekk. Verð 425.000, góð kjör. ■ s Volvo 244 GL, árg. 1982, ekinn 67.000 km, brúnn, sjálfsk., vökvast., vetrard. Verð 400.000. Volvo C 202 Lapplander, árg. 1981, ekinn 54.000, brúnn, beinsk., vökv- ast., spii, læst drif, ný dekk og mm/fleira. Verö 450.000. M Benz 230c, 2 dyra, ekinn aðeins 66.000 km, grænn/metal, sjálfsk., vökvast., toppeintak, mjög góð kjör. Verð 800.000. Volvo 345 GLS, árg. 1982, ekinn 67.000 km, Ijósgrænn, beinsk. Verð 260.000. BMW 520, árg. 1981, ekinn 112.000, rauður, beinsk., fallegur bíll. Verð 395.000, góö kjör, ath. skipti á ódýr- ari. Volvo 244 GL, árg. 1982, ekinn 85.000, rauöur, sjálfsk., vökvast., góð kjör. Verð 380.000. Volvo 245 GL, árg. 1981, ekinn 99.000 km, grænn/metal, beinsk., m/od. Verð 390.000. Neytendur Afborgunamdskipti Ný kjör í boði Þessi verðbólguþjóð hefur löng- um verið iðin við að kaupa sér hluti með afborgunum. Lengi vel voru slík viðskipti hagstæð, vextir voru mun lægri en verðbólga. Síðan hef- ur mikið vatn runnið til sjávar og aðstæður allar breyst. Nú er svo komið að ekki er lengur hagstætt að kaupa á skuldabréfum heldur hækka shk viðskipti verð vörunnar upp úr öllu valdi. Fólk er nú loks farið að átta sig á vaxtakostnaðinum sem er sam- fara slíkum viðskiptum og aðeins stöku maöur heyrist tala um „hag- stæö greiðslukjör" þegar langur greiðslutími er í boði. Nú eru hins vegar ný kjör í boði, svokölluð kaupleiga. Dæmi um slík viðskipti er að nýlega voru farsím- ar auglýstir til sölu á slíkum kjörum. Staðgreiðsluverð símans er 109.250 kr. Það eru hins vegar fáir sem geta reitt slíka íjárhæð af hendi og staðgreitt. Til að gera öðr- um kleift að kaupa símann eru því boðin ýmis kjör, ýmist að kaupa hann með venjulegum afborgim- um, á vildarkjörum Visa eða gegn kaupleigusamningi. Kaupleiga er fólgin í því að við- skiptavinur getur fengið farsímann í hendur án útborgunar og greiðir 4.343 kr. á mánuði í þrjú ár. Að þremur árum hðnum getur kaup- andi símans svo eignast hann að fullu með því að greiða 3% af uppr- unalegu kaupverði tækisins framreiknuðu eftir vísitölu. Dæmið htur þá svona út: Mánaðargreiðslur 4.343 kr. í 36 mánuði, ahs 156.348 kr. Afborgunarverð farsímans er nú 118.750 kr. Sé það framreiknað með 30% verðbólgu er það um 260.000 kr. að þremur árum hðnum. 3% af 260.000 eru 7.800 kr. sem er þá lokagreiðsla kaupanda. Farsíminn kostar því á endanum 164.148 kr. og er þá miðað við aö verðbólga aukist ekki frá því sem nú er. Ef verðbólga eykst á tímabil- inu hækkar endanlegt verö hins vegar sem því nemur og ef hún minnkar lækkar varan. Ef síminn hefði verið keyptur á venjulegu skuldabréfi hefði hann kostað mun meira því þar bætast vextir við auk verðbóta. Það gilda mun strangari ákvæði um slíka verslun en um venjuleg skuldabréfaviðskipti. Þannig er lágmarksfjárhæð, sem keypt er fyr- ir, 100 þúsund kr. og þarf leigutaki að fá tvo ábyrgðarmenn sem báðir eiga fasteignir og eru.með hreinan skjöld í fjármálum. Leigutaki þarf einnig að eiga fasteign. Að þessum skilyrðum uppfylltum er skrifað undir kaupleigusamning og er hann sendur bankanum til um- sagnar. Ef bankinn gefur grænt ljós geta viðskiptin átt sér stað, annars ekki. Þessi viðskiptamáti hefur rutt sér mjög til rúms að undanfomu, sér- staklega þó í bílaviöskiptum. -PLP > \ ** Jr1 4 Z". t f\ ■ Pipar og salt er sennilega eina sérverslunin með útlendar sparisultur hér á landi. DV-mynd KAE Breskar sparisultur í Pipar og salti Sigriður Þorvarðardóttir hagræðir itölsku eldunaráhöldunum. Fjöldinn ahur af nýjum verslunum sér dagsins ljós hér á landi á ári hveiju. Ein af þeim er verslunin Pip- ar og salt sem er til húsa efst á Klapparstígnum. Þar era á boðstól- um einkar skemmtilegar enskar vömr sem hafa verið sjaldséðar hér áður eins og t.d. ýmsar tegundir af sultum og marmelaði sem Bretar em einmitt frægir fyrir. Einnig er hægt að fá alls konar niðurlagða ávexti, ávaxtamauk og margar tegundir af kryddi. Þetta em t.d. vörur frá hinu þekkta fyrirtæki Cartwright & Butl- er. í Pipar og salti er einnig hægt að fá öh hugsanleg eldhúsáhöld, ítalska potta og pönnur, hnífa og skálar fyr- ir kæfur og annan bakstur. Eld- húsáhöldin em frá Elizabeth David Óvenjuleg meikispjöld Merkispjöld beint úr náttúrunni. og hinum megin em til og frá merk- Við rákumst á nokkuð óvenjuleg ingar. Merkispjöld þessi era seld merkispjöld á jólapakkana en þau bæði í blóma- og bókaverslunum um era franúeidd úr þunnum sneiðum aUt land. Þau kosta um 200 kr. 5 sam- úr birkigreinum. A aðra hUðina er an. í búnti. brennd orðsending um gleðUeg jól -A.Bj. fyrirtækinu sem hefur um árabU sér- hæft sig í framleiðslu um 600 tegunda af tólrnn og tækjum. Eitt af því sem við höfum ekki séð áður hér á landi vora tölustafa köku- form sem hægt'er að fá leigð gegn vægu gjaldi til þess að baka afmælis- köku handa hverjum aldursflokki fyrir sig. Loks vora til sérlega skemmtilegar og ódýrar matreiðslubækur hjá Pip- ari og salti. Það er Sigríður Þorvarð- ardóttir sem rekur þessa skemmti- legu verslun, en hún var búsett í Bretlandi um árabU. -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.