Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á máni'ði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað /5 kr.
Erfiðleikar í ullariðnaði
Nýlega gerðust þau stórtíðindi 1 uUariðnaðinum að tvö
stærstu fyrirtækin, Álafoss og iðnaðardeild Sambands-
ins, sameinuðust í eitt fyrirtæki. Þessi samruni var löngu
tímabær. Þau hafa kroppað augun hvort úr öðru og sam-
eiginlega hafa framleiðendur í ullariðnaðinum háð
vonlausa baráttu gegn innlendri verðbólgu og erlendri
samkeppni. Brotalamir hafa verið í markaðssetningu og
raunar hafa íslendingar fram á þennan dag stundað
frumstæðar söluaðferðir og kunnað lítt til verka á al-
þjóðamarkaði. Erfið fiárhagsstaða hefur heldur ekki
hjálpað til.
Það er auðvitað sorglegt þegar segja þarf upp tugum
og hundruðum starfsmanna og eiga þeir alla samúð sem
nú fá fyrirvaralausa uppsögn og verða að hverfa til ann-
arra starfa. En þá er líka á það að líta að atvinna, sem
engum arði skilar, er ekkert annað en dulbúið atvinnu-
leysi og við höfum nógu lengi hér á landi haldið uppi
atvinnubótavinnu sem þrifist hefur í skjóh hafta og opin-
berra styrkja. En þeir tímar eru hðnir. íslendingar verða
að selja framleiðslu sína á erlendum markaði. íslending-
ar standa í samkeppni við aðrar þjóðir og við þau skilyrði
verður hver atvinnugrein að standa á eigin fótum.
Atvinna manna og vinnumarkaðurinn verður að taka
mið af þessari þróun. Enda þótt ríkisvaldið og sumir
stjómmálaflokkanna sitji uppi með steinböm í magan-
um, sem kalla á hjálp um opinbera framfærslu, þá er
þjóðfélagið smám saman að fikra sig inn í veruleika þeirr-
ar staðreyndar að engin atvinnugrein getur til lengdar
lifað á því að éta útsæðið.
í ullariðnaðinum er þetta mest áberandi í augnablik-
inu. Samruni Álafoss og SÍS er stærsta dæmið en fleiri
eiga um sárt að binda. Hver saumastofan af annarri legg-
ur upp laupana. Innlend fataframleiðsla á ekki sjö dagana
sæla.
Framhjá því verður auðvitað ekki htið að fastgengis-
stefnan hefiir drépið iðnaðinn í dróma og mun kyrkja
hann endanlega ef svo heldur fram sem horfir. Ódýr
framleiðsla frá Asíulöndum gleypir markaðinn með und-
irboðum í verði hér eins og annars staðar á Vestur-
löndum.
Íslenskur iðnaður hefur ekki beðið um opinbera vemd
eða innflutningshöft. Iðnaðarfyrirtækin vita sem er að
þau verða að aðlaga sig samkeppninni. En þá má ekki
heldur láta þau gjalda fyrir þá baráttu með gengisstefnu
sem gerir vígstöðu þeirra vonlausa.
Dæmið um frönsku kartöflumar er andstæða þess sem
er að gerast í uhariðnaðinum. Þar er verið að grípa til
innflutningshafta til að vemda íslenska framleiðslu sem
þolir ekki samkeppnina við innflutninginn. Þar ríkir enn
gamla vemdarstefnan, vegna þess að íslenski landbúnað-
urinn hefur enn ekki skihð sinn vitjunartíma, skilur
ekki að það er hvorki í þágu hans sjálfs né heldur þjóðar-
búsins að halda uppi atvinnu sem getur ekki lifað án
vemdar og opinberra styrkja.
UUariðnaðurinn má þó eiga það að hann er tilbúinn
í slaginn. Veit sem er að hann á sér enga framtíð nema
beitt sé hagræðingu, samvinnu og nútímavinnubrögðum
í samræmi við lögmál hins stóra markaðar. Hér heima
sem í útlöndum.
Lífskjaraskerðingin er einmitt fólgin í flóttanum und-
an veruleikanum. Lífskjarabótin felst hins vegar í áræði
og átaki til að koma fótunum undir atvinnurekstur sem
getur borið sig. Og sem getur borgað mannsæmandi laun
fyrir vinnu sem skUar arði.
EUert B. Schram
Bátafólkið, sem flúði sjóleiðina eftir 1975 yfirgaf varla Suður-Vietnam að gamni sínu. Víetnamskt flóttafólk
sem tekið hefur verið upp í skip frá Panama.
Þurfia Bandaríkjamenn
að skammast sín fyrir
Víetnam-stríðið?
Fyrir rúmum fxmmtán árum eða
í júní 1972 ávarpaði þáverandi fé-
lagsmálaráðherra, Magnús Kjart-
ansson, norrænt sveitarstjómar-
þing og lýsti þar nokkrum
efasemdum sínum um lífsþæginda-
kapphlaup nútímans. Til saman-
burðar riíjaði hann það upp, að
hann hefði árið 1968 ferðast um
Noröur-Víetnam. „Ég var ekki
staddur í þjóðfélagi hagvaxtar og
sívaxandi vöruframleiðslu, heldur
í andstæðu þess, þjóðfélagi tor-
tímingar og eyðingar. Samt varð
mér sú staðreynd ljós, meðan ég
dvaldist í þessu landi, að þar bjó
hamingjusamasta fólk, sem ég
hafði kynnst. Þarna var enginn lífs-
leiði, engin firring, engin streita;
heldur brennandi lífsáhugi. Og
skýringin var ofur augljós: Hverj-
um manni fannst, að hann væri dag
hvem að berjast fyrir tilvem sinni,
að framtíð hans og ættmenna hans
og þjóðarinnar allrar væri undir
því komin, að hann leysti verkefni
sitt sem best af höndum hvern dag,
að hann kostaði öllu til. Það er slík
einbeiting, fyrirvaralaus og altæk,
sem veitir lífsfyllingu og lætur
blóm lífshamingjunnar spretta
einnig á vígvelli tortímingarinnar,
undir skugga hinnar fallandi
sprengju.“
Hvað er orðið um blóm
lífshamingjunnar?
Magnús Kjartansson hélt þessa
athyglisverðu ræðu, á meðan
margir róttækhngar á Vesturlönd-
um ólmuðust gegn afskiptum
Bandaríkjanna af borgarastríðinu
í Víetnam, en þar liðsinntu þau sem
kunnugt er stjórnarher Suður-
Víetnams gegn innrásarsveitum
frá Norður-Víetnam. Er ekki að
orðlengja, að Bandaríkin hurfu frá
stuðningi viö stjórn Suður-Víet-
nams, ekki síst fyrir baráttu
róttækhnga, svo. að þremur árum
síðar náðu sameignarmenn völd-
um í öUu Víetnam, og um sama
leyti féll nágrannalandið Kambó-
día í hendur skæruUða rauðra
kmera. Síðan eru liðin tólf ár, og
því er ef tU viU nokkur ástæöa til
að forvitnast um, hvað hafi orðið
um þau blóm lífshamingjunnar,
sem tóku að sögn Magnúsar Kjart-
anssonar svo langt fram iilgresinu
á Vesturlöndum, Geta vestrænir
róttækUngar horft stoltir um öxl?
Reynslan þar eystra hefur því
miöur staðfest aUar hrakspár okk-
ar lýðræðissinna. Stjórnarfar er
miklu ómannúðlegra en þekkist
víðast annars staðar, þar sem sam-
an fer austræn harðneskja og
miskunnarleysi hugmyndafræð-
inga, sem eru þess fxUlvissir, að
þeir ráði yfir öllum sannleikanum.
TaUð er, að um tvö hundruö þús-
und menn hafi verið líflátmr í
Víetnam þegar eftir valdatöku
sameignarmanna eða næstum því
jafnmargir og við íslendingar er-
um. Enginn veit með vissu, hversu
mörgum er haldið þar í endur-
hæfingarbúðum, en þeir geta skipt
tugum eða hundruðum þúsunda.
.......i| n mmm—mmmmmmm
Eymd félagshyggjunnar
Kjállarinn
Dr. Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
stjórnmálafræðingur
Bátafólkið svonefnda, sem flúði
þaðan sjóleiðina eftir 1975, yfirgaf
varla Suður-Víetnam að gamni
sínu, en Uklega hefur aðeins hluti
þess komist heill á húfi til annarra
landa. Þetta vár þó barnaleikur í
samanburði við það óskaplega fár,
sem reið yfir Kambódíu eftir valda-
töku félagshyggjufólks þar, en talið
er, að allt að þijár milljónir manna
hafi þá fallið.
Sameignarmenn í Indó-Kína hafa
ekki aðeins leitt kúgun yfir þegna
sína, heldur líka fátækt. Þeir gera
sér eins og þýskir þjóðernis-sósíal-
istar á fjóröa áratugnum forneskju-
legar hugmyndir um atvinnulíf,
vilja hverfa út úr borgaralegri
„spillingu" inn í ímyndaða sveita-
sælu. Sá sósíalismi þeirra, sem
snerti svo djúpa taug í félagsmála-
ráðherranum íslenska árið 1972,
var valdboðinn dalakofasósíalismi
og eftir því mannskæður, eins og
dr. Þór Whitehead prófessor bendir
á í fróðlegri grein í Frelsinu 1984.
Valdhafarnir eru nú orðnir háðir
matgjöfum frá Vesturlöndum. En
hvaðan ætla marxistar að flytja inn
kornið, þegar þeir hafa lagt undir
sig allan heiminn?
Deilurnar á Vesturlöndum
Þær deilur, sem stóðu hér sem
annars staðar um liðsinni Banda-
ríkjanna við stjórn Suður-Víet-
nams á árunum 1965-1975, snerust
að mestu leyti um það, hvers eðlis
þáverandi stjómarandstæðingar í
Suður-Víetnam væm. Voru þeir
blóðþyrstir og ofstækisfullir
kommúnistar eða saklausir, bros-
mildir sveitamenn, sem áttu sér
enga ósk heitari en að fá að búa í
friði í landi sínu og rækta blóm lífs-
hamingjunnar? Svarið er komið í
ljós. En þegar viö metum, hvort
Bandaríkin áttu að skipta sér af
átökunum í landinu, hljótum við
að hafa hliðsjón af því, hvort Bretar
og aðrar lýðræðisþjóðir áttu að
skerast í leikinn, þegar Hitler lagði
undir sig Austurríki, Tékkóslóvak-
íu og Pólland. Undir venjulegum
kringumstæðum tel ég, að við höf-
um þegnlegan rétt til að reyna að
afvopna glæpamenn, sem ógna lífi
og limum samborgara okkar, sé
þess einhver kostur. Leiða má svip-
uð rök að því, að lýræðisríki hafi
rétt til aö reyna að stöðva hættu-
lega hryðjuverkahópa.
Við getum vissulega deilt um ein-
stakar hernaðaraðgerðir Banda-
ríkjanna í Indó-Kína en tæplega um
hina almennu reglu. Bandaríkin
þurfa því alls ekki að skammast sín
fyrir Víetnam-stríöið. En það eiga
hins vegar róttæklingarnir, sem
héldu sérstakan fund í Háskólabíói
í maí 1975 til þess að fagna valda-
töku félaga sinna í Indó-Kína, að
gera. Og þegar þeir styðja nú af
alefli sameignarmenn í Mið-Amer-
íku, hljótum við að draga þá
ályktun, að þeir hafi öllu gleymt
og ekkert lært.
Dr. Hannes Hólmst. Gissurarson
--------------------—-----------
„En þegar við metum, hvort Bandarík-
in áttu að skipta sér.af átökunum í
landinu hljótum við að hafa hliðsjón
af því, hvort Bretar og aðrar lýðræðis-
þjóðir áttu að skerast 1 leikinn, þegar
Hitler lagði undir sig Austurríki,
Tékkóslóvakíu og Pólland.“