Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Blaðsíða 34
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987.
. 50
Iðnverkafólk
Óskum eftir að ráða fólk til framtíðarstarfa við máln-
ingarframleiðslu í verksmiðju okkar að Dugguvogi 4.
Allar nánari upplýsingar veittar á staðnum.
Málningarverksmiðjan
Slippfélagið í Reykjavík hf.
Dagvist barna auglýsir
Fóstrur og aðstoðarfólk óskast til starfa nú þegar eða
um áramót á eftirtalin heimili:
Efrihlíð
Bakkaborg
Iðuborg
Völvuborg
sími 83560
sími 71240
sími 76989
sími 73040
Upplýsingar gefa forstöðumenn heimilanna og um-
sjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna, sími 27277.
Nú er það komið aftur,
hið geysivinsæla útvegspil.
Fæst í bóka- og leikfangaverslunum
um land allt.
Pantanasími 91-52677.
REYKJMIÍKURBORG
JLau&asi Stödíei
SÁLFRÆÐINGUR - UNGLINGADEILD
Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar auglýsir eftir sálfræðingi í fullt starf. Skilyrði
er-að viðkomandi hafi að minnsta kosti 2 ára starfs-
reynslu sem sálfræðingur. Starfið felst meðal annars
í meðferð, ráðgjöf við starfshópa og þátttöku í stefnu-
mótun og skipulagningu unglingastarfs.
Umsóknarfrestur er til 8. desember.
Upplýsingar veita Snjólaug Stefánsdóttir, deildar-
stjóri unglingadeildar, í síma 622760 og Gunnar
Sandholt, yfirmaður fjölskyldudeildar, í síma 25500.
Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar á umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Örvi, verndaður vinnustaður, Kópavogi
Tilboð óskast í innanhússfrágang í húsinu Kársnes-
braut 110, Kópavogi.
Um er að ræða 447 m2 af 1. hæð hússins sem nú
er múrhúðuð innan; lagt er í gólf og ofnar komnir.
Loft eru einangruð og klædd.
Ganga skal að fullu frá húsrýminu að innan tilbúnu
til notkunar með innréttingum og húsgögnum. Verk-
inu skal lokið 25. mars 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22.
desember 1987 kl. 11.00.
ll\ll\ll(AUPAST0Fi\IUI\l RÍKISIIMS
_________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Sandkom
Salome getur átt á hættu að þurfa
að byrja nýja áriö á nokkuö nýstár-
legu matarræöi.
Étur Salome
hattinn?
Salome Þorkelsdóttir al-
þingismaöur skartar gj aman
hátiskuhöttum. Hún ereinn-
ig þekkt fyrir áhuga sinn á
úrbótum í umferðarmálum,
einkanlega í heimasveit
sinni. Nú hefur hún samein-
að þessi áhugamál sín á
sérstæðan hátt. Hún hefur
nefnilega strengt þess heit að
éta einn af sínum fínustu
höttum með viðhöfn á nýárs-
dag ef samflokksmaður
hennar í samgönguráðuneyt-
inu hefur þá ekki komið á
úrbótum í vegamáium Mos-
fellsbæjar, sem nauðsynlegar
þykja tÚ að draga úr slysa-
hættu. Vopnin hafa þó heldur
betur snúist í höndum
Saiome, því nú segja sögur
að Mosfellingar liggi í Matthí-
asi að doka viö með aðgerðir
því þeir vilji ekki fyrir nokk-
um missa af því að sjá frú
Salome éta hattinn sinn.
Kolkrabbinn
vinsæll
Þeir sem oft þurfa að
hringja úr höfuðborginni út á
land hafa rekið sig á að það
getur verið þolinmæðisverk.
Mikið álag er á símakerfmu
sem virðist ekki þola allar
þessar hringingar á álagstím-
um, sérstaklega upp úr
kvöldmat. Á miðvikudags-
kvöldið ætlaði einn kunningi
Sandkoms að hringja til ætt-
ingja síns sem býr á Vestur-
landi. Það var sama hvað
hann reyndi, aldrei náöi
hann sambandi. Hann missti
þolinmæðina og hringdi nið-
ur á langlínumiðstöð í 02 og
spurði hvort eitthvað væri að
símakerfinu, hann væri bú-
inn að reyna hátt í klukku-
tima að ná í ákveðið
símanúmer á Vesturlandi en
ekkert gengi. „Nei, nei, bless-
aður vertu, þetta er alltaf
svona," var honum tjáð.
„Reyndu bara að hringja þeg-
ar Kolkrabbinn er byijaður í
Sjónvarpinu. Það notar eng-
inn símann á meðan!“
Glæsileg
verðlaun í
jólaleikjum
Fyrirtæki nota í síauknum
mæli þá aðferð að krækja í
viðskiptavini með loforðum
um alls kyns verðlaun og
vinnmga. Jólaleikir em að
verða æ vinsælli og er ein
útvarpsstöðin til dæmis með
hálfrar millj ón króna vömút-
tekt í boði. Nýjasti jólaleikur-
inn, sem við höfum rekist á,
er jólaleikur Cöca Cola. Leik-
urinn felst í því að fólk fær
afhent dagatal með 26 reitum.
Myndir, sem eiga að passa í
reitina, em svo á límmiöum
á kókflöskum. Fólk á að leysa
límmiðv íafflöskunumog
límaréft myndinnávið-
komano.) :it.Þegarbúiðer
að frnna 2o réttar myndir og
líma á almanakið skal það
sent til Vífilfells og fá fyrir
vikið glæsileg verðlaun, eitt
hundrað króna ávísun! Ávís-
unin verður send til vinn-
ingshafanna í janúar og á
ömgglega eflir að hjálpa
mörgum við að borga upp
jólaskuldimar sínar.
Himbriman-
um bjargað
Það gerðist fyrir nokkrum
árum, þegar Skeiðfossvirkj-
un í Fljótum í Skagafirði var
í byggingu, að nokkrir
múrarar frá Siglufirði vom
ráðnir til að vinna við frá-
gang stíflumannvirkja. Einn
múraranna var mikill skot-
maður og hafði með sér byssu
ef ske kynni að þeir rækjust
á mink. Einu sinni, er þeir
vora að drekka kaffi við lónið
sem myndast hafði fyrir ofan
stífluna, sáu þeir himbrima
skjótast upp úr vatninu og
stóð stóreflis silungur hálfur
út úr honum. Þó himbriminn
sé alfriöaöur greip skotmað-
urinn byssu sína og hæfði
fuglinn í fyrsta skoti. Einn
félagi hans, sem almennt var
ekki talinn neitt sérstakt
Kolkrabbinn er vinsæll þáttur i Sjónvarpinu. Á þessarl mynd er Kolkrabb-
inn sjálfur að búa sig undir eitt þunglyndiskastið.
Hreinræktuö Reykjavikurönd.
gáfnaljós, hrópaði þá með
bros á vör: „Þama bjargaðir
þú himbrimanum. Hann
hefði ábyggilega kafnað ef þú
hefðir ekki skotið hann! ‘ ‘
Ættfræði
anda
Endur valda víðar vanga-
veltum en í Reykjavík.
Nýlega gerði skipshöfnin á
togaranum Ljósafelli frá Fá-
skrúðsfirði sér glaðan dag.
Félagamir ákváðu að
skreppa til Egilsstaða og fóm
inn á veitingahúsið Sam-
kvæmispáfann til að fá sér
dýrindismáltíð. Glatt var á
hjálla undir borðum og er
aðalrétturinn var borinn
fram kom í ljós að þetta var
andaréttur. Skipverjamir
veltu vöngum yfir öndinni og
kölluðu til framreiðslustúiku
sem gekk framhjá borðinu
þeirra og spurðu hvort þama
væri peking-önd á ferðinni.
Stúlkan yppti öxlum og sagð-
ist ekki vita það en hún skyldi
spyijast fyrir um málið. Svo
gekk hún inn í eldhúsið og
eftir drykklanga stund kom
hún fram aftur, heldur kind-
arleg á svipinn og sagði: „Nei,
þetta er víst ekki Peking-önd,
hún er frá Borgarfirði
eystra!"
Umsjón:
Axel Ammendrup
Kvikmyndir
Bíóborgin/Flodder:
Stórgóð hollensk hugmynd
Hollensk frá 1987
Leikstjóri: Dick Maas
Handrit og tónlist: Dick Maas
Myndataka: Mark Fleperlaan
Aóalhlutverk: Nelly Fridja, Huub Stabel,
Réne Hof, Tatjana Simic
Sumarmynd Hollendinga síðastlið-
ið sumar var mynd sem er komin
frá þeim sjálfum og heitir Flodder.
Hún hefur einnig komið víða við í
Evrópu við ágætisundirtektir og
nú sjáum við hana hér á landi og
■þá er að bíða og sjá í hvaða jarðveg
hún fellur hér.
Ekki er hægt að segja annað en
frumlegheitin ráði ferðinni hvað
varðar góða hugmynd að baki
myndinni. En Flodder greinir frá
fjölskyldu einni, nokkuð stórri og
sérstæðri, sem lifað hefur í heldur
hrörlegu húsnæði um dagana. Bæj-
arstjómin ákveður að hlaupa undir
bagga með fjölskyldunni og útveg-
ar henni hús á Sumarhæðum, sem
er eins konar Beverlly HiUs þeirra
Bandaríkjamanna eða Laugarás
okkar íslendinga. Flodder fjöl-
skyldan hefur um ævina htið gert
að því að velta fyrir sér almennum
mannasiðum og hreinlegri um-
gengni svo að vonum hrella þau
grannana með sínum lifsmáta.
Flodder gengur með öðmm orð-
um út á árekstra hinna ríku og
snobbuðu við hina fátæku og
ófáguðu á gamansaman máta.
Uppákomurnar eru margbreytileg-
ar og jafnan skemmtilegar en eiga
til að ganga fram af mönnum enda
eru mörk „velsæmisins“ mjög
teygjanleg hjá leikstjóranum og
handritahöfundinum Dick Maas.
Hvað varðar sóðaskap og kald-
hæðni þessarar íjölskyldu gengur
hún alltaf einu skrefi lengra en von
er á. Eflaust er leikurinn til þess
gerður. Svo ekki sé talað um snob-
bið hjá íbúum Sumarhæða. And-
stæðumar eru með öðrum orðum
mjög skarpar.
Leikendur þessarar myndar
koma allir sínu til skila og má segja
að þar sé samankomið úrvalslið
holienskra leikara sem allir skila
sínu vel. Fremst í flokki vil ég þó
setja höfuðpaur íjölskyldunnar, frú
Flodder, sem er hreint út sagt
óborganleg í hlutverki mömmunn-
ar sem á sér engan líka. Hins vegar
liggur helsti veikleikinn í ofhleðslu
á atriðum í myndinni.
Hollensk kvikmyndagerð situr
ekki aftarlega á merinni eftir þessu
að dæma. Eg mæli eindregið með
þessari mynd, ekki síst fyrir þá sök
að hér er ekki bandarísk né bresk
mynd á ferðinni. Auk þess er hug-
myndin að baki henni stórgóð.
-GKr
Flodder fjölskyldan í hnotskurn á sér engan likan