Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 1
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. 37 Meiraprófsnámskeiðin: Þörf stofnun sem lítið ber á t Við Dugguvog í Reykjavík er skólastofnun sem ekki lætur mikið yfir sér en starfið, sem þar fer fram, er býsna merkilegt. Þessi stofnun er Bifreiðastjóranámskeiðin, eða meiraprófið svokallaða. Meiraprófið er búið að vera við lýði í fjöldamörg ár og sem skólastofnun um tvo ára- tugi, eða aUt frá því að fræðslan fluttist í húsakynnin í Dugguvogi. Um daglega stjóm og framkvæmd námskeiðanna sér Ingimundur Ey- mundsson deildarstjóri en forstöðu- maður þeirra er Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkis- ins. Aðsókn að meiraprófsnámskeiðun- um hefur aukist ár frá ári, bæði í Reykjavík og eins úti á landi, en þar eru haldin námskeið eftir því sem þurfa þykir. í fyrra, árið 1986, voru það alls 379 manns sem sóttu bif- reiðastjóranámskeiö til meiraprófs. Af þeim luku 352 meiraprófinu og 193 héldu áfram og tóku rútupróf og fengu þar með réttindi til aksturs stórra fólksflutningabifreiða. Þá tók 31 ökukennarapróf. Mikil aðsókn Aðsókin hefur aukist að mun nú í haust, að sögn Ingimundar Ey- mundssonar. Hefur þurft að bæta viö stólum og borðum í kennslustofurn- ar til að koma þeim nemendum fyrir sem sótt hafa námskeiðin undanfar- ið. Alls hafa um 240 nemendur sótt námskeiðin sem haldin hafa verið frá október til áramóta. Auk námskeið- anna í Reykjavík hafa verið haldin námskeið á Selfossi, í Keflavík, Borg- arnesi og Húsavík. Á námskeiðunum í Reykjavík hafa verið á milh 40 og 45 manns á hveiju námskeiði og að sögn Ingimundar eru það of margir í einu til að koma fræðslunni vel til skila. Á námskeið- unum úti landi eru yfirleitt um 30 manns á hverju námskeiði sem gefur mun betri raun, Fleiri konur með meirapróf Konur hafa æ meira sótt í akstur leigubíla og fólksflutningabfla. Á hverju námskeiði hafa verið ein eða tvær konur en nú í haust hefur þeim fjölgað að mun og alls hafa 14 konur sótt námskeiðin sem nú standa yfir. Konurnar eru alls ekki síðri nemend- ur í meiraprófinu og tók Ingimundur eina þeirra sem dæmi af handahófi og fékk hún á lokaprófi 9 í vél, 8 í vagni, 9 í umferðarlögum og 8 í akstri. Síðustu námskeiðin fyrir um- ferðarlagabreytingu Ný umferðarlög taka gildi 1. mars Framhald á næstu síðu MMC Sapparo VX 2400, árg. 1986, VW Golf GL1600, árg. 1987, sjálfsk., Peugeot 205 GTi 1600, árg. 1987, 5 Honda Prelude 16v 2000, árg. 19^7, VW Golf C 1800, árg. 1988, 5 gira, sjálfsk., 4ra dyra, ekinn 8.000 km, 5 dyra, ekinn 15.000 km, dökkblár. gira, 3ja dyra, ekinn 14.000 km, 5 gira, 2ja dyra, ekinn 8.000 km, 3ja dyra, ekinn 2.500 km, hvftur. blár. Verð 850.000. Verð 730.000. hvítur. Verð 610.000. rauður. Verð 880.000. Verð 650.000. Honda Prelude 2000, árg. 1987, VW Passat CL 1800, árg. 1986, 5 sjálfsk., 2ja dyra, ekinr. 8.000 km, gíra, 4ra dyra, ekinn 49.000 km, silfurgrár. Verð 790.000. grágrænn. Verð 590.000. Suzuki Fox SJ 410, árg. 1984, 4ra gira, 3ja dyra, ekinn 64.000 km, svartur. Verð 340.000. VW Golf C, árg. 1985, 4ra gira, 3ja dyra, ekinn 41.000 km, hvitur. Verð 395.000. Daihatsu Charade Turbo, árg. 1986, 5 gira, 3ja dyra, ekinn 15.000 km, svartur. Verð 390.000. VW Jetta CL 1600, árg. 1986, 4ra gíra, 4ra dyra, ekinn 37.000 km, rauðsans. Verð 520.000. MMC Lancer GLX 1500, árg. 1987, 5 gira, 4ra dyra, ekinn 21.000 km, hvítur. Verð 470.000. MMC Pajero st., árg. 1986, 5 gira, 3ja dyra, ekinn 26.000 km, Ijós- brúnsans. Verð 820.000. Audi 100 CC 2200, árg. 1985, sjálfsk., 4ra dyra, ekinn 45.000 km, silfursans. Verð 790.000. Honda Rover, árg. 1987, 5 gira, 4ra dyra, ekinn 9.000 km, rauður. Ví<A 560.000. Þökkum viðskiptavinum okkar viðskiptin á árinu sem er að líða. Gleðileg jól GOTT ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA Á STAÐNUM, TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTA. BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI 695660 OPIÐ: Mánud.-löstud. kl. 9.00-18.30. Laugard. kl. 10.00-17.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.