Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 8
, 44 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. t Á myndinni sjást sex tilraunabílar og stór bensínbill í tilraunaakstri á ísi lögðu vatni í nágrenni Arjeplog í Norður-Svíþjóð. Snjóplógar hafa gljáfægt risastóra hringlaga tilraunabraut á vatnið en í baksýn má sjá beinar brautir til hemlaprófunar. Þegar vetrar 1 Norður-Svíþjóð koma tilraunabílamir að sunnan: Allir bílar spóla í snjó Þegar kólnar hér á norðurhveli jarðar halda farfuglamir suður á bóginn til hlýrri landa. En samtímis því að kuldi og frost taka völdin í norðurhluta Sviþjóðar og Finnlands fara aðrir farfuglar á kreik, en það eru tilraunaökumenn sem koma með bíla sína til reynsluaksturs á ísi lögð- um vötnum. A hverjum vetri koma hersingar bíla, tæknimanna og heilu rannsókn- arstofurnar til smábæjarins Arjeplog í Norður-Svíþjóð. Þar gefur að líta bíla með bandarískum, þýskum, jap- önskum, frönskum og ítölskum skráningarmerkjum þar sem þeir standa fyrir utan nýleg hótelin. Það má segja að fulltrúar allra bíla- framleiðenda séu hér hjá okkur frá því í nóvember og fram í apríl á hverjum vetri, segir bæjarstjórinn í Arjeplog, Per Dahlberg. Astæðan fyrir þessari miklu innrás erlendra tæknimanna til Aijeplog er sú aö hvergi er betra að reyna bíla við vetraraðstæöur en hér, stöðugt frost og snjór. Með tveggja vikna millibili streyma tæknimenn til flugvallarins í Luleá, og þaðan fljúga þeir síðan í litlum flugvélum beint til ísi lagðra vatnanna þar sem reynsluaksturinn fer fram. Innrás bílaiðnaðarins til smábæj- arins Aijeplog, þar sem aðeins um 2000 manns búa, hófst veturinn 1969/70. Þá komu Þjóðveijarnir Hans Wopper og Wolf Dieter Jonner þang- að á eldrauöum Mercedes Benz. Þeir unnu báðir hjá fyrirtæki í Heidelberg í Vestur-Þýskalandi, Teldix, og ætlunin með heimsókn- inni var að reyna búnað í bílnum sem bæta átti hemlunarhæfni hans. Þessi búnaður var það sem við þekkjum í dag sem ABS-hemla, eða hemla með bremsulæsivörn. Spegilgljáandi ísi lögð vötnin við Aijeplog voru eins og sniðin til að reyna þessa nýju hemla. Þeir byijuðu á því aö nota flug- braut sem rudd hafði veriö á einu vatninu sem tilraunabraut. Flug- virki flugfélagsins Turistflyg, Kjell Lindkvist, bauðst til að hjálpa Þjóð- verjunum og ruddi hringlaga braut á vatninu með- fjórhjóladrifnum Dodge-bíl sínum sem var með snjó- plóg. Næsta vetur komu þeir Wopper og Jonner aftur til Arjeplog og nú í fylgd tæknimanna. Þeir notuðu sér sam- böndin frá fyrra ári og fengu hjálp Turistflyg til að ryðja tilraunabraut á ísi lögöu Homavatninu, sem er 226 metra djúpt. Teldix-hópurinn bjó í eina hóteli staðarins, Silverhattan, sem stóð á litlum hól með útsýni út á vatnið. VW Transporter Nýsprautaður og nýyfirfarinn. Mjög traustur vinnuþjarkur. Góð greiðslukjör. Skipti - Skuldabréf OPID LAUGARDAGA KL. 10-19. æ BÍLASALAN BUK SKEIFUNNI 8. SÍMAR 686477, 687177, 687178 0G 686642 Þriðja veturinn var Teldix ekki lengur til. Þýska stórfyrirtækið Bosch hafði keypt Teldix og stóð nú sjálft fyrir prófunum í Aijeplog. Nú var komið með stóra snjóplóga og stærri brautir ruddar á vatninu. Fjórða veturinn komu, auk tækni- manna Bosch, hópar frá Benz og BMW til Arjeplog. Næstu vetur á eft- ir fjölgaði enn hópunum sem komu til tilraunaaksturs á isi lögðum vötn- unum í nágrenni Aijeplog. Aðstæðurnar þama þykja sérlega góðar til að reyna bíla við vetrarað- stæður, stöðugur snjór og kuldi, stundum allt að 40 gráða frost, sem meðal annars reynir á gangsetningu bíla í slíkum kulda. Með tilkomu fjór- hjóladrifs í auknum mæli þykja aðstæðurnar einnig góðar, því eins og einn tilraunaökumannanna segir: „Það spóla allir bílar í snjó.“ Hótelið Silverhattan, sem var í upphafi með 28 tveggja manna her- bergi, var fyrir löngu orðið allt oflítið og öll þau herbergi, sem hægt var að fá á einkaheimilum, uppurin. Bosch-fyrirtækið, sem nú var oröið stór vinnuveitandi í bæjarfélaginu á veturna, hótaði að fara eitthvað ann- að. Bæjarfélagið keypti þá hótelið og stækkaði, þannig að nú eru þar 86 herbergi og 202 rúm. Nýting hótels- ins er nokkuð góð yfir vetrarmánuð- ina því um 85% herbergjanna eru setin af tæknimönnum Bosch og Benz. Smábæirnir Aijeplog og Arvid- sjaur hafa líka tekið miklum stakka- skiptum á þeim 17 árum sem liðin eru siðan þeir Wopper og Jonner komu þangað fyrst á rauða Benzan- um sínum. Búið er að byggja stórar bíla- geymslur, skrifstofur og ráðstefnu- sali sem erlendu bifreiðaframleið- endumir taka á leigu. Svíamir David Sundström og Per Axel Anderson, sem áður áttu hlut í flugfélaginu Turistflyg, seldu hlut sinn í félaginu 1981 og kaupandinn var flugvirkinn Kjell Lindkvist sem hjálpaði þeim Wopper og Jonner fyrsta veturinn. Sundström og And- erson einbéittu sér síðan að því að þjónusta erlendu bifreiðaframleið- endurna. Til að gera þeim til hæfis hafa þeir komið sér upp snjóplógum og öðmm búnaði að andvirði sem svarar rúmum 60 milljónum ís- lenskra króna. í dag lifir þetta litla bæjarfélag i Norður-Svíþjóð góöu lífi á alþjóðleg- um bílaiönaði. Eða eins og Dahlberg bæjarstjóri Arjeplog segir: Á sumrin fáum við mikið af ferðamönnum, en innrás bílaframleiðendanna á vetr- um er eins og segir í Biblíunni „manna af himnum". Úrval HITTIR MAGLANN A HAUSINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.