Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Side 6
42
LAUGARDAGUR 12, DESEMBER 1987.
Bílar
Franskur bílaiðnaður
í uppsveiflu
Það má segja að það hafi verið góð
niðurstaða fyrir franskan bOaiðnað
í heild þegar Peugeot 405 og Citroen
AX lentu í fyrsta og öðru sæti í vali
á bíl ársins í Evrópu á dögunum.
Báðir þessir bílar eru framleiddir af
PSA-samsteypunni frönsku.
Bætt um betur
Franskir bílar höfðu á árunum upp
úr 1970 og fram undir 1980 slæmt orð
á sér, einkum vegna þess hve ryð-
sæknir þeir voru og þar með slæmir
í endursölu. En á árunum upp úr
v 1980 var eins og franskir bílafram-
leiðendur tækju sjálfum sér tak og.
fram í dagsljósið komu bílar sem
báru þess vitni að menn hefðu sest
niður og skoðað mistök fyrri ára og
bætt úr án þess að bílarnir misstu
hið sérstaka franska yfirbragð sem
mörgum líkar vel.
BX var byrjunin
Velgengni PSA-samsteypunnar
byrjaði með Citroen BX sem verið
hefur aðalsölubíll samsteypunnar
ásamt Peugeot 205 sem seldist í flest-
um eintökum af framleiðslu sam-
steypunnar. Peugeot 309 tók einnig
vel við sér í sölu strax og hann kom
fram á síðasta ári.
Það er enginn efi að Peugeot 405
verður toppbíll í sölu. Hann þykir
henta vel sem viðbót í bílaflota fyrir-
tækja, auk þess sem hér er á ferðinni
hinn dæmigerði fjölskyldubíll.
En það er einnig annar franskur
bíll sem hefur verið að gera það gott
undanfarið, hinn litli en knái Citroen
AX. Hann hefur náð miklum vin-
sældum í hveiju landinu á fætur
öðru.
Peugeot ætlar greinilega ekki að
hverfa frá þeirri stefnu aö vera með
Hugmynd að 405 í coupé-útgáfu.
Super ódýr jeppadekk
Alliance
11Rc15
kr. 6.500
Super ódýr sendibíladekk
Bridgestone
750Rxl6 14 STR
kr. 7.800.
Dunlop
215Rxl4 SP 304 8 STR
kr. 7.935.
Ajsturbakki hf.
BORGARTÚNI 20. SÍMt 2 84 11
Svona hugsa teiknarar sér Peugeot 405 í Break-útgáfu.
mikið rými í bílum sínum. Þeir bílar,
sem eru í Break- og Familiale-gerð-
um, en það nefna verksmiðjurnar
stationgerðimar, hafa gengið vel og
þá helst stóri bílhnn, 505.
Því er næsta víst að ekki líður á
löngu áður en 405 bíllinn kemur á
markað í slíkri útgáfu.
405 Break á árinu 1988
Ekki er þó búist við 405 í Break-út-
gáfu fyrr en sumarið 1988. Hann
verður með stórum afturhlera sem
væntanlega opnast alveg niður að
stuðara.
Ekki liggur enn fyrir hvort bil á
milli öxla verður lengt í 405 Break
en 505 Familiale er með 16 sentímetr-
um lengra bil á milli öxla en fólks-
bílsgerðin. Einnig er stationgerð
Renault 21 með lengra bil á mihi
öxla en fólksbíllinn.
Sportlegri bílar
Þeir hjá Peugeot eru greinilega
orðnir sportlegar sinnaöir með árun-
um. Um það bera 205 GTI 1,6 og 309
GTI 1,9 glöggt vitni. Þessir bílar em
með nýju sniði, hannaðir fyrir yngra
fólkið. Þá hefur þessum bílum gengið
vel í rallakstri.
16 ventla vélar eru í tísku þessa
dagana og PSA-samsteypan lætur
sitt ekki eftir liggja. Citroen var
fyrstur með BX19 GTI með 16 ventla
vél. Þar á eftir kom 405 Mi 16 en til
að setja punktinn yfir i-ið kemur 405-
bíhinn væntanlega sem tveggja sæta
coupé.
Því er alla vega haldið fram með
95% réttu að 405 komi sem coupé og
það mun verða á bílasýningunni í
París 1988.
Flaggskip 405-línunnar verður
tveggja dyra Mi 16 með annaðhvort
sídrifi á öllum hjólum eða annarri
gerð fjórhjóladrifs. Þá virðist enn
vera óvissa innan þess hóps, sem
hannar bíla Peugeot, hvort coupé-
gerðin á að vera tveggja eða þriggja
dyra.
PSA-samsteypan hefur sent frá sér
margar geröir bíla með vel heppnuð-
um dísilvélum. Þegar 405 var ýtt úr
vör var hins vegar engin dísilútgáfa
með í förinni. Því er búist við að fljót-
lega megi velja um 405 með dísilvél,
svipuðum þeim sem i dag eru í BX
og einnig í Peugeot 309 GLD. For-
þjappa á slíka dísilvél er einnig tahn
sjálfsögð.
PSA vill verða í forystu
í Evrópu
Stjórnarformaður PSA-samsteyp-
unnar, Jaques Calvet, hefur margoft
sagt að það sé takmark PSA-sam-
steypunnar að verða í forystuhlut-
verki í bílaframleiðslu í Vestur-
Evrópu.
Það má velta þvi fyrir sér hvort
þetta muni vera raunhæft takmark
hjá samsteypunni. í dag er PSA í 3.-4.
sæti, nokkurn veginn jafnfætis Ford
í Evrópu, báðir með um 11,9% af
markaðnum. Á oddinum eru VW/
Audi og Fiat; með um 14,7% af
markaðnum hvor um sig.
PSA á möguleika á að ná þriðja
sætinu nú þegar salan á 405 og ÁX
byrjar fyrir alvöru. Sérstaklega er
AX í fimm dyra útgáfu spáð góðu
gengi.
Ford er hins vegar ekki spáð eins
góðu gengi. í augnablikinu býður
Ford upp á fátt nýtt, allavega ekki
fyrr en arftaki Ford Fiesta kemur á
markað.
Sömu sögu er að segja af Fiat. Þar
á að koma nýr arftaki Ritmo en ekki
er reiknað með að hann fari að hafa
áhrif á markaðinn fyrr en haustið
1988.
Hins vegar stendur VW ásamt Audi
og Seat vel að vígi, sérstaklega með
hinum sívinsæla Golf, en í Vestur-
Þýskalandi einu seldust til dæmis 285
þúsund Golfbílar fyrstu níu mánuði
ársins. Þessu til viðbótar er von á
arftaka VW Passat sem spáð er vel-
gengni strax frá byijun.
Samt sem áður er ástæða til þess
að fylgjast vel með Peugeot 405. Það
má einnig setja dæmið þannig fram
að ef VW er sett í sama bás og Audi
og Seat og Fiat með Lancia og Alfa
Romeo er sjálfsagt að líta á PSA-
samsteypuna sem eina hehd, það er
Peugeot og Citroen.
Af hálfu Citroen er búist við arf-
taka CX-línunnar á árinu 1989, fljót-
lega á eftir hinum stóra Peugeot
Prestige sem ætlað er að taka við af
bæði 505 og 604.
Hvernig þessi arftaki CX verður er
htið vitað um í dag en örugglega má
reikna með bíl með litla loftmót-
stöðu, mjúkar línur og hið klassíska
franska útlit.
Hlaðbakur og þverbakur
- hvernig líst ykkur á?
Allt síðan bhar héldu innreið sína
á íslandi höfum við gert sitt á hvað:
íslenskað ýmis heiti bíla og bílhluta
eða notað erlend heiti. í fyrra dæm-
inu hafa margar tillögur komið fram
sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum
landans. Má þar til nefna tengsli fyr-
ir kúplingu og höggvara fyrir stuð-
ara. I síðara dæminu hafa heitin
stundum verið notuð óbreytt, sbr.
cutout, eða lítillega lagfærð, sbr.
kúpling.
Það má eiginlega kalla gráglettni
að nýtt, nothæft orð fyrir platínur,
snertur, skuli helst vera að ryðja sér
til rúms núna þegar snertur eru að
kveðja. Aftur á móti koma nýjungar
sem virðast ætla að fá ný heiti strax.
Þar má nefna samlæsingu eða miö-
læsingu fyrir central lock, læsivörn
fyrir ABS. Hins vegar hefur lítið
heyrst af nýju orði yfir fyrirbæri sem
nú er hátt á baugi erlendis þótt lítið
hafi farið fyrir því hér: catalysator.
Hvað gæti það nú heitið á íslensku?
Svar óskast sent DV bílum.
Hvað heitir sköpulagið?
Eitt af því sem hla hefur gengið að
þýða á íslensku eru heiti yfir ýmiss
konar sköpulag bíla. Að vísu höfum
við yfirfært oröið jeppi yfir æði
margar gerðir fjórhjóladrifsbíla, þó
ekki allar, og skiptingin þar á rúlli
er nokkuð handahófskennd. Við höf-
um tekið upp orðið rúta, sem til
skamms tíma þótti vont orö, fyrir
fólksflutningabíla, sem taka 20-30
farþega og þar yfir, af því að fólks-
flutningabhl er óþjált orð og ekki
lýsandi. Kálfa köhum við minni rút-
ur. Rúgbrauð er ákveðið lag sendi-
bíla; bitabox annað lag. Pickupbíll
heitir bara skúffubíll eða pallbíll.
Hvort tveggja eru þjál orð og lýsandi.
Það er dálitið klökkt að sjá í annars
ágætum texta þegar allt í einu er far-
ið að tala um sedan eða hatchback,
án þess að tilraun sé gerð th aö ís-
lenska þau svo almenningur geti
skilið hvað við er átt. Þess vegna er
komið meira en mál til að finna ís-
lensk heiti fyrir sköpulagsgerðir af
ýmsu tagi.
Lítum á nokkrar tillögur:
Sedan = fólksbíh
Convertible = blæjubíll
Hardtop = harðtoppur
Hatchback = hlaðbakur
Liftback = lúgubakur
Station = þverbakur
Svona eru bílarnir
Sedan er ekkert annað en fólksbíll,
í grundvallaratriðum með gamla lag-
inu: tvær eða fjórar hurðir, sæti fyrir
4-7, hurðarpóstar, fastur toppur,
skott með hefðbundnu lagi.
Convertible - blæj ubhl - er um flest
svipaður sedan, nema með þaki
(topp) úr léttu efni sem hægt er að
fletta af eða leggja niður með auð-
veldum hætti. Annað orö er að ryðja
sér æ meira til rúms hér yfir þessa
gerð bíla: tuskutoppur. Út af fyrir sig
er þaö skemmtilegt orð og lipurt. En
hætt er við að einhveijum þyki það
lítilsvirðing.
Hardtop - harðtoppur - er svipaður
bílunum hér að ofan, nema hvað
hann hefur ekki stuðning af hurða-
póstum undi” miðjan toppinn.
Hatchback - hlaðbakur - er þannig
búinn að þakið hahast að mestu sam-
fellt aftur á brún yfir afturstuðara
og opnast í hehu lagi frá .efri brún
afturglugga niður undir stuðara.
Þannig verður mjög auðvelt að hlaða
bílinn og hægt að hlaða miklu í hann.
Liftback - lúgubakur - er að flestu
líkur hlaðbak nema að lúgan er
minni; oft ekki nema fleki um aftur-
gluggann eða lítið eitt meira.
Station - þverbak - þekkja allir.
Þar er farþegarými og farangurs-
rými sambyggt og afturhahi á þaki
byrjar raunverulega ekki fyrr en við
afturhlera sem ris nokkuð þvert fyr-
ir að aftan. Reynt hefur verið að kalla
þessa bha skutbíla en það orð er ekki
lýsandi og ætti raunar öllu skár við
þær gerðir skúffubíla sem eru með
tvöfóldu húsi og dálítilli skúffu á
skutnum.
Hvað gæti „coupé“ heitið?
Þá er eftir að nefna eina gerð enn:
coupé. Þetta eru sportlegar útfærslur
fólksbíla, tveggja hurða og oftast með
bekk aftur í, stundum aðeins af þeirri
gerð sem Þjóðveijar kalla neyðar-
sæti (notsitze). Þakhalhnn er renni-
legur frá miðjum toppi aftur úr og
oft eitthvað meira í þá borið en al-
menna fólksbíla sömu gerðar.
Um leið og við berum fram þær til-
lögur, sem að ofan er getið, lýsum
við eftir islensku heiti fyrir þetta
sköpulag bíla.
Þeir sem luma á þjálu, lýsandi orði
fyrir coupé eru vinsamlega beðnir
aö hafa samband við DV bhar, ann-
aðhvort í síma eða bréflega. Um leið
er orðið fijálst í sambandi við tihögur
þær sem hér hafa veriö kynntar.
-S.H.