Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús Leikfélag Akureyrar: Piltur og stulka Um helgina veröa þijár sýningar á Pilti og stúlku hjá Leikfélagi Akur- eyrar en verkið var frumsýnt þann 26. desember síöastliðinn. Verkið er sýnt í leikgerð Emils Thoroddsen gerðri eftir skáldsögu Jóns Thoroddsens. Piltur og stúlka er talin marka upphaf íslenskrar skáldsagnaritunar, fyrst gefln út 1850. íslensk leikhúsmenning nær ekki langt aftur en í byijun síðustu aldar fýsti menn mjög að koma Pilti og stúlku á svið og alls voru gerðar fimm leikgerðir af sögunni fram til 1934 en þá kom fram á sjónarsviðið leikgerö Emils sem varð strax mjög vinsæl og segja má að hinar fimm leikgerðirnar hafi faliið í skuggann og gleymst. Enda var tilgangur Emils sá að semja alþýðlegan söng- leik með söngvum. Sagan sjálf er hugljúf ástarsaga sem birtir nú- tímamanninum makalausa þjóðlíf- slýsingu frá miðri öldinni sem leið. Hún hefur lifað mr 5 þjóðinni allar götur síðan hún kom út. En það eru ekki síst hinar makalausu per- sónulýsingar sögurmar sem hafa hrifið fólk og flestir ílendingar eiga sínar ímyndir af Gróu á Leiti og Bárði á Búrfelli. Bæði í leikgerð- inni og í sögunni eru persónumar ofurlítið ýktar en það er stílbragð höfundar til að gera þær skýrari. Jón Thoroddsen sýnir persónur sínar í gamansömu ljósi, þrátt fyrir þaö beinir höfundur ekki skeytum sínum að þeim, þvert á móti lýsir hann þeim af næmum skilningi og finnur til með þeim undir niðri. Gróa á Leiti og Sigríður ræðast við, en þær stöllur leika Þórey Aðalsteinsdóttir og Arnheiður Ingimundardóttir. í sýningunni koma allir þekkt- ustu leikarar Leikfélags Akureyrar fram auk nokkurra annarra sem ekki hafa áður leikið með leikfélag- inu. Arnbjörg Valsdóttir og Amheiður Ingimundardóttir leika Sigríði. Guðmundur Jónsson leik- ur Jón, Sunna Borg er í hlutverki Ingveldar í Tungu, Kristjana N. Jónsdóttir túlkar Ingibjörgu á Hóli, Pétur Eggerts og Páíl Finnsson leika Indriða, Þórey Aöalsteins- dóttir leikur Gróu á Leiti, Marinó Þorsteinsson er í hlutverki Bárðar á Búrfelli og Skúli Gautason er í hlutverki Guðmundar á Búrfelli. Leikstjóri er Borgar Garðarson sem kom sérstaklega hingað til lands til að leikstýra þessu verki en Borgar starfar sem kunnugt er í Finnlandi. Örn Ingi gerði leik- mynd, Jón Hlöðver Áskelsson er tónlistarstjóri og Ingvi Björnsson sér um lýsingu. Bíóborgin Á vaktinni Stjörnubíó Roxanne er nýjasta kvikmynd gamanleikarans Steve Martin sem verður betri og betri með hverri mynd. Roxanne er tvímælalaust besta kvikmynd hans hingað til. Roxanne er nútímaútgáfa af hinu þekkta leikriti Cyrano de Bergerac. I Roxanne er leikurinn færður til nútímans og leikur Steve Martin slökkviliðsstjórann C.D. Bales sem er greindur og gamansamur ná- ungi. Hann nýtur þó ekki hylli kvenna vegna afarstórs nefs sem hann verður að burðast með. Hann kynnist hinni glæsilegu Roxanne og verður ástfanginn. Hún verður aftur á móti hrifin af samstarfs- manni Bales sem er myndarlegur en stígur ekki í vitið. Verður úr þessu sérkennilegur þríhymingur. Roxanne er kvikmynd er ætti að létta öllum skapið í skammdeginu. Háskólabíó Það er greinilegt að Kevin Costner verður næsta stórstimið í kvik- myndum. Eftir stórsigur sinn í The Untouchables kemur hann jafn- ferskur í rómantískum þriller, Öll sund lokuð (No Way out), mynd sem alls staðar hefur fengiö góðar viðtökur. Meðleikarar hans eru Sean Young, sem einnig er spáð miklum frama eftir ‘'rammistöðuna hér, og gamla brýnið Gene Hack- man sem bregst ekki frekar en fyrri daginn. Þetta er hörkumynd sem enginn fer óánægður út af. Regnboginn Þá hefur hún loks litið dagsins ljós, nýjasta kvikmynd ítalska leik- stjórans Bemardo Bertolucci, Síðasti keisarinn (The Last Emper- or). Og þeir sem biðu verða sjálf-. sagt ekki fyrir vonbrigðum því að Bertolucci hefur skapað eftir- minnilegt verk um ævi síðasta keisarans í Kína. Er honum fylgt frá því hann er barn að aldri þar til hann endar langa ævi á heima- slóðum. Af öðrum myndum er helst að nefna Að tjaldabaki (Fourth Protocol), sakamálamynd gerða eftir sögu Frederick Forsyth. Mic- hael Caine leikur aðalhlutverkið. Bíóhöllin Að venju eru margar myndir í Bíó- höllinni' og ber fyrsta að telja jólamyndina, Undraferðina (Inn- erspace), sem er nokkuð sérkenni- leg framtíðarmynd. Fjallar hún um hóp manna er getur sprautað í sig efni er virkar þannig að þeir minnka í örverur og þannig er þeim sprautað inn í mannslíkam- ann i rannsóknarskyni. Ekki fer A vaktinni (Stakeout) er gaman- mynd sem óhætt er að mæla með, hröð og skemmtileg og uppfull af hárfinum húmor sem góðir leikar- ar koma vel til skila. Enginn er samt betri en Richard Dreyfuss sem leikur lögregluþjón sem fær það verkefni að vakta unga stúlku er var í tygjum við glæpamann sem sloppið hefur úr fangelsi. Hann er á næturvakt ásamt fé- laga sínum. Á dagvakt eru tvær löggur og er sambandið milli vakt- anna í stirðara lagi og eru nokkur góð atriði er lýsa sambandi vakt- anna. Dreyfuss verður óvart ást- fanginn af stúlkunni og leiðir það til atvika sem áhorfandinn skemmtir sér vel yfir. Ekki er bragðminna samband lögreglu- þjónanna íjögurra er skipta með sér vöktum allan sólarhringinn. Gamanmyndir, sem virkilega kitla hláturtaugarnar, eru sjald- gæfar en af og til koma myndir sem standa undir nafni, Á vaktinni er ein þeirra. -HK þó allt samkvæmt áætlun... Undraferðin hefur fengið góðar viðtökur erlendis og er ekki við öðru að búast en að eins verði hér. Þá hefur Bíóhöllin frumsýnt nýja gamanmynd, Allir í stuði (A Night in Town). Henni er leikstýrt af Chris Columbus. Þá er enn sýnd hin magnaða kvikmynd Stanleys Kubrick, Skothylkið (Full Metal Jacket), sem er áhrifamikil kvik- mynd sem fæstir ættu að láta fram hjá sér fara. Laugarásbíó Steven Spielberg gerði Jaws og varð.heimsfrægur. Það hefur verið reynt að feta í fótspor hans en ekki tekist. Laugarásbíó hefur nú tekið til sýninga fjórðu kvikmyndina um hákarlinn, Hefndina (Jaws - The Revenge), og enn heijar hákarlinn á strendur New York fylkis. Eins og í fyrri myndum er reynt að gera sem mest úr áhrifamætti hins ógurlega hákarls en sú stemning, er skapaðist í fyrstu myndinni, þar sem tónlist Johns Williams spilaði stórt hlutverk, er ekki fyrir hendi hér svo úr verður aðeins miðlungs skemmtimynd fyrir þá sem hafa sterkar taugar. Meðal leikara er Michael Caine sem viröist hendast heimshorna á milli op tekur sér enga hvíld. -HK Kvikmyndahús Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Gallerí list, Skipholti 5tíb Þar er nú mikið úrval af grafík, oliu- og vatnslitamyndum. Einnig glerlist og postulini. Opið virka daga kl. 10-18 og 10-12 á laugardögum. Gallerí Langbrók, Bókhlööustig 2, textilgallerí. Opið þriðjudaga til fóstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Nes, Nýja Bæ v/Eiðistorg Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur, Galleri Nes, í verslunarhúsnæði Nýja Bæjar við Eiðistorg, III. hæð. Opið er virka daga kl. 16-19 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Gallerí Svart á Hvítu v/Óðinstorg í Gallerí Svart á hvítu stendur yfir sýning á vatnslitamyndum Guðmundar Thor- * oddsen. Guðmundur stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1974-76 og í Paris 1976-78. Frá 1981 til 1985 var hann við nám í Ríkislistaakademíuna í Amsterdam. Guðmundur er búsettur í París þar sem hann starfar sem myndlist- armaður. Á sýningunni verða vatnslita- myndir frá síðasta ári. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. janúar. Kjarvalsstaðir við Miklatún Baltasar sýnir málverk í vestursal Kjar- valsstaða. Þetta er 22. einkasýning Baltasar en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Á sýningunni eru 35 myndir, flestar málað- ar á sl. ári. Allt olíumyndir með blandaðri tækni. Sýningin er opin alla daga kl. 14-22 og stendur hún til sunnudagsins 24. jan- úar. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. . Mokka Skólavörðustíg Þessa dagana sýnir þýskur listamaður, Christoph von Thungen, olíumálverk. Sýningin á Mokka er fyrsta sýning Chri- stophs von Thungen utan Þýskalands og stendur hún til 11. febrúar. Mokka er opið daglega kl. 9-23.30. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið v/Hringbraut í sýningarsölum Norræna hússins sýna þijár danskar textíllistakonur, Annette Graae, Annette Qrom og Merete Zacho. Listakonurnar vinna með ýmis efni, hör, sísal, silki, ull og bómull og myndefnið er sótt til náttúrunnar og í heim drauma og fantasíu. Þær hafa haldið margar sýn- ingar í Danmörku og víðar og verk þeirra eru í eigu safna og opinberra stofnana. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 til 25. janúar. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er i Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Safnið verður í vetur opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tima í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opiö á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn íslands Laugardaginn 16. janúar kl. 13.30 verður opnuð sýning í forsal Þjóðminjasafns ís- lands á ýmsum munum sem fundust við fomleifarannsóknir á Bessastöðum á sl. ári. Safnið er opið þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Sýning í Náttúrufræðistofu Kópavogs Nú hefur enn einu sinni verið opnuð sýn- ing N.F.S.K. í þetta skipti hefur hið fjölbreytta lifríki Kársnesfjöru orðið fyrir valinu. Er reynt að gefa sem gleggsta mynd af einni gróskumestu (jöm á höfuð- borgarsvæðinu. Þá verða sýndar allar tegundir andfugla sem finnast hér á landi. Auk þess eitt fullkomnasta lin- dýrasafn (skeldýr) á íslandi o. fl. Opnunartími kl. 13.30-16.30 á laugardög- um Annar timi eftir samkomulagi ef um skóla eða aðra hópa er að ræða. Símar 40680 eða 40241. AKUREYRI Gallerí Glugginn, Glerárgötu 34, Akureyri Laugardaginn 16. janúar kl. 14 opnar Glugginn sýningu á málverkum og högg- myndum þeirra Jóns Axels Bjömssonar og Sverris Ólafssonar. Sýningin stendur til sunnudagsins 24. janúar. Glugginn er opinn daglega frá kl. 14-18 en lokað er á mánudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.