Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. 29 „Ég er ekki forngripur,“ segir Ellý Vilhjálms sem ekki hefur sungið opinberlega í 22 ár þar til nú í byrjun árs. Ellý ætlaði raunar aldrei að verða söngkona heldur leikkona. Það var draumurinn þegar hún vann í vefnaðarvöruverslun og tók þátt í hæfileikakeppni hjá KK. Ellý segir frá ferli sínum í helgar- blaðinu. HELGARBLAÐ Frjáist.óháö dágblaö A MORGUiM Hvað veldur því að ráðsettir menn selja einn daginn allar eigur sín- ar og kaupa sér kastala í útlöndum. Svona gera menn bara ekki - ja, nema hann Magnús Steinþórsson gullsmiður sem er í helgarvið- talinu. Baldur Hermannsson keppir ekki við Guð al- máttugan en hann verður þó að dæma um gerðir manna í spurningakeppninni Hvað held- urðu? í sjónvarpinu. Þar hefur hann gert sín mistök sem hann segist „ætla að lifa við". Baldur segir frá nýjustu tíðindum úr keppninni í helgarblaðinu. Kevin Costner er Hollywoodsjarmör af gamla skólanum. Samt er ferill hans rétt að hefjast. Hann hefur tvivegis leikið I myndum upp á að vera „klipptur út“ en nú hefur hann þó loksins slegið í gegn i myndunum Öll sund lokuð og Hinir vammlausu. Við segjum frá sjarmörnum í helgarblaðinu. 5)róttir helgariimar: Fyrsta umferð ársins í úrvalsdeildimú • Landsliðið í handknattleik dregur að sér mesta athygli í íþróttaheiminum um þessar mund- ir. Það á frí í dag en leikur um helgina um sæti í keppninni um heimsbikarinn í Svíþjóð. Á meðan liggur keppni í meistaraflokkum niðri hér heima en víða er keppt í yngri flokkum um helgina - leiknar umferöir í 2. flokki karla og kvenna, 4. flokki karla og kvenna og í 6. flokki karla. Körfubolti • Fyrsta umferð ársins í úrvals- deildinni veröur leikin um helgina og þar er rétt að benda á óvenjuleg- an leiktíma á leik ÍR og UMFN en hann fer fram í Seljaskólanum kl. 19 á laugardagskvöld. Leikir helg- arinnar eru sem hér segir: Úrvalsdeild: • KR og Njarðvík verða í eldlínunni um helgina í úrvalsdeildinni inga heim en KR tekur á móti Grindavík í Hagaskólanum. körfuknattleik. Njarðvíkingar sækja IR- UBK-Valur ..fó. 20.00 Þór-Haukar ..fó. 20.00 ÍR-UMFN „la. 19.00 KR-UMFG... ,.su. 20.00 1. deild karla: UMFS-HSK „la. 14.00 UÍA-Tindastóll ,„la. 14.00 ÍS-Reynir ,..la. 14.00 1. deild kvenna: ÍR-UMFG ,.su. 14.00 KR-Haukar ..su. 21.30 2. flokkur karla: KR-UMFG ...la. 15.30 Bikarkeppni mfl. karla: Valur-KR b..............su. 20.00 Blak • Bikarkeppnin hefst um helgina með þremur leikjum norðan heiða, í Glerárskóla, en leikir íslands- mótsins eru leiknir í Hagaskóla á sunnudag. Bikarkeppni karla: Skaut.A. a-KA...............la. 14.15 Skaut.A. b-Óðinn............la. 15.30 Bikarkeppni kvenna: Eik-Völsungur...............la. 13.00 1. deild karla: Fram-Víkingur...............su. 13.30 ÞrótturR.-HK................su. 14.45 1. deild kvenna: ÞrótturR.-HK................su. 16.00 Knattspyrna • Hluti íslandsmótsins í innan- hússknattspyrnu verður leikinn um helgina. Keppni hefst kl. 15 í dag, fóstudag, í 2. flokki karla og úrslit þar ráðast um miðjan laugar- daginn. Þá tekur við 3. deild karla og að henni lokinni, kringum há- degi á sunnudag, er leikið í 2. deild karla. Keppni þar lýkur um tíuley- tið um kvöldið. í 2. flokki er leikið um meistaratitil en í 2. og 3. deild karla um sæti í næstu deild fyrir ofan. Um aðra helgi er síðan keppt í 1. og 4. deild karla og í kvenna- flokki. Alhr leikir fara fram í Laugardalshöllinni. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.