Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Page 8
30 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. V Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson DV-LISTINN Angel Heart var ekki lengi í fyrsta sæti myndbandalistans. Hin róm- aða mynd Oliver Stone skiptir um sæti við hana. Annars eru engar stórvægilegar breytingar á listan- um. Ein ný mynd kemur inn og stekkur beint í íjórða sætið. Er þaö gamanmyndin Morgan Stewart’s Coming Home, gamanmynd sem ekki vakti mikla athyli er hún var frumsýnd vestanhafs í fyrra. Ann- ars er merkilegt að sú kvikmynd, er var lífseigust á listanum á síð- asta ári, Krókódíla Dundee, skríður aftur inn í tíunda sætið. Þá koma Amazing Stories og Tough Guys einnig aftur inn á listann. 1. (2) Platoon 2. (1) Angel Heart 3. (3) Tres Amigos 4. (-) Morgan Stewart’s Coming Home 5. (8) Half Moon Street 6. (-) Amazing Stories 7. (7) 52 Pick Up 8. (4) Let’s Get Harry 9. (-) Tough Guys 10. (-) Krókódíla Dundee ★★★ ‘/2 Raunveruleiki stríösins PLATOON Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Oliver Stone. Aðalleikarar: Chatlie Sheen, Tom Ber- enger og William Dafoe. Bandarisk 1986 -Sýningartími: 120 min. Það er víst að Platoon var kvik- mynd árins 1986. Fékk hún mörg meiriháttar verðlaun, óskarsverð- laun þar á meðal, og er hún vel að þeim verðlaunum komin. Platoon er mögnuð lýsing á því hvemig græningjar innan við og rétt yfir tvítugt urðu aþ dýrum er þeir voru sendir í hildarleikinn í Víetnam, líttþjálfaðir og örugglega ekki viðbúnir því sem beið þeirra. Flestum ber saman um aö Víet- nam hafi verið helvíti á jörðu meðan styrjöldin stóð yfir og þrátt fyrir að nokkrar myndir hafi verið gerðar um ástandið þar og afdrif hermanna þeirra sem lifðu hildar- leikinn af þá er Platoon líklega sú er kemst næst því að lýsa hryll- ingnum þar. Starx. í byrjunaratriðinu erum við minntir á það sem bíður her- ★★★ «□ Riddarar hringborðsins EXCALIBUR Útgefandi: Tefli hf. Leikstjóri: John Ðoorman. Aðalleikarar: Nigel Terry, Helen Mirren og Nicol Williamsson. Bresk 1982 - Sýningartimi: 140 min. Riddarar hringborðsins, með Arthúr konung í fararbroddi, hafa margoft verið kvikmyndaðir og hefur myndast rómantísk stemn- ing og hetjudýrkun um riddarana sem sjálfsagt flestir eru skáld- sagnapersónur sem blandað er við raunverulega atburði. John Boorman hefur greinilega verið heillaður af sögusögnum um Arthúr konung og er kvikmynd hans, Excalibur, sönnun þess. Hann lætur gamminn geisa í magn- þrunginni mynd sem lýsir örlögum Arthúrs konungs frá barnæsku þar til hann lætur lífiö. Og Boorman er ekki feiminn við að gera hinn dularfulla töframann Merlin að þeirri persónu sem ræður örlögum allra með kynngikrafti sínum. Það eru fleiri goðumlíkar persón- ur sem koma við sögu. Ástarævin- týrum Gueneve drottningar, Arthúrs og Sir Lancelot eru gerð góð skil og hin illa Morgana reynir allt sem hún getur til að koma Art- húri frá völdum. Excahbur er ævintýramynd eins og þær geta bestar orðið. Hröð at- burðarás, alltaf eitthvaö að gerast og þótt ofbeldið sé mikið er aldrei farið yfir markið. Boorman hefur fengið til liðs við sig úrval breskra leikara með Nicol Williamson, er leikur Merlin snilldarlega, og Helen Mirren, sem er ekki síðri í hlutverki Morgana, í fararbroddi. Aðrir standa þeim ekki langt að baki. Þótt Excalibur sé kvikmynd sem fjallar um aevintýri er ungviðið hefur hvað mest dálæti á er mynd- in ekki fyrir böm og ætti að forðast að sýna þeim hana. En fullorðnir eru ekki síður fyrir ævintýri og fyrir unnendur ævintýramynda er Excalibur hin besta skemmtun. HK. I fréttaleit WAR ZONE Útgefandi: JB myndbönd. Aðaihlutverk: Christopher Walken. Bandarisk 1986. 95 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Hér hefur líklega verið bent á þaö áður að fréttamenn eru hetjur nú- tímans! Þeir skunda af stað með myndavél sína og ritvél og flytja heim í stofu mynd og lýsingu á dramatískum atburðum sam- tímans. Vitaskuld er það ýkt mynd sem Hollywood hefur ákveðið að bregða upp af þessum fréttahetjum. Þær verða yfirleitt nokkurs konar sambland af Indiana Jones og Hemingway. Þrátt fyrir að deila megi um ágæti þessara mynda, eins og Under Fire, Killing Fields, Salvador, Missing, The Year of Li- ving Dangerously og nú War Zone, þá er óhætt að segja að fréttamenn- irnir verða sjaldnast að neinum fígúrum. Flestar þessara mynda byggjast á yfirborðslegum hug- myndum um hlutleysi frétta- mannsins og vandamálum hans við aö segja hlutlaust frá atburðum sem hann blandast óhjákvæmilega í. Eigi að síður eru þær framarlegh í handritsgerð og búa yfir frásagn- arkrafti sem vel kemst til skila. Ekki veröur annað séð en að War Zone geti alveg sómt sér í þessum hópi. Myndin segir frá fréttamanni sem dvelst í þeirri hrjáðu borg Beirút. Hann er í fyrstu mjög tæki- færissinnaður og kýs að semja fréttir sínar horfandi út um hótel- gluggann. Hann lendir í því að vera misnotaður í pólitískum tilgangi og blandast sífellt meira inn í atburð- ina. Það er Christopher Walken sem hér er í aðalhlutverki en hann hef- ur orðið að búa við heldur misjöfn hlutverk á undanfömum árum og líklega ekki orðið að þeirri stór- stjömu sem sumir spáðu eftir frammistöðu hans í Deer Hunter. Líklega er hann sinnar gæfu smið- ur þvi margt skortir hann til að verða stórleikari. Umskiptin úr tækifærissinnanum yfir í hug- sjónamanninn em frekar ósann- færandi en líklega er þó frekar við handritið að sakast. Þessi mynd verður að teljast þokkalega kre- fjandi afþreying og vel þess virði að horfa á hana. -SMJ mannanna. Um leið og þeir stíga fyrstu skrefin á víetnamskri grund er farið að hlaða flugvélina er þeir komu með og farmurinn er lík fall- inna hermanna. Sögumaðurinn er ungur maður sem leikstjórinn, Oliver Stone, byggir á eigin lífsreynslu, en hann barðist í Víetnam. Sögumaðurinn sker sig nokkuð frá öðrum, hann er sjálfboðaliði og vekur því í fyrstu andúð annarra. Þungamiðjan í myndinni eru þó liðþjálfar tveir. Annar hefur enn mannlegar til- fmningar, þrátt fyrir að vera atvinnuhermaður, og má hann hafa sig allan við að hafa hemil á hinum sem lítur á hvern íbúa Víet- nam sem bráð og hagar sér eftir því. Myndast hatur milli þessara tveggja manna. Mörg atriði í Platoon eru áhrifa- mikil og lokaorrustan, þegar herdeildin er innikróuð, er meist- aralega gerð og er ekki laust við að hárin rísi á manni, bara við til- hugsunina um hvað maður sjálfur hefði gert í sporum þessara her- manna sem fæstir höfðu þjálfun til að takast á við óvininn... Oliver Stone hefur gert mynd sem tekur af allan vafa um hversu hræðilegt það var að vera hermaö- ur í Víetnam í stríði sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. HK. ★ /2 o Kærisáli PRIVATE SESSIONS Útgefandi: Arnar Videó Leikstjóri: Michael Pressman. Aöalhlut- verk: Mike Farretl, Mauren Stapleton, Kelly McGillis. Bandarisk. 95 mín. Öllum leyfð. Hér segir af sálfræðingi einum og tveim vandamálatilfellum hans. Annars vegar er um að ræða unga konu (McGillis) sem þjáist af kyn- lífsvandamálum sem felast í því að hún kastar sér í fang allra manna sem hún sér. - Og það þrátt fyrir að hún er mjög ástfangin af unn- usta sínum. Hitt vandamálið snýst um leigubílstjóra einn sem óttast að hann sé að ruglast á geðsmun- um. Inn í þetta blandast síðan kvennamál læknisins sem eru í ólestri. Þama vefjast saman þrír sögu- þræðir sem tengjast í einni per- sónu, sálfræðingnum, sem því. miður er fullkomlega litlaus og dauflega leikinn af Farrell. Þrátt fyrir þokkalega mannlegt handrit er lítið púður í því og hvorki drama né gaman. -SMJ Bamsrán DEADLY DECEPTION Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: John Llewelyn Moxley. Aðalleikarar: Matt Salinger, Lisa Eilbac- her og Bonnie Bartlett. Bandarisk 1986- Sýningartími: 90 min. Deadly Deception er dæmigerð sakamálamynd þar sem ágætri hugmynd eru gerð svo slæm skil að úr verða ein allsherjarmistök sem engin getur bætt úr. Fjallar myndin um barnsrán þar sem móðirin er drepin. Eigin- maðurinn finriur á sér að barnið er lifandi þótt allir aðrir séu á öðru máli og heldur ótrauður áfram leit sinni. Honum gengur þó ekkert fyrr en blaöakona ein verður til að koma honum á rétt spor... Deadly Deception er greinilega gerð í miklum flýti og eru margir lausir endar þegar upp er staðiö. Sjálfsagt hefði mátt gera ágætis klukkutímaþátt úr myndinni því hún er með eindæmum langdregin og maöur er fyrir löngu búinn að missa áhugann á persónunum þeg-. ar loks sér fyrir endann. Ekki bjarga leikararnir miklu og enginn er verri en Matt Salinger í hutverki hins syrgjandi eigin- • manns og fóður. Ætti hann að snúa sér að einhverju öðru sem allra fyrst. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.