Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Síða 6
28 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. Kvikmyndahús býöur upp á allt þaö sem góö saka- málamynd getur boöið upp á, spennu, rómantík og óvæntan endi. Aður en Michael J. Fox varð fræg- ur lék hann í Teen Wolf, frekar ómerkilegri kvikmynd sem þó hef- ur oröiö vinsæl eftir að hróöur hins lágvaxna Fox jókst. Einhverjum hefur þótt borga sig að gera fram- hald og nú hefur Laugarásbíó hafið sýningar á Loðinbaröa (Teen Wolf Too). Ekki er Michael J. Fox til staðar heldur er „varúlfurinn" leikinn af Jason Bateman. Bíóborgin Hamborgarahæðin (Hamburger Hill) er enn ein myndin um Víet- nam stríðið og fjallar um hóp hermanna sem eiga að ná á sitt vald Hamborgarahæðinni. Er það hættuspil mikið. Leikstjóri er John Irvin. Tvær aðrar eftirtektarverðar myndir er óhætt að benda á. Sagan furðulega (The Princess Bride) er hugljúf ævintýramynd sem alls staðar hefur fengið góða dóma og Á vaktinni (Stakeout) er með betri gamanmyndum síðustu mánuðina. Richard Dreyfuss fer á kostum í hlutverki lögregluþjóns sem verð- ur óvænt hrifinn af stúlku sem hann á að hafa gætur á. -HK Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús - íslenska óperan frumsýnir Litla sótarann I---------------------------; Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Stjörnubíó Nadine er sakamálamynd með gamansömu ívafi. Gerist í Texas og fiallar um unga konu sem verð- ur vitni að morði og áður en hún veit af er hún hundelt af glæpa- mönnum. Fyrrverandi eiginmaður hennar reynir að rétta hjálparhönd en ekki fer betur en svo að hann er ásamt Nadine grunaður um morðið. Jeff Bridges og Kim Bas- inger eru í aöalhlutverkum. Leik- sfióri er Robert Benton sem meðal annars á að baki Kramer versus Kramer. Þá er hin ágæta gaman- mynd Roxanne með Steve Martin einnig sýnd í Stjömubíói. Þetta er mynd sem byggð er á hinu sígilda leikriti Cyrano De Bergerac en snú- iö upp á nútímann og gamansemin látin vera í fyrirrúmi. Háskólabtó Kæri sáli (The Coach Trip) er kostuleg gamanmynd þar sem Dan Aykroyd fer á kostum í hlutverki fanga á geðsjúkrahúsi. Hann er vandræðagripur sem á frekar heima í fangelsi en geðsjúkrahúsi. Hann sleppur af hælinu og með smásvindli fer hann að stjóma út- varpsþætti sem hefur þaö markmið að aðstoða taugaveiklaða. Kæri Sáli er góð skemmtun og hefur Dan Aykroyd ekki verið betri og Walter Matthau stendur Vel fyrir sínu sem fyrri daginn. Regnboginn Þá hefur hún loks litið dagsins ljós, nýjasta kviktpynd ítalska leik- stjórans Bernardo Bertolucci, Síðasti keisarinn (The Last Em- peror). Og þeir sem biðu verða sjálfsagt ekki fyrir vonbrigðum því að Bertolucci hefur skapaö eftir- minnilegt verk um ævi síðasta keisarans í Kína. Er honum fylgt frá því hann er barn að aldri þar til hann endar langa ævi á heima- slóðum. Af öðrum myndum er helst að nefna aðra myndina um Otto sem hefur slegið í gegn hér sem annars staðar á meginlandi Evr- ópu. Betri skemmtun er víst varla að fá að sögn þeirra er séð hafa. Þá frumsýndi Regnboginn í vik- unni spennumyndina Hinn skot- heldi (Bullet Proofi með hinum ágæta leikara Gary Busey í aðal- hlutverkinu. Laugarásbíó Hin frábæra sakamálamynd, Öll sund lokuð (No Way Out), hefur nú veriö færð úr Háskólabíói yfir í Laugarásbíó og eru þeir sem ekki hafa séö hana hér með hvattir til að missa ekki af henni. Myndin Þann þrítugasta þessa mánaðar frumsýnir íslenska óperan í bíó- húsinu á Akranesi óperuna Litla sótarann. Sagan um litla sótarann gerist um aldamótin 1800. Söguhetjan Bjartur er bláfátækur átta ára drengur sem verður að yfirgefa heimili sitt sökum matarskorts. Faðir hans greip til þess örþrifa- ráðs að selja hann sótmeistaranum Surti gamla og Klunna syni hans en þeir hyggjast nota Bjart til að hreinsa reykháfana að innan með því að láta hann klifra upp í þá og skafa sótið burtu. Óperan hefst á því að áhorfendur syngja Sótarasönginn en í lok hans koma sótararnir inn með Bjart á milli sín. Bagga ráöskona, sem stjórnar öllu með harðri hendi, fer að skipa þeim fyrir verkum. Rúna, barnfóstran, aumkar sig yfir Bjart litla sem grætur af skelfingu við tilhugsunina um að þurfa að fara inn í þennan óttalega reykháf. Sót- aramir syngja hins vegar um nauðsyn þess að hafa horaða stráka til að hreinsa reykháfa. Reipi er brugðið um Bjart og hann sendur upp í reykháfinn. Bjartur festist í reykháfnum og er viö það að kafna í sótinu. Böm- unum á heimihnu, þeim Silju, Glóa og Soffíu, tekst að ná honum úr reykháfnum og láta síðan líta út eins og Bjartur hafi strokið en á meðan sótararnir em að leita að Bjarti fela þau hann. Morguninn eftir færa bömin Bjarti morgunverð. Þau hafa ákveðið að bjarga honum með því að gangast fyrir peningasöfnun svo faðir hans þurfi ekki að senda hann Spaceballs Fyrir Mel Brooks er ekkert heil- agt. Hann geröi gys að vestmm í Blazing Saddles á þann hátt að varla er hægt að líta vestra réttum augum eftir meðferðina. Hryllings- myndir fengu sinn skammt í Young Frankenstein, Broadway söngleik- ir vom heldur betur teknir fyrir í The Producers og í High Anxiety gerði hann góðlátlegt grín af sjálf- um meistara Hitchcock. Enn er Mel Brooks á ferðinni, nú með Spaceballs, þar sem hinar há- tæknivæddu geimvísindamyndir fá sinn skammt, sérstaklega fá Star Wars myndirnar að kenna á háði hans. Hann leikur sjálfur tvö hlut- verk í myndinni, Skroob forseta og hinn vitra Yogurt. Söguþraðurinn tekur mið af Star Wars. Forseti plánetunnar Spaceball hefur skip- að stjörnuflota sínum að ræna Vespu prinsessu. En henni til bjargar kemur hetjan okkar Lone Star... Mel Brooks fer að sjálfsögðu fijálsum höndum um söguþráðinn eins og hans er von og vísa, yfir- keyrir stundum, en þegar best lætur er húmorinn óborganlegur. Brooks hefur eins og alltaf ágætt lið leikara með sér. í fremstu röö í þetta skipti eru John Candy og Rick Moranis. -HK aftur að heiman. Söngleikurinn Litli sótarinn er eftir Eric Croxier en tónlistin eftir Benjamin Britten. Þýðinguna gerði Tómas Guðmundsson en hljóm- sveitarstjóri er Jón Stefánsson. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir og Una Collins gerði leik- mynd. Með helstu hlutverk fara Hrönn Hafliðadóttir sem leikur Böggu ráðskonu, Rúna bamfóstra er leik- in af Elísabetu Erhngsdóttur, Tom Speight leikur Tomma ekil, með hlutverk Klunna sótara og Alfreðs garðyrkjumanns fer Ágúst Guð- mundsson, SOja er leikin af Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur en Bjart, htla sótarann, leika þeir ívar Helgason og Þorleifur Arnar- son. Litli sótarinn. Bíóhöllin Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Listasafn ASÍ Grensásvegi 16 Á morgun verður opnuð sýningin Vinna og mannlíf. Á sýningunni eru listaverk frá ýmsum tímum sem öll eiga það sam- eiginlegt að fjalla um mannlegar athafn- ir, leik og störf. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 en um helgar kl. 14-20. Aðgangur er ókeypis. Sýningunni lýkur 20. febrúar. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvisindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safhsins, aðallega eftir yngri Iistamenn þjóöarinnar. Aðgangur að safhinu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Safnið verður opnað almenningi kl. 11.30 á sunnudag. Það verður opið alla daga nema mánudaga kl. 1.30-16.30. Mokka Skólavörðustíg Þessa dagana sýnir þýskur listamaður, Christoph von Thungen, oliumálverk. Sýningin á Mokka er fyrsta sýning Chri- stophs von Thungen utan Þýskalands og stendur hún til 11. febrúar. Mokka er opið daglega kl. 9-23.30. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið Á morgun kl. 16 verður opnuð í kjallara Norræna hússins sýning á málverkum eftir Tuma Magnússon. Myndimar eru málaðar á síðustu 18 mánuðum. Tumi hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á íslandi og erlendis frá 1978. Sýningin stendur til 14. febrúar og er opin daglega kl. 14-19. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3 Á morgun opnar Ingólfur Amarsson sýn- ingu í Nýlistasafninu. Á sýningunni em lágmyndir og teikningar. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og kl. 14-20 um helgar. Sýningunni Iýkur 14. febrúar. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16 Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opnunartími í vetur er laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tíma í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögumkl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn Islands Nýlega var opnuð sýning í forsal Þjóð minjasafns íslands á ýmsum munum sem fundust við fomleifarannsóknir á Bessa- stöðum á sl. ári. Safnið er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Sýning í Náttúru- fræðistofu Kópavogs Nú hefur enn einu sinni verið opnuð sýn- ing NFSK. í þetta skipti hefur hið fjöl- breytta lífríki Kársnesfjöru orðið fyrir valinu. Er reynt að gefa sem gleggsta mynd af einni gróskumestu fiöra á höfuð- borgarsvæðinu. Þá verða sýndar allar tegundir andfugla sem finnast hér á landi, auk þess eitt fullkomnasta lindýra- safn (skeldýr) á íslandi o.fl. Opnunartími kl. 13.30-16.30 á laugardögum, annar tími eftir samkomulagi ef um skóla eða aðra hópa er að ræða. Sími 40680 eða 40241. AKUREYRI Gallerí Glugginn Glerárgötu 31, Akureyri í kvöld kl. 21 opnar Ragna Róbertsdóttir sýningu í Gallerí Glugganum. Ragna hef- ur alla tíð fengist við textíl, í fyrstu á hefðbundinn hátt en nú i seinni tíð hefur hún getið sér gott orð fyrir nýstárlega skúlptúra sem þessi sýning samanstend- ur af. Glugginn er opinn daglega kl. 14-18 en lokaö er á mánudögum. Sýningin stendur til sunnudagsins 7. febrúar. ÍSAFJÖRÐUR Slunkaríki ísafirði Á morgun opnar Birgir Andrésson sýn- ingu á myndverkum sínum. Sýningin verður opin í mánuð á auglýstum opnun- artíma sýningarsalarins. Birgir hefur haldið fiölmargar einkasýningar hér heima og erlendis. Einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum. Málverkasýning í bókasafni Kópavogs Þórhallur Filippusson sýnir málverk í bókasafni Kópavogs. Sýningin er opin mánudaga til fóstudaga kl. 9-21 og laug- ardaga kl. 11-14. Sýningin stendur til 16.) febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.