Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Síða 7
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. 29 Mikið um íþrótta- viðburöi um. helgiria - heil umferö í körfii og 4 leikir í 1. deild 1 handknattleik Mikið verður um að vera á íþrótta- sviðinu hér innanlands um helg- ina. Keppt verður í handknattleik, körfuknattleik, innanhússknatt- spymu, júdó, badminton og fijáls- um íþróttum svo eitthvað sé nefnt. Handknattleikur Fjórir leikir eru á dagskrá í 1. deild karla í Islandsmótinu. Þrír leikir fara fram á laugardag. Þá leika Þór og Valur á-Akureyri og hefst leikurinn klukkan tvö. A sama tíma leika Fram og KA í Laugardalshöll og strax á eftir eða klukkan 15.15 leika á sama stað Víkingur og KR. Fjórði leikurinn fer síðan fram á sunnudaginn klukkan tvö en þá tekur toppliðið í 1. deild, FH, á móti ÍR í íþróttahús- inu í Hafnarfirði. • Heil umferð fer fram í 2. deild karla. Þrír leikir verða í kvöld, fostudagskvöld. í Digranesi leika HK og Haukar, í Seljaskóla leika Fylkir og Selfoss og á Seltjarnar- nesinu leika Grótta og Njarðvík. Leikirnir hefjast klukkan átta nema leikur Gróttu og Njarðvíkur sem hefst klukkan 21.15. Körfuknattleikur Heil umferð fer fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik um helgina. Á morgun, laugardag, leika Haukar og Keflavík í Hafnar- Jakob Sigurðsson og telagar hans i Val leika gegn Þór á Akureyri um helgina en KR-ingar leika gegn Vikingi í Laugardalshöll. DV-mynd Brynjar Gauti firði og hefst leikurinn klukkan tvö. A sunnudag leika síðan Grindavík og Breiðablik, Njarðvík og KR og loks Valur og Þór. Allir leikirnir hefjast klukkan átta. • í 1. deild kvenna eru tveir leik- ir á dagskrá. Keflavík og Haukar leika klukkan tvö á sunnudag og klukkan átta sama dag leika ÍR og KR. • í 1. deild karla verða leiknir fjórir leikir. Á föstudagskvöld leika Reynir og Léttir í Sandgerði klukk- an átta og hálftíma síðar hefst leikur íA og UMFS á Akranesi. Á laugardag leika síðan ÍS og ÚÍA klukkan tvö í Hagaskóla og á sunnudag leika HSK og ÚÍA á Sel- fossi klukkan tvö. Badminton Keppnistimabil badmintonmanna er nú hafið og á sunnudag fer fram Fyrirtækjakeppni TBR í TBR-hús- inu. Frjálsar íþróttir Fyrsta meistaramót íslands í fimmtarþraut karla og kvenna fer fram á laugardag og sunnudag. Á laugardag hefst keppni klukkan sex í Laugardalshöll og verður þá keppt í kúluvarpi, hástökki og stangarstökki karla og kúluvarpi og hástökki kvenna. A sunnudag verður keppt í Baldurshaga og verður þá keppt í 50 metra hlaupi og 50 metra grindahlaupi karla og 50 metra grindahlaupi og lang- stökki kvenna. • HéraðsmótHSKfyrirkeppendur 15-18 ára fer fram á morgun, laug- ardag, og fer mótið fram aö Laugalandi. Knattspyrna Klukkan eitt á morgun, laugardag, hefst keppni í 3. og 2. flokki kvenna í innanhússknattspymu. Leikið verður á Akranesi og hefst keppni í 3. flokki klukkan eitt en klukkan 16.16 í 2. flokki. Keppnin í flokkun- um hefst síöan aftur að morgni sunnudags, klukkan tíu. HELGARBLAÐ Frjáist.óháÖ dágblað Á MORGUIM „Hann er hraustur og fylginn sér,“ segir einn af júdófélögum Thors Vilhjálmssonar. Thor er ekki síður góður júdókappi en rithöfundur og státar af svarta beltinu í þeirri íþrótt. Aðrir létu segja sér það tvisvar að skáldið hefði fallið fyrir iþróttinni. Thor Vilhjáimsson sýnir svarta beltið i helgarblaðinu á morgun... Sumartískan hefur verið kynnt í París þessa vikuna og þar er stutta tískan allsráðandi. Við leggjum heila opnu undir nýjustu tiskufötin í helgarblaðinu á morgun. Jóhann Hjartarson skákmaður á hug og hjarta landsmanna þessa dagana fyrir frækileg afrek. Sigurdór Sigur- dórsson blaðamaður hefur fylgst vel með öllu sem er að gerast í Kanada og gefur okkur greinargóða lýsingu á umhverfi og anda skákmótsins í helg- arblaðinu á morgun. Auk þessa segjum við frá Fordkeppn- inni, ferðamálum, því nýjasta í poppinu og mörgu fleiru í helgarblaðinu á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.