Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Síða 8
30 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson DV-LISTINN Það eru tvær myndir sem skera sig nokkuð frá öðrum hvað vinsældir sneitir þessa vikuna, Platoon og Lethal Weapon. Platoon heldur enn fyrsta sætinu en Lethal Weapon sækir stíft á. Annars eru þrjá nýjar myndir er fara inn á hstann, tvær gamanmyndir Who’s That Girl sem státar af að hafa poppdrottninguna Madonnu í aðalhlutverki og Gung Ho sem fjallar um ástand er skap- ast þegar Japanar ákveða að framleiða bíla í Bandaríkjunum. Þriðja myndin er franska gæða- myndin Betty Blue. Platoon Lethal Weapon Who’s That Girl Betty Blue Angel Heart 52 Pick Up Gung Ho Tres Amigos Half Moon Street Amazing Stories ★★★ Skotgledi í hámarki LETHAL WEAPON. Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny Glov- er og Gary Busey. Bandarísk: 1987. Sýningartimi: 106 mín. Það er víst óhætt að segja að Let- hal Weapon hafi verið spennu- mynd ársins í fyrra og mundu fáir mótmæla því. Þessi lögreglumynd, sem hefur áhorfandann á valdi sínu allan sýningartímann, þrátt fyrir allan óhugnaðinn, býður upp á ógnvekjandi spennu sem erfitt er að standast. Lethal Weapon íjallar um tvo lög- reglumenn í Los Angeles. Annar, svartur íjölskyldumaður, Roger Murtaugh (Danny Glover), finnur að hann er á síðasta snúningi og er ekki ánægður þegar hann fær nýjan félaga, Martin Riggs (Mel Gibson), sem enginn vill vinna með því álitiö er að hann sé haldinn þeirri ósk að verða drepinn. Nokkuð er til í því. Riggs hafði Af uppvaxtarárum bombunnar misst eiginkonu sína og sjálfsmorð er honum ofarlega í huga. Kynni hans af Murtaugh og íjölskyldu hans hafa þó áhrif á hann til betri vegar. Þeim er falið að rannsaka morð á ungri stúlku. Leiðir það til rann- sóknar á hópi manna, sem voru í Víetnam þegar stríðið stóð yfir, og hafa haldið hópinn, myndað smygl- hring og stundað eiturlyfjasmygl og sölu þar sem miklir peningar eru í umferð. Áður en þeir félagar vita af eru þeir orönir bráð sem verður að eyða. Dóttur Murtaughs er rænt og hefst nú barátta upp á líf og dauða þar sem ekkert er gefið eftir í vopnaviðskiptum... Lethal Weapon er hörkuspenn- andi. Mel Gibson og Danny Glover skapa með samleik sínum eftir- minnilegar persónur og eiga þeir mikinn þátt í að allur óhugnaður- inn hverfur fyrir falslausri vináttu þeirra. Öll tæknivinna er til fyrirmyndar og er sérstaklega áberandi hve kvikmyndunin á mikinn þátt í að skapa þá spennu sem einkennir myndina. HK. y DESERT BLOOM. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri og handritshöfundur: Eugene Corr. Myndataka: Reynaldo Villalobos. Aðalhlutverk: Jon Voight, Jobeth Will- iams, Ellen Barkin, Allen Garfield og Annabeth Gish. Bandarísk: 1985. 104 min. Bönnuð yngri en 12 ára. Hér er áhorfandinn hrifinn inn í einn afkima kalda stríðsins. í eyði- mörkinni við Las Vegas er verið að gera kjarnorkusprengjutilraun- ir árið 1950, í miðju kalda stríðinu. Kóreustyrjöldin var einnig í hám- arki og fréttir þaðan fléttast inn í söguþráðinn. Hann snýst að mestu um fjölskylduna hennar Rose, sem er 13 ára þegar þessir atburðir eiga sér stað, og er myndin byggð á end- urminningum hennar. Hún er á erfiðum aldri og stirt samband hennar við stjúpfoður hennar bæt- ir ekki. í myndinni fléttast saman átök í alþjóðamálum og íjölskyldudrama. Allt gerist það í skugga kjarnorku- blómsins sem á að fara að springa út í eyðimörkinni. Ekki verður annað sagt en að samspil þessara þátta falli vel saman og byggi upp sannferðuga tíðarfarslýsingu ásamt snoturri þroskasögu ungrar stúlku. Um efnið er farið nærfærn- um höndum þó sumum þyki kannski vanta kjöt á beinin. í lok- in, þegar sprenjan springur við mikil fagnaðarlæti áhorfenda, vaknar sú tilfinning að einhver hafi verið að glata sakleysi sínu - hvort það var bandaríska þjóðin eða 13 ára gömul stúlka er ekki á hreinu. -SMJ Krimmar í London EMPIRE STATE. Útgefandi: Steinar. Leikstjóri: Ron Peck. Handrit: Ron Peck og Mark Ayres. Aðalhlutverk: Ray McAnally, Cathryn Harrison og Martin Landau. Bresk: 1987. Bönnuð yngri en 16 ára. Hér ætla Bretar greinilega að reyna fyrir sér í borgarofbeldis- myndum eins og þessi snöggsoðna glæpaklíkumynd sýnir. Hér eru fetaðar slóðir sem Bandaríkja- menn hafa hingað til verið þekktir fyrir að fara. Sagt er frá tveim hóp- um glæpa/verslunarmanna sem kljást um yfirráð í undirheimum London. Bandarískur auðjöfur er í bænum og allir vilja klófesta hann. Kallar það fram uppgjör milli glæpahópanna. Myndin er barin áfram af hörku- legri klippingu og ofbeldislegum undirtón sem, eins og áður segir, hefur fremur sést í myndum að vestan. Það er dálítil peningalykt af þessu öllu saman og myndina skortir flest það af breskri fágun sem mörgum þykir nauðsynleg. Ailir eru að nota alla en fátt nýtt er sagt hér. Gaman er að fylgjast með McAnnally í hlutverki skúrks- ins Fred en líklega hefur hann fengið virðulegri hlutverk til þessa. -SMJ Að ferðast niður SID & NANCY. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Alex Cox. Aðalhlutverk: Chloe Webb, Garry Old- man og Drew Schofield. Bresk: 1986. 109 min. Það hefur ekki reynst auðvelt að segja til um áhrif pönkbylgjunnar svokölluðu á þá tónlist sem við lif- um við í dag, hvað þá menningarleg áhrif þessa fyrirbæris. „Pönkið er dautt“ heyrist oft en því er mót- mælt jafnóðum. Staðreyndin er sú að þær þjóðfélagskringumstæður, sem kölluðu fram pönkið, eru enn fyrir hendi þó að hugmyndafræði (hugmyndafátækt!) pönksins hafi orðið að víkja fyrir áferöarfallegri þankagangi, svo sem þeim er upp- amir stunda. Niðurrifs- og sjálfstortímingar- kraftur pönksins var ekki eftir- breytniverður. Sú er allavega niðurstaða Cox sem brýtur niður goðsögnina um pönkkónginn Sid Vicious á miskunnarlausan hátt. Lífshlaup þessa unga manns var stutt en samkvæmt myndinni alltaf á niðurleið þótt hann hefði fæðst nánast í ræsinu. Ástarsaga Sid & Nancy er furðu- leg en ótrúlega harmþrungin. Þau stefna svo hratt til glötunar að aldr- ei er hægt að njóta neins, þau leika sér að þeim eldi sem étur þau bæði, eiturlyfjum. Samt er það svo að stundum er eins og eitrið skipti ekki einu sinni máli, þaö sé ekki nógu fljótvirk sjálfsmorösleið. Þetta er ekki bjartsýnismynd og Cox er æaunar ótrúlega grimmur gagnvart persónum myndarinnar - allt að því ósanngjarn. Hann virðist kjósa að ýkja og bæta við, fyrir utan það sem óneitanlega hlýtur að vera skáldskapur. Fyrir vikið' verður myndin áhrifaríkari og lík- leg til að reka síðasta naglann í líkkistu pönksins. Leikur þeirra Webb og Oldman er mjög svo áhrifaríkur og geysi- lega krefjandi líkamlega. Þau samlagast hlutverkunum „hræði- lega“ vel. -SMJ ★★★ Sr Ósví&iir sölumenn íMritmaat* TINMEN ■DMnnBinaMMaiasiawawmH . íMxœ mo» muam »*r TIN MEN. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Barry Levenson. Aóalhlutverk: Richard Dreyfuss, Danny DeVito og Barbara Hersey. Bandarísk: 1987. Sýningartimi: 107 min. Barry Levenson vakti fyrst at- hygli fyrir nokkrum árum þegar hann leikstýrði sinni fyrstu mynd, Diner. Þar tók hann fyrir nokkra unglinga í Baltimore í lok sjötta áratugarins og skapaði eftirminni- lega kvikmynd, góða mynd sem gerði nokkra leikara þekkta, þar á meðal Mickey Rourke. í nýjustu mynd sinni, Tin Men, hverfur Levenson aftur til heima- borgar sinnar, Baltimore. Nú er sjöundi áratugurinn sögusviðið og aðalpersónurnar eru tveir ósvífnir sölumenn sem fá hatur hvor á öðr- um. Sölumönnunum tveim, sem eru túlkaðir snilldarlega af Richard Dreyfuss og Danny DeVito, verður það á að keyra á kádiljákunum sín- um hvor á annan. Þeir byrja að rífast á staönum og hóta hvor öðr- um illu. Þeir láta ekki orðin ein nægja og hefst nú hið magnaðasta stríð milli þeirra sem nær hámarki þegar annar þeirra tælir konu hins til lags við sig. Sú áætlun mistekst að vísu því eiginmaðurinn er alveg sáttur við að tapa eiginkonunni. Inn í þennan söguþráð kemur svo til sögu rannsóknarnefnd sem kannar óheiðarlega sölumennsku. Sölumennirnir okkar lenda báðir í klónum á útsendurum hennar... Barry Levenson hefur með Tin Men gert hina allra skemmtileg- ustu mynd þar sem persónur eru skýrt markaðar. Og það eru fleiri en DeVito og Dreyfuss sem sýna góðan leik. Barbara Hersey sýnir hér enn einu sinni aö hún er meðal bestu leikkvenna vestanhafs um þessar mundir. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.