Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Side 5
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989.
29
ank Wedekind.
Hlaðvarpinn:
ið kallar
Akureyri:
Hörður sýnir í
Útvegsbankanum
í Útvegsbankanum á Akureyri
stendur nú yfir sýning á málverk-
um eftir Hörö Jörundsson og sýnir
hann þar 13 vatnslitamyndir.
Þetta er 6. málverkasýningin sem
sett hefur verið upp í Útvegshank-
anum á Akureyri. Höröur Jörunds-
son, sem nú sýnir þar, er fæddur í
Hrísey. Hann lærði teikningu hjá
Jónasi Jakobssyni myndhöggvara
og stundaöi síðan nám við Den
Tekniske Selskabsskole 1 Kaup-
mannahöfn og víðar. Hörður hefur
haldið þrjár einkasýningar á Akur-
eyri og á Húsavík og tekið þátt í
samsýningum. Sýning hans í Út-
vegsbankanum stendur út febrúar-
mánuð.
Hörður Jörundsson við eitt verka sinna.
grunnt á húmornum og kaldhæðnin er
líka stutt undan.
Leikstjóri er Þórdís Amljótsdóttir.
Leikmynda- og búningahönnuður er
Birna Júhusdóttir.
Höfundurinn Frank Wedekind var
þýskur og skrifaði leikritið 1890, þá 26
ára gamall. Hann lifði þó ekki að sjá verk-
ið sett upp í fullri lengd þar sem þaö var
ætíð ritskoðað og viðkvæm atriði voru
klippt út. Wedekind var umdeildur rit-
höfundur, kaldhæðinn og hreinskilinn
og má jafnvel segja að persóna hans hafi
verið frægari en verk hans.
Upplýsingar um sýningardaga og miða-
pantanir eru í síma 37441 allan sólar-
hringinn og miðasala er í Menntaákólan-
um við Sund virka daga frá kl. 9.00-15.00.
conunnar, sem Alþýðuleikhúsið hefur undan-
gina. Verður fyrri sýningin á föstudaginn og
ín og hefst kl. 16.00.
ríM-salurinn
Erla B. Axelsdóttir myndlistar-
kona opnar sýningu á verkum
sínum í FÍM-salnum, Garðastræti
6.
Erla stundaði nám við Mynd-
listarskólann í Reykjavík 1975 til
1982 og listadeild Skidmore há-
skóla, Saratoga Springs í New
York, 1984. Þetta er sjötta einka-
sýning Erlu en síðast sýndi hún
á Kjarvalsstöðum 1986. Hún átti
jafnframt myndir á sýningunni
Reykjavík í myndhst sama ár.
í FÍM-salnum sýnir Erla mál-
verk og pastelmymdir sem unnar
eru á síðastliðnum þrem árum.
Sýning Erlu í FÍM-salnum stend-
ur frá 4.-19. febrúar og verður
opin virka daga frá kl. 13.00-18.00
en um helgar frá kl. 14.00-18.00.
Iistkynning a Akureyri
Alþýðubankinn og Menningar-
samtök Norðlendinga kynna að
þessu sinni grafiklistakonuna Guð-
björgu Ringsted.
Guðbjörg er fædd 1957. Hún lauk
námi í grafíkdeild Myndhstar- og
handíðaskóla íslands 1983. Hún
hefur haldið tvær einkasýningar, á
Akureyri 1983 og á Dadvík 1985.
Einnig hefur hún tekið þátt í
nokkrum samsýningum á Akur-
eyri og í Reykjavík.
Á listkynningunni eru ellefu dúk-
ristur unnar á árunum 1983 og 1988.
Listkynningin er í útibúi Alþýðu-
bankans á Akureyri, Skipagötu 14,
og stendur hún til 10. mars.
Guðbjörg Ringsted myndlistarkona.
Pundir
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Fundur um lífeyris- og tryggingamál
aldraðra í félagsheimili Kópavogs, 2. hæð
laugardaginn 4. febrúar kl. 13.30. Unnur
Júlíusdóttir og Hilmar Björgvinsson
flytja inngangsorð og svara fyrirspum-
um.
Leikhús
Þjóðleikhúsið
Óvitar, bamaleikrit eftir Guðrúnu
Helgadóttur sýnt á laugardag og sunnu-
dag kl. 14.
Fjalla-Eyvindur og kona hans, sýnt í
kvöld kl. 20. Fáar sýningar eftir.
Þjóðleikhúsið og
íslenska óperan
sýna Ævintýri Hoffmanns á laugardags-
og smmudagskvöld kl. 20.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Sveitasinfóníu eftir Ragnar Am-
alds í kvöld og á sunnudagskvöld kl.
20.30. Sýning á Sjang Eng verður á laug-
ardagskvöld kl. 20.
Gríniðjan hf.
sýnir N.Ö.R.D. í fslensku óperunni,
Gamla biói á laugardagskvöld kl. 20.30.
Siðasta sýning.
Nemendaleikhúsið
sýnir „Og mærin fór í dansinn...“ í
kvöld og á sunnudagskvöld kl. 20 í Lind-
arbæ.
Alþýðuleikhúsið
sýnir Koss köngulóarkonunnar í kvöld
kl. 20.30 og á sunnudag kl. 16. Síðasta
sýningarhelgi.
Leikfélag Hafnarfjarðar
sýnir gamanleikinn Allt í misgripum
efdr William Shakespeare í kvöld og á
laugardagskvöld kl. 20.30.
Sýningar
Árbæjarsafn,
sími 84412
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18.
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-
16.00.
Bókasafn Kópavogs
í listastofu Bókasafns Kópavogs stendur
yfir sýning Gríms M. Steindórssonar á
tuttugu verkum sem unnin em á síöustu
tveimur árum og hafa ekki áður komið
fyrir almenningssjónir. Þau em úr stáli
og steini, bæði vegg- og standmyndir.
Verkin em til sölu.
FIM-salurinn,
Garðastræti 6
Erla B. Axelsdóttir opnar myndlistarsýn-
ingu á morgun kl. 16 og sýnir hún olíu-
málverk og pastelmyndir. Sýningin er
opin virka daga kl. 13-18 en um helgar
kl. 14-18 og stendur hún til 21. febrúar.
Gallerí Borg,
Austurstræti 10
í Gallerí Borg stendur nú yfir sýning á
myndum gömlu meistaranna sem gaherí-
ið hefúr til sölu. Þar em t.d. myndir eftir
Jóhannes S. Kjarval, Kristinu Jónsdótt-
ur, Jóhann Briem, Ásgrim Jónsson, Jón
Þorleifsson, Svein Þórarinsson, Snorra
Arinbjamar og fleiri. Opnunartimi Gall-
erí Borgar er frá kl. 10-18 virka daga.
Gallerí Gangskör
er opið þriðjudaga til fostudaga kl. 12-18.
Verk Gangskörunga em til sölu og sýnis.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið alla laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega kl. 11-17.
Gallerí Grjót,
Skólavörðustíg
Nú stendur yfir sýning á verkum þeirra
9 listamanna sem að galleríinu standa.
Verkin em öll til sölu. Galleríið er opið
mánudaga til fóstudaga kl. 12-18.
Gallerí Langbrók,
Bókhlöðustíg 2,
textílgallerí, er opiö þriðjudaga til föstu-
daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14.
Gallerí List,
Skipholti 50b
Nýtt og mikið úrval listaverka. Nýjar
grafík- og vatnslitamyndir. Galleríið er
opið frá kl. 10.30-18.
Gallerí Svart á hvítu,
Laufásvegi 17
í listaverkasölu gallerísins (efri hæð) em
til sölu verk ýmissa myndfistarmanna.
Hafnarborg,
menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar
Á morgun verður opnuð ljósmyndasýn-
ing í Hafnarborg. Á sýningunni verða um
150 ljósmyndir eftir ungt fólk í fram-
haldsskólum. Að sýningunni stendur
Ljósbrot, félag áhugaljósmyndara í fram-
haldsskólum. Sýningin verður opin alla
daga nema þriðjudaga kl. 14-19.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
Á Kjarvalsstöðum standa yfir tvær sýn-
ingar. HaUdór Ásgeirsson myndUstar-
maður er með einkasýningu í austursal
og á gangi og Kristján Guðmundsson
heldur sýningu sem ber yfirskriftina
Teikningar 1972-1988. Sýningamar em
opnar daglega kl. 11-18 og standa til 12.
febrúar.
Oddi,
nýja hugvísindahúsið,
er opið daglega kl. 13.30-17. Þar em tfi
sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðaUega
eftir yngri Ustamenn þjóðarinnar. Að-
gangur að safninu er ókeypis.
«f£-
Listasafn íslands,
Fríkirkjuvegi 7
í sal 1 era kynntir þrír málarar: Jón Stef-
ánsson, Jóhannes S. Kjarval og Gunn-
laugur Scheving. Verk fyrstu landslags-
málaranna, Þórarins B. Þorlákssonar og
Ásgríms Jónssonar, em sýnd í sal 2 og
spanna þau yfir timabUið frá 1900-1930.
í sölum á efri hæð hússins hefúr nú ver-
ið komið fyrir nýjum aðfóngum, mál-
verkum og höggmyndum eftir íslenska
Ustamenn. Listasafnið er opið aUa daga
nema mánudaga kl. 11-17 og er aðgangur
og auglýst leiðsögn ókeypis. Veitinga-
stofa hússins er opin á sama tíma.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar,
Laugarnestanga 70
í tUefni af opnun safnsins og 80 ára af-
mæfi Ustamannsins er haldin yfirUtssýn-
ing á 50 verkum Sigurjóns, þar á meðal
em myndir sem aldrei hafa áður verið
sýndar á íslandi. Safnið og kaffistofan em
opm laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Tekið er á móti hópum eftir samkomu-
lagi.
Myntsafn Seðlabanka og
Þjóðminjasafns,
Einholti 4,
er opið á sunnudögum kl. 14-16.
Norræna húsið
v/Hringbraut
Víkingar í Jórvik og vesturvegi nefnist »-
sýning í Norræna húsinu og Þjóðminja-
safninu. Þetta er fyrsta stóra vikingasýn-
ingin sem haldin er á íslandi. MikiU hluti
sýningarefnisins kemur frá Jórvik eða
York á Englandi. Sýningin i Norræna
húsinu byggist á gripum frá Jórvik. Hún
stendur tU 3. aprU. Þá verður opnuð á
morgun sýningin Börn norðursins (ChU-
dren of the North). Er þama um að ræða
sýningu á myndskreytingum úr norræn-
um bamabókum.
Nýhöfn,
Hafnarstræti 18
Kristín Þorkelsdóttir sýnir verk sín í
Ustasalnum Nýhöfn. Á sýningunni, sem ,
ber yfirskriftina Birta, em vatnsUta-
myndir málaðar á árunum 1987-’88.
Myndir sínar málar Kristín úti í náttúr-
unni í aUs kyns veðri. Þetta er fjóröa
einkasýning Kristínar en hún hefur emn-
ig tekið þátt í íjölda samsýninga. Sýning-
in, sem er sölusýning, er opin virka daga
kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Henni
lýkur 8. febrúar.
Nýlistasafnið
v/Vatnsstíg
Á morgun kl. 14 opnar ívar Valgarðsson
sjöundu einkasýningu sína. Á sýning-
unni verða verk sem fjalla um Ustbrögð
sem verður að beita tU að öðlast heiður,
auðsæld, ást og orðstír. Sýningin stendur
fil 19. febrúar.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning Stofnunar Áma Magn-
ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á "
þriðjudögum, fimmtudögmn og laugar-
dögum kl. 14-16.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8,
Hafnarfirði
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18.
Vinnustofa Ríkeyjar,
Hverfisgötu
Til sýnis og sölu postulínslágmyndir,
málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið á
verslunartíma þriðjudaga, miðvikudaga,
fimmtudaga og fóstudaga og á laugardög-
um kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga kl. 11-16. Sýningin
Víkingar í Jórvík og vesturvegi stendur
yfir þar.
Myndlistarsýning í SPRON
í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis,
útibúinu Álfabakka 14, Breiðholti, stend-
ur yfir sýning á verkum eftir Sigurð Þóri
Sigurðsson. Sýningin er opin mánudaga
til fimmtudaga kl. 9.15-16, og föstudaga
kl. 9.15-18. Sýningin er söíusýning.
Listkynning á Akureyri
Alþýðubankinn og Menningarsamtök
Norðlendinga kynna að þessu sinni graf-
íklistakonuna Guðbjörgu Ringsted. Guð-
björg er fædd 1957. Hún lauk námi í graf-
íkdeild Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands 1983. Hún hefur haldið tvær einka-
sýningar og tekið þátt í samsýningum. Á
listkynningunni era 11 dúkristur unnar
á árunum 1983 og 1988. Listkynningin er
í útibúi Alþýðubankans á Akureyri,
Skipagötu 14, og stendur hún til 10. mars.