Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 1
Islendingar komnir í hóp mestu bílaþjóða heims - aldrei meiri innflutningur eða alls 23.459 bílar íslendingar eru óumdeilanlega komnir í hóp mestu bílaþjóða heims. Á síðasta ári, 1987, jókst enn bifreiða- innflutningur til landsins og varð heildarinnflutningur ökutækja til landsins samtals 24.485, sem er mikil aukning frá árinu 1986, en þá voru alls flutt inn 15.851 ökutæki. Er nú svo komið að það er aðeins 1,85 mað- ur um hvem bíl á landinu. Aðeins Bandaríkin skáka okkur í þessu efni en þar er 1,4 um hvem bíl. í Kanada og á Nýja-Sjálandi em jafnmargir um hvem bíl og hér á landi. Önnur lönd standa okkur síðan langt að baki. Eitt hefur sett mark sitt á bifreiða- innflutninginn á síðasta ári, en það er stóraukinn innflutningur notaðra bfla, einkum frá Bandaríkjunum. Á síðasta ári vom alls fluttir inn 4.494 notaðir fólksbílar til landsins en á árinu 1986 voru þeir 1.666. Notaðir sendibílar voru nánast eins margir og nýir, en af þeim voru fluttir inn 175 á móti 197 nýjum. Á árinu 1986 vora nýir sendibflar hins vegar 240 á móti aðeins 49 notuðum. Nýir vörabílar voru 310 á móti 232 á árinu 1986. Innflutningur notaðra bíla jóks hins vegar því 133 slíkir komu til landsins á móti 48 árið áður. Innflutningur fjórhjóla margfald- aðist á árinu 1987, en þá komu alls 1.022 slík ökutæki til landsins á móti aðeins 225 á árinu 1986. Toyota Corolla mest seldi ein- staki bíllinn Af einstökum gerðum seldist Toy- ota Corolla mest, eða alls 881 bfll. Næstur í röðinni er Subaru 1800, alls 837 bflar. Þriðji er Mazda 323, 729, þá Daihatsu Charade 701 og Lada 21043, alls 680 bflar. Lada mest selda tegundin Af heildarinnflutningi tegunda hef- ur Lada vinninginn með 2.824 bfla eða 15,61% af heildarsölu fólksbíla. í öðru sæti er Toyota með 2.327 bfla eða 12,86%. í þriðja sæti kemur Mitsubishi með 2.051 bíl eða 11,34%. Mikil aukning í bíla eign á milli ára Þessi mikli bílainnflutningur jók bílaeign þjóðarinnar verulega á mifli áranna 1986 og 1987. Heildarbílaeign landsmanna var í árslok 1987 alls 133.540 bílar á móti 126.126 bflum í árslok 1986. Þar af eru fólksbílar 121.696 á móti 113.982 fólks- bílum í árslok 1986. Fólksbflar á þúsund íbúa vora 492,7 í árslok 1987 og bílar alls 540,6 á þúsund íbúa. íbúar á fólksbfl vora því 2,0 í árslok og ef allir bflar eru taldir saman þá vora 1,8 um hvern bíl í árslok 1987. Samsvarandi tölur fyrir 1986 vora 2,1 og 1,9. Meðalaldur bíla á skrá 1986 var um 9 ár en var 8 ár 1985. Meðalaldur af- skráðra bíla á árinu 1986 var um 13,7 ár á móti 13,5 áram 1985. Meðalaldur afskráðra bfla á árinu 1987 verður án efa mun hærri því mikill fjöldi bíla var afskráöur á því ári vegna hækkaðra gjalda til hins opinbera. Til sölu PORSCHE 924 TURBO Höfum nú til sýnis og sölu frábært eintak af 924 turbo. Dökkgrænn, sanseraður, 170 hö, m. rafm. rúðum og spegl- um, leðurklæddum aukahl., lituðu gleri o.fl. Bíllinn er af árgerð 1980 og er I toppstandi. Sjón er sögu ríkari. Góð greiðslukjör. umboðið - Austurströnd 4 - Seltjarnarnesi - s. 611210. 3000-i 2824 2000- 1000 2327 2051 1383 1368 /--J/ 1086 1079 Lada Toyota Mitsubishi Subaru Mazda Nissan Daihatsu Skoda A þessu súluriti sést hvaða átta tegundir nýrra fólksbila seldust best hér á landi á siðasta ári. í fjórða og fimmta sæti koma nán- ast jafnir Subaru með 1.383 bíla, 7,64%, og Mazda með 1.368 bíla, 7,56%. í sjötta og sjöunda sæti era nánast hnífjafnir Nissan með 1.086 bfla eða 6,0% og Daihatsu með 1.079 bíla, 5,96%. I áttunda sæti er svo Skoda meö 639 bfla eða 3,53% af heildarsölu bíla á árinu 1987. Sprenging í innflutningi not- aðra bíla Aldrei áður hafa jafnmargir notað- ir bílar verið fluttir til landsins eða alls 4.494 bílar. Má segja með sanni að „sprenging“ hafi orðið í innflutn- ingi notaðra bíla, því á árinu 1986 voru „aðeins" fluttir inn 1.666 fólks- bílar. Af einstökum tegundum má nefna að af Mercedes Benz voru fluttir inn 511 notaðir bílar en frá General Mot- ors í Bandaríkjunum foru fluttir alls inn 504 notaðir fólksbílar. Jeppar hafa verið fluttir inn notaðir í mikl- um mæb og til dæmis má nefna að af gerðinni AMC-Cherokee var flutt- ur inn 241 bfll og Wagoneer 69 bílar. Frá Ford í Vestur-Þýskalandi (aðal- lega Escort og Sierra) voru fluttir inn 549 notaðir bílar og frá Ford í Banda- ríkjunum 241 bíll. Af Toyota voru fluttir inn 386 notaðir bílar. Hraður akstur veldur oft alvarlegum slysum s* UMFBIÐftR RAÐ GÆÐABILARISERFL0KKI Toyota Corolla Twin Cam GTI, árg. 1988, hvitur, 5 gíra, 3 dyra, ekinn 750 km. Verð 750.000. Saab 900i árg. 1986, brúnsans., 5 gíra, vökvastýri, ekinn 33.000. Verð 730.000. Toyota Corolla liftback 1300, árg. 1988, rauður, 5 dyra, 5 gíra, ekinn 9.000. Verð 590.000. Dodge Aries LE, árg. 1987, blá- sans., 4 dyra, sjálfskiptur, vökva- ■ stýri, útvarp/segulband, ekinn 6.000. Verð 690.000. Góð kjör. Citroen BX 19 TRS station, hvitur, VW Golf GL 1800, árg. 1987, blá- ekinn 18.000, sjálfskiptur, vökva- sans, ekinn 11.000, 5 gíra, útvarp/ stýri, sportfelgur, sumardekk, segulband, sumar- og vetrardekk. vetrardekk, útvarp/segulband. Verð 620.000. Verð 890.000. Spennum beltin og notum ökuljós. Allar gerðir bíla vantar á söluskrá - mikil sala. Opið laugardaga kl. 10-18. BILATORG NOATUN 2 - SIMI 621033 Neðst í Nóatúni eru viðskiptavinir okkar efstir á blaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.