Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 6
38 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. Bflar Nýtt kveikju- ' kerfi frá Saab - framhald líkt og eiga sér stað við gangsetningu í kulda. Raunar er þetta nýja kerfi sagt vera áreiðanlegt við hvaða hita- stlg sem er og við mismunandi álag. Einkaleyfi á hlífðarkassettu Háspennukeflin og raunar allir hlutar kveikjukerfisins, sem vinna á hærri spennu en 12 voltum, eru lok- íkðir inni i hlífðarkassettu af sér- stakri gerð sem Saab hefur fengið einkaleyfi á. Þessi „kassetta" er þannig gerð að koma má við hana án þess að eiga á hættu að fá há- spennuneista, líkt og hætta er frá venjulegri kveikju. Hlífðarkassettan er úr málmi sem ásamt vélarheddinu gerir það að verkum að hættan á truflunum í útvarpi er hverfandi. Meira að segja tengingarnar við kertin sjálf eru bundnar einkaleyfi Saab-Scania. Tengingarnar eru þannig að gúmmíslífin við hvert kerti opnast þegar hlífðarkassettan er tekin upp eða sett niður. Þetta auðveldar alla vinnu við kveikju- kerfið og kertin, jafnvel í mesta hulda. Engir hreyfanlegir hlutir Dl-kerfið frá Saab hefur enga venjulega „kveikju". Skynjari sem er' á sveifarásnum mælir snúning hans og stýrir kveikingunni með nákvæmni sem nemur 'A gráðu í hvora átt. Þegar skynjarinn sendir frá sér merki til örtölvunnar er kveikineisti sendur til kertisins, mið- aður við hraða og álag vélarinnar. Kerfið er sagt svo áreiðanlegt að ekki þurfi að endurstilla kveikjuna á líftíma vélarinnar. Vegna örtölvunnar, sem stýrir kveikjunni, er aðeins sendur neisti til kertisins þegar þörf er á honum. Aukið öryggi Þá býður Dl-kerfið upp á aukið ör- yggi í rekstri. Ef bilun verður til dæmis í örtölvunni, sem stýrir kveik- ingunni, þá stýrist kveiking kert- anna beint frá skynjaranum á sveifarásnum. Þetta á einnig við í starti. Þar með eykst öryggið einnig þótt spenna rafgeymisins minnki og þar með gæti starfsemi örtölvunnar ruglast. Það að hafa eitt háspennukefli fyrir hvert kerti eykur einnig öryggið því þótt eitt þeirra bili er samt hægt að aka áfram. Þetta er ekki hægt að gera á bíl með eitt venjulegt há- spennukefli. M. Benz 280 SE árg. 1984, sjálfsk., 4ra dyra, ekinn 67.000 km, sæ- grænn. Verð 1.400.000, góður bíll á góðu verði. MMC Pajero, langur, árg. 1987, beinsk., 5 dyra, ekinn 20.000 km, grásans. Verð 1.150.000, toppbíll. 2 stk. Subaru 4x4 árg. 1986, beinsk., 5 dyra, ekinn 19.000 km, blár. Verð 700.000, almælisútgáfa. VW Golf GTI árg. 1988, beinsk., 3ja dyra, ekinn 1500 km, steingrár. Verö 900.000. Cherokee Laredo árg. 1987, sjálfsk., 5 dyra, ekinn 5 þús. mílur, svartur. Verð 1.650.000, rafmagn í öllu. Volvo 740 GL árg. dyra, ekinn 4000 1.040.000. sjálfsk., 4ra km, blár. Verð Mazda 626 hatchback GLX árg. BMW 318i árg. 1984, beinsk., 2ja 1986, sjálfsk., 5 dyra, ekinn 42.000 dyra, ekinn 33.000 km, steingrár. km, gullsans. Verð 640.000. Verð 600.000. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ • Volvo 244 árg. 1982, sjálfsk., ekinn 64.000 km, gullsans. Verð 420.000. • Honda Accord EX árg. 1982, sjálfsk., ekinn 70.000 km, gullsans. Verð 370.000. • Ch. Monza árg. 1987, sjálfsk., blár. Verð 530.000. • VW Golf árg. 1986, beinsk., ‘ekinn 42.000 km, blár. Verð 520.000. • Honda Civic Sedan árg. 1986, beinsk., ekinn 42.000 km, vinr. Verð 480.000. • Ford Sierra 1600 laser árg. 1985, beinsk., ekinn 75.000 km, vínr. Verð 520.000. V Geysilegt úrval af bílum á skrá Verð og kjör við allra hæfi Lukka fylgir bílunum frá SKEIFUNNI A Opið mán.-fös. 9-19. laugardaga 10-18. Skeifan Skeifunni 11, simar 84848 og 35035. „Direct Ignition kassettan" frá Saab. Háspennukeflin eru sambyggð kertahettunum. Á myndinni sést hvernig þetta er byggt upp og lengst til vinstri er búið að skera utan af háspennukeflinu þannig að kertið og keflið eru sem-ein heild. Hægt að nota mismunandi kerti Kerti fyrir bensínvélar eru mis- munandi, allt eftir því hvernig vél og akstri er háttað. Kertin eru mis- piunandi „heit“, þ.e. þau vinna mismunandi við álag og hitastig vél- arinnar. „Kalt“ kerti er notað í bílvél þegar hratt er ekið, til dæmis á hraðbraut. Slík kerti geta skapað vandamál þeg- ar gangsett er í kulda eða ekið undir litlu álagi. Hönnun kertis, sem vinn- ur rétt við allar aðstæður, er erfið. Þetta vandamál er enn stærra þeg- ar notað er blýlaust bensín og þá eyðileggst mengunarvörnin fljótt ef vélin gengur ójafnt og bruni elds- neytisins er ekki fullkominn. Dl-kerfið frá Saab leysir einnig þetta vandamál. Hægt er að velja gott „kalt“ kerti og kerfið sér um að senda nægan neista við hvaða að- stæður sem er, jafnvel þótt kertið sé blautt eða skítugt. í eldri kveikju- kerfum er aðeins hægt að hafa kertabilið 0,6 til 0,8 mm. í Dl-kerfinu er hins vegar hægt að hafa kertabilið meira, eða 0,9 til 1,5 mm. Þetta þýðir að neistinn verður lengri og kveikir betur. Miðað við dísilvélar hefur bensín- vélin ávallt haft þann galla að kveikjukerfið hefur þótt óáreiðan- legt. Dl-kerfið er stórt skerf fram á við hvað þetta varðar. Það vinnur vel og örugglega og viðhald nær hverfur. „Fjölneisti“ - nýjung frá Saab Nýja kveikjukerfið frá Saab hefur einnig annan kost, „fjölneistann". Fjölneistinn tryggir örugga kveik- ingu, jafnvel þótt kertin séu skítug eða rök. í hvert sinn sem vélin er ræst sér Dl-kerfið um að senda marga 40.000 volta neista í senn, allt að 50 á broti úr sekúndu, til þess kertis sem næst er í kveikiröðinni. Þessi fjölneistaröð brennir burt all- an raka, skít og annað það sem hindrar eðlilega kveikingu á elds- neytinu. Um leið og válin er farin að snúast á 600 snúninga hraða á mín- útu hverfur þessi fjölneistiög eðlileg kveiking byijar og þar með aðeins einn neisti í einu til hvers kertis. Ef svo kynni aö fara að vélin neit- aði samt sem áður að fara í gang, þá bætir Dl-kerfið við enn einni aðgerð: það sendir frá sér mikinn fjölda neista, allt að þúsund í einu, til allra kertanna í einu og þá er hægt að reyna gangsetningu aftur. Fjölneistinn er nýjung frá Saab, sem aðeins er hægt að nota í kveikjukerfi byggðu á þéttum og með eitt há- spennukefli fyrir hvern strokk vélarinnar. Fylgst með brennslunni í vél- inni „Mikilvægasti þátturinn við SDI- kerfið er að um fleiri kosti verður hægt að velja við hönnun bílvéla. Þar með gefast tækifæri til að nýta elds- neyti betur, fá meira afl, minna næmi við sveiflum í eldsneytisgæðum, meira rekstraröryggi og minna við- hald,“ segir Per Gilbrand, sem stjómaði þróun kerfisins af hálfu Saab. „Nú þegar hefur Dl-kerfið haft þann kost í för með sér að hægt er að fylgjast með brennslunni í hverju brunahólfi fyrir sig. Þetta næst með því að mæla jónunina á milli kerta- oddanna. Hægt er að mæla jónunina eða efnabreytinguna sem verður hverju sinni sem neistinn kveikir í eldsneyt- inu. Ef þessi mæling sýnir breytingu eða minni bruha þá getur kerfið leið- Sextán ventla vélin frá Saab með „Direct Ignition". „Kassettan" með búnaðinum er felld ofan í ventlalokið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.