Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988. T lífestfll Leðurlikissófasett sambærilegt „ekta settinu". Verðið er næstum því helmingi lægra, 65.000 kr. staðgreitt. Ekta leðursófasett, svart, sem kostar 125.600 kr. staðgreitt. Sjónvarp í holi, leðursófasett í stofu stendur Þó svo leðurhúsgögn þyki kuldaleg með sínu braki og brestum þegar komiö er við þau, þá munu þau halda sínum sess. Algengt er í dag að sjá leðursófasett standa í stofunni á heimib fólks, ónotuð, jafnvel í myrkri þar sem lítill umgangur er. Sjónvarpinu er fundinn einhver ann- ar staður þar sem eldri húsgögn standa, í holi, gangi eða í sérstökum sjónvarpsherbergjum. Meiri hlutann áf vikunni brakar því ekkert í leðri. Heimilið En hvað sem raular og tautar þá endast leðurhúsgögn a.m.k. í 15-20 ár, í 50 ár eða jafnvel í 100 ár séu þau lítiö notuö. Auðvelt að þrífa þau bara með volgum klút, þau eru klassísk og eins og áður sagði eru þau þeim einstöku kostum búin að verða fal- legri með aldrinum. Leðurlíki í heiftarlegri sókn Á húsgagnamarkaðinum hér á landi er komið upp nýyrði nokkurt sem orðið er all umdeilt. Hér er um að ræða leöurlux sem notast um húsgögn sem líkjast mjög leðurhús- gögnum. Málfarssérfræðingum og velunnurum ekta leðurs finnst því nafngiftin villandi. Fljótt á litið virðast leðurlux sófa- sett mjög lík eða eins og leðursett, en þegar betur er að gáð kemur sann- leikurinn í Ijós. Leðrið er mikið mýkra, lyktin er auðvitað önnur en samt sem áöur er leðurlíkið mjög keimlíkt ekta leðri. Mestur er þó munurinn þegar verðið er skoðað. Þar er raunhæft að bera saman ekta leðursófasett sem kostar 120-130.000 kr. og annað sam- bærilegt leðurlux-sófasett sem myndi þá kosta um 70.000 kr. eða svipað og tausófasett. Ekta leður er því um 70-80% dýrara. Það hefur berlega komið í ljós hjá húsgagnakaupmönnum sem mikiö sejja af leðurlíkishúsgögnum að hlut- fall milli útseldra ekta leðursófa og leðurluxsófa getur verið aUt aö 1 á móti 20. Hinn almenni neytandi virð- ist því hafa tröllatrú á leðurluxfyrir- bærinu sem þó kom ekki til sögunnar fyrr en fyrir 2-3 árum síðan. Reynsla af endingu er því takmörkuð. Iðn- tæknistofnun hefur þó veitt leðurlux húsgögnum viðurkenningu þar sem endingarslitþol er sagt mjög gott. í niðurstöðum segir að leðurlux togni mikið við átak en þoli þó ekki teygju og megi ekki strekkja. Dekkstu litim- ir em sagðir viðkvæmastir þar sem á þeim myndast frekar gljáblettir. En eins og með leðrið þá er einstak- lega þægilegt að þrífa leðurlíkið. Það er því hagkvæmt fyrir bamafólk sem ekki hefur efni á því allra dýrasta að kaupa leðurlíkis-húsgögn. Fyrir þá sem hafa efni á ekta leðri að kaupa ekta leður og nota svo herlegheitin baki brotnu. -ÓTT Dæmigerður hornsófi úr ekta leðri. Hann kostar staðgrelddur 108.000 kr. Sambærilegur leðurlux hornsófi sem kostar 73.000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.