Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRUAR 1988.
7
Steingrímur um verðsiýringuna:
Sammála land-
búnaðarráðherra
- „fáránlegt 4 að breyta búvömlögunum
„Ég er sammála því sem land-
búnaðarráðherra hefur gert í þessu
máli,“ sagði Steingrímur Hermanns-
son utánríkisráðherra, aðspurður
um skoðun hans á verðstýringu á
eggjum og kjúklingum.
Steingrímur sagði að þessi mál
hefðu ekki verið rædd sem slík innan
Framsóknarflokksins og því gæti
hann ekki sagt til um aðrar skoðanir
þar í þessu máli fyrir utan það sem
komið hefði fram hjá Guðmundi G.
Þórarinssyni.
„Stjórnleysi hefur ráðið allt of lengi
í þessum málum og þó að ég telji aö
markaðurinn eigi að ráða í flestum
tilvikum þá er engin bót í því að láta
eignir þessara manna eyðast upp.
Lög leyfa þetta en ég vona auðvitað
að verðstýring á þessu verði í sem
stystan tíma.
Ég er hins vegar ósammála Guð-
mundi um aö það sé sjálfsagt að í
hefðbundnum landbúnaði sé opinber
verðstýring, það er hlutur sem hlýt-
ur að breytast eins og annað þegar
vandamál hans hafa veriö leyst enda
eiga stjómvöld ekki að hafa afskipti
af þessum málum um lengri tíma.“
Ráðherra sagöi að honum þætti
„fáránlegt" að tala um aö breyta lög-
unum. Þegar jafnvægi hefði náðst í
þessum málum þyrfti kvóti ekki
iengur að gilda enda sagðist hann
aldrei hafa verið hrifmn af kvóta.
-SMJ
Ályktun frá Alþingi:
Dounreay mótmæit
Alþingi hefur ákveðið að mótmæla
stækkun endurvinnslustöðvarinnar
fyrir úrgang frá kjarnorkuverum í
Doúnreay í Skotlandi. Verður ríkis-
stjóminni falið að koma mótmælun-
um til skila. Það voru þingmenn
Alþýðubandalagsins sem voru flutn-
ingsmenn tillögunnár.
I máli Hjörleifs Guttormssonar
kom fram að flutningur állögunnar
væri til að tryggja vemdu.i íslenskra
hafsvæða gegn mengun. Ríkjandi
hafstraumar sæju til þess að öll sú
geislun, sem læki út við stöðina,
bærist hingað.
Friðrik Sophusson iðnaðarráö-
herra sagði frá því að í nýlegum
viðræðum sínum við orkumálaráð-
herra Breta, Cecil Parkinson, hefði
hann lýst áhyggjum íslendinga af
stöðinni. Utanríkisráðherra, Stein-
grímur Hermannsson, sagðist fagna
þessari umræöu og benti á þá hættu
sem stafaði af feröum kjarnorkukaf- •
báta. Sagði hann að erfitt hef?! verið
að fá upplýsingar um feröir þessara
báta hjá stórveldunum.
-SMJ
Þingmenn greiða atkvæði á Alþingi.
DV-mynd GVA
Stjómmál
RíkisskattsQöri athugar söluskattsskil:
Eftiriitssveit-
ir á kreik
á næstunni
Eftirlitssveitir á vegum rannsókn-
ardeildar ríkisskattstjóra með aðild
skattstofanna munu síðar í þessum
mánuði hefja sérstakt eftirlit með
söluskattsskilum fyrirtækja og geta
fyrirtæki búist við því að fá eftirlits-
mennina í heimsókn fyrirvaralaust.
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
fékk hjá Indriða H. Þorlákssyni,
skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyt-
inu, er gripið til þessara sérstöku
aögerða vegna þeirra breytinga sem
gerðar hafa verið á skattheimtunni.
Sagði Indriði aö nú væri unnið að
því að koma eftirlitinu í gang og
reikna mætti með að það hæfist síðar
í þessum mánuði. Munu þá eftirlits-
mennimir fara í fyrirtæki og skoða
söluskattsskil og bókhald og gætu
þeir allt eins mætt fyrirvaralaust í
fyrirtækin og skoðað þar gögn.
-ój
r
• „Original“ hemlahlutir í alla
japanska bíla.
• Innfluttir beint frá Japan.
• Einstaklega hagstætt verð
®I Stilling
Skeifunni 11,108 Reykjavik
Slmar 31340 & 689340
'B.LEÓS
§
i
LOKAÐ I DAG V
NA VERÐBREÝTINGA
EGI 51, S
IJNNI. S-
W Ti