Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 10. EEBRÚAR 1988. Lífestm að teikna eitthvað sem þeir síðan gátu markaðsfært. Sóleyjarstóll Valdimars Harðarsonar braut blað í sögu íslenskrar hönnunar. Þá kom fram afkvæmi íslensks hönnuðar sem sýndi hreinlega fram á að ís- lenskt hugvit stendur engan veginn að baki erlendu hugviti. Hér á landi hefur fólk gert sér grein fyrir því að hugvit er nokkuð sem við verðum að nýta okkur í okkar þágu og flytja frekar út heldur en inn í landið." Sýningin á Kjarvalsstöðum Hvað hefur arkitekt í huga þegar hann ákveður að taka þátt í svona samkeppni? -w „Óhjákvæmilega setur maður sér skorður þegar hugmyndir eru upp settar. Hluturinn verður fyrst og fremst að vera einfaldur í smíði, hafa gott form. Einfaldleikinn er í raun- inni það sem mest hrífur því til þess að einhver vilji framleiða verður hluturinn að vera praktískur. Minn stól t.d. hannaði ég á þanh hátt að hægt er að setja bækur í bakið á næsta stól. Það eru óteljandi aðrir hlutir sem gæta verður að í teikningu og fram- leiðslu eins stóls eins og þessa. Notagildið er auðvitað efst á baugi, það verður að vera gott að sitja í stólnum, efnin sem notuð eru verða að vera praktísk og endingargóð og stóhnn verður að aðlaga misjöfnum aðstæðum.“ Jákvæð tímamót að eitthvað óhefðbundið skuli sigra í keppninni Eyjólfur heldur áfram: „Flestir sem gæla við að komast eitthvað áfram eða reyna að komast inn á innlendan markað hugsa sem svo að sjálfsagt sé að reyna að hanna stól, borð, rúm eða eitthvað þ.u.l. Eitthvað sem alUr geta örugglega notað. Að þessu sinni sýnir dómnefnd aðdáun- arvert þor að veija eitthvað sem er frábrugðið hinu hefðbundna. Það er ekki hægt að lýsa því hvað þetta er okkur hönnuðum mikU hvatning því aUtaf eru menn að fá ótrúlegustu hugmyndir, eins og t.d. með einfalda hluti eins og hurðarhúna og margt fleira. SjóndeUdarhringurinn víkkar og nú er einhverju óvenjulegu veitt Heimilið viðurkening eins og póstkössunum. Breiddin í því að nýta sér íslenskt hugvit er orðin verulega mikU. Við erum á réttri leið. Samt er margt eftir sem vert er að staldra við og skoða. Einu sinni var nær eingöngu notast við hugmyndir erlendra arkitekta. Það breyttist, ís- lendingar fóru út að læra og eru nú farnir að útfæra hugmyndir sínar fyrir innlendan og erlendan markað. Eftir er samt að opna augu almenn- ings fyrir því að notfæra sér okkur í einkageiranum sem reyndar er óð- um að færast í vöxt. -ÓTT Sterkir litir einkenna þennan stól Péturs Lútherssonar. Krassandi rauður og blár litur allsráðandi. Höfundur gerir mögulegt að klæða stólana leðri eða ullaráklæði. Með því að hafa krómaða stálfætur eru stólarnir ekki eins þunglamalegir og undirstrika efnisgæði. Stóll Eyjólfs Bragasonar. Bak og seta eru bólstruð. Stóllinn er byggður úr tré og krómi. Við stólinn er mögulegt að tengja skrifpúlt sem tengist stóln- um að aftan. Einnig er mögulegt að taka arma af eða tengja á milli stóla plötu sem þannig myndar borð á milli tveggja stóla. Þennan stól og borð hannaði Gunnlaugur Friðbjarnarson. Stóllinn er úr stáli, krossviði og leðri. Borðið er hugsað sem tækifærisborð til kaffidrykkju. í senn fegrun fyrir innbú og skúlptúr. Ætlunin er að skapa spennu og and- stöðu við hiö hefðbundna. Áhorfandi á að spyrja sjálfan sig: Stendur þessi hlutur eða stendur hann ekki; má snerta? Ingimar Þór Gunnarsson hannaði þennan stól sem er úr beyki og má lakka i mismunandi litum eftir smekk kaupanda! Þessi stóll gæti verið litaglöðum mikil búbót. Rúm með leðurgafli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.