Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Side 3
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. Bílar 35 Hundrað hestafla Ibiza með rafeindastýrðri innspýtingu. Útlitsbreytingin er einkum aftan á. Að innan nemur augað breytinguna aðallega í öðruvísi stýrishjóli. 40% aukning í Ibiza Seatverksmiðjumar á Spáni juku framleiðslu sína um tuttugu af hundraði árið 1987 - smíðuðu 406 þúsund bíla í allt. Þar af seldu þær um 246 þúsund bíla á erlendum markaði - það er að segja markaði utan Spánar. Mest munaði um 40% framleiðsluaukningu á gerðinni Ibiza sem gerði það gott á útflutn- ingsmarkaðnum á síðasta ári. Og hvað er þá eðlilegra en myija dálítið undir þennan vinsæla bíl? Það er einmitt það sem Spánverjar ætla að gera - pg þýskir vinir þeirra en Seat er nú sem kunnugt er þriðja stjaman í samsteypunni Volkswag- en/Audi/Seat. Þeir ætla að setja í hann öflugri vél en nokkru sinni fyrr og sýna afurðina á bílasýningunni í Torino 1 apríl undir auðkenninu SXi. Að gruhni til er þetta sama vélin og nú knýr Ibiza 1,5 GLX, 1461 cc System Porsche. í GLX er hún með blöndungi og skilar þannig búin 85 hestöflum. En 1 SXi er hún komin með rafeindastýrða innspýtingu eins og i-ið gefur til kynna og skilar þá um 100 hestöflum. Ekki hefur þetta þó afgerandi áhrif á hraða. Blönd- ungsvélin á aö koma bílnum á 175 km hraða en innspýtta vélin á 185 km og er nú vandséð að þetta skipti öllu máli. Hins vegar mun hröðun hafa aukist úr 0-100 á 12,2 sekúndum á 1,5 GLX í um 11 sekúndur á SXi. Að ytra útliti er fjarska hógværlega farið í sakimar. Komið er fyrir auka- Ijósum í klýfnum undir framstuöar- anum og settur hefur verið á bílinn klýfir að aftan, strax neðan við aft- urrúðuna. Svo eru náttúrlega þessir lotningarverðu stafir á eftir heiti bílsins á afturhleranum vinstra meg- in SXi. Að innan er jafnlítið sóst eftir íburði samfara öflugri vél. Þó er bólstrun sætanna sögð ofurlítið öðmvisi og sætishjólið allt öðruvísi. Áfram, 405! Yfirmenn Peugeot em svo himinlif- andi yfir móttökunum sem bíll ársins í Danmörku og Evrópu, 405, hefur hvarvetna fengið að þeir hafa skálað daglega í kampavíni síðan í haust - að vísu bara freyðivíni nema á fóstu- dögum (eða þannig... ). Þeir hafa ekki enn komist yfir það að 54 af 57 kjörnefndarmönnum skyldu velja Peugeot 405 í fyrsta sæti. Þeim hjá Peugeot þykir ekki bara sigurinn sætur heldur þykir þeim þetta líka nokkur uppreisn æru. Þeim hefur nefnilega sviðið það sárt í fjögur ár að 205 skyldi tapa fyrir Fiat Uno árið 1984 sem bíll ársins í 16 ventla Thema Turbo Lancia kemur fram með 16 ventla útgáfu af 2000 vélinni i Thema Turbo seinna á þessu ári. Talið er líklegt að vélin veröi kynnt á bílasýningunni í Torino í vor, þó vélin verði ekki fáanleg fym en seinna, Svo munar um hvem nýjan ventil á strokk sem eykur orku vélar- innar úr 165 hestöflum í 185 hestöfl en megintilgangurinn er að auka seiglu. Annars er það helsta nýjimgin í þessari vél að í henni veröur búnaður sem dregur úr túrbínukraftinum þegar þaö þykir henta - til dæmis til aö koma i veg fyrir spól á hálku. Einnig verðm- hún búin nýju, mjög fúllkomnu raf- eindakerfl sem stýrir öllum helstu vinnsluþáttum vélarinn- ar með betri nýtni aö markmiöi. Ennfremur er taliö aö boðið verði upp á rafeindastýrða fjöðrun að einhvetju leyti. Evrópu, þó svo að tapið væri naumt. Þeir ætla að láta kné fylgja kviöi og eru aö koma með 405 dísil, 405 þver- bak og 405 4x4 - það er að segja bíl með sídrifi, líku því sem notið hefur vinsælda í Audi Quattro. Heima fyrir velja flestir 1600 vél- Volkswagen er að loka einu verk- smiðjunni sem fyrirtækið átti í Bandaríkjunum. Salan á fram- leiðsluvöru VW í þessari verksmiðju hefur sigið jafnt og þétt á ógæfuhlið- ina þannig að ekki er talin ástæða til að halda áfram á þeirri braut.Líkleg- ast er talið að annaðhvort Hyundai eða Daihatsu kaupi en bandaríski bílarisinn Ford er ekki útilokaður. Þetta þýðir þó ekki að VW sé öllum heillum horfinn í Bandaríkjunum. Lancia Y skiptingu - Lancia Y10 (sem hér gengur undir nafninu Lanciaskutlan) kemur til meö að fá stiglausa sjálfskiptingu, líklega á þessu ári. Þetta þykja stór tíðindi því þetta er um leið heÚmikið kjaftshögg fyrir evrópsku stiglausu sjálfskiptinguna sem Ford og Fiaf hafa sameinast um aö smíða og þegar er komin í Ford Fiesta og Fiat Uno. Þetta eru enn meiri tíðindi vegna þess að Lancia er hluti af Fiatveld- inu. Fljótt á Utið gæti litið svo út sem með þessu sé Fiat annaðhvort að stinga undan sjálfu sér á þessu sviði eða að undirbúa vinsht við Ford.' Hvorug tilgátan mun þó rétt heldur er Ford/Fiat sjálfskiptingin með sín- um tveimur vökvastýrðu kúplingiun of stór til að komast fyrir í ypsilon- inu. Þar sleppur hins vegar hin netta ina. Hin öfluga 1900 vél gengur líka ágætlega en ekki eins vel. Komandi dísilvélar verða hin gamalkunna 1905 cc vél og einnig 1769 cc (eins og fáanleg hefur verið í 205), nema með túrbó sem eykur orkúna upp í 90 hestöfl. Salan á Brasilíufólksvagninum Fox þykir lofa góðu og alltaf eru ein- hverjir sérvitringar sem taka gömlu, seigu bjölluna fram yfir allt annað og hana framleiðir VW enn, að vísu bara í Mexíkó. Og ekki má gleyma ágætum bílum sem Volkswagen/ Audi/Seat framleiða í Þýskalandi, Belgíu og á Spáni, þótt aðeins þeir fyrrnefndu eigi fylgi að fagna í Bandaríkjunum. fær sjálf frá Subaru rafeindastýrða Subaruskipting sem byggist á aðeins einni kúplingu. SaTnt gæti þetta að einhveiju leyti táknað þáttaskil. Enginn hefur verið harðari á því en Fiat að hleypa Jap- önum að engu leyti inn á sig. Þar hefur fram á þennan dag gjaman verið talað um „gulu hættuna" og „hina japönsku óvini“. Skammt er síðan einn aðstoðarforstjóra Fiat af- boðaði nær fyrirvaralaust fyrir- hugaðan fund með forstjóra Toyota í Tókíó á þann hátt að það er talið jaðra við dónaskap. Þess er einnig minnst að þegar Austin Rover í Bret- landi efndi til samvinnu við Honda kölluðu forstjórar Fiat Austin Rover „Trójuhest Japana í Evrópu". En kannski sannast hér bara hiö fornkveðna að sjálfsagt sé að hafa gagn af óvinum sínum, sé þess nokk- ur kostur. Volkswagen lokar N O T A Ð 1 mttamx R 1 B í 1 L A R Volvo 745 GLE, árg. 1986, ekinn 52.000 km, steingrár/metallic, sjáifsk., vökvast., topplúga. Verð 1.100.000. Volvo 740 GL árg. 1985, ekinn 51.000 km, blár, metailic, sjálfsk., m/yfirgír, vökvastýri. Verð 750.000. Volvo 740 GL árg. 1985, ekinn 36.000 km, silfur/metallic, sjálfsk., m/yfirgír, vökvast. Verð 750.000, góð kjör. Renault 9 tc árg. 1982, ekinn 72.000 km, Ijósbrúnn/metallic. Verð 185.000, mjög góð kjör. Volvo 745 GL, árg. 1986, ekinn 13.000 km, silfur/metallic, beinsk., 5 gira, vökvast. Verð 960.000. Volvo 244 GL árg. 1982, ekinn 85.000 km, beinsk., m/vökvastýri, Ijósbrúnn. Verð 400.000. Volvo 245 GL, árg. 1983, ekinn 79.000 km, Ijósgrænn/metallic, sjálfsk., vökvast. Verð 550.000. Volvo 244 GL árg. 1981, Ijósblár/ metallic, beinsk. m/yfirgir, vökvast. Verð 345.000, góð kjör. Volvoi 340 GL árg. 1986, ekinn 26.000 km, beinsk., 5 gíra, blá- metallic, álfelgur. Verð 525.000. Góð kjör. VW Golf árg. 1984, ekinn 84.000 km, rauður, beinsk. Verð 300.000, góð kjör. Audi 100 CC árg. 1984, ekinn 96.000 km, hvitur, beinsk., 4ra gira m/yfirgír, fallegur bill. Verð 710.000. Góð kjör. Ath. skipti á ódýrari. Volvo C 202 Lapplander, ekinn 55.000 km, brúnn, beinsk., m/ vökvastýri, innréttaður, ný dekk og felgur, læst drif og fleira. Verð 450.000. Suzuki fjórhjól árg. 1987, ekið 267 km, 4X4. Verð 280.000, góð kjör. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9.00 TIL 18.00 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00 TIL 16.00 VOLVOSALURINN SKEIFUNNI 15 SÍMI 691600-69161

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.