Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Page 2
22 MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 1988. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR DROPLAUGARSTAÐIR - heimili aldraðra - Snorrabraut 58. Starfsstúlkur vantar í eldhús, 100% starf og 35% starf, nú þegar, einnig til afleysinga í eldhús í sumar. Starfsstúlkurvantar í ræstingu, 62,5% starf, nú þegar. Upplýsingar gefur forstööumaður í síma 25811 milli kl. 9 og 12 f.h. virka daga. LAUS STAÐA Staöa fulltrúa við embætti ríkisskattstjóra er laus til umsóknar. Um er að ræða sérhæfð skrifstofustörf við færslu spjaldskrár, gagnasöfnun, tilkynningar og upplýsingar sem þessum verkþáttum tengjast. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda til ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57,150 Reykjavík, fyfir 20. mars nk. Ríkisskattstjóri 25. febrúar 1988 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR STAÐA FULLTRÚA Laus er til umsóknar staöa fulltrúa í Fjármála- og rekstrardeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborg- ar. Starfió er fjölbreytt og gefur góóa reynslu í skrif- stofustörfum. Æskilegt er að viðkomandi hafi stúdentspróf eóa hliðstæða menntun. Sveigjanlegur vinnutími. Vinnu- staður er Vonarstræti 4. Upplýsingar gefur yfirmaður Fjármála- og rekstrar- deildar í síma 25500. Sj úkraþj álfarar óskast Vífilsstaðaspítali. Sjúkraþjálfari óskast í fullt starf frá 1. júní 1988. Húsnæði getur fylgt. Nánari upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari Vífilsstaða- spítala, sími 42800. RÍKISSPÍTALAR STARFSMANNAHALD FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR UTIDEILDIN I REYKJAVIK Við í Útideildinni vinnum leitar- og vettvangsstarf meðal barna og unglinga. Markmiðið með starfinu er m.a. að hjálpa unglingum, koma í veg fyrir að þeir lendi í erfiðleikum og aóstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Við erum að leita að starfsfólki með háskólamenntun í félagsráðgjöf og sálarfræði eða sambærilega mennt- un. Vinnutíminn er á daginn og kvöldin. Nánari upplýsingar gefur Edda Ólafsdóttir í síma Útideildar, 621611, e.h. Umsóknum skal skilað til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, á umsóknareyðublöð- um, sem þar fást, fyrir 14. mars. Islandsmot 1 puttlj þaöfyrstasinnartegundarsemhaldióerinnanhusshérálandi, fór fram á neðri haeð Kringlunnar i gær. Sigriður Flygenring, GR, sigraði í keppni kvenna, bæði með forgjöf og án hennar. Gunnar Sigurðsson, GR, sigraði í keppni karla án forgjafar en Jón Ásgeir Eyjólfsson, NK, með forgjöf. Gunnar hlaut að auki sérstaka bikara fyrir flest innpútt og pör. Þátttakendur voru tæplega eitt hundrað og stefnt er að því að mót þetta verði að árlegum viðburði. Á myndinni mundar hinn kunni kylfingur, Ragnar Ólafsson, kylfu sína. VS/DV-mynd Brynjar Gauti Fimleikar: Hanna Lóa best a oðru Meistaramótið í íslenskum flm- leikastiga 1988 var haldið í Laugar- dalshöll í gær í umsjón flmleikadeild- ar Ármanns. Keppt var á þremur stigum kvenna og tveimur stigum karla og urðu úrslit sem hér segir: II stig kvenna: Hanna Lóa Friðjónsd., Gerplu ....36,65 Fjóla Ólafsdóttir, Árm....36,30 Bryndís Guðmundsdóttir, Árm. .34,00 Vilborg Hjaltalín, Árm....31,70 Hjördís S. Sigurðard., Gerplu.31,25 stiginu IV stig kvenna: GerðaK. Lárusdóttir, Stj......36,10 Þorgerður Jónsdóttir, Gerplu..35,95 Jóhanna Gunnlaugsdóttir, KR ...35,80 Lilja Valdimarsdóttir, Gerplu ....35,45 Elín H. Jónasdóttir, Gerplu...35,30 III stig karla: Axel Bragason, Árm............55,70 Jóhannes Sigurðsson, Árm......54,85 Kristján Stefánsson, Árm......48,85 Örvar Arnarson, Árm...........48,25 Skarphéðinn Halldórss, Árm....47,75 III stig kvenna: IV stig karla: Sigurbjörg Ólafsdóttir, Stj....34,80 Þór Elfar Helgason, Árm........57,50 Elínborg Ævarsdóttir, Árm......34,30 Gísli Örn Garðarsson, Árm.....53,90 Sigríður Björnsdóttir, Árm.....33,60 Jón Tr. Sæmundsson, Gerplu....53,40 Edda Guðmundsdóttir, Árm.......33,55 Birgir Grímsson, Árm..........52,65 Jóhanna Ágústsdóttir, Gerplu... .33,45 Gísli P. Davíösson, Árm.......50,45 Frjálsar íþróttir: Þórdís önnur Þórdís Gísladóttir hreppti annað sætið í hástökki kvenna á sterku frjálsíþrótta- móti sem fram fór í Tammer- fors í Finnlandi um helgina. Hún stökk 1,87 metra. Mótiö var landskeppni Finna, Svía og Norðmanna en íslendingum og Dönum var boðið að senda keppendur. • Gunnlaugur Grettisson keppti í hástökki karla og hafnaði í sjöunda sæti, stökk 2,13 metra. • Pétur Guðmundsson var meðal þátttakenda í kúlu- varpi og náði sínum besta árangri innanhúss, kastaði 18,48 metra. -VS Úrslitakeppni íslandsmótsins í blaki: Deildarmeistarar ÍS töpuðu loksins leik - Þróttur vann, 3-2, og er með sex stig eftir þrjá leiki Deildarmeistarar karla, ÍS, töpuðu á laugardaginn fyrsta leik sínum í vetur og voru það Þróttarar sem sigr- uðu þá, 3-2, í löngum og spennandi leik. í fyrstu hrinu sigruðu stúdent- ar, 15-9, en Þróttarar svöruðu fyrir sig með því að sigra í þeirri næstu, 15-8. ÍS-ingar komust svo í 2-1 með 15-6 sigri og virtust Þróttarar vera búnir að gefast upp. Svo reyndist þó ekki vera og þeir jöfnuðu leikinn, 2-2, með því að sigra í íjórðu hrinu, 15-10, og fór Sveinn Hreinsson á kostum í smassinu. í úrslitahrinunni komust ÍS-ingar í 8-5 en þá skoruöu Þróttarar 7 stig án þess að ÍS fengi nokkurt og sigruðu í hrinunni, 15—11. Þar með var fyrsti sigur Þróttar á ÍS í vetur í höfn og hefur liðið unnið alla leiki sína, 3-2, í úrslitakeppninni. • Breiöablik sigraði Þrótt, 3-1, í úrslitakeppninni í . kvennaílokki. Blikastúlkurnar sigruðu í tveimur fyrstu hrinunum, 15-9 og 15-11, en Þróttarar voru ekki á því að gefast upp þó svo að það vantaði aðalupp- spiiara liðsins, Björgu Björnsdóttur, sem er slösuö, og sigruðu í 3. hrinu, 15-7. í fjórðu hrinu komust þær svo í 7-0 en náðu ekki að fylgja því eftir og Breiöablik vann hana, 15-11, og þar með leikinn. • Þá áttust við Víkingur og ÍS. ÍS- stúlkurnar komu ákveðnar til leiks og sigruðu í fyrstu hrinunni, 15-7. Víkingar náðu að knýja fram sigur í þeirri næstu, 15-13. ÍS var þó ekki á því að gefast upp og vann næstu hrinu, 15-11. í fjórðu hrinu sigruðu Víkingar, 15-11, og því þurfti úrslita- hrinu. í henni voru Víkingar mun ákveðnari og sigruðu í henni, 15-7, og unnu þar með leikinn, 3-2. • HK vann furðu öruggan sigur á KA í karlaflokki á Akureyri á föstu- dagskvöldið, 3-1. Fyrsta hrinan var jöfn og KA vann hana, 15-12, en síöan hrundi leikur liðsins til grunna. Kópavogsbúarnir fóru hamfórum í næstu hrinu og sigruðu, 15-1, og þeir unnu hinar tvær, 15-10 og 15-12, eftir að hafa strax náö yfirburðaforystu í báðum. • Staðan í úrslitakeppninni í karlaflokki: Þróttur.............3 3 0 9-6 6 ÍS.................2 115-3 2 HK..................3 12 5-7 2 KA..................2 0 2 3-6 0 • Staðan í kvennaflokki: Breiðablik..........2 2 0 6-2 4 Víkingur............1 10 3-2 2 Þróttur.............1 0 11-3 0 ÍS...........:.....2 0 2 3-6 0 Leikin er tvöfóld umferð um ís- landsmeistaratitilinn í báðum flokk- um. -B/GK/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.