Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Side 12
32 MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 1988. LAUS STAÐA Staða löglærðs fulltrúa við embætti ríkisskattstjóra er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, skal senda til ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 150 Reykjavík, fyrir 20. mars nk. Ríkisskattstjóri 25. febrúar 1988 REYKJMJÍKURBORG Stödíci HEIMILISHJÁLP Starfsfólk óskast í heimilishjálp í heilsdagsstörf og hlutastörf. Hentugt fyrir húsmæður og skólafólk sem hefur tíma aflögu. Upplýsingar í síma 18800. Varnarliðið auglýsir eftirfarandi starf laust til umsóknar: Starf deildarstjóra Keiluspilshallar á Keflavíkurflug- velli. Viðkomandi skal hafa umsjón með keilusal Varnar- liðsins, sjá um fjárhagsáætlunargerð, innkaup, mannahald, uppröðun keppnisliða, markaðsöflun og fleira. Umsækjandi hefi reynslu í umsjón með tómstunda- starfsemi eða hafi menntun á sambærilegu sviði. Reynsla viö stjórnunarstörf ásamt reynslu við fjár- hagsáætlunargerð æskileg. Mjög góðrar enskukunn- áttu krafist. Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að vinna utan venjulegs vinnutíma, svo og um helgar. Umsóknir berist Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, ráðningardeild, Brekkustíg 39, Njarðvík, eigi síðar en 11. mars. nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-11973. Málari óskast Kópavogshæli Málari óskast til vinnu við málningu húseigna Kópa- vogshælis, bæði utanhúss og innan. Fullt starf. Ráöningartími eftir samkomulagi. Þarf að hafa sveinspróf í málaraiðn. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri eða umjónarmaður, sími 41500. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra Kópavogshælis fyrir 10. mars nk. RÍKISSPÍTALAR ' STARFSMANNAHALD Röntgentæknar óskast Landspítalinn - röntgendeild. Röntgentæknar óskast í 100% vinnu á röntgendeild Landspítalans. Um er að ræða bæði framtíðarvinnu og sumarafleysingar. Dagvinna og gæsluvaktir. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarstjóri röntgen- deildar, sími 29000-432. Umsóknir sendist hjúkrunarstjóra röntgendeildar Landspítalans. RÍKISSPÍTALAR STARFSMANNAHAID jþróttir_______________________________________________dv Isknattleikur: Finnar skákuðu Sovétmönnum - en Rússamir tóku samt gullið CHRISTA Rothenburger, A- Þýskalandi, vann gullverölaun í 1000 metra skautahlaupi og setti ofan í kaupið heimsmet. VRENI Schneider, Sviss, vann sitt annað ólympíugull á föstudag, varð þá hlutskörpust í svigi kvenna. YFIRBURÐIR Sovét- manna færðu þeim ólympíugull i ísknattleik. Þeir tryggðu sér titilinn með því að kjöldraga Svía, 7-1. GAMLA brýnið Gunde Svan gerði það sem sænska þjóðin vænti af honum, hann vann gull í 50 kíló- metra göngunni. Símamyndir Reuter Það dró heldur betur til tiðinda i ísknattleikskeppninni á fóstudag. Þá kagstrýktu Sovétmenn heimsmeist- ara Svía, 7-1, á sama tíma og Finnar, reginfjendur þeirra, máttu sætta sig við skell gegn Tékkum, 2-5. Með þeim úrslitum réðust örlög gullpen- inganna en þeir fóru á brjóst Sovét- manna. Voru Rússar vel að sigrinum komnir enda tryggðu þeir sér ólymp- íukrúnuna löngu áður en afdrif silfur- og bronsverðlauna voru ráðin. Finnar fengu sín fyrstu verð- laun í ísknattleik Finnar, sem voru með fílsterkt lið á leikunum, náðu síðan í silfriö í nótt með því leggja sjálfan sovéska gullbjörninn aö velb, 2-1, í hörkuleik. Var það fyrsta og eina tap Sovét- Þótt Alberto Tomba hafl farið sem elding í brekkunum í Calgary var það engu aö síður gamb jaxlinn Ingemar Stenmark sem stal senunni í sviginu. Þrátt fyrir að hann lenti í 5. sæti hélt hann skrautsýningu og náði langbesta tímanum í síðari ferðinni. Beit Stenmark þá á jaxlinn og fór niður hlíð Allan-fjalls með þeim hætti sem honum einum er lagið. Örlítið betri tími í fyrri ferðinni hefði fært þennan gamla skíðakappa á pall. Tomba tók sitt annað gull Tomba vann gullið í sviginu og gekk þar eftir spádómur flestra. ítal- inn er enn ungur og einhver fremsti skíðamaður sem fram hefur komið. Hreppti hann tvenn gullverðlaun í Calgary, bæði í svigi og stórsvigi. Það blés þó ekki byrlega hjá kappanum í upphafi svigkeppninnar. Hann náði sér ekki almennilega á strik í fyrri „Ég er hryggur yfir því að Guörún Kristjánsdóttir skyldi veikjast því að hún hefur tekið miklum framförum og í raun bætt sig með hverju móti,“ sagði Hans Kristjánsson, formaöur alpagreinanefndar SKÍ, í spjalli við DV í gær. „Þá hefur Einar Ólafsson göngu- maður veriö í góöu formi í vetur. Hann er einn af okkar bestu skíða- mönnum og því hefði ég kosið að sjá hann gera sitt besta í báðum þeim manna í keppninni. Með sigrinum náðu Finnar í sín fyrstu ólympíu- verðlaun í ísknattleik frá upphaíi og var gleöi þeirra því mikil. Nágrannar Finna, Svíar, nældu síðan í bronsverðlaun í nótt eftir mjög tvísýnan leik við V-Þjóðverja. Lyktaði honum 3-2 en Svíar voru undir 0-2 til skamms tíma. Með sigri sínum slökktu Svíar vonir milljóna Kanadamanna um verðlaun í ís- knattleiknum, en allflestir þeirra gerðu ráð fyrir sínum mönnum á palli. Stuðningur 19 þúsund kanad- iskra áhorfenda í skautahöllinni dugði þýskum skammt því Svíar sýndu svipaðan leik og gerði þá að heimsmeisturum fyrir fáeinum misserum. ferðinni og var í þriðja sætinu er sú síðari hófst. Þar komst hann hins vegar næstur Stenmark að tækni og hraða og varð því efstur er upp var staðið. Daníel í 24. sæti Daníel Hilmarsson náði þokkaleg- um árangri í sviginu í Calgary, varð í 24. sæti en 54 luku keppni. Fékk Daníel tímann 1:55,29 mínútur en til samanburðar má geta þess að sjálfur Tomba hreppti tímann 1:39,46 mínút- ur. Alfredo Rego frá Guatemala, sem varð síðastur í sviginu, fékk hins vegar tímann 3:20,23. Mikil afföll voru í sviginu en 53 skíðamenn féllu úr keppni og á með- al þeirra voru margir frægir kappar, til að mynda Joel Gaspos, Sviss, Armin Bittner, V-Þýskalandi og Rud- olf Nierlich frá Austurríki. -JÖG göngum sem hann tók þátt í. I 50 kílómetra göngunni tók hann sig rækilega á og náði þar viöunandi árangri. Hvað Daníel Hilmarsson varðar þá er ég ánægður með árang- ur hans, sérstaklega með svigið. Daníel gerði í raun „akkúrat" það sem af honum var vænst. Hann var fyrir ofan miðju, bæði í sviginu og stórsviginu," sagði Hans Kristjáns- son. -JÖG -JÖG Daníel fyrir ofan miðju: Stenmark fór á kostum en Tomba tók gullið -önnur gullverðlaun rtölsku sprengjunnar Árangur íslendinga í Calgary: Anægður með árangur Daníels - segir Hans Kristjánsson hjá SKÍ Einar Olafsson varð í 44. sæti í 50 km göngunni: Hraustleg framganga færði Gunde gull Gamla brýnið Gunde Svan vann sín önnur gullverðlaun er hann bar sigurorð af móthetjum sínum í 50 kílómetra göngunni á laugardag. Áöur haföi Svíinn hlotið gull í 4x10 km boðgöngu en þar var sveit frænda okkar hlutskörpust Svan gekk nyög vasklega á laugardag enda hefur skautastOlinn verið hans vígi um langa hríð: „Ég hélt mínu striki, gekk mjög jafnt og gætti þess aö sprengja mig ekki,“ sagði Svan í spjalli við talsmann Reuters rétt kominn í markið. Einar Ólafsson frá íslandi varð í 44. sæti i 50 km göngunni, fékk timann 02:18.21,9 klst. Til skamms tíma var óvíst hvort Einar næði að keppa þar sem hann hefur strítt við bak- meiðsl síöustu dagana. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.