Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Page 13
MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 1988.
33
Iþróttir
GULLI FAGNAÐ Katarína Witt náði að verja ólympiutitil sinn í isdansi, fyrst kvenna í meira en hálfa öld.
Símamynd Reuter
Witt hafði betur í einvíginu við Thomas:
A-þýska ísdrottningin
hélt ólympíukrúnunni
Svig kvenna:
Vreni
Schneider
stal
senunni
- Guðrún með flensu
Svissneska stúlkan Vreni Schneid-
er hreppti sín önnur gullverölaun í
Calgary er hún varð fyrst kvenna í
sviginu á fóstudag. Áöur hafði
Schneider orðið hlutskörpust í Stór-
svigi. Önnur í svigkeppninni varð
Mateja Svet frá Júgóslavíu en brons-
iö hreppti v-þýska stúlkan Christ
Kinshofer-Guetléin.
„Allir vilja nú skjóta mér upp á
stjörnuhimininn," sagði Schneider í
kjölfar sigurs síns í sviginu. „Ég hef
hins vegar ekki í hyggju aö verða
nein stjarna, ég vil bara sinna íþrótt-
inni og standa mig eins vel og mér
er unnt.“
Fjölmörgum stúlkum hlekktist á í
sviginu á fóstudag enda luku aðeins
29 stúlkur keppni af 61 sem skráð var
til þátttöku.
Guðrún Kristjánsdóttir frá íslandi
hugðist keppa í sviginu en varð að
hverfa frá þeirri ætlun sinni. Hún
veiktist nefnilega af inflúensu
skömmu fyrir sjálfa keppnina.
-JÖG
TOMBAbomba tók gull í
tveimur greinum, bæði í svigi og
stórsvigi.
DEBI Thomas, reginkeppinaut-
ur Katarínu Witt, varð fyrir áfalli í
isdansinum en hreppti þó brons-
verðlaun.
Simamyndir Reuter
Isdrottningin Katarína Witt hélt
ólympíukrúnunni er hún haföi betur
í einvíginu við bandarísku stúlkuna,
Debi Thomas. Áþreifanleg spenna
var í íshöllinni í Calgary er keppend-
urnir dönsuðu. Ófáir voru raunar á
bandi kanadísku stúlkunnar Elísa-
betar Manley sem hreppti silfur,
flestum að óvörum. Réð þar mestu
um áfall Debi Thomas á ísnum en
hún missti jafnvægið í einu sporinu
og féll fyrir bragðið niður um eitt
sæti.
Katarína Witt, sem dansaði fyrst,
var öryggið í sinni skýrustu mynd
er hún sté á ísinn. Dansinn sjálfur
varð hins vegar ekki alveg áfallalaus
hjá henni. Witt náði engu að síður
öðrú sætinu í frjálsu æfmgunum og
reyndist óvinnandi fyrir Elísabetu
Manley að ná forskoti hennar frá
fyrri keppnisdegi. Kanadíska stúlkan
varð einmitt hlutskörpust í frjálsa
dansinum.
„Ég held ég hafi dansað vel en
spennan hérna í höllinni hefur verið
þrúgandi," sagði Witt er hún kom af
ísnum.
„Debi Thomas gat unnið gulliö því
að ég náði ekki því þrefalda stökki
sem ég ætlaði mér. Thomas var hins
vegar mjög óstyrk og sýndi á sér þá
mannlegu hlið sem fjölmiðlar hafa
ekki kannast við til þessa. Debi er
ekki ósigrandi þótt sum dagblöð hafi
ætlað svo, hún gerir sín mistök und-
ir álagi á sama hátt og aðrir,“ sagði
Katarína.
„Ég er mjög stolt af þessum tveim-
ur ólympíutitlum mínum og vona að
það sem ég hef afrekað verði ekki
leikið eftir alveg í bráð," sagði hún
jafnframt.
Þess má í lokin geta að Witt er fyrst
kvenna til að verja ólympíutitil í ís-
dansi eða listhlaupi í meira en hálfa
öld. Sú sem vann það afrek áður var
norska skautadrottningin Sonja
Henie en hún varð þrívegis ólympíu-
meistari í greininni. -JÖG
Olympíuúrslit
frá Calgaiy
SKÍÐASKOTFIMI
4x7,5 km
1 Sovétríkin...01:22.30, Oklst.
2 y-Þýskaland...01:23.37,4 klst.
3Itaha.......01:23.51,5 klst.
SVIG
Kvenna:
1 Vreni Schneider Svi.1.36,69
2MatejaSvet Júg.........1.38,37
3 Khofer-Guetlein V-Þýs.1.38,40
Karla:
1 Alberto Toraba íta.....1.39,47
2 Frank Wömdl V-Þýs.....1.39,53
3 Paul Frommelt Lich....1.39,84
Finnland-Sovétrí kin................ ..2-1
1 Sovétrikin.................... gull
2 Finnland......................silfur
3 Svíþjóð....................... brons
50 KM GANGA
SKAUTAHLAUP
1000 m kvenna:
1 Ch Rothenburger A-Þýs.1.17,65
2 Karin Kania A-Þýs.....1.17,70
3 Bonnie Blair Band.....1.18,32
1500 m kvenna:
1 Yvonne V Gennip Hol...2,00,68
2 Karin Kania A-Þýs.....2.00,82
3 Andrea Ehrig A-Þýs....2.01,49
5000 m kvenna:
lYvonneVGennipHol. ...7.14,13m
2 Andrea Ehrig A-Þýs.......7.17,12 m
3 Gabi Zange A-Þýs.....7.21,61 m
ÍSKNATTLEIKUR
Sovétríkin-Svíþjóð..........7-1
Kanada-V-Þýskaland..........8-1
Tékkóslóvakía-Finnland......5-1
Kanada-Tékkóslóvakía........6-3
Svíþjóð-V-Þýskaland.............3-2
1 Gunde Svan Syi..........02:04.30,9
2 Maurilio Zolzlta .......02:05.36,4
3 Andy Grúnfelder Svi. ..,.02:06.01,9
ÍSDANS-LISTHLAUP
1 Katarína Witt A-Þýs......4,2 st,
2 Elízabeth Manley Kan......4,6 st.
3 Debi Thomas Ban..........6,0 st.
SLEÐAKEPPNI
4ra manna sleðar:
lSviss.................03.47,51 m
2 A-Þýskaland............03,47,58 m
3 Sovétríkin...........03.48,26 m
NORRÆN TVÍKEPPNI
Stökk 70 m ganga 15 km:
1H. KempfSvi........217,9/38.16,8
2 K. Sulzenbacher Aus.
.................... 228,5/39.46.5
3 Allar Levandi Sov..216,6/39.12,4
Heilsugormurinn
GETUR GERT KRAFTAVERK!
STÆLIR
mjaðmir og læri, brjóst og arma, maga og mitti - og allt hitt á aðeins 5
mínútum á dag.
Þú gerir æfingamar heima - sparar tíma og peninga. 5 mínútur á dag með
heilsugorminum jafnast á við að hjóla 6 km! Svo getur þú aftur farið í þröngu
gallabuxumar, stuttbuxurnar og sundbolinn með fullu sjálfstrausti.
PANTIÐ í TÍMA í BOX 8600
128 Reykjavík
Vinsamlegast sendið mér stk. heiisugorm
Nafn
Póstnúmer