Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
SvalaAýsi
Sýnum
laugardag og sunnudag kl. 13-18
sólstofur, renniglugga,
rennihuröir o.fl.
úr viðhaldsfríu PVC efni.
Komiö og sannfærist um gæðin.
_________________
'uggar og Gardhús
Smiðsbúð 8, 210 Garðabœ, sfmi 44300.
Milljónir á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111
Utlönd
ísraelskur hermaður neyðir palestínskan ungling til að mála yfir and-isra-
elsk slagorð á múrvegg í Ramallah, norður af Jerúsalem.
Simamynd Reuter
Skutu ungl-
ing til bana
ísraelskir hermenn skutu í gær
palestínskan ungling til bana á he-
teknu svæðunum á Vesturbakkan-
um. Pilturinn var felldur í átökum
sem kom til milli hundruða unglinga
og sveita hermanna.
Að sögn talsmanns ísraelska hers-
ins réðust hundruð palestínskra
unglinga að varðsveit hersins í þorp-
inu Malek, skammt frá Ramallah á
Vesturbakkanum. Unglingarnir
grýttu hermennina og þegar einn
þeirra kastaði bensínsprengju að
hersveitinni hófu liðsmenn hennar
skothríð.
Fiöldi unglinga var handtekinn.
Að minnsta kosti hundrað sextíu
og sjö Palestínumenn og tveir ísrael-
ar hafa nú falliö í óreirðunum á
herteknu svæðunum á Vesturbakk-
anum og Gaza-svæðinu undanfarna
fimm mánuði.
Milljarður til
fræðslu og rann-
sókna á eyðni
Öldungadeild bandaríska þings- ingaraðgerða í þeirri von að hægja
ins samþykkti i gærkvöld að veita megi á útbreiðslu sjúkdómsins.
einum milljarði dollara, um fjöru- í ræðu á þingi í gær sagði Edward
tíu milljöröum íslenskra króna, til Kennedy öldungadeildarþingmaö-
fræðslu um og rannsókna á leiðum ur aö meira en sextíu þúsund
til að koma í veg fyrir úrbreiðslu Bandarikjamenn væru nú meö
eyðni. Hluta þessa íjármagns verð- eyöni og um þrjátíu og fimm þús-
ur einnig varið til aö þróa meðferð und heföu látist af völdum sjúk-
eyðnisjúklinga. dómsins. Sagöi þingmaöurinn að
Samkvæmt frumvarpinu um talið væri að á aöra milljón Banda-
þessa fjárveitingu veröur lýst ríkjamanna bæri eyðnismit í sér
neyðarástandi í heilbrigðismálum ogumhelmingurþeirragætifengið
vegna eyðni. Fjármagnið veröur sjúkdóminnsjálfanþegarframliðu
veitt til þess aö sjá um þjálfun heil- stundir.
brigöisstétta og þróun smitheft-
Hefndarmorð á
Nýju Kaledóníu
Bjami Hiniiksson, DV, Bordeaux:
Enn versnar ástandið á Nýju Kale-
dóníu. Fyrir nokkrum klukkustund-
um var einn andstæðingur sjálfstæð-
ishreyfingar innfæddra myrtur á
bændabýli sínu. Maður þessi var
tengdur morðunum á tíu innfæddum
sem framin voru í fyrra þar sem létu
meðal annars lífið tveir bræður
helsta leiðtoga sjálfstæðissinna.
Sjálfstæðissinnar halda enn í gísl-
ingu tuttugu og einum manni, lög-
reglumönnum og útsendurum
frönsku stjórnarinnar, sem semja
áttu viö hina innfæddu en voru einn-
ig teknir í gíslingu. Samningavið-
ræður virðast þó halda áfram og
samkvæmt síðustu fréttum stóðu
vonir til að einhverjum gíslanna yrði
sleppt.
Bernard Pons, ráöherrann sem sér
um málefni Nýju Kaledóníu, virðist
ætla að gera alvöru úr því að hreyf-
ing sjálfstæðissinna verði leyst upp.
Forsetinn verður aö samþykkja
þessa tillögu, svo hún verði fram-
kvæmd og margir sjá í þessu gildru
fyrir Mitterrand: Ef hann samþykkir
er hann í raun að viðurkenna stefnu
stjórnar Chiracs á Nýju Kaledóníu
en ef hann neitar mætti saka hann
um að koma í veg fyrir að lög og regla
ríki á ný.