Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988. Andlát Hildur Eggertsdóttir, Frakkastíg 21, Reykjavík, lést á Landspítalanum 28. apríl síðastliðinn. Bergsveinn Guðmundsson, bygg- ingameistari, Eskihlíð 18a, lést í- Borgarspítalanum 26. apríl. Ingimundur Hjörleifsson, Austur- túni 12, Álftanesi, lést í St. Jósefsspít- alanum 38. apríl. Stefanía Jakobsdóttir þerna, Eiríks- götu 17, lést í Borgarspítlananum 27. apríl. Bjarni Viggósson, Hafnargötu 13, Stykkishólmi, lést í Borgarspítalan- um 27. apríl. Þórður Jónsson, fyrrverandi bóndi á Þóroddsstöðum, Ólafsfirði, er látinn. Gísli Jónsson, fyrrum togarasjómað- ur, Skólabraut 3, Höfn í Homafiröi, lést miðvikudaginn 27. apríl í Skjól- garði. Gisli Bjarnason, fyrrverandi versl- unarstjóri, Efstalandi 8, Reykjavík, lést í Hátúni lOb þann 27. apríl. Jarðarfarir Andrés Magnússon bóndi, Vatnsdal, Fljótshlíð, er lést 20. apríl, verður jarösunginn frá Breiðabólstaðar- kirkju laugardaginn 30. apríl kl. 14.00. Hrefna Eiríksdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavik, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. apríl kl. 14.00. Katrín Ólafsdóttir lést 18. apríl síð- astliðinn, Hún fæddist í Viðey 21. nóvember 1904, dóttir Vilborgar Lausafjáruppboð Nauðungaruppboð á lausafé í eigu þrotabús Kaupfélags Vestur-Barðstrend- inga fer fram laugardaginn 30. apríl 1988 kl. 13.30 að Aðalstræti 62, Patreksfirði. Selt verður meðal annars: Vefnaðarvörur, fatnaður, leikföng, skór, og jóla- skraut. 'Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Olafsvík Óskum eftir að ráða umboðsmann sem fyrst. Upplýs- ingar gefa Linda Stefánsdóttir, Mýrarholti 6 A, Ólafsvík, og afgreiðslan í Reykjavík í síma 91 -27022. REYKJKMIKURBORG JLacuan Sfödun ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR ALDRAÐRA, DALBRAUT 27 Starfsfólk óskast til starfa í eldhúsi, sumarafleysingar og framtíðarstörf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377. Auglýsing um bann við notkun matarleifa til skepnufóð- urs Vegna hættu á búfjársjúkdómum og samkvæmt lög- um nr. 28/1928, um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til lands- ins, er hér með bannað að nota til skepnufóðurs matarleifar sem aflað er utan heimilis. Þetta gildir þar til öðruvísi verður ákveðið. Landbúnaðarráðuneytið 26. apríl 1988 K A I A ft BLAÐ BURÐARFÓLK á öMtAsyvi, ófi/uxötT é eýfi/Ctatfiyv /weAsjjL -• I t • i i il Siðumúla Suðurlandsbraut 2-16 Sogaveg 100-út Tunguveg 11—út Selvogsgrunn Sporöagrunn Brúnaveg Bollagaröa Hofgarða Lindarbraut AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 t i t t 4 4 A A 1 t I i 4 4 ft A i I i i íl I ! I SIMI 27022 Menning litill Shakespeare Bandaríski hljómsveitarstjórinn Larry Newland, sem stjómaði sin- fóníutónleikunum í gærkvöldi, mun ekki síst vera þekktur í sínu heimalandi fyrir aö stjóma nýrri tónlist. Hefur hann fengið verðlaun fyrir slíkt oftar en einu sinni, sem vonandi sannar að hann kann og getur meira en lítið í faginu. Þar fyrir utan hefur Newland stjórnað New York Philharmonic og fleiri hljómsveitum af þeirri frægðar- og stærðargráðu, sem segir ömgglega einhveijum eitthvað. Hingað var hann fenginn til að stjórna fiðlu- konsertinum eftir Tsjækofskí og músík úr Rómeó og Júlíu eftir Pro- koffiev, sem bendir reyndar ekki til sértakrar ævintýramennsku í efnisvali. Hins vegar flýgur sú saga aö hann hafi óskað eftir aö fá að stjóma í.þ.m. einu íslensku verki en fengið neitun. Frá hveijum? Ja, það fylgir nú ekki sögunni. Nú varð að fella Tsjækofskíkon- sertinn niður.á síðustu stundu því frægur japanskur fiðluleikari vildi ekki hætta á að verða hér innlyksa í verkfallinu. í staðinn léku sys- tumar Judith og Miriam Ketils- dætur sömu verkin og á fjölskyldu- tónleikunum um daginn, A dúr fiðlukonsertinn eftir Mozart og Rókókó, sellótilbrigðin eftir Tsjæ- kofskí og geröu það á sinn hátt yndislega vel og fallega. En heldur var þetta nú biUeg lausn og auð- fundin þó eflaust megi verja hana með tilþrifum á alla kanta. Hljómsveitin lék Mozart og Tsjæ- TónJist Leifur Þórarinsson kofskí öllu skár en um daginn. En ekki var leikur hennar samt sér- lega upplífgandi og stundum ekki nema í meðallagi samtaka. Hins vegar var talsverður kraftur í leið- inlegri svítu Prókoffievs, sem er alveg á takmörkunum að sé boðleg músík í alvöru sinfóníutónleikum, þó má vissulega hafa gaman af aö spekúlera í hvað sé eftir Prókoffiev og hvað eftir pákuleikarann í Bolsoj en Sjostakóvíts segir að sá hafi oft hlaupið undir bagga þegar tónskáldið var í tímahraki. Fjöl- fróður tónlistarmaður hér í bænum fullyrðir þó að í þessu til- felli hafi það veriö túbuleikarinn sem vakti dag og nótt viö aö klára verkið fyrir frumsýninguna á með- an „höfundurinn" sat á krá og tefldi skák. Sem er vonafidi rétt. í það minnsta var Rómeó og Júlíu- ballettinn aldrei bannaöur í Sovét- ríkjunum en Stalín hafði eins og kunnugt er mestu ánægju af lúðra- sveit fyrir utan kór rauða hersins. Hins vegar hataðist hann við Sha- kespeare, enda er litið af honum í þessu verki nema þá nafnið. LÞ Rómeo og Júlia á sinfóníutónleikum. Jónsdóttur og Ólafs Ólafssonar. Olaf- ur féll frá þegar Katrín var ungbarn- og ólst hún þá upp hjá Hólmfríði Rósenkranz og Þórunni Finnsdóttur. Ung að árum fór Katrín til Kaup- mannahafnar til náms í tónlist. Hún giftist Árna Péturssyni þann 25. júní 1924. Þau eignuðust 3 börn, Jón R., Þórunni, og Hólmfríði, Uppeldisdótt- ir þeirra er Svala Eyjólfsdóttir. Útfor Katrínar fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.00. Leifur Ingólfsson forstjóri lést 20. apríl. Hann var fæddur 4. janúar 1935. Foreldrar hans voru Helga Jessen og Ingólfur B. Guömundsson. Leifur fór í húsasmíöi og vann síðan ævina við það. Hann gerðist fram- kvæmdastjóri í Söginni, fyrirtæki fóður síns, eftir hans dag. Leifur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Önnu Pétursdóttur Dam, 9. nóvemb- er 1959. Börn þeirra eru fjögur. Útfór Leifs fer fram frá Hallgrímskrikju í dag, fóstudag, kl. 15.00. Einar Þorleifsson pípulagninga- meistari lést 18. apríl síöastliðinn. Hann fæddist 6. júlí 1927, sonur hjón- anna Guörúnar Matthíasdóttur og Þorleifs Einarssonar. Einar fluttist úr Helgafellssveit til Keflavíkur 18 ára gamall. Einar lauk prófi í pípu- lögnum og starfaði í fjölda ára hjá Keflavíkurverktökum sem verk- stjóri. Hann kvæntist Ingibjörgu Garöarsdóttur árið 1954 og eignuöust þau tvo syni, Garðar og Þorleif. Einar verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju í dag kl. 14.00. Steinunn Bragadóttir frá Bláhvammi er látin. Hún var fædd 18. apríl 1945. Hún giftist Jóni Frímanni og átti með honum íjögur böm. Steinunn verður jarðsungin frá Grenjaöarstaðar- kirkju í dag kl. 14.00. Friðný S. Möller er látin. Hún var fædd á Akureyri 16. október 1918. Foreldpar hennar voru hjónin Bald- ur Benediktsson og Kristín Guð- mundsdóttir. Friðný giftist Alfreð Möller árið 1937. Útfór hennar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag kl. 13.30. Guðmundur Ingimarsson lést 19. apríl síðastliðinn. Hann fæddist 24. júlí 1928, í Hnífsdal. Foreldrar hans voru Sigríður Guðmundsdóttir og Ingimar Finnbjömson. Guðmundur kvæntist Arnþrúöi G. Guðmunds- dóttur árið 1955. Þau eignuðust einn son, Öm Guðlaug. Útfór Guðmundar fer fram frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Permavinir Tvítug, frönsk stúlka óskar eftir að eignast íslenska pennavini. Hún hefur lært íslensku í tvo mánuöi auk þess sem hún kann þýsku, ensku og að sjálfsögðu frönsku. Heimilisfangið henn- ar er: Sophie Reghem 55, rue du Gal de Gaulle 57140 Woippy France Happdrætti Ferðahappdrætti handknatt- leiksdeildar Vals Dregið hefur verið í ferðahappdrætti handknattleiksdeUdar Vals. Vinningar féUu þannig. 1. Ferð tU Mílanó nr. 784, 2. Ferð til Zurich nr. 395,3. ferð tíl Amst- erdam nr. 70, 4. ferð til Amsterdam nr. 240,5. ferð tU Hamborgar nr. 32. Vinninga má vitja í Valsheimilinu. Félagsvist Húnvetningafélagið í Reykja- vík Félagsvist verður laugardagmn 30. aprU kl. 14:00, í félagsheimilinu Skeifunni 17 á vegum Húnvetningafélagsins í Reykja- vik. Sýningar Málverkasýning Jón Ferdinands sýnir 10 málverk í Bóka- safni Kópavogs. Sýnin stendur til 18. maí. Tilkynningar Úrslit spurningakeppni fram- haldsskólanna Vegna deUna um lokaúrsUt í spuminga- keppni framhaldsskólanna 22. aprU, þar sem kepptu tU úrsUta Uð Menntaskólans í Reykjavik og Menntaskólans við Sund, hefúr verðir staðfest að Uð Menntaskól- ans í Reykjavík hafi sigrað. Þessi niður- staða fékkst á sameiginlegum fundi með fuUtrúum Ríkisútvarpsins og liðum og Uðsstjórum beggja skólanna. Ágreining- ur varð um úrsht í myndagetraun í lok keppninnar. Samkvæmt leikreglum máttu Uðin telja upp 12 nöfn. í umræddu tílviki mistaldi dómari og stöðvaði Uð Menntaskólans í Reykjavík, án þess að gefa þeim tækifæri til að ljúka svarinu. Fjórir nýskipaðir sendiherrar aflientu forseta Islands trúnaðarbréf sín að viðstöddum Steingrimi Hermannssyni utanríkisráðherra. Þeir eru hr. Jacques Mer, sendiherra Frakklands, prófessor S.H.K. Eusufzai, sendiherra Bangladesh, hr. Thomas Benjamin Sam, sendiherra Ghana, og hr. Carlos Rafío, sendiherra Perú. Sendiherramir þágu síðan boö for- seta íslands að Bessastöðum ásamt fleiri gestum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.