Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
13
Lesendur
Iffl m\
Bréfritari býður blýlaust bensin velkomið á markaðinn.
Blýlaust bensín:
Furðuleg árátta
hjá Islendingum
Sigurjón Helgi Kristjánsson skrifar:
Eg las grein í lesendadálki DV
íostudaginn 22. apríl sl. Var hún eftir
Hjört Jónsson og fjallaöi um blýlaust
bensín og hef ég þetta að segja um
hana: Þaö hefur ætíö veriö venja ís-
lendinga að grípa alla ósiöi á lofti og
temja sér þá en láta góö fordæmi fara
forgörðum.
Ef háttvirtur greinarhöfundur hef-
ur nokkru sinni lesið fyrirmæh þau
er rituð eru á mörgum bílum, þá
stendur þar: „Use unleaded fuel
only“, en það þýðir: Notið eingöngu
blýlaust bensin. Það hefur einnig
verið venja íslendinga, einkum og
sér í lagi þó stjórnmálamanna, að
þagga niður allt sem miður fer og
helst ekki horfast í augu við vanda-
málin (sérstaklega þegar þau eru
þeim að kenna).
Vil ég persónulega bjóða hið blý-
lausa eldsneyti velkomið á markað-
inn þar sem það dregur úr - ekki
bara menguninni, sem Uá ófull-
komnum bruna stafar, heldur
minnkar það einnig öll óæskileg
efnahvörf sem af blýlausu eldsneyti
stafa.
Boy George:
Hvers vegna
„fyrirbærið"?
M.B.H. skrifar:
Kæri lesendadálkur. Ástæöan
fyrir því að ég skrifa til þín er sú
að ég er ekki sammála ummælum
Dagfara sem hann reit í DV hinn
11. apríl sL um Boy George.
í byijun segir hann: „Fyrir-
bæri, sem kallar sig Boy Ge-
orge.,.,“ - hvers vegna? Kannski
vegna þess að hann klæðist fi num
fótum og málar sig? Er Dagfari
ef til vill með minnimáttarkennd,
vegna hallærislegs klæðnaðar
eða annars?
Dagfari vill meina að enginn
veröi maöur með mönnum nema
hann hafi fyrst verið dópisti og
náð sér svo á strik aftur. Hvers
vegna heldur þú, Dagfari, að Boy
George hafi sagt frá þessu? - Jú,
vegna þess að hann haföi lært af
mistökunum. Hann sá, hvers
virði lífið er. Ef hann heföi þrætt
fyrir (i viötali við DV) að hafa
nokkum tima notað heróín hefðir
þú eflaust skrifað í reitinn þinn
að Boy væri lyginn, ómerkilegur,
o.s.frv.
Er óeðlilegt aö maðurinn tali
svona mikið um sína reynslu af
heróíni þegar allir ijölmiðlar eru
svo áhugasamir um hans einka-
hagi sem raun ber vitni? Boy er
ekki dáður vegna þess að hann
hætti eiturlyfjaneyslu. Nei, ónei.
Hann er dáður vegna góðrar tón-
listar.
Dagfari segir líka að allir sem
ekki hafa „dópað“ og orðiö frægir
af séu bara eins og aumingjar sem
enginn frægðarljómi stafi af og
enginn nenni að tala við í út-
varpsþáttum, hvað þá að bjóða
þeim aö syngja. Ég segi nú bara
það aö ef Dagfari héldi tónleika í
heríóínvímu í „höllinni“, myndi
ég ekki gera svo lítiö úr mér að
sækja þá.
Ég mæli nú samt með því aö
þú, Dagfari, talir við þann yndis-
lega mann, Bobby Harrison, og
spyrjir hann hvort þú hafir ekki
möguleika á að hafa smátónleika
í Höllinni. Aö sjálfsögöu á þinn
kostnað.
Boy George. - Er Dagfarl með
minnimáttarkennd gagnvart
goðinu?
ISLENSKAR GETRAUNIR
Iþróöamiðstöðinni v/Sigtún - sími 84590.