Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988. Fréttir Skýfall af dollurum Kambaunamálið i Hæstarétu: Hjalti Pálsson, einn hinna ákærðu í kaffibaunamálinu, á stuttu spjalli við hæstaréttarlögmanninn Örn Clau- sen. Örn er verjandi Gisla Theódórssonar. í dag er þriðji dagur málflutnings í kaffibaunamálinu fyrir Hæstarétti. DV-mynd GVA Málflutningi var fram haldiö í kafflbaunamálinu í Hæstarétti í gær. Óvíst er hvort málflutningi lýkur fyrr enn á mánudag. í gær lauk Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari flutningi sóknarræðu sinnar. Bragi talaði alls í sjö klukkustundir. Jón Finns- son hæstaréttarlögmaður, veijandi Erlends Einarssonar, fyrrverandi forstjóra Sambandsins, flutti vöm sína. Verjandi Hjalta Pálssonar, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, hefur hafíð varnarræðu sína. Skólabókardæmi um fjársvik Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari sagði aö kafíibaunamálið væri skólabókardæmi um fjársvik, fjársvik til auögunar fyrirtækis sem ákærðu störfuðu við og beind- ist gegn dótturfyrirtæki þess. Þetta er brot gegn samfélaginu. Kafflverð er tekið til grundvallar við útreikn- inga á vísitölum, sagði vararíkis- saksóknari. Hann kom víða við í ræðu sinni. Hér á eftir eru nokkur atriði: „Auð- vitað vissi Hjaiti Pálsson að við- skiptahættimir vora ekki eðlileg- ir...“ „Allar stærri ákvarðanir fóra fyrir framkvæmdastjór- ana...“ „Hjalti var yfirmaöur þeirrar deildar sem annaðist við- skipti við Kafflbrennslu Akur- eyrar, samt segir hann að kafflmálin hafi lítiö komið inn á borð til sín, þau hafi gengið það eðlilega fyrir sig.“ „Erlendur Einarsson var yfir- maður Lundúnaskrifstofunnar og fjármáladeildar Sambandsins enda kemur hann við sögu í öllum stærri ákvörðunum. Til dæmis að flytja tekjur frá London til Reykjavík- ur...“ „... tekur þátt í aö ákveða að afsláttargreiðslurnar skyldu teljast tekjur SÍS...“ „Var með að ákveða endurgreiðslur tii KA...“ „Óbreyttir starfsmenn vora til að yfirfæra verkið, vinna handverkið. Það er deginum ijósara að gögnin sjálf eru hvorki rituð né handfjötl- uð af Erlendi sjálfum. Það er kannski rétt að þau komu ekki á hans borð. En hann tók ólöglega ákvörðun vísvitandi...“ ....halda afslættinum hjá SÍS með sviksamlegum hætti að leyna því fyrir KA.“ í málflutningi sækjanda og verj- anda kom fram að Erlendur Einarsson sagði á árinu 1980, þegar hagnaðurinn af viðskiptunum var hvað mestur, að þetta væri skýfall af dolluram. Skýrsla SÍS Bragi eyddi fáum orðum á skýrslu Guðmundar Einarssonar. Hann sagði að skýrslan gæfi ekki tilefni til langrar ræðu og að hún tæki á öfugum enda viðskiptanna. Hann sagði að ef skýrslan hefði verið um samskipti SÍS og KA hefði mátt hafa af henni gagn, en höfund- ur hennar viki ekki orði að þeim samskiptum. „Höfundur gefur sér forsendur og býr til dæmi og svarar sjálfur. Svona vinnubrögð upplýsa ekkert og hafa ekkert gildi sem gagn í málinu. Mér sýnist að veij- endur hafi sama mat á skýrslunni og ég.“ Báðir veijendumir sem töluðu í gær sökuðu rannsóknarað- ila um það sama, að gefa sér forsendur. Jón Finnsson, veijandi Erlends Einarssonar, vék ekki að skýrsl- unni i vamarræðu sinni. Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, verjandi Hjalta Pálssonar, studdist nokkuð við skýrsluna í varnarræðu sinni. Verjandi Erlends Einarssonar Þegar Bragi Steinarsson hafði lokið máli sínu hóf Jón Finnsson, veijandi Erlends, mál sitt. Hann sagði að sækjandi hefði ekki sýnt fram á að framin hefðu verið um- boðssvik og þá ekki að um refsi- verða launung hefði verið að ræða og ekki heldur að tengsl Erlends Einarssonar við málið hefðu verið með refsiverðum hætti. Jón sagði einnig aö SÍS hefði gert allt til að upplýsa málið og ólíklegt væri að ákært hefði verið í málinu ef aðstoö SÍS hefði ekki komið til. Um afslættina sagði Jón að ekki væri um eiginlega afslætti að ræöa, heldur skilyrtar endurgreiðslur, háðar áframhaldandi kaffikaupum frá sama aðila. Síðar sagði Jón að það væri ekki refsivert að hafa þá skoðun að SÍS bæri að fá afsláttinn en ekki KA. Hann tók fram að á þeim tíma hefði ekki veriö mikið vitað um viðskiptin. Erlendur taldi sig ekki í vafa um að starfsmenn- imir væra að gera rétt, sagði Jón. Hann sagði að á þeim tíma sem Erlendur hefði verið forstjóri SÍS hefði fyrirtækið stækkað mikiö og það væri óhugsandi að forsjóri í svo stóra fyrirtæki hefði yfirsýn yfir hvern þátt þess. Stæðu ekki fyrir dómi Jón Finnsson sagði að þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra á framtölum og bókhaldi SÍS lauk 1982 hefði máhnu átt aö vera lokið. SÍS hlaut enga skattahækkun eftir þá rannsókn. „Ég legg áherslu á að ákvörðun SÍS um að endur- greiða KA var gerð af skattalegum ástæðum en ekki vegna þess að starfsmenn SÍS hafi gerst sekir um fjársvik. Hefði verið neitað aö end- urgreiöa KA stæðu þessir menn ekki fyrir dómi sakaðir um fjár- svik. Það er vandséð hvaða opin- berir hagsmunir þaö era sem knýja á um að starfsmenn SÍS komi fyrir dóm sakaðir um fjársvik við KA.“ Undir áhrifum affjölmiðlafári Jón Finnsson nefndi nokkur dæmi þar sem hann setti út á með- ferð Sakadóms í máhnu. Hann taldi spurningar sakadómara joft leið- andi. Einnig setti Jón mikið út á framsetningu fjölmiðla á málinu. Sagði þá hafa sakfellt aha ákærðu. Og að fjölmiðlar hefðu haft áhrif á ákvörðun ákæravaldsins. „Viö er- um undir áhrifum frá þessu fjöl- miðlafári,“ sagði veijandinn. Fallið frá ákæru um skjalafals Guðmundur Ingvi Sigurðsson, veijandi Hjalta Pálssonar, hóf varnarræðu sína með því að vekja athygli á að ákæruvaldið hefði fall- ið frá ákæra um skjalafals. Saka- dómur sýknaði ákærðu af þeirri ákæra. Guðmundur taldi að hægt hefði verið að tilkynna ákvörðun ákæravaldsins fyrr. Ákæröu hefðu hangið með þann ákæruhö nógu lengi. „Ráðamenn SÍS eiga sína sök á því í hvaða farveg þetta mál fór með því að kalla þetta umboðsvið- skipti,“ sagöi Guðmundur. Hann setti út á raimsókn málsins og benti á að skylt væri að rannsaka jafnt til sýknu og sektar. Guömundur sagði einnig að við rannsókn hefðu menn gefið sér forsendur. Máhö hefði aldrei verið rannsakaö nema sem umboösviðskipti. „Þetta mál gæti verið skólabókardæmi fyrir rannsóknara að gleypa ekki fram- burð manna. Það er algengt að menn miskilji hlutina. Það var gengið út frá ákveðnum hlutum. RLR og ákæravaldið dottuöu á verðinum. Þeir áttuðu sig og féhu frá ákæra um skjalafals,“ sagði verjandinn. Skildu ekki viðskiptin Áfram með varnarræðu Guð- mundar: „Þeir skfldu ekki viðskipt- in, enda ekki nema von þar sem þetta era mjög flókin viðskipti. Kaffibrennsla Akureyrar fékk kaffi á mjög góðu verði enda jókst mark- aðshlutdefld fyrirtækisins stór- lega...“ „Það er einkamál SíS og KA hver hlaut hinn mikla hagn- að...“ „Verslun er rekin til að hafa af henni ábata, því meiri ábati, því betra. Það er kappsmál hvers stjórnanda að láta ganga sem best... „Framkvæmdastjóri KA sagði að annar aðih en SIS hefði í tvígang boðið kaffi en ekki verið sambærilegur í verði...“ „Afslætt- irnir voru breytilegir og tóku breytingum eftir heimsmarkaðs- verði og vora bundnir til frekari kaffikaupa...“ „Reikningamir voru tvöfaldir. Reikningur með brúttóverði og svo með brúttóverði að frádregnum afslætti vegna fyrri kaupa.“ „Það era mörg gögn í þessu máh sem sýna að tvöfólda kerfið kom frá Brasilíu en var ekki rannið undan rifjum SÍS...“ „Hrikalegur miskilningur að SÍS væri umboðs- eða umsýsluaðUi. Það er ekki sama hvemig menn lesa hlutina, menn verða að lesa með opnum hug og skilningi...“ „Hér er sennilega að sjá dagsins ljós samræmiskenning sem nú er í tísku í Ameríku...“ „Ulmögulegt fyrir Hjalta Pálsson að hafa augu á hveiju borði. Þessi viðskipti vora í fóstum skorðum og því var ekki nauðsynlegt að bera þau undir Hjalta hveiju sinni,“ sagði veijandinn, Guömundur Ingvi Sigurösson. -sme Fýmim starfsmaður Ríkisendurskoðunar: Telur sig bera sök annars manns krefst sex milljóna í skaða- og miskabætur Ingi B. Ársælsson, sem starfaði hjá Ríkisendurskoðun í tæp 27 ár en var sagt upp störfum 1984, hefúr stefiit Ríkisendurskoðun og fjár- málaráðherra fyrir Bæjarþing Reykjavíkur. Ingi krefst 6 milljóna króna í skaöabætur og að brott- vikning hans úr starfi verði dæmd ólögleg og óréttmæL Ingi segir að þegar honum var vikiö úr starfi hafi á sama tíma komið upp flárdráttur úr sjóði Fé- lags starfsfólks Stjómarráðsins. Sá sem uppvís var að fiárdrættinum var vinnufélagi Inga og sonur yfir- manns hans. Ingi segist hafa látið í ljós þá skoöun sína að athæfi vinnufélagans hafi veriö stofnun- inni til vansa. Eftir þau ummæh telur Ingi að aðför hafi veriö gerö að sér sem endaði með þeim hætti að honum var sagt upp störfum fyrirvara- laust og án þess að fá aö gera grein fyrir máh sínu. „Það var boriö á mig að viö mig væru samskiptaörð- ugleikar. Mér var boöiö að segja starfi mínu lausu. Hins vegar taldi ég að ég heföi ekkert þaö gert né látáð ógert sem gæfi tilefhi til þess að ég segöi starfinu upp,“ sagði Ingi B. Ársælsson. „Þurftl aö þola mannorðshnekkí“ Ingi fullyröir að yfirmenn stofn- unarinnar hafi vísvitandi látiö hta út sem hann hafi orðiö uppvís að fiárdrættinum því á sama tíma og vinnufélagi Inga, nú deildarstjóri hjá annar ríkisstofnun, varð upp- vÍ8 að fjárdrætti, var Ingi rekinn. „Þar sem íslenskt þjóöfélag er lítiö þá halda þeir sem þekkja ekki til aö þaö hafi veriö ég sem dró mér fé,“ sagði hann. Eftir að Ingi haföi hætt störfum gerði hann, og þáverandi fjármála- ráðherra Albert Guömundsson, með sér samkomulag. í því fólst aö Ingi fékk greidd 13 mánaða laun. Ingi telur aö hann hafi átt inni mikiö ótekið orlof og því hafi alls ekki verið um þrettán mánuða laun að ræða. í samkomulaginu var kveðiö á um aö laun Inga myndu hækka síðustu mánuðina. Við það var ekki staöið. Lífeyrisréttindi Inga skerðast verulega af þeim sök- um. Ingi segir aö hann og fjölskylda hans hafi skaðast verulega vegna þessa. „Ég hef þurft að þola mann- orðshnekki. Þaö var vélað svo um af hálfú fyrrverandi yfirmanna minna að meint fjársvik annars manns, lenti á mér og ég ber þau enn. Nú mun ég hreinsa mig af því,“ sagði Ingi. „Þaö var gerð aöfór aö mér á sama tíma og aö sá sem framdi fjár- drátt var hækkaöur í tign. Ég vildi fa aö heyra skýringar þeirra sem aö þessu stóðu,“ sagði Ingi B. Ár- sælsson. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.