Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988. Viðstópti Eriendar skuldir opinbetra aðila: Oryggi framar öllu eða spákaupmennska Töluverðar breytingar urðu í fyrra á samsetningu erlendra lána ríkis- sjóðs og sjóða og stofnana ríkisins. Astæðan var sú að Seðlabankinn ákvað snemma árs að samsetning lána eftir gjaldmiðlum skyldi taka sem mest mið af gjaldeyriskörfunni íslensku. Gengi krónunnar er miðað við þá körfu og því eðlilegt að miða við hana ef gæta á varúðar í stað þess að reyna spákaupmennsku. En það lá líka önnur ástæða að baki. Seðlabankinn spáði mikilli hækkun dollarans á árinu 1987 eftir lægð hans árið á undan. Því var mik- ið kapp lagt á að breyta dollaralánum yfir í aðra gjaldmiðla til þess að er- lend lán hækkuðu ekki með dollar- anum. Eins og kunnugt er varð ekki af þessari hækkun dollarans. Hann hélt áfram að lækka. Þar með varð ríkið, sjóðir og stofnanir af þeim gengisgróða sem þessir aðilar hefðu fengið ef þeir hefðu haldið í dollaral- ánin. Dollarinn 27% á viðskipta- voginni Dollarinn er ekki orðinn nema tæp 27 prósent á viðskiptavoginni. Hún mælir inn- og útflutning til og frá einstökum löndum. Japanskt yen er rúm 5 prósent á voginni, pundið rúm 14 prósent, Evrópubandalagsmyntir eru 32,5 prósent og myntir annarra Evrópuríkja eiga þau rúmu 11 pró- sent sem eftir eru. Þegar skipting skulda ríkissjóös milli einstakra gjaldmiðla er skoðuð kemur í ijós að þar eru Bandaríkja- doliar og yen mun umfangsmeiri en á viðskiptavoginni. Sama má segja um skuldir Landsvirkjunar. Þessir tveir gjaldmiðlar vega síðan enn þyngra í skuldum Framkvæmda- sjóðs, sem endurlánar fjárfestinga- lánasjóðum atvinnuveganna. Þung byrði af lánum, sem bundin eru yen- um, hafa af þessum sökum komið afskaplega illa við einstök atvinnu- fyrirtæki. Dollaralán hagstæðust í fyrra Á síðasta ári uröu dollaralán einna hagstæðust erlendra lána. Þar á eftir komu lán bundin vestur-þýska markinu og öðrumgjaldmiðlum Evr- ópubandalagsins. í þeim flokki má einnig telja gjaldmiðla Austurríkis og Sviss sökum þess hvað þeir eru fastbundnir markinu. Lán í yenum og pundum voru hins vegar mun óhagstæðari. Þannig hækkaði pund- ið um ein 27 prósent á árinu. í töflunni hér á síðunni má sjá skiptingu erlendra lána ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Framkvæmdasjóðs og Iðnlána- og Iðnþróunarsjóðs eftir gjaldmiðlum. Til viömiðunar er viö- skiptavogin, sem, samkvæmt stefnu Seðlabankans, er eðlileg viðmiðun ef gæta á öryggis. Þá eru og tekin dæmi af tveimur fyrirtækjum í at- vinnurekstri, Flugleiðum og Eim- skip. Atvinnufyrirtæki þurfa að taka mið af því í hvaða gjaldmiðh tekjur þeirra eru þegar þau ákveða í hvaða gjaldmiðli þau taka lán. Þrátt fyrir að stór hluti af tekjum Flugleiða sé í dollurum er það ekki jafnhátt hlut- fall og þáttur dollarans í erlendum skuldum fyrirtækisins. En þótt doll- arinn hafi svikið fyrirtækið með tekjurnar í fyrra lét hann vel að skuldastöðunni. -gse ■ Evrópa □ TongtEMS m EMS □ Pund □ SDR □ Yon 5 Dollar 16.00% 0% Rlkissjó&ur ■ Evrópa □ TengtEMS CD EMS E2 Pund □ SDR □ Yen □ Dollar 22.00% Landsvirkjun ■ Evrópa □ TongtEMS CB EMS 0 Pund □ SDR □ Yen B Dollar lönléna og iðnþróunarsjóóur ■ Evrópa u Tengt EMS Q EMS \A Pund U SDR □ Yen B Dollar 42.00% Framkvæmdasjóður ■ Evrópa □ TengtEMS (D EMS E2 Pund □ SDR □ Yen 5 Dollar Flugleiðir I Evrópa □ TengtEMS tD EMS □ Pund □ SDR □ Yen 5 Dollar 1.00% 900% 1.00% 2.00% Eimskip ■ Evrópa □ TengtEMS □ EMS E2 Pund □ SDR □ Yen 5 Dollar Viöskiptavog Á þeeaum kökuritum má sjá hluttallsisga sklpt- Ingu erlendra iána nokkutra aðíla eftir því við hvaða mynttr þœr eru bundnar. Tll viðmlðunar er blrt kökurlt sem sýnlr skiptlngu gjaldmiðla i viðskiptavoginni sem gengi íslensku krðnunnar er miðað vlð. Eína og sjá má af kökunum er misjafnt hversu vel það hefur tekist. Gjaidmiðlun- um er sklpt þannlg: Evrópumyntir utan Evrópu- bandalagslns eru tatdar saman, utan hvaö svissneskur franki og austurriskur shlllingur eru sérstaklega dregnir út ur (tengt EMS) vegna tengala slnna við þýska markið. EMS er mynt- bandalag Evrópubandalagsins. Breska pundið helur lengst af verið utan þess og er þvi merkt sérstakiega. SDR er karfa meö myntum nokkurra hetstu iönrikjanna. Japanska yenið og dollarinn eru slðan sérstaklega merkt Eriend lán hitaveitnanna: Áhættunni dreift eftir maigra ára hrakfarir „Við komum mjög illa út úr erlendum lánum á sínum tíma og við erum ekki enn lausir úr súpunni," sagöi Ingólfur Hrólfs- son, hitaveitustjóri Hitaveitu Akraness og Borganess. Þaö fyrirtæki hefur tekiö erlend lán í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja og Hitaveitu Akureyrar. Saga þeina er um margt lýsandi fyrir misráðnar ákvarðanir um í hvaða gjaldmiðli erlend lán eru slegin. „Viö tókum skammtímalán í dollurum áriö 1980 þegar hann var eðlilegur. Stuttu síðar rauk hann upp og þó undarlegt megi virðast hækkuöu vextimir líka. Viö skipt- um ekki yfir i annan gjaldmiöil vegna þess að menn töldu alltaf aö hann hefði náö toppi og myndi fara iækkandi innan tíðar. Þaö gerðist hins vegar ekki. Áriö 1983 bauðst okkur lán i yenum sem þá voru hagkværa. Það stóð hins vegar stutt og yenið rauk upp. Viö tókum nýtt dollaralán árið 1985 þegar dollarinn var farinn að falia. Við tók- um síðan að skipta yfir i Evrópugjaldmiðl- ana árið 1986 og aftur 1987 þegar því var spáð aö dollarinn færi að rísa á ný. Evrópu- myntimar hækkuðu hins vegar en dollar- inn hins vegar hélt áíVam að falla,“ sagöi Ingólfur. Ekki spákaupmennska IngólfUr segir að ástæðan fyrir þvi aö lán- in em nú í mörgum gjaldmiðlum sé fyrst og fremst sú að dreifa áhættu. Það hafi aldr- ei verið teknar ákvarðanir ura í hvaöa gjaldtniðlum erlendu lánin ættu að vera meö einhvern ágóða í huga. „Maður hefur ekki rétt til þess að vera með neina spákaup- mennsku þegar maöur er með peninga almennings milli handana;“ sagði Ingólfur. Varðandi ráðleggingar alþjóðadeildar Seðlabankans sagði Ingólfur að hann hefði aldrei fengiö annað en heiðarlegar ráðlegg- ingar þaðan. Hann hefði hlustað á erlenda bankamenn, sem teldu sig séríræðlnga i gjaldeyrismálum, halda á lofti vitlausari spám en Seðlabankann. -gse Islensku lánin eru nú verri en þau erlendu - segir Sveinn Hjörtur Hjaitarson „Eitt gott dæmi um fjármálapólitík í þsssu landi er hvernig staðið var að skuldbreyting- arlánum útgerðarinnar árið 1984. Þá tók ríkisábyrgöarsjóður yfir lán sem vom í ýms- um gjaldmiðlum og veitti í staðinn lán sem bundin voru lánskjaravísitölu. Síðan þá hefur lánskjaravísitalan hækkað um 123 prósent en meðaltalshækkun SDR-gjaldmiðlanna hefur hins vegar ekki orðið nema 65 prósent. Ef einungis er litiö til síðasta árs þá hækkaöi lánskjaravísitalan um rúm 22 prósent en SDR ekki um nema 1 prósent. Þessi lán komu þeim útgerðarfyrirtækjum, sem þau fengu, ekki til mikillar hjálpar," sagði Sveinn Hjörtur Hjart- arson, hagfræðingur hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Mörg fyrirtæki illa úti Sveinn sagði alltaf ákveðna áhættu fólgna í því að velja á milli gjaldmiðla varðandi er- lend lán. Hjá henni yrði ekki komist en Fiskveiðasjóður hefði reynt að minnka hana með því að taka upp svokallaða „reiknaða myntkörfu Fiskveiöasjóðs“. Með henni væri áhættu þeirra, sem taka lán hjá sjóðnum, dreift í réttu hlutfalli við samsetningu skulda sjóðsins. „Áður en myntkarfan var tekin upp, lentu mörg fyrirtæki illa út úr erlendum lánum, sérstaklega dollaralánum snemma á þessum áratug. Lán sem bundin voru yenum fyrir um tveimur árum reyndust einnig mörgum fyrir- tækjum þung í skauti. Síðustu ár hafa íslensk lán, sem bundin eru lánskjaravísitölu, hins vegar orðið mun óhagstæðari en lán í nok- kurri annarri mynt. Þau hafa verið bundin við verðþenslu innanlands og haft háa vexti á sama tíma og tekjur útflutningsfyrirtækj- anna hafa ekkert aukist vegna fastgengis- stefnunnar," sagði Sveinn Hjörtur. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.