Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988. Utlönd Búa sig undir áhlaup lögreglu Lech Walesa og þrjú þúsund verk- fallsmenn virtu að vettugi boð yfir- valda um að yfirgefa Lenínskipa- smíðastöðina í Gdansk á miðnætti og bjuggu sig í nótt undir áhlaup óeirðalögreglunnar. í stað þess að yfirgefa skipasmíða- stöðina komu verkfallsmenn fram með nýjar kröfur seint í gærkvöldi um viðurkenningu á Samstöðu auk Verkfallsmenn hafa nú hafst við i skipasmíðastöðinni i Gdansk í Pollandi frá þvi á mánudag og eru þeir hvildinni fegnir hvar sem hún fæst. Simamynd Reuter þess sem þeir kröfðust viðræðna við vinnuveitendur. Hundruð óeirðalögreglumanna umkringdu skipasmíðastöðina í gær og héldu burtu stuðningsmönnum Samstöðu. Walesa sagðist í gær búast við sams konar áhlaupi og óeir ðalög- reglan í Krakow gerði í fyrrinótt á stáliðjuver til þess að hrekja burtu verkfallsmenn sem lágu þar og sváfu. Heimildarmenn stjórnarandstæð- inga segja að alls hafi áttatíu menn verið handteknir í áhlaupinu. Neita stjórnarandstæðingar þeirri fullyrð- ingu yfirvalda um aö fjórtán af sextán meðlimum verkfallsnefndar- innar hafi verið gripnir. Segja stjóm- arandstæðingar að sex þeirra gangi enn lausir auk leiðtogans sem nú fer huldu höfði. Verkfallið segja þeir vera hafið á ný í formi fjarveru verkamannanna. Lögreglumenn hentu blossa- og höggsprengjum inn í sal þar sem verkfallsmenn lágu sofandi. Einnig beittu lögreglumenn kylfum gegn verkfallsmönnum, sem ekki eru sagðir hafa veitt mótspyrnu, og liggja nokkrir þeirra nú á sjúkrahúsi vegna meiðsla sinna. Leiðtogar verkfallsmanna í Gdansk hafa fyrirskipaö að óeirða- lögreglunni verði ekki veitt viðnám. Verkfallsmenn hafa verið í skipa- smíðastöðinni frá því á mánudag. Yfirmaður frönsku víkingasveitanna, Philippe Legorjus, á Nýju Kaledóniu eftir áhlaupið á mannræningjana og frelsun gíslanna. Simamynd Reuter Víkingasveitimar í viðbragðsstöðu Alls lést tuttugu og einn maður í árás franskra víkingasveita á mann- ræningjana á Nýju Kaledóníu í fyrradag er tuttugu og þrír gíslar voru frelsaðir. Talsmaður franska hersins tilkynnti í morgun að her- menn, sem kembt hefðu svæðið á eyjunni Ouvéu, hefðu fundið lík þriggja skæruhða kanaka til við- bótar. Það voru því alls nítján sjálf- stæðissinnar sem féllu en áður hefur verið greint frá því að tveir franskir hermenn hafi látið lífið í aðgerðun- um. Rúmlega átta þúsund franskir her- menn eru nú í viðbragðsstöðu á Nýju Kaledóníu vegna hótana leiðtoga sjálfstæðissinna um að taka upp bar- áttu gegn drottnurunum í kjölfar árásarinnar á mannræningjana. Leiðtogar skæruliða höfðu sagt að gíslunum yrði sleppt ómeiddum og að óeirðirnar, sem staðið hafa yfir í tvær vikur, myndu hætta ef yfirvöld í París útnefndu óháðan milligöngu- mann til opinna viðræðna um sjálf- stæði fyrir Nýju Kaledóníu. Chirac nýtur góðs af frelsun gíslanna Ættingjar fagna gíslunum við komuna til Parísar. Lengst til hægri má sjá Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands. Slmamynd Reuter JVIikið er rætt um þá samninga sem franska ríkisstjórnin gerði við ofsatrúarsamtökin sem héldu mönnunum í gíslingu, samninga sem fæstir þekkja til enn þá og óvíst að verði nokkurn tíma opin- beraöir. Auðvitaö er hér um að ræða samninga franskra og íran- skra yfirvalda með milligöngu ræningjanna. Talað er um að franska stjórnin hafi borgað mikið lausnargjald og ætli að minnka vopnasölu til Iraks, sem er and- stæðingur írans í Persaflóastríð- inu. Einnig er talað um að Frakkar ætli að selja Sýrlendingum vopn, sem síðan yrðu seld áfram til ír- ans, og að viðskipti verði aukin milli samningslandanna tveggja. Allt þetta eru getgátur sem ríkis- stjórnin staðhæfir að séu út í bláinn. Viðbrögð ráðamanna í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa einkennst af áhyggjum yfir undan- látssemi Frakka en þeir fullvissa bandamenn sína um að gíslaaf- hendingin hafi fariö fram á full- komlega boölegan hátt og að ekki hafi króna verið borguð. Jacques Chirac lýkur í kvöld kosningabaráttu sinni til forseta- embættisins, líkt og Francois Mitterrand, og hefur hann notið góðs af frelsun gíslanna þótt fæstir reyni aö spá um áhrifm sem þetta muni hafa á úrslit kosninganna. Ríkisstjóminni hefur tekist það sem allir eru sammála um að sé mikið afrek þótt margir spyiji á bak við tjöldin hvaða verð hafi ver- ið greitt. Chirac virðist í ljósi þessara atburða staðfastur og rögg- samur. Hann þakkar stjóm sinni frelsun gíslanna en veit að það væri hættulegt að ætla sér að snúa þessari sameiginlegu gleði og til- finningu frönsku þjóðarinnar yfir frelsun gíslanna í pólítískan sigur stjórnmálamanna. Því hafa flestir þeirra látið lítið hafa eftir sér annaö en ánægju og létti. Formaður Sós- íalistaflokksins, Lionel Jostin, er sá eini af andstæðingum forsætis- ráðherrans sem látið hefur hörð orð falla er hann sagði aö Chirac léki sér með kjósendur. Mitterrand forseti hefur verið varkár í sínum yfirlýsingum en sagði þó aö þaö hefði veriö alit í lagi ef forsætisráðherrann hefði sýnt aðeins meiri hæversku. Hann bætti því við að forsetinn væri sá eini sem gæti ákveðið hvort eðli- legu stjórnmálasambandi væri komið á aftur við írani. í Líbanon eru enn þá fjórir franskir gíslar, tvær ungar stúlkur sem teknar vom í gislingu í nóv- ember 1987 ásamt móður þeirra og fjórða aðila. Frakkarnir þrír, sem leystir voru úr gislingu í fyrradag, komu til Parísar í gærmorgun eins og áætl- að var. A flugvellinum tók fjöldi manns á móti þeim, fyrst og fremst fjölskyldur þeirra en einnig Jacqu- es Chirac forsætisráðherra og Danielle Mitterrand, eiginkona for- setans. Fjölmiðlar voru vitanlega viðstaddir og franskar sjónvarps- stöðvar voru með beinar útsend- ingar í belg og biöu auk sérlega langra fréttatíma í gærkvöldi. Gíslarnir fyrrverandi virtust við góða heilsu en breytingin á högum þeirra er gífurleg og eftir fagnaðar- fundina á flugbrautinni var farið með þá á sjúkrahús þar sem þeir dvelja einnig í dag. Sérstakur hóp- ur sálfræðinga er mönnunum þremur til aðstoðar svo að þeir geti aðlagað sig fyrra lífi sínu eftir þriggja ára einangrun. Aðrir fyrr- verandi franskir gíslar eru mönnunum einnig innan handar. Blaðamaðurinn á meðal hinna þriggja, Jean-Paul Kauffmann, talaði talsvert við fjölmiðla á flugvellinum og þá helst um Michel Seurat, gíslinn sem ekki lifði af fangavistina. Forsætisráðherrann hélt ræðu á flugvellinum þar sem hann þakk- aði Assad Sýrlandsforseta, irönsku ríkisstjórninni, líbönskum hernað- aryfirvöldum og Alsírstjóm fyrir aðstoðina við lausn gíslamálsins. Hann sagði að nú kæmi til greina að koma á eðlilegu stjómmálasam- bandi við írani en því var slitið af Frakka hálfu í júlí á síðasta ári þegar Wahid Gordji, túlkur í ír- anska sendiráðinu, granaður um aðild að sprengjutilræðunum í Par- ís 1986, neitaði að koma fyrir rétt. Skýrt var frá því í fréttum banda- rískrar sjónvarpsstöðvar í gær að íraninn Ghorbanifar, sem var milligöngumaður í vopnasölu Bandaríkjanna til írans, hafi einnig verið milligöngumaður í að fá gísl- ana þrjá látna lausa. Eftir þrjú ár í haldi mannræningja í Libanon komu frönsku gíslarnir þrír til Parísar i gær. Frá vinstri: Marcel Carton, Jean-Paul Kauffmann og Marcel Fontaine. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.