Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Síða 14
14
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaamdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar. smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla. áskrift,
ÞVERHOLTI 11. SlMI 27022
Setning, umbrot. mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblaö 80 kr.
Umbrotin í Póllandi
Meðan menn sleiktu sár sín hér á landi eftir verkfall
verslunarmanna og baráttudagur verkalýðsins kom og
fór af gömlum vana, mögnuðust enn skærur í Póllandi.
Pólskur verkalýður hefur enn eina ferðina risið upp
gegn stjórnvöldum og sultarkjörum og heimtar brauð.
Af mörgu misjöfnu og misskiptu í kommúnistaríkjunum
austan jámtjalds er fuUyrt að lífskjör Pólverja séu þau
lökustu sem þekkjast. Efnahagsástandið er eitt aHs-
herjarsvartnætti og í rauninni virðist fátt geta bjargað
PóUandi frá gjaldþroti og uppgjöf. Þar er skortur á
matvælum, peningum, hráefni og tækniþekkingu. Síð-
ast en ekki síst er skorturinn mestur á vUjanum til að
vinna sig út úr vandanum. Sá viljaskortur stafar af rót-
gróinni og landlægri andúð og óbeit á hinu kommúníska
stjómskipulagi sem Pólveijar hafa mátt þola aUt frá
stríðslokum.
Fyrir sex, sjö árum, reis upp mikil hreyfmg meðal
pólskra verkamanna, í nafni Einingar og undir forystu
Lech Walesa. MUljónir manna flykktust tU samstöðu
og Walesa varð þjóðhetja fyrir vaska framgöngu sína.
En aUt kom fyrir ekki og Eining var brotin á bak aftur,
Walesa gerður óvirkur og verkalýðurinn sat eftir með
sárt enni og sömu kjör. Síðan þá hefur enn sigið á ógæfu-
hhðina og stöðugt hefur kraumað undir í Póllandi. í
skjóh hervalds og flokksræðis hefur pólsku þjóðinni
verið haldið í spennitreyju og hugrakkir foringjar fólks-
ins farið huldu höfði eins og ótíndir glæpamenn.
En nú megnar flokksaginn ekki lengur að halda
óánægjunni í skefjum. Byssutingimir hræða ekki leng-
ur. Enda er ástandið orðið shkt að einu gUdir hvort
fólkið lætur lífið í blóðugum átökum eða sveltur tU
dauða í örbirgð kommúnismans. VerkfoU brjótast út og
Walesa er aftur í fararbroddi. Stjórnvöld sjá og skilja
að uppreisnin verður ekki brotin á bak aftur með vopna-
valdi. Þá mundu þau þurfa að beita vopnunum gegn
allri þjóðinni, drepa sitt eigið fólk. Út í það hefur ekki
verið lagt. Ekki enn.
Eflaust hefur bUðmælgi Gorbatsjovs haft áhrif á þró-
unina í PóUandi. Leppríkin ganga á lagið og heimta
brauð og frelsi í anda glasnost. Þau vUja láta á það reyna
hvort efndir fylgja orðum Rússanna, hvort leppstjórn
kommúnista treystir sér tU að slaka á klónni og leita
leiða út úr ógöngunum með öðmm vinnubröðgum en
þeim sem úreltur marxismi og kommúnismi hefur að
forskrift. Pólverjar vUja umbætur í þjóðfélaginu. Verk-
faUsmenn vUja brauð og betri laun, en þeir vita sem er,
að jafnvel þótt þær kröfur nái fram að ganga um stund-
arsakir verður meinið í pólsku þjóðlífí ekki upprætt
nema með grundvallarbreytingum á stjóm landsins.
Átökin í PóUandi snúast um það hvort Pólveijar eigi
sér viðreisnar von þegar tU lengri tíma er Htið.
Á þessari stundu getur enginn sagt tU um það, hver
úrsUt verða. Verður pólsk alþýða enn og aftur bæld og
buguð, eða verður kaUi hennar svarað? Mikil örlög geta
verið framundan. Ekki bara í Póllandi, heldur og í Sovét-
ríkjunum og í flestum löndum austan jámtjaldsins.
Þessi átök, sem nú hafa blossað upp, munu verða vatn
á myUu andstæðinga Gorbatsjovs, sem benda á, að þama
sjáist afleiðingamar af undalátsseminni og glasnostinu.
Ef Pólveijar losa sig undan okinu, munu fleiri fylgja á
eftir. Skriðan fara af stað. í fyrsta skiptið reynir nú á
þolrif Gorbatsjovs og stefnu hans. Umbrotin í PóUandi
em átakanleg. En þau em einnig prófsteinn í víðtækari
skilningi. Þau em átök um framtíð kommúnismans.
EUert B. Schram
„Styrjöld írans og íraks er stærst í sniöum af þeim 25 sem i gangi eru,“ segir greinarhöfundur m.a. - ír-
askir hermenn flytja særða félaga brott eftir árás írana nálægt Basra.
Blekkingin um
heimsfriðinn
Sífellt er verið að tala um að
heimsfriðurinn hafi haldist síðustu
fjóra áratugi og það tilheyrir að
menn lýsi yíir áhyggjum sínum um
að þetta eða hitt stofni heimsfriðn-
um í hættu. En þetta er villandi og
sýnir hversu þröngt sjónarsvið
manna er. Þessi heimsfriður hefur
aldrei komist á.
Aö vísu munar um það að Evr-
ópuríkin stóru, sem hafa mest allra
staöið fyrir landvinningastyrjöld-
um, eru nú nauðbeygð til að halda
aftur af sér vegna ógnarinnar af
kjamorkuvopnum. Það er kjam-
orkusprengjan miklu fremur en
friðarvilji sem hefur neytt Evr-
ópubúa til að sætta sig við frið frá
1945 og sjálfsögðu risaveldin einn-
ig. Ef ekki væri kjamorkusprengj-
an er hætt við að friðurinn væri
úti fyrir löngu og reynt hefði verið
að leysa málin með vopnavaldi. Sá
möguleiki er ekki fyrir hendi leng-
ur.
Samt er engu líkara, þegar lesnar
eru greinar hemaðarlega sinnaðra
manna í erlendum blöðum, en
möguleikinn á að grípa til vopna
opnist á ný ef risaveldin geri alvöm
úr því að taka kjarnorkuvopn sín
úr umferð. Það fréttist á sínum
tíma að hershöfðingjar á Vestur-
löndum hefðu fengið kveisu af
kvíða þegar þeir Reagan og Gor-
batsjov töluðu um það, að því er
virðist í alvöru, að útrýma öllum
kjamavopnum þegar þeir hittust í
Reykjavík. Einn þeirra var Bern-
hard Rogers, þáverandi yfirhers-
höfðingi NATO. Hann fékk í
magann, að eigin sögn, því aö hann
vissi manna best að kjamorku-
vopnin tryggja jafnvægið og þar
með friðinn. Án þeirra getur allt
farið í bál og brand, eins og dæmin
sanna.
Þriðji heimurinn logar í ófriði
Allt frá 1945 hefur heimurinn ut-
an Evrópu verið undirlagður af
hemaðarátökum. Þessi ófriður hef-
ur á þeim tíma kostað að minnsta
kosti 17 milljónir mannslífa og
fjöldi fellur daglega. Þessi stríð
hafa ekki öll verið smá, samanber
stríð Indlands og Pakistans, Kóreu-
stríðið og Víetnamstríðið. Þau sem
nú eru í gangi era annars eðlis
flest. Sum eru leifar nýlendustríöa,
einkum í Afríku, nokkur era milli-
ríkjastíð en flest era borgarastríð
af ýmsu tagi. Nú era talin 25 stríð
í gangi víða um heimsbyggðina og
skal hér minnst lítillega á þau.
Milliríkjastríð
Styrjöld írans og íraks er stærst
í sniðum af þeim 25 sem í gangi
Kjallarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
era. Þetta er stríð í stíl við fyrri
heimsstyrjöldina, með skotgröfum
og eiturgasi. Hvorugum gengur
betur en hvorum tveggja verr.
Mannfall þar er áætlaö um milljón,
auk særöra. Það hófst sem árásar:
stríð íraks gegn íran. Hin stórstyrj-
öldin, sem er í Afganistan, er
öðravísi. Hún byijaði sem uppreisn
sem Sovétmenn fóra síðan í sjálf-
boðavinnu að hjálpa til við að bæla
niður. Þeim hefur tekist að drepa
hundrað þúsunda og flæma um það
bil fimm milljónir í útlegð. Önnur
milliríkjastríð eru átök Víetnama
við Kína og Laos og landvinninga-
stríð Líbýu í Tsjad en þau stríð eru
ekki sambærileg við stórstyijald-
imar tvær.
Sjálfstæðisstríð
Enn eimir eftir af nýlendustríð-
um og innanlandsstríðum sem
þeim fylgja. Eitt er stríð Polisario
í Vestur-Sahara gegn Marokkó sem
hófst þegar Spánveijar fóra þaðan.
Annað er stríðið í Ángóla og hefur
kostað um 300 þúsund mannslíf síð-
an Portúgalir fóru þaðan. Annað
er stríðið í Angóla og hefurlíostað
um 300 þúsund mannslif síðan
Portúgalir fóra þaðan. Nátengt því
er stríðið í Namibíu. Suður-Afríka
tekur þátt í þessum stríðum báö-
um, auk stríðs innanlands. Enn
annaö er Mósambík, þar sem upp-
gjöri er ekki lokið eftir brottfór
Portúgala. í Mósambík hafa um 400
þúsund manns látið lífið síðan 1981,
mikill hluti þeirra vegna hungurs-
neyðar sem stafar að hluta af
hemaðinum. Aðrar leifar nýlendu-
stríða era í Burma þar sem barist
hefur verið síðan 1948, í Indónesíu,
einkum á Timor, og sums staöar á
Indlandi, einkum Punjab og Ass-
am.
Borgarastríð
Þekktast er borgarastríðið í Lí-
banon og þar hafa á annað hundrað
þúsund fallið. Annaö er Eþíópía
þar sem um milljón hefur farist,
bæði vegna hemaðar og hungurs-
neyðar. Þrjár aðskilnaðarhreyfing-
ar era í Eþíópíu, í Eritreu, Tigre
og Ogadenauðninni. Borgarastríð
eru einnig í Súdan og Úganda. Þar
hafa um 100 þúsund látið lífið síð-
ustu sjö ár, margir þeirra einnig
vegna hungursneyðar. Borgara '
stríð og uppreisnir era einnig á Sri
Lanka,; Filippseyjum og í Kamp-
útseu sem Víetnamar ráða. Alhr
kannast við stríðin í Nicaragua og
E1 Salvador en stríöin í Guatemala,
Perú og Kólombíu era minna
þekkt. í Nicaragua hafa um 30 þús-
und fallið síðan 1981, í E1 Salvador
um 70 þúsund síðan 1979, í Guate-
mala um 140 þúsund síðan 1966, í
Perú um 10 þúsund síðan 1983 og í
Kólombíu um 35 þúsund síðan 1958.
Ástandið á Norður-írlandi er ekki
nógu slæmt til að kallast styijöld
en mannfall þar er um 100 manns
á ári. Þrátt fyrir ólguna undanfarið
má heita að friður sé núna milli
ísraels og arabaríkja.
Af þessu lauslega yfirliti má ljóst
vera að því fer fjarri að friður ríki
í heiminum. Sem betur fer höfum
við íslendingar sloppið vel. Eina
stríöið sem hefur snortið okkur á
síðari áram, var stríðiö í Biafra
sem skemmdi skreiðarmarkaðinn
í Nígeríu. Við búum í þeim heims-
hluta þar sem hernaðarátök era
óhugsandi vegna kjamorkuvopna.
Þetta er vitaskuld friöur en heims-
friöur er þetta ekki. Nær væri að
tala um kjamorkufrið.
Gunnar Eyþórsson
„Þaö er kjarnorkusprengjan miklu
fremur en friðarvilji sem hefur neytt
Evrópubúa til að sætta sig við frið frá
1945 og að sjálfsögðu risaveldin einnig.“