Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Qupperneq 17
16 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988. FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988. 33 Samningur Pétairs við Spurs útninninn: Mögulegt að Pétur skipti um félag Fóstbræðumir Oswaldo Ardi- les og Steve Archibald, sem léku saman í gullaldarliði Tott- enham Hotspur, spila nú báðir í annarri deildinni í Englandi. Eru þeir meðai máttarstólpa í liöi Blackburn sem berst hat- rammlega fyrir sæti í fyrstu deildinni. Blacbum leggur nú ailt undir til aö ná takmarki sínu en fjöl- margir lykilmanna eiga við meiðsl að striða, á meðal þeirra eru Archibald og Ardiles. Þeir tveir leggja þunga á að komast í form fyrir næsta laugardag en þá mætir Blackbum liði Mill- wall sem þegar hefur unnið aðra deildina. Haíöi Blackburn betur í þeirri viöureign vinnur liöiö sér rétt til aö leika sérstak- lega um sæti í fyrstu deildinni: „Við verðum einfaldlega að vinna þennan leik,“ segir Don Mackay, framkvæmdastjóri Blacbum. „En viö vitum aö Milwall gefur ekkert eftir í sín- um fyrsta heimaleik eflir að liöið tryggði sér sigur i annarri deildinni. Leikmenn vilja sjálf- sagt ekki spilla gleðinni meö því að liggja á heimavelli,“ segir Mackey. Þess má geta aö auk Black- bum eiga Middlesbrough, Bradford, Aston Villa og Cryst- al Palace möguleika á aö fylgja Millwall upp í fyrstu deildina. -JÖG Boston Celtics tapaði Nokkrir leikir fóm fram í úr- slitum NBA í fyrrinótt. Úrslit urðu þessi: Austurriðill NYKnicks-Celtics 109-100(1-2) Bucks-Hawks...123-115(1-2) Bullets-Pistons..... 106-103(2-2) Vesturriöill Utah-Portland.113-108(2-1) -JÖG Pétur Guðmundsson og félagar hjá San Antonio Spurs eru komnir í sumarfrí en þeir eru nú úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Beiö liðið lægri hlut fyrir meistumn- um, LA Lakers, eins og fram hefur komið í DV. „Við náöum mjög góðum leikjum gegn Lakers en misstum þetta alltaf niður í síðasta fjórðungnum," sagði Pétur í spjalli við DV. „Hvað framhaldið hjá mér varðar þá er það allt óljóst,“ hélt hann áfram. „Samningur minn við San Antonio er útrunninn en ég þarf lík- lega að bíða fram í júní eftir viðræð- um við ráðamennina. Þá fyrst lýkur úrslitakeppninni. Það er möguleiki að ég fari til annars félags enda er mér frjálst að ræða við hvaða lið sem er hér í NBA-deildinni. Raunar geri ég fastlega ráð fyrir að þau tvö félög, sem koma ný inn í NBA-deildina, Miami Heat og Sharlotte, sýni mér áhuga. Hávaxnir menn þykja verð- mætir hér um slóðir enda ekki á hverju strái,“ sagði Pétur í samtalinu við blaðið. -JÖG Johan Cruyff skrifaði öðru sinni undir samning við knattspyrnuliðið Barcel- ona í fyrrakvöld, þá sem þjálfari, en Hollendingurinn var kjölfestan í liðinu fyrir nokkrum árum. Á myndinni takast þeir í hendur Cruyff og Luis Nunes, forseti félagsins. Símamynd Reuter Svo kanh að fara að stórskyttan Jakob Jónsson spili erlendis á næsta tímabili. Hann hefur verið i herbúðum KA-manna í vetur en átt við meiðsl að stríða lungann úr tímabilinu. Bjöm Jónsson spilar með Habenhausen á næsta ta'mabili: Víðir Sgurðsson, DV, Hamborg: Björn Jónsson, handknattleiksmaður úr Breiðabliki, hefur ákveðið að leika með v-þýska liðinu Habenhausen á næsta tímabili. Eins og sagt var frá í DV á dögunum fékk Björn tilboð frá liðinu. Hélt hann utan nú í vikunni til viðræðna samhliða því að líta á aöstæður hjá félag- inu. í samtali við DV í gærkvöldi sagðist Bjöm mjög ánægður með aðstæðurnar hjá Habenhausen og kvaðst ætla að ganga til liðs við félagið á næsta tíma- bili. Sagði hann liðið í svipuðum styrk- leikaflokki og frambærileg annarrar deildar lið hér heima á íslandi. Það er ljóst að brotthvarf Bjöms er á margan hátt áfall fyrir Breiðablik en Björn hefur verið kjölfestan í liðinu síð- ustu vetur ásamt bróður sínum Aðal- steini. Þeir bræður munu báðir leika í V-Þýskalandi á vetri komanda, Bjöm með Habenhausen, eins og áður sagði, en Aðalsteinn með Shutterwald, eins og fram hefur komiö í DV. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhiíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Keilir RE-37, þingl. eig. Fjarðarskip hf., mánud. 9. maí ’88 kl. 13.45. Upp- boðsbeiðandi er Tryggingastofriun ríkisins. Skólavörðustígur 6B, íb. 01-01, þingl. eig. Pétur Tryggvi Hjálmarsson, mánud. 9. maí ’88 kl. 10.30. Uppboðs- beiðandi er Ævar Guðmundsson hdl. Smyrilshólar 6, 2. hæð B, þingl. eig. Kjartan Guðbjartsson, mánud. 9. maí ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Sig- urður G. Guðjónsson hdl. Sogavegur 148, 1. hæð, þingl. eig. Bjami Asmundsson, mánud. 9. maí ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Stíflusel 14, íb. 01-01, þingl. eig. Jón Kristfinnsson, mánud. 9. maí ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru Sigurður Sigurjónsson hdl. og Ásgeir Thorodds- en hcfl. Tunguvegur 92, þingl. eig. Kathinka Clausen, mánud. 9. maí ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru Jón Ólafsson hrl., Þorfinnur Egilsson hdl. og Iðnað- arbanki íslands hf. Vatnsstígur 9A, þingl. eig. Jón L. Hilmarsson og Hafsteinn Hilmarss., mánud. 9. maí ’88 kl. 13.30. Uppboðs- beiðandi er Búnaðarbanki íslands. Vesturás 39, hluti, talinn eig. Einar A. Pétursson og Kolbrún Thomas, mánud. 9. maí ’88 kl. 13.30. Uppboðs- beiðendur eru Gjaldheimtan í Reykja- vík og Magnús Norðdahl hdl. Vesturberg 100, 3. hæð t.h., þingl. eig. Þórir Þórisson, mánud. 9. maí ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Trygg- ingastofnun ríkisins og Veðdeild Landsbanka íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTnD í REYKJAVÍK. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Álakvísl 60, talinn eig. Einar Oddur Garðarsson, mánud. 9. maí ’88 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Bergstaðastræti 21, þingl. eig. Páll Gunnólfsson, mánud. 9. maí ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík og Tollstjórinn í Reykjavík. Birkihlíð 12, hl., þingl. eig. Marselíus Guðmundsson o.fl., mánud. 9. maí ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Fannafold 75, talinn eig. Magnús Matthíasson, mánud. 9. maí ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Bæjarfóg- etinn í Kópavogi Hrafnhólar 8, 3. hæð E, þingl. eig. Siguijón Þorláksson og Svanf. Magn- úsd., mánud. 9. maí ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Baldur Guð- iaugsson hrl. Hveríísgata 82, 1. hæð eldra hús, þingl. eig. Jón Guðvarðarson, mánud. 9. maí ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru Útvegsbanki íslands hf. Hverfisgata 82,2. hæð, tahnn eig. Jón Þ. Waltersson, mánud. 9. maí ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Útvegs- banki íslands hf. Krummahólar 2, 5. hæð A, þingl. eig. Anna Jenný Raíhsdóttir og Gylfi In- gólús., mánud. 9. maí ’88 kl. 14.00. Úppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Langholtsvegur 164, kjallari, þingl. eig. Sigurborg J. Svavarsd. og Guðm. Skúlason, mánud. 9. maí ’88 kl. 15.00. Uppboðsþeiðandi er Sigurður G. Guð- jónsson hdl. Leifsgata 10, kjallari, þingl. eig. Bogi Sigmjónsson, mánud. 9. maí ’88 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru Inn- heimtustofriun sveitarfélaga, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Landsbanki ís- lands, Verslunarbanki fslands hf. og Búnaðarbanki íslands. Maiúubakki 6, 3. hæð t.h., þingl. eig. Kristinn Sigurðss.og Gunnhildur Magnúsd., mánud. 9. maí ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eni Gjaldheimtan í Reykjavík, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Njálsgata 62, rishæð, þingl. eig. Tómas Magnús Tómasson, mánud. 9. maí ’88 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Jón Þór- oddsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Baldur Guðlaugsson hrl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Orrahólar 7, 2. hæð C, þingl. eig. Guðlaug Guðjónsdóttir, mánud. 9. maí ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Búnaðar- banki íslands, Verslunarbanki íslands hf., Ólafúr Ragnarsson hrl., Ami Ein- arsson hdl., Andri Ámason hdl., Grétar Haraldsson hrl., Ævar Guð- mundsson hdl., Útvegsþanki Islands hf., Hróbjartur Jónatansson hdl. og Jón Ingólfsson hdl. Skipholt 33, hluti, þingl. eig. Tónlist- arfélagið í Reykjavík, mánud. 9. maí ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Verslunarbanki íslands hf. Unufell 33, íbúð merkt 03-01, þingl. eig. Guðlaug E. Skagfjörð, mánud. 9. maí ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Vogaland 1, þingl. eig. Bjöm Trausta- son, mánud. 9. mar’88 kl. 11.15. Uppboð'sbeiðandi er Ólafur Axelsson hrl. Völvufell 46, 4. hæð t.v., þingl. eig. Guðmundur I. Sumarliðason, mánud. 9. maí ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Öldugata 41, rishæð, þingl. eig. Sig- urður K. Ágústsson, mánud. 9. maí ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Veð- deild Landsbanka íslands, Kristján Ólafsson hdl. og Búnaðarbanki Is- lands. BORGARFÓGETAEMBÆTnD í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Laugavegur 28 B, þingl. eig. Húsfélag- ið Laugavegi 28B hf. fer fram á eigninni sjáífri, mánud. 9. maí ’88 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTITÐ í REYKJAVÍk Bretar sleppa úr prísundinni Sjö breskum knattspyrnuáhangend- um var sleppt úr prísund í Ungveija- landi í vikunni en þeir vom hnepptir í varðhald í kjölfar óeirða þar í síðustu viku. Slepptu Bretamir fram af sér beislinu á vertshúsi nokkm og kunnu heimamenn lítt að meta dólgslætin. Bretar þessir höfðu fylgt landsliði sínu til Búdapest en þar skildu Englending- ar og Ungveijar jafnir f markalausum leik í síöustu viku. Aö sögn ungversku fréttastofunnar, MTI, var fjórum úr hópnum sleppt vegna skorts á söimunargögnum en hinum gegn tryggingu. -JÖG íþróttir Jakob Jónsson er hættur í KA: Tvö erlend félagslið vilja Jakob Jónsson - annað 1. deildariið í Frakklandi en hitt 2. deildarlið í Sviss Svo kann að fara að handknatt- leiksmaðurinn Jakob Jónsson, sem var í herbúðum norðanliðsins KA í vetur, spih erlendis á næsta tímabih. Tvö erlend félög, annað franskt fyrstu deildarlið en hitt svissneskt annarrar deildariið, hafa mikinn hug á að fá Jakob til sín. Hafa forráða- menn þessara félaga fylgst með framgöngu Jakobs á myndböndum og em að sögn heimiidarmanns DV mjög ánægöir með leikstíi íslend- ingsins. I spjalli við blaðið kvaðst Jakob á margan hátt spenntur fyrir þvi að reyna fyrir sér erlendis á nýjan leik en hann spilaði í Noregi um hríð og varð þar tvöfaldur meistari undir stjórn Helga Ragnarssonar hjá Sta- vanger. Jakob sagöist hins vegar hafa mörg járn í eldinum og að fleira væri inni í myndinni en þessi erlendu félög. Hann kvaöst til aö mynda hafa rætt við ráðamenn tveggja fyrstu deildar- Uða hér sunnan heiða. í samtahnu við DV kvaðst Jakob ekki ætla að leika áfram með KA en sagði það ráðast á næstu dögum eða vikum í hvaða félagi hann hygðist spila á næsta vetri. -JÖG Uislit Reykjavíkurmótsins í knattspymu á sunnudag: HandknatUeikur: „Þetta verður mót KR og án efa leikur KR“ - segir KR-ingurinn „Kiddi í Formprenti“ • Kristinn Jónsson segir það bjarg- fasta trú sína að KR verði Reykjavík- urmeistari. „Það er engin spurning um það að við KR-ingar ætlum okkur aö vinna þennan leik og þar með Reykjavíkur- mótið. Það er enginn vaíi. Það er kominn tími til að KR vinni mót í meistaraflokki," sagði Kristinn Jóns- son, einn mesti KR-ingurinn í bænum en hann var um tíma for- maður knattspyrnudeildar KR. Kiddi í Formprenti, eins og hann er jafnan kallaður, var ekki í neinum vafa um úrslitin í leik KR og Fram um Reykjavíkurmeistaratitilinn á gervi- grasinu í Laugardal á sunnudags- kvöld. „Það kemst ekkert annaö hjá okkur en að vinna þetta mót og nota þennan sigur sem stökkpall inn í íslandsmót- ið,“ sagði Kristinn ennfremur. - Nú tapaði KR 0-2 fyrir Fram í Reykjavíkurmótinu. Verður þetta ekki erfltt hjá þínum mönnum á sunnudagskvöldið? „Fyrri leikurinn var engin mæli- stika. Ég skal hins vegar fúslega viðurkenna að það sem kom fram í þeim leik var Framara. En þessi fyrri leikur liðanna í mótinu gildir ekki á sunnudag. Þetta verður leikur KR- inga og þar með mót KR-inga. Þú færð mig ekki til að segja neitt ann- að. í KR-liðinu eru mjög góöir strákar og þjálfarinn er einnig mjög góöur. Hann hefur sett reglur sem leikmenn fara eftir enda væri það veikleika- merki þjálfara ef leikmenn færu ekki eftir þeim reglum sem hann setti.“ - Þú ert sem sagt ekki í nokkrum vafa um að KR veröur Reykjavíkur- meistari á sunnudaginn? „Nei, alls ekki. KR er elsta og besta félagið og þaö er bjargfóst trú mín aö KR veröi Reykjavíkurmeistari í ár. Það er orðið alltof langt síðan KR vann mót.“ - Hvenær vann KR síðast titil? „Ég er ekki tilbúinn að ræða það mál. Við KR-ingar lifum í framtíö- inni,“ sagði Kristinn Jónsson. KR varð síöast Reykjavíkurmeist- ari áriö 1978 en félagiö hefur unnið mótið 26 sinnum. -SK „Fram sigrar 3-1“ - segir Framarinn Hörður „Castro“ Einarsson „Úrslitaleikurinn á sunnudag leggst mjög vel í mig eins og raunar allir aðrir leikir sem Fram spilar. Viðureignir milli þessara félaga hafa alltaf verið hörkuleikir og þar verður engin breyting á að þessu sinni. Ég hef samt trú á að Fram vinni leikinn 3-1,“ sagöi Höröur Einarsson í sam- tali við DV, en Hörður er einn af dyggustu stuðningsmönnum Fram- liðsins og hefur fylgt liðinu í gegnum súrt og sætt í mörg ár. Skiptir raunar engu máli hvemig viðrar, alltaf er Höröur mættur á völlinn. Hörður veröur svo auðvitað mættur á gervi- grasið á sunnudag þegar Fram og KR leika til úrslita á Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu. - Hvenær byrjaöir þú að fylgjast með Fram-liöinu? „Ég hef fylgt Fram-liðinu allar göt- ur frá árinu 1950 og orðið vitni að ýmsu skemmtilegu. Fyrr á árum var meiri sjarmi yfir Reykjavíkurmótinu en ég hef.trú á aö stemmningin yfir mótinu sé að koma aftur. Ég held að minnisstæðasti leikurinn á Reykja- víkurmótinu hafi verið leikur Fram • Hörður Einarsson spáir Fram 3-1 sigri. og KR á dögunum. Leikurinn verður eftirminnilegur fyrir þær sakir að áhorfendur, og hvað þá dómari og línuverðir, sáu ekki handaskil fyrir blindbyl sem stóð yfir nær allan leik- inn. Það þótti undrum sæta að dómarinn skyldi ekki flauta leikinn af.“. - Hvernig leggst knattspyrnan í sum- ar í þig? „Sumarið leggst vel í mig og ég hef trú á að knattspyrnan verði jafnari en undanfarin ár. Fram-liðið verður í toppbaráttu enda hefur liðið á sín- um snærum öndvegisþjálfara og ekki má gleyma því að knattspyrnudeild- inni er mjög vel stjómað og er það ekki lítið atriði. „Valur, KR og Víkingur koma einnig til með aö verða í baráttunni í sumar. Önnur lið held ég að verði ekki í baráttunni um titiiinn í sum- ar,“ sagði Hörður Einarsson að lokum. -JKS Eccon ■JJvI 1 með aðva hönd á bikamum Tusem Essen, hð Alfreðs Gíslasonar í V-Þýskalandi, er nú með aðra hönd á bikamum v-þýska eftir frækinn sigur á Massenheim í fyrrakvöld. Vann Essen leikinn, sem fór fram í Massenheim, með 25 mörkum gegn 18. Það er ljóst að Alfreð ætlar aö kveðja félag sitt með mikilli reisn þvi hann sýndi allar sínar bestu hliðar í leiknum. - Skor- aði 6 mörk og var fimasterkur í vöminni. Hélt Alfreö þar aftur af finnsku stjömunni Káll- mann, sem hefur gjaman veriö atkvæðamesti leikmaður Mass- enheim í vetur. Gerði Finninn ekki mark í leiknum. Liðin mætast aö nýju á heimavelli Essen en þar ráðast úralitin í v-þýska bikamum. -JÖG Flaggakeppnin ogopna Sól-mótið hjá GR og GS Tvö golfmót eru á dagskrá um helgina. Hjá GS verður opna Sól-mótiö haldiö á Hólmsvelli i Leiru á morgun og verður ræst út frá kl. 9 um morguninn. Staráð er í sima 92-14100 og einn- ig er hægt að skrá sig í golfskál- anum. Rétt er aö menn bregðist skjótt viö því búist er við mik- illi þátttöku. Verðlaun era gefin afSólh/f. Fiaggakeppnin Á raorgun fer hin árlega Flaggakeppni frara hjá Golf- klúbbi Reykjavikur og verður ræst út frá ki. 9 í fyrramáliö. • Á morgun halda GR-menn einnig upp á þaö aö fram- kvæmdum er lokiö við golfskál- ann en miklar breytingar eru afstaðnar. I tilefni af því og tfl aö fagna upphafi golfvertiöar verður haldinn fagnaöur í golf- skálanum kl. 19.30. Hægt er að panta miða hjá framkvæmda- sljóra í sima 84735. Síðast var uppselt og þvi rétt að vera í fyrra lagi að þessu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.