Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Qupperneq 32
FRÉTT ASKOTIÐ
■ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórr* - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988.
Verkfall
í álverinu
á miðnætti
„Það hefur ekkert mjakast í sam- ■
komulagsátt á þeim samningafund-
um sem haldnir hafa verið
undanfarna daga þannig að ég á von
á því að vinnustöðvun hefjist í álver-
inu á miðnætti eins og boðað hefur
verið,“ sagði Örn Friðriksson, yfir-
trúnaðarmaður í álverinu og for-
maður Málm- og skipasmiðasam-
bandsins, í samtali við DV í morgun.
Það eru um tuttugu verkalýðsfélög
sem eiga aðild að kjarasamningum í
álverinu en þar er hlutur Hlífar í
Hafnarfirði stærstur.
Komi til vinnustöðvunar í álverinu
er framkvæmd hennar með allt öðr-
--fim hætti en hjá öðrum fyrirtækjum
í landinu. Til að koma í veg fyrir
hundraða milljóna króna tjón, sem
yrði ef álveriö stöðvaðist í einu vet-
fangi, er dregið úr framleiðslunni
hægt og rólega. Þetta er kölluð
straumlækkun, að sögn Arnar Frið-
rikssonar. Hann sagði að það tæki
tvær vikur að stöðva álverið alveg
án þess aö valda skemmdum á tækj-
um og tólum.
í dag klukkan 18.00 hefur verið
boðaður sáttafundur í deilunni en
Örn sagði að ekkert það hefði gerst
*enn sem yki sér bjartsýni á að samn-
ingar tækjust fyrir miðnættið.
-S.dór
Bensínverðhækkunin:
Ekki um
helgina
Verðlagsráð skoðar nú ósk olíufé-
laganna um 6 prósent hækkun á
bensíni sem þýðir að lítrinn af bens-
íni fer úr 31,90 krónum í 33,80 krónur.
Verðlagsráð hefur ekki verið kallað
A'iman til fundar til að taka ákvörðun
um beiðnina en búist er við að hækk-
unin nái fram að ganga.
Venjubundnir fundir í verðlagsráði
eru á miövikudögum. Fundur um
bensínið gæti þó orðið fyrr eða þess
vegna fljótlega eftir helgi.
‘ -JGH
LOKI
Segja má að nú séu menn komn-
ir með tungubroddinn í bjórinn!
Ríkisstjómin:
Deilt um hvenær á
að fella gengið
- en ekki um hvort það verður fellt
I ríkisstjórninni er ekki deilt um
hvort af gengisfellingu verður
heldur hvenær. Framsóknarmenn
hafa sett fram kröfur um aðgerðir
sem fyrst og þá jafnvel í tengslum
við fiskverðsákvörðun um mán-
aðamótin. Alþýðuflokkurinn viU
hins vegar fresta gengisfellingunni
þangað til eftir rauða strikið 1. júli
til þess að ekki þurfi að setja bráða-
birgöalög um kjaraskerðingu.
Þegar þing kæmi saman í haust
yrði hins vegar lagt fram frumvarp
um að fella rauða strikið í október
úr gildi. Með því yrði Alþingi látið
deila ábyrgðinni með ríkisstjórn-
inni.
Ríkisstjórnin vinnur nú að sam-
setningu efnahagsmálapakkans
sem fylgja á gengisfeilingunni.
Grípa þarf til einhverra aðgerða til
þess að verja hina lægst launuðu
fyrir þeirri kjaraskerðingu sem
stefnt er aö í kjölfar gengisfelling-
arinnar. Tilfæringar innan skatt-
kerfisins komá helst til greina;
annaðhvort hækkun persónuaf-
sláttar eða að greiða út ónýttan
afslátt. Aðrir en hinir lægst laun-
uðu verða hins vegar að taka á sig
kjaraskerðingu. Til þess að ríkis-
stjórnin nái markmiðum sínum í
eftiahagsmálum þarf að koma til
um 5-10 prósent skerðing kaup-
máttar á árinu svo hann samræm-
ist þjóðartekjum.
Ein erfiðasta glíma ríkisstjórnar-
innar er að finna lausn á misgengi
lánskjaravisitölu og launa í kjölfar
kjaraskerðingarinnar. Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
mun leggja á þaö áherslu að fá ekki
yfir sig misgengishóp í húsnæði-
skerfmu, svipaöan þeim sem
skapaðist eftir efnahagsaðgerðirn-
ar 1983. Vaxtafrádráttur í skatt-
kerfinu til húskaupenda er ein
þeirra lausna sem ræddar hafa ve-
rið.
-gse
;
Stuðningsmenn samtakanna Tjörnin lifi fjölmenntu á áheyrenda
palla borgarstjórnar í gær þegar atkvæði voru greidd um bygging
arleyfi fyrir ráðhús. DV-mynd GV/
Borgarstjóm:
Níu með ráðhúsi
en sex á móti
Byggingarleyfi fyrir ráðhúsi
Reykjavíkur var samþykkt í borgar-
stjórn í gær. Allir fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins greiddu atkvæði með
byggingarleyfinu en allir fulltrúar
minnihlutans voru á móti. Atkvæði
féllu þannig að níu voru samþykkir
en sex á móti.
Mikill fjöldi áheyrenda var á pöll-
um, m.a. úr samtökunum Tjörni lifi,
og mótmæltu þeir af krafti meðan
umræðurnar stóðu yfir. -JBj
Samkomulag á Suðuriandi í nótt:
Lágmarkslaun
36 þúsund
Um klukkan tvö í nótt voru undir-
ritaðir nýir kjarasamningar í deilu
ófaglærös starfsfólks á sjúkrahúsum
og vistheimilum á Suðurlandi en
verkfall hófst hjá þessum hópi 4. maí
síðastliðinn. Verkfallinu var frestað
um leið og samningarnir voru undir-
ritaðir.
í þessum samningum er gert ráð
fyrir að lágmarkslaun verði 36.000
krónur á mánuði en þau voru 29.975
krónur. Og laun þessa fólks hafa
ekkert hækkað síöan 1. október í
haust.
Ingibjörg Sigtryggsdóttir, formað-
ur Verkalýðsfélagsins Þórs á Sel-
fossi, sagði í samtali við DV í morgun
aö starfsaldursþrepin hefðu alltaf
verið nokkuð góð hjá þessum hópi
og þannig væri það enn í nýju samn-
ingunum, sem gilda frá 1. mars
síðastliðnum til 1. apríl á næsta ári.
í dag klukkan eitt eru boðaðir fé-
lagsfundir fyrir austan fjall um
samningana.
-S.dór
Veðrið á morgun:
Þunt veður
norðan-
lands
Á morgun verður suðlæg eða
suðvestlæg átt á landinu. Rigning
verður á Austurlandi og skúrir
um sunnan- og vestanvert landið
en þurrt að mestu norðanlands.
Hiti verður á bilinu 4-6 stig.
Kjaradeilu hót-
elfólksvísaðtil
sáttasemjara
í gær slitnaöi upp úr viðræðum
verkalýðsfélaga og vinnuveitenda í
kjaradeilu ófaglærðs starfsfólks á
hótelum. Kröfunni um að hótelfólkið
fengi 5 þúsund króna júníuppbót og
1100 króna bónus á mánuði eins og
verslunarmenn var það sem brotnaði
á.
Lítið mjakaðist í samningum við
verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum
hjá sáttasemjara í gær og hefur ann-
ar fundur verið boðaður í dag.
-S.dór