Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Síða 1
TVö hundruð fákar skráðir
á hvítasunnukappreiðar
Mikil skráning hefur veriö undan-
farna daga fyrir hvítasunnukapp-
reiðar Fáks sem haldnar veröa nú
um hvítasunnuhelgina. Mótiö hófst
reyndar í gærkvöldi klukkan 18.00
meö dómum á fimmtíu og tveimur
B-flokks hestum. í kvöld klukkan
18.00 veröa fjörutíu og þrír A-flokks
hestar dæmdir á Asavelli
Hvítasunnukappreiöar Fáks eru yfirleitt mjög spennandi.
DV-mynd E.J.
Á laugardaginn klukkan 9.00
veröa dæmdir hestar tuttugu og
fimm unglinga á Asavelli og klukk-
an 11.00 verða dæmdir fimmtán
hestar barna á sama velli. Jafn-
framt hefst töltkeppni Fáksmanna
klukkan 9.30 á Hvammsvelli. Þegar
keppni í barna- og unglingaflokki
er lokið um 13.00 veröa úrslit í báð-
um flokkum. Klukkan 15.30 hefjast
kappreiðar. Þar munu fara fram
fyrri sprettir í 150 metra skeiði, 250
metra skeiði og 300 metra brokki.
Fjörutíu og einn vekringur hefur
verið skráður í skeiðgreinarnar en
tólf hestar í 300 metra brokk.
Keppni í 800 metra brokki og 800
metra stökki fellur niður vegna
ónógrar þátttöku.
Lokadagurinn er sem fyrr mánu-
dagur en þá hefst mótið klukkan
13.00 með mótssetningu og strax
að henni lokinni hefst úrslita-
keppni fimm hesta og knapa í tölt-
keppninni. Þvínæst fara fram úr-
slit fimm gæðinga í A- og B-flokki.
Þegar fegurstu gæðingarnir hafa
verið valdir fer fram verðlaunaaf-
hending, einnig hjá börnum og
unglingum sem luku keppni á laug-
ardeginum. Mótinu lýkur með úr-
slitum í kappreiðunum sem hefjast
klukkan 15.30.
E.J.
Hótel
Valhöll
- sjá bls. 18
Menning-
arhátíð á
Sauðár-
króki
- sjá bls. 19
Hvíta-
sunnu-
djass
í Heita
pottinum
- sjá bls. 19
Passíukór-
innmeð
tónleika
- sjá bls. 29
Böm hafa
hundrað
mál
- sjá bls. 29
Úr leimum
í málun og
teikningu
- sjá bls. 20
Aldaleikar og varðeldur
- vormót Hraunbúa í Krísuvík
Fertugasta og áttunda vormót
skátafélagsins Hraunbúa í Hafnar-
firði fer fram nú um Helgina í
Krísuvík. Þegar hafa nokkur
hundruð manns skráð sig á mótið.
Mótsgjald er 1.000 krónur. Að sögn
Péturs Más Sigurðssonar, dag-
skrárstjóra mótsins, hefur verið
töluvert um að eldri skátar hafi
mætt á mótið. Hafa fjölskyldubúðir
stundum náð sömu stærð og á
landsmóti.
Víkingaöid og geimöld
Dagskrá mótsins er mjög fjöl-
breytt. Ýmsir leikir eru á dagskrá,
kynningarleikur, næturleikur og
aldaleika rnir. Þeir síðastnefndu
fara fram eftir hádegi á laugardag
og sunnudag. Leikunum er skipt í
fjórar aldir sem bera nöfnin forn-
öld, víkingaöld, tækniöld og geim-
öld. Eftir orðum dagskrárstjóra að
dæma er hér um stórkostleika leika
að ræða með alveg ótrúlegum nýj-
ungum og munu skosku Hálanda-
leikarnir vera smámunir í saman-
burði við aldaleikana.
Heitt kakó og kex
Sunnudagurinn er heimsókna-
dagur. Þá gefst almenningi tæki-
færi til að heimsækja mótið endur-
gjaldslaust. Fólk getur spókað sig
og séð hvað um er að vera og tekið
þátt í hinum ýmsu leikjum. Hundr- ekki hliðhollir útvistarfólki. Þar ur og eftir það fá allir heitt kakó
aðogtuttugufermetratjaldiverð'ur verður einnig á boðstólum heitt og kex fyrir svefninn eða heim-
komiðuppþarsemfólkgeturborð- kakó til að ylja kroppinn. Um ferðina.
að nesti sitt ef veðurguðirnir verða kvöldið verður varðeldur og söng- -gh
Fjölbreyttir leikir og þrautir einkenna góö skátamót.