Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Page 3
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988.
19
Danshús
BÍÓKJALLARINN
Lækjargötu 2, simi 11340
Lifandi tónlist og diskótek um helg-
ina.
BROADWAY
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Diskótek föstudagskvöld. Lokað
laugardagskvöld.
CASABLANCA
Skúlagötu 30
Diskótek fóstudagskvöld.
DUUS-HÚS
Fischersundi, sími 14446
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
EVRÓPA
v/Borgartún
Diskótek föstudagskvöld. Lokað
laugardagskvöld.
GLÆSIBÆR
Álfheimum
Hljómsveit Andra Backmans leikur
gömlu og nýju dansana föstudags-
kvöld. Opið kl. 22.00-3.00.
HOLLYWOOD
Ármúla 5, Reykjavík
Týnda kynslóðin föstudagskvöld.
Hljómsveitimar Pelican, Grand og
Upplyfting leika fyrir dansi. Lokað
laugardagskvöld.
HÓTELBORG
Pósthússtræti 10, Reykjavík, simi
11440
Diskótek föstudagskvöld.
HÓTEL ESJA,
SKÁLAFELL
Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, sími
82200
Dansleikir föstudags- og laugar-
dagskvöld. Lifandi tónlist. Tísku-
sýningar öll fimmtudagskvöld. Op-
ið frá kl. 19-1.
HÓTEL ÍSLAND
Ðe Lónlí Blú Bojs leika fyrir dansi í
kvöld. Þá verður kynning á stelpun-
um í fegurðarsamkeppni íslands og
danssýning frá Jassballetskóla Báru.
HQTELSAGA,
SULNASALUR
v/Hagatorg, Reykjavik, sími 20221
Lokað um helgina.
LEIKHÚSKJALLARINN
Hverfisgötu
Diskótek fóstudagskvöld.
LENNON
v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630
Diskótek fóstudagskvöld.
LÆKJARTUNGL
Lækjargötu 2, simi 621625
Lokaö um helgina.
ÚTÓPÍA
Suðurlandsbraut
Diskótek fóstudagskvöld.
VETRARBRAUTIN
Brautarholti 20, sími 29098
Guömundur Haukur leikur og
syngur um helgina.
ÞÓRSCAFÉ
Brautarholti, s. 23333
Hfjómsveit hússins, Stuðbandið leik-
ur fyrir dansi í kvöld. Lokað laugar-
dagskvöld.
ÖLVER
Álfheimum 74, s. 686220
Opiö föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld. Markó Póló spilar
frá kl. 21 fimmtudaga til sunnudaga.
Menningarhátíð á Sauðárkróki
Birgir ísleifur Gunnarsson
menntamálaráðherra efnir til
menningarhátíðar á Sauðárkróki
dagana 19.-21. maí. Þessi menning-
arhátíð verður með svipuðu sniði
og fyrri menningarhátíðir sem
haldnar hafa verið á ísafirði fyrir
ári og Akureyri fyrir tveim árum.
Tilgangur þessara hátíða er að
stuðla að eflingu íslenskrar menn-
ingar og tungu og einnig að vekja
athygli á þeim menningararfi sem
byggðarlögin geyma.
Menningarhátíðin á Sauðárkróki
hófst í gær með setningarathöfn í
Safnahúsinu. Á sama tíma var opn-
uð sýning á verkum Ásgríms Jóns-
sonar í samvinnu við Listasafn ís-
lands. Sýningin verður opin dag-
lega frá kl. 16 til 18 og frá kl. 20 til
22 og stendur hún til 29. maí.
Menningarkvöldvaka
í kvöld, fóstudagskvöld, hefst
dagskrá klukkan 17.30. Þá verður
opnuð sýning í gagnfræðaskólan-
um á munum úr safni Andrésar
Valbergs. Einnig verður þar sýning
á verkum nemenda. Klukkan 21.00
hefst menningarkvöldvaka í Bi-
fröst. Umsjónarmenn verða félagar
úr Leikfélagi Sauðárkróks ásamt
Friðbimi G. Jónssyni söngvara.
Hátíðardagskrá
Á morgun, laugardag, verður sér-
stök hátíöardagskrá í íþróttahús-
inu á Sauðárkróki klukkan 14.00.
Hefst hún með því aö menntamála-
ráðherra flytur ávarp. Þorbjöm
Ámason, forseti bæjarstjórnar,
mun einnig flytja ávarp. Siguröur
Marteinsson leikur einleik á píanó
og Haraldur Bessason, forstöðu-
maður Háskólans á Akureyri, flyt-
ur erindi um íslenska tungu. „Ég
að öllum háska hlæ“ heitir erindi
sem Gísh Magnússon flytur og eftir
kafflhlé mun Jóhanna Linnet
syngja einsöng við undirleik Sig-
urðar Marteinssonar. Indriði G.
Þorsteinsson, skáld óg ritstjóri, tal-
ar um skagflrska menningu og að
lokum syngja kirkjukórar úr
Skagafirði undir stjórn Rögnvalds
Valbergssonar. Stjómandi hátíðar-
dagskrár verður séra Hjálmar
Jónsson prófastur.
-gh
Tilgangur hátiðarinnar á Sauðárkróki er að stuðla að eflingu íslenskrar menningar og tungu.
Tæplega fjörutíu þúsund manns hafa séð þetta leikverk á 137 sýningum.
DjöflaeYjunni
að ljúka
Leikritið Þar sem Djöflaeyjan rís
hefur nú verið sýnt í Leikskemmu
Leikfélags Reykjavíkur við Meist-
aravelli fyrir fullu húsi í hálft ann-
að leikár. Sýningar á verkinu eru
orðnar 137 talsins og hafa tæplega
40.000 manns séð þaö. En nú fer
hver að verða síðastur að sjá þetta
leikverk sem unnið er úr tveim
samstæðum skáldsögum Einars
Kárasonar því stefnt er að því að
rífa skemmuna núna í júni. Orfáar
sýningar em eftir.
Þar sem Djöflaeyjan rís fjallar um
mannlíf, ástir og ævintýri í reyk-
vísku braggahverfi á eftirstríðsár-
unum. Höfundur leikgerðar og
leikstjóri er Kjartan Ragnarsson.
Leikmynd og búninga gerði Grétar
Reynisson. Þónokkrar breytingar
hafa orðið á hlutverkaskipan frá
því að verkið var fmmsýnt í febrú-
ar á síðasta ári. Leikendur eru nú
Karl Guðmundsson, Margrét Áka-
dóttir, Ingrid H. Jónsdóttir, Kristj-
án Franklín Magnús, Helgi Björns-
son, Guðmundur Ólafsson, Hanna
María Karlsdóttir, Þór H. Tulinius,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Haráld
G. Haraldsson. -gh
Þýbylja frumsýnir:
Gulur, rauður, grænn og blár
- ferðalag um heima ævintýra
Á annan í hvitasunnu frumsýnir
leikhópurinn Þýbylja nýtt leikverk
í Hlaövarpanum.
„Þetta'ér tilraun hjá okkur. Verk-
ið hefur orðið til á sviðinu og þró-
ast smátt og smátt. Um leiö og hug-
myndimar hafa fæðst höfum við
leitað fanga í sambandi við textann
í ýmsum bókmenntum," sagöi Þór
Tulinius í samtali við DV.
Á mánudag kl. 20.30 frumsýnir
leikhópurinn Þýbylja nýtt leik-
verk, sem þau nefna Gulur, rauð-
ur, grænn og blár, í kjallara Hlað-
varpans.
Leikverkið er spunnið og skrifað
í samvinnu leikara og leikstjóra.
Þar er fjallað um fjórar manneskj-
ur á vinnustað. Starfið er endur-
tekningasamt og leiðinlegt en til að
gera sér lífið léttbærara leita per-
sónurnar á náðir ímyndunarafls-
ins. Á vængjum þess fara þær í
ferðalag um heima ævintýra og
- drauma.
Leikstjóri auk Þórs er Ása Sva-
varsdóttir. Leikarar eru: Bryndís
Petra Bragadóttir, Inga Hildur Há-
konardóttir, Ingrid Jónsdóttir og
Ólafía H. Jónsdóttir. Ljósameistari
er Egill Örn Ámason. Hljóð annast
Guörún Baldvinsdóttir. Tónlistina
samdi Björgvin Gíslason og aðstoð
við gerð handrits er í höndum El-
ísabetar Jökulsdóttur.
„Við höfum eytt síðustu þremur
mánuðum við æfingar og samn-
ingu verksins. Við sem tökum þátt
í verkinu höfum unniö saman áður
í leikhúsum en höfum aldrei starf-
að saman sem einn hópur. Þetta
er því frumraun okkar á þessu
sviöi,“ sagði Þór. -J.Mar
Hvítasunnudjass
í Heita pottinum
Vikulegir djasstónleikar Heita
pottsins í Duus-húsi veröa aö
þessu sinni mánudagskvöldið 23.
maí, annan í hvítasunnu. Það er
tríó kontrabassaleikarans Tórn-
asar R. Einarssonar sem spilar
þetta kvöld. Auk Tómasar skipa
tríóið þeir Kjartan Valdimarsson
píanóleikari, sem kunnur er fyrir
leik sinn í ýmsum djass- og rokk-
sveitum, og trommuleikarinn
Birgir Baldursson sem einnig
hefur komiö víöa við í tónhst
sinni og spilað bæði með Svart-
hvítum draumi og Stórsveit
Kópavogs.
Tónleikamir á mánudagskvöld
hefjast klukkan 21.30.
Blús í Bíókjallaranum
Um þessar mundir hýður Bíó-
kjallarinn upp á lifandi tónlist og
diskótek í bland öll kvöld vikunn-
ar. Nú um helgina munu þeir
Micky Dean og Þorleifur blúsa
fyrir gesti staðarins.
Á sunnudegi til fimmtudags er
opið frá klukkan 21.00 til 01.00 og
þá er enginn aögangseyrir. Um
helgar sameinast Bíókjallarinn
Lækjartungli og er þá opinn frá
klukkan 22.00 til 03.00.