Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988. Iþróttir Sagt efHr leikinn Sigfried Held: „Ég veit ekkl hvað við höfum gert til að verðskulda svona tap. Við virtumst ekki vera í neinni hættu að fá á okkur raark þegar Ingvar fékk boltann í höndina. Við þessu er ekkert aö gera og við tókura út okkar óheppni í kvöld. Liðið lék síðari hálöeikinn ágætlega eftir slakan fyrri hálf- leik og strákarnir spiluðu af var- færni eins og þeim var ráðlagt og bökkuðu vel þegar viö misstum boltann. Einbeitingin virtist þó ekki vera nógu góð úti á vellinum og liðiö átti í erfiðleikum enda haía leikmenn lítið spilaö á grasi undanfarið. Liðinu verður ekki breytt fyrir leikinn gegn ítölum en það verður án efa erfiðari leik- ur. Ég vona hins vegar að heppn- in verði okkur hliðhollari þá en í kvöld.“ Halldór Askelsson: „Þaö var hræðilega svekkiandi að tapa þessu á þennan hátt. Viö áttum ágætar sóknir í siðari hálf- leiknum sem okkur tókst ekki að klára. Það var eins og það vant- aði einhvern baráttuneista í liðið en víst er að við höfiim oft leíkið mun betur en í kvöld. Portú- galska höiö var alls ekkert sér- stakt og það er slakt að þurfa aö tapa tvisvar íyrir þessu Uði. Þeir beittu rangstööutaktik og spiluðu með bakverðina það aftarlega að þaö var erfitt að beita stungu- sendingum fram miöjuna eöa sendingum upp kantana." Julio Pereira: „Ég er iqjög ánægöur með sig- urinn í þessum leik og vissulega var heppni aö vinna á víta- spyrnumarki á síðustu mlnútu. Við fengum þó góð færi í fyrri hálfleik og áttum þá að skora alla vega eitt mark en íslenska liðið var betri aðilinn í seinni hálf- leiknum og við vorum heppnir að fara meö sigur gegn þeim. ís- lenska liðið barðist vel, eins í kvöld og í fyrri leiknum, í Portúg- al, en mér fannst þeir leika betur þá. í mínu liði eru margir ungir leikmenn sera voru að leika sinn fyrsta alvörulandsleik og það var taugatitringur hjá þeim fyrir leikinn og það kom niður á leik okkar,“ sagði Juiio Pereira, þjálf- ari Portúgala. Frlðrik Friðriksson „Þetta var einn af þeim leikjum sem virðast jafntefli frá fyrstu mínútu. Það gerðistlítið sem ekk- ert allan leiktímann. í þessum leik héldum við boltanum illa á miöjunni eöa hreinlega ekki. Vömin var hins vegar sterk og því var gríöarlega súrt aö tapa leiknum svona alveg í lokin.“ Ingvar Guðmundsson: „Eg neita því ekki að boltinn fór beint í höndina á mér. Ég ætlaöi aö komast fyrir skot Portúgalans, sem var bæði fimafast og af stuttu færi, en það vildi ekki bet- ur til en svo aö boltinn fór beint í höndina. Þetta eru sorgleg úr- slit í leik sem var í jafnvægi - við höfðum í fúllu tré við Portú- galina. Það reyndist okkur dýr- keypt að slaka á klónni áður en leiknum var lokið. Þaö þýöir ekk- ert að hætta og sætta sig við jafn- tefli áður en flautan gellur. Ef til vill er það rnunurinn á Portúgöl- unum og okkur að þeir héldu ein- beitingunni allt til loka en við ekki. -RR/JÖG Ólympíuliðið féll á vrtaspymu á lokamínútunni: Fyrsta tapið á heimavelli Island þarf að sigra Ítalíu til að komast úr botnsætinu Þó synd væri aö segja aö íslenska ólympíulandsliðið sýndi einhver snilldartilþrif á Laugardalsvellinum í gærkvöldi var þaö virkiiega óhepp- ið að bíða lægri hlut á heimaveÚi í fyrsta skipti í þessari keppni. Víta- spyma, upp úr engu, og það einni mínútu fyrir leikslok, færði Portú- gölum 1-0 sigur sem varla er hægt aö kalla verðskuldaöan. Markalaust jafntefli heföi veriö vel viö hæfi í ein- hverjum bragðdaufasta landsleik sem sést hefur lengi. Vítaspyrnan, sem Daninn Peter Mikkelsen dæmdi á Ingvar Guðmundsson mínútu fyrir leikslok, var strangur dómur því skotið var beint í hönd hans en úr henni skoraöi Antonio Carvalho og þar með voru úrslitin ráðin. Við þetta tap eru vonir íslands um að komast úr botnsæti riðilsins nánast úr sög- unni, ólympíuliðið þarf aö vinna It- ali á Laugardalsvellinum á sunnu- daginn til aö ná því marki. Tvær meginástæður lágu á bak við deyiðina sem ríkti frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Metnaöarleysi portúgalska liðsins, sem greinilega haföi burði til að sýna meira en það gerði, og hræðsla íslensku leikmann- anna við að taka frumkvæðið í sínar hendur og nýta sér höggstaðinn sem andstæðingarnir gáfu á sér allan tím- ann. Strax frá upphafi beittu Portúgal- imir vel útfærðri rangstöðutaktík, veiddu íslensku sóknarmennina hvað eftir annað í landhelgi og flestar sóknir íslands í fyrri hálfleiknum enduðu á þann hátt. Þetta drap leik- inn niður sem skemmtun og leiddi til almenns ráðleysis í sóknaraðgerð- um íslenska liösins sem átti ekkert svar við þessu og ekki bætti úr skák að miðjumennimir komust ekki í takt viö leikinn á löngum köflum. Samt vantaöi ekki baráttuandann í íslensku leikmennina, þeir vom á ferðinni allan tímann en því miður voru það mikil hlaup en lítil kaup. Þeir trufluðu jafnan vel sóknarupp- byggingu Portúgalanna en voru síð- an sjálfir klaufskir með boltann og náðu sárasjaldan aö byggja upp hættulegar sóknir. Leikurinn bauð ekki upp á nein verulega hættuleg marktækifæri nema í seinni hálíleiknum þegar línuvörðurinn steinsvaf á verðinum og Domingos Oliveira var aleinn með boltann á vítateigslínu íslands, lyfti honum yfir Friðrik Friöriksson markvörð en rétt framhjá stönginni. Friðrik þurfti tvisvar að vanda sig við að verja hættulítil skot og aöeins Halldór Áskelsson náði aö koma einu þokkalegu skoti á mark Portúgals sem Alfredo Castro varði nokkuö örugglega. Vörn íslenska liösins með Ágúst Má ömggan aftast var aldrei í vand- ræöum meö portúgölsku sóknar- mennina en hana skorti frumkvæði til að hefja snöggar sóknir - hélt bolt- anum of lengi og fór það rólega af stað með hann fram völhnn að portú- galirnir gátu í rólegheitunum komiö sér í varnarstöðu. Ólafur Þórðarson var eini miðjumaðurinn sem náði af og til að koma einhverju af stað en þaö entist sjaldan lengi. Guðmund- amir unnu vel í sókninni og Portú- galirnir áttu oft ekki önnur ráö til aö stöðva Torfason en að brjóta á honum én allt bar aö sama brunni - marktækifærin komu ekki og á með- an em ekki skomð mörk! -VS ísland (0) 0 Portúgal (0) 1 0-1 Alnonio Carvalho (89. mín) Lið íslands: Friðrik Friðriksson, Ágúst Már Jónsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Viöar Þorkelsson, Ólafur Þóröarson, Ingvar Guömundsson, Þorvaldur Örlygsson, Halldór Áskelsson, Pétur Arnþórsson, Guð- mundur Steinsson (Rúnar Kristins- son 74. mín), Guðmundur Torfason. Liö Portúgals: Alfredo Castro, Crisanto, Miguel Marques, Jose Garrido, Dimas Teixeira, Alvaro Teixeira, Paulo Monteiro (Aparicio 81. mín), Antonio Carvalho, Francis- co Faria, David, Vermelhinho (Dom- ingos Oliveira 46. mín). Dómari: Peter Mikkelsen, Dan- mörku. Gul spjöld: Jose Garrido og Rúnar Kristinsson. „Lögðum mikið á okkur“ Gífurlega svekkjandi - sagði Guðmundur Torfason „Þaö var gífurlega svekkjandi aö fá þetta mark í lokin. Viö vor- um búnir að leggja mikiö á okk- ur, sérstaklega í síðari hálfleikn- um. Leikurinn sjálfur var á margan hátt ágætur með hhðsjón af árstíma. Viö þurfum alla vega ekki að skammast okkar fyrir neitt,“ sagöi Guömundur Torfa- son í spjalli við DV í gærkvöldi. Guðmundur lék prýðilega gegn Portúgölum, hann var sívinnandi og harðskeyttur í loftinu. „Hvað vítiö varðar,“ hélt Guö- mundur áfram, „þá er það mitt mat að dómurinn var strangur. Svipað atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum en þá skaut ég í hönd eins portúgölsku varnarmann- anna innan þeirra vítateigs. Ég rauk til dómarans, sem dæmdi á margan hátt vel í leiknum, en hann kvaðst þá ekki hafa orðið var við neitt athugavert. í lokin dæmdi hann síðan vítaspyrnu á okkur, viö mjög áþekkar aöstæö- ur, og mark gert úr henni réö úrslitum í leiknum.“ „Framhaldiö hjá mér sjálfum er enn ekki afráðið þótt flest bendi til þess að ég spih með Fram í sumar. Gríska liöið Pani- onios hefur sýnt mér mikinn áhuga en þaö mál er allt á frum- stigi enn sem komið er. Ég mun skoöa það dæmi vandlega á næst- unni,“ sagöi Guömundur, sem lék tábrotinn í viðureigninni viö Portúgali með Uku lagi og í leikj- unum við Hollendinga og Ung- verja fyrr í vor. JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.