Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 25. MAl 1988.
35
Afmæli
Páll Guttormsson
Páll Guttormsson, fv. skógar-
vöröur að Vöglum og verkstjóri að
Hallormsstað, Sólheimum, Valla-
hreppi, er sjötíu og fimm ára í dag.
PáÚ fæddist að Hallormsstað og
ólst þar upp. Hann var við nám í
Bændaskólanum að Hólum í
Hjaltadal 1933-34, í skógræktamá-
mi í Danmörku 1936 og í Noregi
1937 en hefur síðan verið á nám-
skeiðum í Noregi. Eftir heimkom-
una var Páll skógarvöröur að Vögl-
um í tvö ár en gerðist síðan verk-
stjóri hjá foður sínum að Hallorms-
stað 1940 og gegndi þar verkstjóra-
störfum til 1983. Páll hefur alla tíð
verið mikill áhugamaður um skóg-
rækt og unnið henni mikið gagn á
ýmsum sviðum.
Alsystkini Páls: Bergljót, f. 1912,
gift Olafi Bjamasyni, starfsmanni
hjá Tollstjóraembættinu í Rvík;
Sigurður, f. 1917, d. 1968, b. á Sól-
heimum, kvæntur Amþrúöi Gunn-
laugsdóttur; Þórhallur, f. 1925, ís-
lenskufræðingur og verslunar-
skólakennari, kvæntur Önnu Þor-
steinsdóttur.
Hálfsystkini Páls, samfeðra:
Margrét, f. 1933, stúdent og kenn-
ari, gift Jóhannesi Helga Jónssyni
rithöfundi; Hjörleifur, f. 1935, al-
þingismaður og fv. ráðherra,
kvæntur Kristínu Guttormsson
lækni; Gunnar, f. 1935, kennari í
KHÍ, kvæntur Sigrúnu Jóhanns-
dóttur; Loftur, f. 1938, sagnfræðing-
ur, kvæntur Hönnu Kristínu Stef-
ánsdóttur kennara og Elisabet, f.
1943, félagsráögjafi hjá Ráðninga-
skrifstofu Reykjavíkurborgar, gift
Páh Skúlasyni lögfræðingi.
Foreldrar Páls vom Guttormur
Pálsson, f. 12. júlí 1884, d. 5. júní
1964, skógarvörður á Hallormsstað
og hreppstjóri í Vallahreppi, og
fyrri kona hans, Sigríður Gutt-
ormsdóttir, f. 17. maí 1887, d. 29.
október 1930. Seinni kona Gutt-
orms var Guðrún Margrét Páls-
dóttir, b. í Þykkvabæ í Landbroti,
Sigurðssonar og konu hans, Mar-
grétar Elíasdóttur. Guttormur var
sonur Páls, ritstjóra á Hallorms-
stað Vigfússonar, prests í Ási í Fell-
um, bróður Jóns, langafa Bjöms
búnaðarhagfræðings og Ólafs,
skrifstofustjóra í dómsmálaráðu-
neytinu. Vigfús var sonur Gutt-
orms, prófasts í Vallanesi Pálsson-
ar. Móðir Guttorms var Sigríður
Hjörleifsdóttir, prófasts og skálds á
Valþjófsstað Þórðarsonar, fóður
Guttorms, langafa Petrínu, ömmu
Kristjáns Eldjárns.
Móðir Vigfúsar var Margrét Vig-
fúsdóttir, prests á Valþjófsstað
Ormssonar, fóður Ingunnar,
langömmu Þorsteins Gíslasonar,
ritstjóra og skálds. Bróðir Margrét-
ar var Guttormur, langafi Herdísar
Þorvaldsdóttur leikkonu, móður
Hrafns Gunnlaugssonar.
Móðir Páls var Björg Stefáns-
dóttir, prófasts á Valþjófsstaö
Árnasonar. Móöir Stefáns var
Björg Pétursdóttir, sýslumanns á
Ketilsstöðum á Völlum Þorsteins-
sonar, fóður Guðmundar, langafa
Önnu, langömmu Ragnars Hall-
dórssonar. Móðir Bjargar Stefáns-
dóttur var Sigríður Vigfúsdóttir,
systir Margrétar í Vallanesi.
Móöir Guttorms skógarvaröar
var Elísabet Sigurðardóttir, próf-
asts og alþingismanns á Hallorms-
stað, bróöur Gunnars yngri, afa
Gunnars Gunnarssonar skálds og
langafa Soflíu, móður Haraldar
Sveinssonar, framkvæmdastjóra
Árvakurs. Sigurður var sonur
Gunnars, b. á Hallgilsstööum á
Langanesi Gunnarssonar, b. á Ási
Þorsteinssonar, ættfóður Skíða-
Gunnarsættarinnar. Móðir Elísa-
betar var Elísabet Guttormsdóttir,
systir Vigfúsar í Ásum.
Sigríður var dóttir Guttorms,
prófasts á Stöð Vigfússonar, bróður
Páls ritstjóra. Móðir Sigríðar var
Friðrika Sigurðardóttir, b. á Harð-
bak á Sléttu Steinssonar, b. á Harð-
bak Hákonarsonar. Móðir Steins
var Þórunn Stefánsdóttir, Scheving
prests á Presthólum, bróður Jór-
unnar, ömmu Jónasar Hallgríms-
sonar.
Móðir Friðriku var Friðný Frið-
riksdóttir, b. í Klifshaga Árnason-
ar, og konu hans Guðnýar Björns-
dóttur. Móðir Guönýar var Sigur-
laug Arngrímsdóttir, Runólfsson-
ar, bróður Hrólfs, langafa Einars,
afa Einars Kristjánssonar, rithöf-
undar frá Hermundarfelli.
Óskar Jóhannsson
Guðmundur Óskar Jóhannsson,
fv. kaupmaður í Sunnubúðinni, er
sextugur í dag.
Óskar fæddist í Bolungarvík.
Foreldrar hans eru Lína Dalrós
Gísladóttir og fyrri maður hennar,
Jóhann Sigurðsson, en hann lést
árið 1932 frá sex ungum bömum.
Lína býr enn í Bolungarvík með
seinni manni sínum, Jóni Ásgeiri
Jónssyni, en þau eignuðust fjögur
börn og á Lína nú hundrað sjötíu
og þrjá afkomendur á lífi.
Óskar flutti til föðursystur sinnar
í Reykjavík haustið 1940, þá tólf ára
að aldri. Hann var sendisveinn, af-
greiðslumaður og verslunarstjóri
hjá KRON og stundaði nám í kvöld-
skólum.
Óskar var sendur á fyrsta al-
þjóðamót ungra samvinnumanna á
Englandi árið 1946 og fór ásamt
Jóni Sigurðssyni í Straumnesi til
Svíþjóðar 1947 til að kynna sér nýj-
ungar í verslunarrekstri. Starfaði
hann þar m.a. í fyrstu kjörbúðinni
á meginlandi Evrópu, sem opnuð
var í Stokkhólmi í maí það ár.
Árið 1951 tók Óskar á leigu
Stjörnubúðina í Mávahlíð 26 og
nefndi hana Sunnubúðina.
Skömmu síðar kom Einar Eyjólfs-
son til samstarfs við hann og ráku
þeir Sunnubúðirnar einnig á
Laugateigi 24, Sörlaskjóli 42, Lang-
holtsvegi 17 og Skaftahlíö 24.
Eftir átján ára samstarf skiptu
þeir fyrirtækinu og nefndi Einar
sinn hluta Sunnukjör. Nokkrum
árum seinna seldi Oskar verslun-
ina í Sörlaskjóli og árið 1982 seldi
hann Sunnubúðina í Mávahlíð eftir
þrjátíu og eins árs rekstur.
Árið 1980 setti Óskar á stofn um-
boð fyrir Tandy - Radio Shack fyr-
irtækið í Bandaríkjunum, sem
framleiðir og selur tölvur og aðrar
rafeindavörur 1 ellefu til tólf þús-
und verslunum sínum víða um
heim.
Óskar seldi svo Tandy - Radio
Shack verslun sína og starfar nú
sem fulltrúi á skrifstofu borgar-
verkfræðings í Skúlatúni 2.
Eiginkona Óskars er Elsa Frið-
riksdóttir Þorvaldssonar, fram-
kvæmdastjóra Skallagríms hf. í
Borgarnesi, og Helgu Ólafsdóttur,
konu hans, en þau eru bæði látin.
Börn Óskars og Elsu eru: Helga,
ílugfreyja hjá Flugleiðum hf.; Rósa,
innkaupastjóri hjá Hagkaup, gift
Jóni Gunnari Hannessyni, skrif-
stofustjóra hjá Ágústi Ármann;
Friðrik Þór, tölvufræðingur hjá
Frum hf., og Óskar Jóhann, sölu-
maður í tölvudeild Kristjáns Ó.
Skagfjörð, kvæntur Jónu ísaks-
dóttur. Fyrir hjónaband eignaðist
Óskar dóttur, Sigrúnu, en móðir
hennar er Sigríður Jóhannesdóttir.
Maður Sigrúnar er Sigurður Þor-
leifsson, byggingatæknifræðingur í
Hafnarflrði.
Systkini Óskars eru Guðmunda,
gift Kristjáni Pálssyni á ísafirði;
Gísli, kvæntur Gyðu Antoníus-
dóttur á Hjalteyri; Guðbjörg, gift
Kristni Finnbogasyni í Garðabæ;
Áslaug, gift Jóhannesi Guðjónssyni
í Kópavogi, en hann er látinn; Jó-
hann Líndal, kvæntur Elsu Gests-
dóttur í Njarövíkum.
Börn Línu og Jóns eru: Alda, gift
Ingiberg Jensen í Reykjavík; Her-
bert, en hann er látinn, var kvænt-
ur Steinunni Felixdóttur í Reykja-
vik; Sigurvin, kvæntur Halldóru
Guðbjörnsdóttur í Reykjavík, og
Sveinn Viðar, kvæntur Auði Vé-
steinsdóttur í Reykjavík.
Óskar starfaði mikið að félags-
málum kaupmanna. Hann var
formaöur Félags matvörukaup-
manna í ijögur ár. í framkvæmda-
stjórn Kaupmannasamtaka íslands
í sjö ár, þar af varaformaður í tvö
ár. Fulltrúi Kaupmannasamtak-
anna í framkvæmdastjórn Versl-
unarráðs íslands og í stjórn og
formaður Innkaupasambands mat-
vörukaupmanna um árabil.
Óskar er að heiman í dag.
Hansína M.
Gísli Gíslason
KristleHsdóttir
Hansína Metta Kristleifsdóttir
húsmóðir, til heimilis að Stórholti
26, Reykjavík, er sjötug í dag.
Hansína Metta fæddist að Efri-
Hrísum I Fróðárhreppi, dóttir Soff-
íu Árnadóttur og Kristleifs Jóna-
tanssonar, bónda og skipstjóra, en
þau eru bæði látin.
Fyrri maður Hansínu Mettu var
Guðbjörn Halldórsson, leigubíl-
stjóri í Reykjavík, en hann lést 1960.
Hansína og Guðbjöm eignuöust
sjö börn. Þau eru: Kristleifur, f.
1938, lögregluþjónn í Reykjavík;
Aldís, f. 1939, húsmóðir í Reykjavík;
Guörún, f. 1943, húsmóðir á Skaga-
strönd; Halldór, f. 1946, skósmiður
í Reykjavík; Sólrún, f. 1949, hús-
móðir í Ólafsvík; Hrefna, f. 1952,
húsmóðir í Ólafsvík, og Gíslina, f.
1953, húsmóðir í Ólafsvík.
Seinni maöur Hansínu Mettu er
Guðmundur Kristjánsson, sjómaö-
ur og síðar bílstjóri hjá Mjólkur-
samsölunni í Reykjavík.
Hansína Metta tekur á móti ætt-
ingjum og vinum í Þórskaffi laug-
ardaginn 28.5. frá 14-18:00.
Gísli Gíslason, Urðargötu 9, Pat-
reksfrrði, varð sjötugur á laugar-
daginn.
Gísli fæddist að Hvammi á Barða-
strönd og ólst þar upp til sextán ára
aldurs. Hann var vinnumaður að
Saurbæ á Rauðasandi frá 1934-43,
lausamaður í Hvammi frá 1943-61
en auk þess var hann í vegavinnu
á Barðaströndinni frá 1944-60.
Hann starfaði við frystihúsið á
Tálknafirði frá 1961-65 og á vertíð
í Grindavík frá 1966-72 en var á
sumrin í símavinnu á Vestfjörðum
frá 1966-71. Gísli starfaði við félags-
heimilið á Patreksfirði 1972 og vann
í frystihúsinu á Patreksfirði frá
1972-73. Hann hefur verið starfs-
maður Patreksfjaröarhrepps frá
1973.
Systkini Gísla: Guðrún, f. 31.8.
1914, gift Jóhannesi Hallssyni, b. á
Ysta-Leiti á Skógarströnd; Hákon-
ía, f. 14.11. 1915, gift Karli Sveins-
syni, b. í Hvammi; Kristján Pétur,
f. 22.7.1919, lausamaður í Hvammi;
Guðmundur, f. 16.8. 1920, viðgerð-
armaður hjá Granda í Reykjavík;
Gunnar, f. 5.12.1921, húsasmiður í
Reykjavík, kvæntur Sigrid Gísla-
son; og Hjalti, f. 5.5.1923, húsasmið-
ur í Reykjavík.
Foreldrar Gísla voru Gísli Gísla-
son, b. að Hvammi, og kona hans,
Salóme Guðmundsdóttir.
Til hamingju með daginn
85 ára
Kristjana Vilhjálmsdóttir, Neðri-
Dálksstöðum, Svalbarðsstrandar-
hreppi, er áttatíu og fimm ára í dag.
80 ára__________________
Magnús ögmundsson, Kleppsvegi
132, Reykjavík, er áttræður í dag.
75 ára________________________
Hildur Árnason, Vestur-Sámsstöð-
um H, Fljótshlíöarhreppi, er sjötíu
og fimm ára í dag.
70 ára
Aðalbjörg Ásgeirsdótttir, Hjálm-
holti 7, Reykjavík, er sjötug í dag.
60 ára
Björg Finnbogadóttir, Kotárgerði
20, Akureyri, er sextug í dag.
Fjóla Pálsdóttir, Heiðargerði 42,
Reykjavik, er sextug í dag.
50 ára
Ásrún Sigurbjartsdóttir, Hvaleyr-
arbraut 7, Hafnarfirði, er fimmtug
í dag.
ólafur Pólsson, Birkihlíð 12, Sauð-
árkróki, er fimmtugur í dag.
Elías Kristjánsson, Skjólbraut 1,
Kópavogi, er fimmtugur í dag.
Sigríður Sigurþórsdóttir, Rjúpu-
felli 2, Reykjavík, er fimmtug í dag.
Birgir Sveinsson, Smáratúni 19,
Keflavík, er fimmtugur í dag.
40 ára
Sæmundur Vilhjálmsson, Hjalla-
braut 4, Hafnarfirði, er fertugur í
dag.
Sigríður Ólafsdóttir, Engjavegi 61,
Selfossi, er fertug í dag.
Guðlaugur Hallgrímsson, Gígju-
lundi 6, Garðabæ, er fertugur í dag.
Tilmæli til
afmælisbama
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstand-
endur þeirra til að senda því myndir og
upplýsingar um frændgarð og starfssögu
þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast
í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur
myndir