Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Síða 2
2
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988. "
Fréttir
Ekkert varð af sölu á
Hollday Inn hótelinu
Guðbjóm Guðjónsson hefur nú hafið viðræður við etfenda fjármálamenn
Ekki tókst samkomulag milli
Guðbjörns Guðjónssonar, eiganda
Holiday Inn, og nokkurra athafna-
manna um kaup á hótelinu. Upp-
haflega var boðið í hótelið um 200
milljónir. Samningaviðræður slitn-
uðu þar sem Guöbirni fannst til-
boðiö ekki nógu gott. Hann stendur
nú í viðræöum við erlenda aöila
um sölu á hótelinu.
„Þetta var ailt í góðu. Málið var
ekki komiö á þaö stig að þeir vaeru
byijaðir að borga. Það samdist ein-
faldlega ekki um kaupverðið og
greiöslufyrirkomulag. Þetta er
stórt og dýrt hús og því fýigir mik-
ill flármagnskostnaður," sagði
Guðbjöm Guöjónsson.
Að sögn Guðbjöms er staða hót-
elsins ekkert of góð. Reksturinn
gengrn- þó vel núna en vegna fjár-
magnskostnaöar og lélegrar út-
komu í vetur er staðan vond. Guð-
bjöm sagöi aö hann yrði að selja
hluti í fyrirtækinu til að létta Qár-
magnsbyrði. Þaö yrði gert.
Meöai þeirra sem gerðu tilboðiö
á sínum tima voru Páll G. Jónsson
í Pólaris, Rolf Johansen, Ólafur
Torfason, fyrrum kaupmaöur í
Garöakaupum, og Sigurður Jónas-
son í Frura. Áður höfðu Flugleiðir
gert tilboö í hótelið en upp úr þeim
viöræðum slitnaði einnig. Guö-
bjöm mun nú vera í viðræðum viö
erlenda fjármálamenn, meöal ann-
ars frá Þýskalandi og Bretlandi.
-gse
Það finnast varla meiri íslandsvinir en skákfjölskyldan ungverska sem er nú komin í annaö sinn á skömmum tíma
hingað til lands til að gleðja skákáhugamenn. Polgarfjölskyldan sagðist hlakka til að dveljast á Egilsstöðum og
kættist mikið þegar þeim var tjáð að þar mætti jafnvel finna tré. Það fannst þeim góðs viti. DV-mynd S
Verður samið í ál-
verinu í dag?
- Samkomulag liggur fýrir
Samkomulag virðist vera að nást
í álversdeilunni en í dag verður bo-
rið undir atkvæði starfsmanna sam-
komulag um nýjan kjarasamning
sem náðist í gærkvöldi. Að sögn Am-
ar Friðriksson yfirtrúnaðarmanns
verður ljóst seinni hluta dags hvort
starfsmenn samþykkja þetta sam-
komulag.
Sem kunnugt er felldu starfsmenn
samning þann sem forsvarsmenn
ísal lögðu fram fyrir undirritun
bráðabirgðalaganna. Sá samningur
var allmennt talinn betri en þau
ákvæði sem í bráðabirgðalögunum
felast, en það fól í sér 13 % hækkun
við gildistöku auk áfangahækkana.
Nú munu menn vera á því að þessu
samkomulagi hafi í raun aldrei verið
formlega hafnaö og samkvæmt
heimildum DV mun samkomulagið
nú aö mestu byggjast á því.
Ef starfsmönnum hefur tekist að
fá hækkanir umfram það er spuming
hvort það sé löglegt. Þeir lögfróöu
menn, sem DV leitaði til í morgun,
treystu sér ekki til að segja hvort það
stæöist -SMJ
Polgar-fjölskyldan komin aftur
- systumar munu tefla á skákmótinu á Egilsstöðum
Polgar-systumar ungversku em
komnar aftur til landsins en eins og
kimnugt er þá stóðu þær sig frábær-
lega á Reykj avíkurskákmótinu fyrr
á árinu. Aö þessu sinni ætla þær að
tefla á Austurlandsmótinu í skák
sem hefst nú 5. júní.
Eins og vanalega em foreldrar
stúlknanna með þeim og sögðust þau
öll vera mjög ánægð með að vera
komin aftur til íslands. Móttökumar
hér síöast hefðu verið frábærar og
þá hefðu þær allar náð ágætum ár-
angri á mótinu. Stúlkumar stefna
allar hátt í skákinni og eftir mótiö
hér heima halda þær til Frakklands
og tefla á sterku móti þar sem m.a.
Kortsnoj verður meðal þátttakenda.
Síðar á árinu ætla þær að taka þátt
í heimsmeistaramótum í skák í sín-
um aldursflokkum, Judit undir 12
ára, Zsusua undir 16 ára og Soffia
undir 20 ára. Judit náöi fyrir stuttu
áfanga að alþjóðlegum titli og er
yngst þeirra skákmanna sem það
hefúr tekist.
Stúlkumar stunda ekki nám í skóla
heldur kenna foreldramir þeim en
þær segjast eyöa íjórum tíl fimm
stundum á dag í skákrannsóknir.
-SMJ
24 grænienskir nemar i kynmsferð a Islandí:
„Hér eni svo margir bílar“
- varð eíiuim þelira að orði
Hér á landi er staddur hópur
nema og kennara frá Julianehaab
á Grænlandi, Nemamir, sem eru á
aldrinum 19-28 ára, komu tíl lands-
ins á þriðjudag og halda aftur heim
á leiö nk. fimmtudaginn.
„Ég hélt það rigndi á hveijum
degi á íslandi,“ sagði einn nemanna
í samtali við DV í gær. „Þvi kom
mér góða veörið mjög á óvart"
. Ungmennin eru í kynnisferö á
íslandi. Aö sögn eins kennara
þeirra er þetta liður í skólanámi
þeirra en þau eru öll nemendur á
síðasta ári í verkmenntaskóla í
Julianehaab. Á meðan á dvölinni á
íslandi stendur vinna þau að skrif-
legu verkefni um framleiðslu
smærri fyrirtækja. Þau munu m.a.
heimsækja innlend fyrirtæki í ulla-
riðnaði, fiskiðnaði og skinnaiönaði.
„Reykjavik er mjög stór raiðað
við Julianehaab," sögðu þau. „en
þar búa einungis um 3000 manns.
Islendingar eru yndislegt fólk og
við höfúm alls staðar mætt hlýju
viðmóti. Ástæöan fyrir þvi að Is-
land var valiö sem áfangastaður
kynnisferðarinnar var sú að við
höfum heyrt mikiö um landiö. Að
auki tala íslendingar dönsku og
það auðveldar okkur mikið.“
Grænlensku nemarnir kosta ferð
sína hingaö sjálfir. Ferðin var
ákveðin í nóvember í fyrra en í jan-
úar á þessu ári hófst sjálfur undir-
búningurinn. Þeir söfnuöu fé til
fararinnar á ýmsan hátt, m.a. með
bingói og sölu á notuðum fatnaði.
Grænlensku nemamir munu
ferðast nokkuð um landið á meðan
á dvöl þeirra stendur. Ætlunin er
að sjá Gullfoss og Geysi, auk ann-
arra merkra staða.
-StB
Mildari tillaga
gegn vísindaveið-
um samþykkt
- hefur ekki áhrif á hvalveiðar okkar, segir Halldor
Á fundi Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins, sem lauk í nótt í Auckland á
Nýja Sjálandi, var samþykkt tillaga
sem mælir gegn veiöum en með
mildara orðalagi en upprunalega
tillagan, sem lögð var fram í fyrri-
nótt, gerði ráð fyrir.
Aö sögn Halldórs Ásgrímssonar
er þetta ósigur fyrir hvalfriðunar-
menn en algerir hvalfriðunar-
sinnar hafa tapað meirihluta sín-
um í ráðinu. í tillögunni, sem sam-
þykkt var, er farið bil beggja. Fjórt-
án þjóðir greiddu henni atkvæði.
Fjórar þjóðir voru á mótí en það
voru hvalveiðiþjóðimar ísland,
Noregur, Sovétríkin og Japan. Tíii
þjóðir sátu hjá.
Sjávarútvegsráðherra sagði að
samkomulagið hefði engin áhrif á
Ottawa samkomulag íslendinga og
Bandaríkjamanna og því gætu
hvalveiðar okkar í vísindaskyni
hafist á tilsettum tíma en þær hefj-
ast nú í júní.
-SMJ
Yfímefnd fundar um fiskverð:
Akvörðun gæti
komið í dag
Yfimefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins fundar um nýtt fiskverð í
dag. Að sögn Helga Laxdal, fulltrúa
seljenda í yfimefnd, gætí ákvörðunar
verið að vænta í dag. „Ef fiskverð
verður ekki ákveðið í dag má búast
viö að viðræður verði eitthvaö áfram
næstu daga,“ sagöi Helgi í samtali
við DV í morgun.
-StB
Togarasalan til arabalandanna:
3,5 milljarðar fyrir sextán gamla togara
- verðið langt fýrir ofan gangverð skipanna hér á landi
Samkvæmt heimildum DV hefúr
Stálvík boðið þá 16 togara, sem tíl
stendur að selja til arabalanda, á um
5 milljónir dollara hvem togara eða
um 220 milljóiúr króna. Þetta verð
er milljónatugum yfir því verði sem
togarar með kvóta ganga á hér.
Ef af sölu verður getur því farið svo
aö um 3,5 milljarðar fáist fyrir aUa
togarana. Auk þess stendin* til að
selja 14 litla fiskibáta.
Jón Sveinsson, starfandi stjómar-
maður í Stálvík, vildi ekki staðfesta
þetta í samtali viö DV. Jón vildi held-
ur ekki segja hvaðan tílboðiö kæmi
á annan hátt en þann að það væri frá
arabalöndum. Hann sagði þó að um
nokkra einkaaðila væri aö ræða en
hann semur viö umboðsskrifstofú.
Jón sagðist enn ekki hafa öll þessi
skip trygg en taldi lítinn vafa á því
að hann gætí safnað þeim saman hér
innanlands. Ef ekki þá gæti hann
keypt þau í nágrannalöndum okkar.
-gse