Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988.
Utlönd
Lætur ekki yta ser ut i
kjarnorkuvopnasamninga
vildi hann sjá slíkt samkomulag
veröa aö yeruleika en hins vegar
væri mikilvægara að ná góöum
samningi heldur en að flýta sér að
undirrita fljótfærnislegt skjal af ein-
hverju tagi. Samningur um helmings
fækkun langdrægra kjarnorkuvopna
væri mun flóknara fyrirbæri en
samningurinn um eyðingu meðal-
drægra vopna, sem leiðtogarnir und-
irrituðu í desembermánuði síðast-
liðnum og tók gildi á Moskvufundin-
um nú.
Reagan fór í gær flugleiðis til Bret-
lands þar sem hann stoppaði í einn
sólarhring til þess að skýra Thatcher
frá gangi mála á leiötogafundinum.
í London hvatti Reagan Vesturlönd
til þess að styðja við bakið á Mikhail
Gorbatsjov aðalritara í viöleitni hans
við að koma á úrbótum í sovéskum
stjórnarháttum og hagkerfi. Sagði
Reagan að áætlanir Gorbatsjovs fælu
í sér möguleika fyrir Sovétmenn til
þess aö öölast nýtt líf.
Forsetinn sagði, í kvöldverðarboði
sem Thatcher hélt honum og Nancy
eiginkonu hans í gærkvöldi, að hann
væri þess fullviss að sovésk alþýða
sæi nú möguleika til betra lífs fram-
undan. Sagði forsetinn að því meir
sem Vesturlönd aðstoðuöu Sovétrík-
in á þessu breytingaskeiði því meir
myndu stjórnvöld þar í framtíðinni
verða að lúta vilja fólksins.
Um hádegisbihð í dag mun Reagan
flytja ávarp þar sem hann mun rekja
gang mála á leiðtogafundinum opin-
berlega og greina frá viðhorfum sín-
um gagnvart samskiptum austurs og
vesturs í framtíðinni.
Ávarp þetta verður jafnframt eins
konar kveðjuræða hans til Evrópu-
ríkja. Bandarískir embættismenn
sögðu í gær að í ræðu sinni myndi
Reagan leggja áherslu á samband
Bretlands og Bandaríkjanna, skýra
frá stöðu alþjóðamála frá sínum sjón-
arhóli og rekja hvað áunnist hefur
meðan hann hefur setið í forsetastóli.
Fundur Reagans og Thatcher í gær
var hinn nítjándi sem þau hafa átt á
Reagan forseti umkringdur lífverði Bretadrottningar. Simamynd Reuter
undanfórnum sjö árum. Ljóst er að
þau munu hittast að minnsta kosti
einu sinni enn, þar sem Reagan mun
hafa boðið Thatcher að koma til
Washington í haust, að afloknum for-
setakosningum þar. Mun breski for-
sætisráðherrann þegar hafa þegið
boðið.
Reagan átti í morgun að hitta No-
boru -Takeshita, forsætisráðherra
Japans, að máli í London, áður en
hann heldur heimleiðis.
Forsetinn með Margaret Thatcher, forsætisráherra Bretlands, í gær.
Simamynd Reuter
Forsetahjónin sátu í gær teboö
Bretadrottningar og hér er forseta-
frúin með drottningunni.
Simamynd Reuter
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
sagði í gær, á fundi sínum með Marg-
aret Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, að hann myndi ekki láta
ýta sér í einhveijum flýti út í undir-
ritun samninga um gagnkvæma
fækkun á langdrægum kjarnorku-
vopnum stórveldanna tveggja,
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, á
þeim tíma sem hann á eftir í emb-
ætti. Vonir höíðu staðið til að leið-
togar stórveldanna, Reagan forseti
og Gorbatsjov, aðalritari sovéska
kommúnistaflokksins, næðu veru-
legum árangri í viðræðum sínum um
slíkan samning á leiðtogafundinum
í Moskvu. Fundinum lauk hins yegar
í gærmorgun án þess að þeim virðist
hafa tekist að þoka málum neitt
verulega áleiöis til þeirrar helmings
fækkunar sem vonast er eftir.
Reagan sagöi í gær að vissulega
VERSLUNARMENN
SÉRSTAKLEGA VELKOMNIR
Dagskrá:
Diskótekið, meiri háttar fjör
Píanóbarinn, nýjung sem kemur á óvart.
Snyrtivörukynning: Snyrtivörur frá Revlon.
MORGUNINN EFTIR
m
.. sofið þið út
m
Wm
FÖSTUDAGURINN 3
Brautarholti 20. Símar 23333 og 23335
Opið 10-3. Miðaverð kr. 500.