Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Page 11
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988. 11 Utlönd Róttækar breytingar í Schleswig-Holstein Gizur Helgason, DV, Liibeck: Schleswig-Holstein hefur nú fengið nýja ríkisstjóm. Hinn 47 ára gamh Björn Engholm, sem er sósíaldemó- krati, er ásamt samráðherrum sín- um fluttur inn á stjórnarskrifstof- umar í Kiel eftir að sósíaidemó- kratar höfðu náð hreinum meiri- hluta við fylkiskosningarnar fyrir þremur vikum. Þegar Bjöm Engholm sór embætt- iseið sinn í vikunni sem forsætisráð- herra Schleswig-Holstein setti hann ekki aðeins punktinn aftan við 38 ára valdatíð kristilegra demókrata held- ur var eiðurinn einnig endapunktur á þeirri stjórnmálalegu hryllings- mynd sem var undir stjórn fyrir- rennara hans, Uwe Barschels. Sáttahönd Það mátti að minnsta kosti gjörla skilja á Engholm í stuttri ræðu við embættistökuna til fylkisþingsins. í þeirri ræðu rétti hann fram sátta- hönd til stjómarandstöðunnar og þegar sáttahöndin kemur einmitt frá þeim aðila sem var helsti skotspónn baktals og rógburðar, persónunjósna og annarra óþverraverka þá verður maöur aö álíta hún sé fram rétt af einlægni. Engholm ræddi mjög í kosninga- baráttu sinni um þann nýja stíl sem hann myndi innleiða ef hann kæmist til valda. Hann hefur nú sýnt svo að ekki varð um villst að hér var ekki um tóm kosningaloforð að ræða. - Hann lýsti því yfir við embættistök- una að allar opinberar ákvaröanir myndu teknar til umræðu í þinginu áður en nokkuð yrði aðhafst og á þann hátt gæfist kristilegum demó- krötum, sem nú sitja í stjómarand- stöðu, möguleiki á þvi að vera það sem stjómarandstöðu í nútímaþjóð- félagi ber að vera, þaö er segja eftir- Utsaðili með ákvörðunum og verkn- aði ríkjandi stjómvalds. Nýir tímar Þetta virðist ugglaust flestum sjálf- sagt mál en þannig hefur þaö bara ekki verið þau 38 ár sem kristilegir demókratar fóm með völdin í Schles- wig-Holstein. Barschel-hneyksliö íjallaði ekki aðeins um valdníðslu eins manns, það fjallaöi fyrst og fremst um samkrull flokks- og ríkis- mála og þar eð kristilegir demó- kratar höfðu ætíð hreinan meiri- hluta á þinginu í Kiel voru þeir ekki vanir að leyfa stjórnarandstöðu sós- íaldemókrata aö fá nauðsynlegar upplýsingar um gang mála. Þingiö varð því eins konar gúmmístimpill fyrir þær ákvarðanir er teknar vora á skrifstofu forsætisráðherrans. Engholm lýsti því yfir að sá tími væri liðinn og að nú fengi þingið aft- ur þá lýðræðislegu starfsemi sem því væri ætlaö enda þótt meiri hluti sós- íaldemókrata gæti leyft þeim að beita gömlu aðferðinni. Fjármálavandi En ýmsar fleiri og alvarlegri ástæð- ur liggja að baki ákvörðun Engholms um að hvetja öll stjómmálaleg öfl til að vinna að því marki að leysa vandamál fylkisins. Fjármálavandi þess er hrikalegur, atvinnuleysið mikið og vaxandi. Engholm hefur því hvatt til samvinnu innan atvinnulífs- ins í heild sem er í reynd átak fyrir sósíaldemókratískan flokk í Vestur- Þýskalandi og Engholm var að minnsta kosti á vinstri væng flokks- ins. Nýi stíllinn hjá Engholm kemur einnig greiniléga í ljós í nýjum inn- réttingum á skrifstofu forsætisráð- herrans. Málarar og smiðir hafa ver- ið á fullri ferö við breytingar á skrif- stofu þeirri er áður tilheyrði Uwe Barschel. Þungu, dimmu glugga- tjöldin eru á burt. Það sama er að segja um þung og glæsileg skrifborð sem þar voru. í staöinn eru komin létt og þægileg húsgögn frá fyrirtæki sem Engholm kallar „glötuð, sænsk húsgagnaframleiösla". Hann hefur auðsjáanlega ekki þörf fyrir gervi- ljóma valdsins. Bjorn Enghoim (til hægri) ásamt felaga sínum í Sósíaldemókrataflokknum í Hamborg, Klaus von Dohnanyi. Simamynd Reuter . SPARAÐU SPORIN ÞU ÞARFT EKKILENGUR AÐ UMSKRÁ Frá 1. júní þarf ekki lengur að umskrá bifreið þegar hún er seld úr einu umdæmi í annað eða eigandi flytur á milli umdæma. Umskráningar verða þó heimilar til 31. desember n.k. Við sölu á bifreið þarf því eftirleiðis einungis að senda nákvæmlega útfyllta sölutilkynn- ingu ásamt eigendaskiptagjaldi kr. 1.500.- til Bifreiðaeftirlits ríkisins, eða fógeta og sýslumanna utan Reykjavíkur. Dómsmálaráðuneytið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.