Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988. Spumingin Ferð þú á skemmtistaði borgarinnar? Hannibal Sigurvinsson: Þaö er nú ekki mikið, á Hótel Borg einna helst. Kolbrún Kristjánsdóttir: Mjög lítið, en ég fer svolítið á matsölustaðina. Ragnhildur Jónsdóttir: Nei, lítið, ég fer helst á Borgina ef ég fer eitthvaö. Matthildur Guðbrandsdóttir: Ekki neitt. En ég fer á veitingastaöi, út að borða. Hafdís Viggósdóttir: Auðvitað geri ég það. Lækjartunglið og Broadway eru í uppáhaldi hjá mér. Jökull Jörgensen: Nei, sama og ekk- ert, áhugamáhn eru upp til fjalla. Lesendur_________________________ i>v Olíusvæði til sölu - í Noregi: Hvað gerum við? Þórður Jónsson skrifar: Þegar sífellt er verið aö tala um hvernig við íslendingar eigum að bregðast við aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum, t.d. vegna minnk- andi framlegðar frá sjávarafla, t.d. vegna ofstjórnunar og vanstjórn- unar í senn og minnkandi gjaldeyr- isforða vegna gegndarlausrar eyðslu landsmanna í óþarfa fjár- festingar, þá eru aðrar þjóðir sífellt að finna arðbærar leiðir til að auka við efnahag sinn og nota til þess ráð sem hér væru úthrópuð sem landráð, fóðurlandssvik eða annaö í þeim dúr. í fréttum frá Noregi kemur fram að stjórn Verkamannaflokksins þar segist nú tilbúin að selja oliu- og gasvinnslusvæði ríkisins í Norð- ursjó. Söluverðmæti þessara svæða nemur tugum milljarða í norskum krónum. Útlend fyrir- tæki, sem stunda olíu- og gas- vinnslu, hafa þegar lýst áhuga á að kaupa þessi svæöi af Norðmönn- einhver stjórnmálaflokkurinn legði til að við íslendingar seldum eitthvað af fiskimiðum pkkar öðr- um þjóðum til afnota? Ég ætla nú ekki að minnast á vinstri flokkana. En athyglisvert er að í Noregi er það Verkamannaflokkurinn sem kemur fram með hugmyndina. Það þarf varla aö orðlengja að hér myndi sá stjórnmálaflokkur, sem léti frá sér fara slíka hugmynd, ekki þurfa að taka þátt í kosningum eftirleiðis. En er þetta svo vitlaus hugmynd hjá Norðmönnum? Þeir hafa lengi ekki nýtt öll þau hafsvæði, þar sem olía er unnin, og leigt þau til ann- arra þjóða til vinnslu. Þetta gætum viö íslendingar að sjálfsögðu gert við flskimið okkar. Við gætum leigt þau hæstbjóðanda til að stunda veiðar. Er það einhver íjarstæða, ég bara spyr? Hvað halda menn að við veröum að gera þegar að því kemur að við göngum til samninga við Evrópu- bandalagið? Þá kemur að því, og það án nokkurs vafa, að við verð- um að láta eitthvaö í staðinn. Og hvað er þetta „eitthvað“ sem við höfum handbært? Ekkert annað en hluti fiskimiðanna, annaðhvort með beinum og fjrálsum aðgangi Evrópuþjóðanna eða verða af samningum ella. Það er ekki til neins að eiga auð- lindir ef ekki má nýta þær. Það er nægur fiskur í sjónum í fiskveiði- lögsögu okkar og miklu meira en flskifræðingar halda fram. Þetta vita sjómenn sem hafa áratuga reynslu og þekkingu á hafsvæðun- um allt í kringum landið. - En það er eins og svo oft áður, að við bind- um allt of miklar vonir við að aðrar þjóðir geri einhverja sérsamninga við okkur með einhyerjum sérkjör- um. Það er einfaldlega liöin tíð. En hver hefði trúað því fyrir svo sem áratug aö Norðmenn myndu fara þá leið að selja útlendingum hluta auðlinda sinna? Þeir gera þetta meðan olían er enn eftirsókn- arverð. En það veröur hún ekki lengi úr þessu. Þeir nota auðlindir sínar sem beina verslunarvöru. - Hvaö gerum við? um. Hvað myndu menn segja hér ef Eigum við að fara að dæmi Norðmanna? - Olíupallur dreginn á haf út frá Stafangri í Noregi. Ekið á Lödubrfreið - Vitni vantar Margrét skrifar: Ég skrifa ykkur fyrir hönd vinkonu minnar sem varð fyrir því að ekið var á bifreið hennar meðan hún sat sjálf í henni en ökumaður bifreiðar- innar, sem ákeyrslunni olli, stakk af. 'Þannig var að vinkona mín sat í bifreið sinni, brúnni Lödu, fyrir utan hús DV í Þverholti. Þá finnur hún að ekið er á bifreiðina. Hún fer út til að athuga málið og sá þá að sendibif- reiö hafði valdið ákeyrslunni. Eig- andi eða ökumaður sendibifreiðar- innar stóð þá við hliö bíls síns og virtist vera aö þurrka af honum og stóð þannig að ekki sáust neinar skemmdir á bíl vinkonu minnar. Eigandi sendibílsins tók þannig til orða að „þetta væri allt í lagi og eng- ar skemmdir sæjusf‘. - Þessu trúði vinkona mín, án þess að athuga verksummerki frekar. Nú kom það hins vegar í ljós að Lödubifreið henn- ar er talsvert mikið dælduð hægra megin (eins og sést vonandi á mynd sem ég sendi með þessum línum). Nú vil ég fyrir hennar hönd lýsa eftir bílstjóranum sem ók á brúna Lödubílinn fyrir framan DV-húsið og að hann gefi sig fram eða sá eða þeir sem sáu þennan atburð. - Ég hef fengið vilyrði lesendadíðu DV fyrir aö taka viö upplýsingum um þetta. Einnig má hringja beint til eiganda Lödubifreiðarinnar í síma 72826 (eftir vinnutíma). Ekið á Lödubifreið. - Dæld í hægri hlið. Uppl. vantar. Misnotkun orða í sjónvarpi Ingvar Agnarsson skrifar:, - Ég hef aldrei heyrt að orðiö Mjög er skaðlegt þegar þeir sem „trekkur“ sé notað um veðurfar. eiga að vera okkur til fyrirmyndar Það er aðeins haft um það fyrir- um málfar, þ.e. fjölmiðlamenn og bæri innanhúss þegar dragsúgur, aðrir slíkir, misþyrma málinu á súgur eða gustur kemur inn um einn eða annan hátt. í sjónvarpinu hálfopna glugga eða dyr eða þegar voru fyrir skömmu lesnar veður- blæs inn um rifur á óþéttum veggj- frétir að vanda að loknum kvöld- um. fréttum. Ég hnaut þar um afleitan Að nota orðið „trekk“ um veður- málfarshnökra. far er áreiöanlega röng notkun á Veðurfræðingurinn mælti á þessu oröi og er vonandi að fleiri þessa leiö; „Það er talsvert frost og taki það ekki upp. trekkur á landinu þessa dagana.“ Um þjóðarhag og fleira Fríða hringdi: Alltaf vex skuldasúpan hjá Sam- bandinu og nú er svo komið að Landsbankinn er sagður vera valtur á fótunum, sumir segja að hann sé að fara á hausinn vegna þessa. En það ætti að rætast úr því þegar nú- verandi formaður SÍS verður banka- stjóri í haust i banka allra lands- manna. En ég ætlaði að koma að nokkrum orðum um þjóðmál almennt og tel þá brýnast að minnast á deilu þá sem upphófst í álverinu við Straumsvík fyrir mörgum vikum og er ekki leyst ennþá. Hvernig skyldu starfsmenn þar hugsa til framtíðarinnar að því er varöar atvinnuöryggi og áfram- haldandi starfsemi? Dettur þeim aldrei í hug að þessi starfsemi verði einfaldlega lögð niöur við þær að- stæður sem þarna eru ár hvert meö verkfóllum og hótunum? Eða þá sjómenn sem núna eru aö krefjast hækkunar á fiskverði þótt vitað sé að fiskurinn skilar minni verðmætum en áður og ekkert útlit fyrir hækkun á þessari einu raunút- flutningsvöru okkar í náinni fram- tíö? - Sýna þessi þrjú mál, baggi okk- ar vegna Sambandsins, vandi Lands- bankans, vinnudeilur í álverinu og togstreita í sjávarútvegi, ekki í hnot- skurn vanda okkar sem þjóðar? - Hversu lengi geta skattgreiðendur sætt sig við svona heimatilbúinn vanda af mannavöldum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.