Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Page 26
42
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988.
Afmæli
t
Friðrik P. Dungal
Friörik Pálsson Dungal forstjóri,
til heimilis aö Meistaravöllum 11,
Reykjavík, er áttræður 1 dag.
Friörik fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann stundaði nám
viö MR á árunum 1921-25 en fór
síðan til Þýskalands 1928 þar sem
hann lagði stund á tannsmíðanám
í tvö ár. Eftir að Friðrik kom heim
stofnsetti hann fyrsta sjálfstæða
tannsmíðaverkstæðið hér á landi
og vann þá fyrir ýmsa tannlækna
en jafnframt starfrækti hann inn-
flutningsverslun með tannlækn-
ingatæki og efni til tannlækninga
ásamt ýmsum öðrum lækninga-
tækjum. Var það fyrsta sérverslun
sinnar tegundar hér á landi. Frið-
rik varð meðeigandi fyrirtækisins
Remedia hf. árið 1933 og síðan eini
eigandi þess en hann var forstjóri
þess til 1974.
Friðrik var búsettur í Reykjavík
til ársins 1942 en keypti þá Útsali á
Seltjamamesi og bjó þar í fjölda
ára en flutti síðan aftur til Reykja-
víkur.
Friðrik var einn af stofnendum
Sjáifstæðisfélags Seltiminga árið
1959 og var formaður þess í allmörg
ár.
Friðrik er þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Ilse M. C. Frohns, f.
í Stettin í Póflandi 18.1.1911, dóttir
Adolfs Johannesar Frohns í Berlín
í Þýskalandi og Ellu Hönnu Hilde-
gard. Sonur þeirra var Haraldur
Dungal tannlæknir, f. 4.9. 1931, d.
31.3. 1978 en kona hans var Inga
Bima Gunnarsdóttir og eignuöust
þau tvo syni. Friðrik og Ilse skildu.
Önnur kona Friðriks var María
Bóthildur Jakobína, f. 6.5. 1913, d.
3.1. 1966, dóttir Jóns Eyjólfssonar,
gullsmiðs á ísafirði og síðar í
Reykjavík, og konu hans, Bryn-
hildar Pétursdóttur. María var áð-
ur gift Birni, syni Sveins Bjöms-
sonar forseta, og átti með honum
tvær dætur.
Friðrik og María eignuðust fimm
böm. Þau eru: Höskuldur Dungal
vélstjóri, f. 24.4.1940, kvæntur Guð-
rúnu Árnadóttur, en þau eiga tvö
böm á lífi; Hildigunnur Dungal,
húsmóðir í Garðabæ, f. 12.2. 1942,
gift Rafni F. Johnson, forstjóra
Heimilistækja hf., en þau eiga fiög-
ur böm; Baldur Dungai, f. 26.10.
1945, d. 9.1.1947; Páll, eigandi smur-
brauðsstofu í Reykjavík, f. 11.11.
1946, kvæntur Auði Jónsdóttur
húsmóður, en þau eiga tvö börn;
Edda Dungal, húsmóöir í Reykja-
vík, f. 14.4.1948, gift Finnboga Guð-
mundssyni, pípulagningameistara
í Reykjavík, en þau eiga þrjú börn.
Þriðja kona Friðriks er Helga A.
Claessen, f. 23.11. 1919, dóttir Ar-
ents Claessen, aðalræðismanns og
fyrrv. stjórnarformanns O.J. &
Kaaber, og konu hans, Helgu Þórð-
ardóttur frá Hóli við Vesturgötu í
Reykjavík.
Friðrik átti sex systkini sem öfl
eru látin. Þau vom: Níels Haraldur
Pálsson Dungal, prófesssor í lækn-
isfræði, f. á Isafirði 14.6. 1897, d. í
Reykjavík 29.10.1965, en hann tók
upp ættamafnið Dungal árið 1918;
Elín Ásta Pálsdóttir, f. 17.10. 1898,
d. 4.11. sama ár; Jón P. Dungal,
garðyrkjub. í Hvammi við Vestur-
landsbraut hjá Elliðaám, f. 5.12.
1899; Baldvin P. Dungal, forstjóri
Pennans í Reykjavík, f. 24.7. 1903;
Halldór P. Dungal, stofnandi og
skólastjóri Málaskólans Mímis í
Reykjavík, f. 9.6.1905, og Höskuld-
ur Dungal læknir, f. 10.4. 1914, d.
16.8. 1940.
Foreldrar Friðriks vom Páfl
Halldórsson, skipstjóri og síðar
skólastjóri Stýrimannaskólans í
Reykjavík, f. 14.11.1870, d. 7.3.1955,
og kona hans, Þuríður Níelsdóttir,
f. 26.5. 1870, d. 9.8. 1959.
Þuríður var systir Haraldar pró-
fessors, föður Jónasar hagfræðings
og fyrrv. Landsbankastjóra.
Föðurforeldrar Friðriks voru
Halldór Halldórsson, b. að Selja-
landi, og fyrri kona hans, Elín Páls-
dóttir. Halldór var sonur Halldórs
aö Meirahrauni í Skálavík, Guð-
mundssonar, húsmanns að Selja-
landi, frá Kleifum í Seyðisfirði við
Djúp, Jónssonar.
Elín var dóttir Páls Halldórsson-
ar í Hnífsdal og síðar að Ósi í Bol-
ungarvík og konu hans, Sigríðar
Bjarnadóttur, faktors í Þernuvík
eða Eyri í Skötufirði, Bjamasonar,
b. á Sandeyri, Guðmundssonar.
Páll var sonur Halldórs, hrepp-
stjóra að Neðri-Hnífsdal, Pálsson-
ar, og konu hans, Margrétar Ólafs-
dóttur á Sléttu, Svartssonar, Jóns-
sonar í Hestfirði, Ólafssonar, Jóns-
sonar Indíafara, f. 1593, d. 1679,
Ólafssonar á Svarthamri við Álfta-
fjörð, Jónssonar, Þorgrímssonar í
Æðey, Jónssonar.
Halldór var sonur Páls Halldórs-
sonar, b. og hreppstjóra í Neðri-
Arnardal og síðar að Ytri-Húsum,
og Margrétar Guðmundsdóttur,
Bárðarsonar.
Móðurforeldrar Friðriks vom
Níels, b. á Grímsstöðum á Mýrum,
Eyjólfsson og kona hans, Sigríður
Sveinsdóttir.
Níels vár sonur Eyjólfs, b. á
Helgustöðum í Reyðarfirði, Guð-
mundssonar og konu hans, Ragn-
hildar Sigurðardóttur. Foreldrar
Friðrik P. Dungal.
Eyjólfs vom Guðmundur Oddsson,
b. á Kirkjubófl í Vöðlavík, og kona
hans, Rannveig Eyjólfsdóttir, en
Guðmundur var sonur Odds Finn-
bogasonar og Járngerðar Guð-
mundsdóttur.
Sigríður var hálfsystir Hallgríms
Sveinssonar, biskups og alþingis-
manns, föður Friðriks dómpró-
fasts, en hún var dóttir Sveins pró-
fasts á Staðarstað Níelssonar, b. á
Kleifum í Gilsfiröi, Sveinssonar.
Sigurðardóttir
Til hamingfu
með daginn
Olga
Olga Sigurðardóttir húsmóðir, til
heimilis að Hringbraut 50, ReyKja-
vík, er sjötíu og fimm ára í dag.
Olga fæddist í Hnífsdal og ólst þar
upp í foreldrahúsum. Hún giftist
1940 en þau hjónin fluttu til Siglu-
fjaröar átta árum síðar og bjuggu
þar í sautján ár. Þau fluttu til
Reykjavíkur 1964 og bjuggu þar síð-
an.
Eiginmaður Olgu var Gunnlaug-
ur, f. 24.12. 1917, d. 1980, sonur Jó-
hannesar Gunnlaugssonar, b. í
Hlíð í Álftafirði, og konu hans,
Málfríðar Sigurðardóttur. Gunn-
laugur var sjómaður framan af en
síðan fiskmatsmaður á Siglufirði
og loks næturvöröur og síðan þing-
vörður Alþingis 1 Reykjavík.
Olga og Gunnlaugur eignuðust
þrjár dætur. Þær em Guðmunda,
húsmóðir í Reykjavík, f. 1943, gift
Marinó Friðjónssyni, sem lengi var
stýrimaður á tpgumm en er nú
starfsmaður í Áburðarverksmiðj-
unni í Gufunesi, og eiga þau fjögur
böm; Elísabet Þóra, húsmóðir í
Hafnarfirði, f. 1947, gift Hlööver
Jóhannssyni, bílstjóra og starfs-
Olga Sigurðardóttir.
manni hjá Byggðaveri í Hafnar-
flrði, en þau eiga þrjá syni, og Mál-
fríður, húsmóðir í Noregi, f. 1950,
gift Sigmari Holbergssyni neta-
gerðarmeistara, sem nú starfar við
húsasmíðar, en þau eiga þijú böm.
Olga átti tíu systkini en á nú sjö
systkini á lífi.
Foreldrar Olgu vom Sigurður
Guðmundsson frá Unaðsdal við
Djúp, formaður, útgerðarmaður og
sjómaður, f. 1874, d. 1953, og kona
hans, Elísabet Jónsdóttir frá
Höföaströnd í Grunnavíkurhreppi,
f. 1881, d. 1930.
Föðurforeldrar Olgu vom Guð-
mundur Þorleifsson, b. í Unaðsdal,
og kona hans, Þórey Jónsdóttir frá
Hóli í Bolungarvík.
Elísabet var dóttir Kristínar
Jónsdóttur og Jóns, b. á Höföa-
strönd, Amórssonar, prófasts í
Vatnsfirði, Jónssonar, en séra Am-
ór var langafi Hannibals Valdi-
marssonar, fyrrv. ráðherra, föður
Jóns Baldvins fjármálaráðherra og
Amórs heimspekings. Séra Arnór
í Vatnsfiröi var bróðir Auðuns,
langafa Jóns, föður Auðar Auðuns,
fyrrv. ráðherra, og Jóns Auðuns
dómkirkjuprests.
Olga tekur á móti gestum á af-
mælisdaginn hjá dóttur sinni að
Suðurvangi 5 í Noröurbænum í
Hafnarfirði.
75 ára_______________________
Ámundi K. J. ísfeld, Vesturgötu
16B, Reykjavík, er sjötíu og fimm
ára í dag.
Oddný Helgadóttir, Ökrum I, Mos-
fellsbæ, er sjötíu og fimm ára í dag.
70 ára______________________
Ásthildur Magnúsdóttir, Tjalda-
nesi I, Saurbæjarhreppi, er sjötug
í dag.
50 ára
Elín Karlsdóttir, Grænuási 3, Rauf-
arhöfn, er fimmtug í dag.
Tryggvi D. Friðriksson, Eiðsvalla-
götu 22, Akureyri, er fimmtugur í
dag.
Elsa Haidy Alfreðsdóttir, Melgerði
23, Kópavogi, er fimmtug í dag.
Álfhildur Jónsdóttir, Víðifelli,
Hálshreppi, er fimmtug í dag.
Ólafur Thorarenssen, Gjögri I, Ár-
neshreppi, er fimmtugur í dag.
Sigurður Guðmundsson, Funafold
75, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Trausti Jóhannesson, Dúfnahólum
2, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Jón Kristófersson, Fossi IIB,
Hörgslandshreppi, er fimmtugur í
dag.
40 ára
Ragna Arnaldsdóttir, Sunnuholti
3, Isafirði, er fertug í dag.
Örn Jónsson, Fífuseli 30, Reykja-
vík, er fertugur í dag.
Anna Auðbergsdóttir, Tunguseli 1,
Reykjavík, er fertug í dag.
Guðný Jóhannesdóttir, Ölduslóð
13, Hafnarfirði, er fertug í dag.
Hreiðar Stefánsson
Hreiöar Stefánsson, kennari og rit-
höfundur, til heimifls að Goðheim-
um 16, Reykjavík, er sjötugur í dag.
Hreiöar fæddist á Akureyri og
ólst þar upp. Hann lauk kennara-
prófi frá KI vorið 1942 og stofnsetti
sama ár skóla á Akureyri fyrir for-
skólaböm, Hreiðarsskóla eins og
hann var nefndur, en skólann
starfrækti Hreiðar til ársins 1963.
Þá flutti Hreiðar til Reykjavíkur
og hóf kennslu við Langholtsskóla,
þar sem hann kenndi til 1986, en
hann hefur síðan kennt við Náms-
flokka Reykjavíkur.
Hreiðar kvæntist 2.5.1942 Jennu
(Jensínu) Jensdóttur rithöfundi,
dóttur Jens Guðmundar Jónsson-
ar, b. í Dýrafirði, og konu hans,
Ástu Sóllllju Kristjánsdóttur.
Þau híónin, Hreiöar og Jenna,
eru löngu þjóðkunn fyrir fjölda
bama- og unglingabóka sem þau
hafa samiö á löngum rithöfunda-
ferli en sennilega era Öddubæk-
umar þekktastar bóka þeirra.
Hreiöar og Jenna eiga tvo syni.
Hreiðar Stefánsson.
Þeir em: Ástráður Benedikt, lækn-
ir við Landspítalann í Reykjavík
og dósent við HÍ, f. 14.12. 1942,
kvæntur Ástu Bryndísi Þorsteins-
dóttur hjúkrunarfræðingi, en þau
eiga þrjú böm, Amar, f. 17.2.1967,
Ásdísi Jennu, f. 10.1. 1970, og Þor-
stein Hreiðar, f. 19.9.1975, og Stefán
Jóhann, læknir og forstöðumaður
Greiningar- og ráðgjafastöðvar rík-
isins, f. 28.7. 1947, kvæntur Mar-
gréti Oddnýju Magnúsdóttur
meinatækni, en þau eiga þijú böm,
Hrafníhildi, f. 14.11. 1969, Magnús,
f. 10.7.1971, og Jennu, f. 31.12.1980.
Foreldrar Hreiöars vom Stefán
Guðjónsson, verkamaður á Akur-
eyri, f. 30.3. 1894, og kona hans,
Benedikta Ásgerður Sigvaldadótt-
ir, f. 25.6. 1897.
Stefán var sonur Guðjóns Man-
assessonar, blaðasala á Akureyri,
og konu hans, Rósu Kristjánsdótt-
ur.
Móðurforeldrar Hreiðars voru
Sigvaldi Baldvinsson, b. á Rauða-
læk á Þelamörk í Eyjafirði, og kona
hans, Guðrún Hallgrímsdóttir.
Hreiðar dvelur erlendis um þess-
ar mundir.
Tilmæli til
afmælisbarna
Blaðið hvetur afmælisbörn
og aðstandendur þeirra til
að senda því myndir og
upplýsingar um frændgarð
og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að
berast í síðasta lagi tveimur
dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir