Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Síða 6
30 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988. David Hallyday og T.K. Carter I hlutverkum sínum I Hann er stúlkan mín. Regnboginn Hann er stúlkan mín Hann er stúlkan mín (He’s My Girl) er grínmynd sem Regnboginn hefur nýlega hafiö sýningar á. FjaUar myndin um Bryan Peters sem vill verða frægur eða nánar tiltekið rokkstjama. Hann hefur duglegan umboðsmann sem kemur honiun í sjónvarpskeppni í Holly- wood. í sjónvarpskeppninni verður tilvonandi rokkstjaman að hafa með sér kvenmann. Umboðsmað- .urinn klæðir sig því í kvenmanns- fót og er tilbúinn í slaginn. Hér byijar misskilningurinn og grínið sem einkennir farsann. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir -' Þrjú þekkt andlit úr Lögregluskólamyndunum. Bubba Smith, Marion Ramsey og Leslie Easterbrook. Háskólabíó Einskis manns Einskis manns land (No Mans Land) er sakamálamynd sem gerist í Los Angeles. Aðalpersónumar eru tvær, lögreglumaðurinn Benjy Taylor (D.B. Sweeney) og bílaþjóf- urinn Ted Varrick (Charlie Sheen). Vegna þekkingar sinnar á bílum er Benjy plantað sem bifvélavirkja á verkstaeði Varricks. Vinátta tekst á milli þessara tveggja manna þótt þeir líti ólíkum augum á hlutina. Og ekki gerir það starf Benjy auðveldara að hann verður ástfanginn af systur Varricks, Ann. Benjy, sem ekki trúir öllu sem sagt er um Varrick, kemst þó að ýmsu ófögru um vin sinn og þegar nær dregur að lokum er óumflýjan- legt uppgjör á milli þeirra. CharUe Sheen er sjálfsagt meðal eftirsóttustu ungu leikara Holly- wood þessa stundina. Getur hann þakkað það tveimur myndum er hann lék í undir stjórn Ohvers Stone, Platoon og WaU Street. Hlut- verk hans í Einskis manns land er ólíkt fyrri hlutverkum að þvi leyt- inu að nú leikur hann ekki góða strákinn heldur þijótinn Ted Varrick. D.B. Sweeney er minna þekktur. land Hann hafði lengi leikið smáhlut- verk í sjónvarpi þegar Francis Coppola bauð honum hlutverk í Garden of Stone. Þakkar hann Coppola góða frammistöðu og það að nú þarf hann ekki að hlaupa á miUi umboðsmanna í leit að hlut- verkum. Leikstjórinn Peter Werner á að baki glæsilegan ferU í sjónvarpi. Hann stjómaði fyrstu þáttunum af MoonUghting og meðad sjónvarps- mynda hans má nefna mynd um ævi Lyndon B. Johnson LBJ: The Eearly Years. HK. Lögreglumaðurinn Benjy Tayior (D.B. Sweeney) vingast við Ted Varrick þótt sá síðarnefndi sé harðsnúinn glæpamaður. Charlie Sheen leikur þrjótinn Ted Varrick I Einskis manns landi. Hér er ekki hægt að sjá betur en lögreglukonurnar séu komar í dular- gervi. Bíóhöllin Lögregluskólinn 5 Myndirnar um nemenduma í Lögregluskólanum eru vinsælasta gamanmyndasyrpa sem gerð hefur verið. Gróðinn af myndunum er hvorki meira né minna en 455 miUj- ónir dollara og reyni nú hver sem viU að reikna það út á nýja genginu okkar. Það er því ekki að furða að framleiðendur myndanna haldi áfram þótt óneitanlega sé sögu- þráðurinn farinn að þynnast. I Lögregluskólanum, fimmta hluta, fer liðið í sólina á Miami og er ekki til friðs frekar en fyrri dag- inn. Hinn sjarmerandi leikari, Steve Guttenberg, hefur nú fengið sig fullsaddan eftir að vera í aðal- hlutverki í fjórum myndum. Allir aðrir, sem kitlað hafa hláturtaugar- áhorfenda, eru mættir eina ferðina enn. Sýningar Listasafn Einars Jónssonar, við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagaröurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasafn Háskóla islands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Frikirkjuvegi 7 Sýningin Norræn konkretlist 1907-1960 veröur opnuð á morgun. Hún er ffamlag Listasafns íslands til hátíðarinnar að. þessu sinni. Á sýningunni eru bæði mál- verk og höggmyndir. Þá verður einnig opnuð sýning á verkum hins heims- .þekkta listamanns Marc Chagalls. Sýn- ingamar veröa opnar alla daga nema, mánudaga kl. 11-22, til loka Ustahátíðar þann 19. júní en síðan eftir að listahátíð lýkur kl. 11-17. Sýning Marc Chagalls stendur til 14. ágúst og sýningin Norræn Konkretlist til til 31. júlí. Kafflstofan er opin á sama tima og sýiúngarsalimir. Mokkakaffi, Skólavörðustíg, Nú stendur yfir á Mokkakaffi sýning á um það 30 ljósmyndum eftir Davíð Þor- steinsson. Myndimar em allar teknar inni á Mokka af gestum kaffihússins og starfsfólki. Sýningin er haldin í tilefni af 30 ára afmæli Mokkakaffis. Sýningin stendur fram í júní. Myntsafn Seðiabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið Þar stendur yfir sýning Textílfélagsins á verkum félagsmanna og er sýningin liður á Listahátíð. Á sýningunni em bæði stór verk og smá (miniature) og em flest verk- in til sölu. Heiðursfélagi Textílfélagsins, Sigríður Haildórsdóttir, sýnir vefnað unnin eftir sömu tækni og er á tveimur spjaldofiium borðum á Þjóðminjasafni íslands og varðveist hafa frá miðöldum. Sýningamar em opnar daglega kl. 14-22. Nýhöfn, Hafnarstræti 18 Guðrún Kristjánsdóttir opnar málverka- sýningu í Nýhöfn á morgun. Fyrstu einkasýningu sína hélt Guörún á Kjarv- alsstöðum 1986 en þetta er fiórða einka- sýning hennar. Auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 19. júní. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16 Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn íslands Laugardaginn 4. júní verður opnuð í safninu sýning á myndum eftir enska fræðimanninn og málarann W.G. Coll- ingwood, sem ferðaðist um landið árið 1897, og mim sú sýning standa til hausts- ins. Safnið er opið alla daga vikunnar nema mánudaga frá kl. 11-16. Málverkasýning í anddyri Landspítalans Fánýtar stíiæfingar misskilinnar lista- konu heitir málverkasýning sem Harpa Karlsdóttir heldur í anddyri Landspítal- ans (1. hæð gengið inn frá kringlu). Þetta er fyrsta einkasýning Hörpu. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfírði, Eiríktu- Smith hstmálari sýnir þar verk sín. Sýningin er opin daglega kL 15-22 th 19. júní. Málverkasýning í Viðeyjar- nausti Arrna Leós sýnir málverk í Viðeyjar- nausti, Viðey. Ferðir út í Viðey eru virka daga frá ki. 14 og frá kl. 13 um helgar. Ljósmyndasýning í Eden Michael Gunter, bandarískur ríkisborg- ari búsettur á íslandi, sýnir ljósmyndir í Eden, Hveragerði. Þetta er önnur einka- sýning hans á þessu ári. Hann sýnir 30 svart/hvítar ljósmyndir og eru þær allar til sölu. Sýningunni lýkur 13. júní. Sýning í Gimli á Stokkseyri Elfar Guðni sýnir í Gimh á Stokkseyri. Þetta er þriðja sýning Elfars í þessu aldna samkomuhúsi þeirra Stokkseyringa. Myndimar eru viðs vegar af að landinu. Meginefni myndanna eru hestar. Ahar myndimar em málaðar með ohu á striga. Þetta er 16 einkasýning Elfars. Hún er opin um helgar kl. 14-22 og virka daga kl. 20-22. Henni lýkur 5. júni. Þrastalundur í Þrastalundi stendur yfir sýning á verk- um Ragnars Lár. Á sýningunni em 14 gvass- og vatnslitamyndir. Sýningin sem hófst um hvitasunnuna stendur í þijár vikur Listkynning Alþýðubankans, Akureyri, Listkynning Menor og Alþýðubankans á Akureyri kynna myndhstarmanninn Samúel Jóhannsson. Samúel hefur hald- ið fjórar einskasýningar, 3 á Akureyri og 1 í Reykjavík. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum. Á hstkynning- unni em 12 verk, 5 akrílverk unnin á striga og 7 teikningar með bleki á pappír. Verkin em öh unnin á ámnum 1987 og 1988. Kynningin er í Alþýðubankanum á Akureyri og lýkur henni 1. júh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.