Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Page 7
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988. 31 Toppleikur á Akranesi - tvö Norðurlandamót í íþróttum fatlaðra um helgina Þriöju umferðinni í 1. deildinni í knattspyrnu, sem hófst í gærkvöld, lýku'r um helgina. Stórleikurinn er viðureign ÍA og Vals sem mætast á grasvellinum á Akranesi í kvöld en hinir þrír eru einnig mjög áhugaverðir. KA og ÍBK leika á grasvelli KA á Akureyri. KA vann nokkuð óvænt- an útisigur á Víkingum í sínum eina 'leik til þessa og er greinilega tii alls líklegt. Keflvíkingar hafa unnið einn leik og tapað einum. Leiftur og Þór mætast á Ólafsfirði á morgun. Þetta er þriðji heima- leikur Leifturs í röð, en hinir tveir fyrri hafa báðir endað með marka- lausum jafnteflum. Þórsarar töp- uðu heima fyrir Fram í sínum fyrsta leik - og bæði þessi lið eiga því eftir að skora mark. Loks leika Fram og Víkingur á Laugardalsvellinum á sunnudags- kvöldið. Framarar eru efstir, hafa unnið báða sína leiki. Víkingar eru aðeins með eitt stig en skarta nú loks Lárusi Guömundssyni sem væntanlega leikur sinn fyrsta leik með þeim eftir sjö ára dvöl erlendis. Leikir helgarinnar á íslandsmót- inu eru annars sem hér segir: 1. deild karla: LA-Valur ...fóst.kl.20 KA-ÍBK ...föst.kl.20 Leiftur-Þór ..laug.kl.14 Fram-Víkingur sunn.kl.20 2. deild karla: UBK-Selfoss ...föst.kl.20 Víðir-FH ÍBV-Tindastóll ...föst.kl.20 ...föst.kl.20 KS-ÍR ..laug.kl.14 3. deild: Reynir S.-Grótta......fóst.kl.20 Einherji-Sindri.......fóst.kl.20 Grindavík-Stjarnan.....laug.kl. 14 Víkverji-Leiknir R....laug.kl.14 Magni-Dalvík..........laug.kl.14 Huginn-Hvöt............laug.kl.14 Þróttur N-Reynir Á....laug.kl.14 ÍK-Njarðvík...........laug.kl.17 4. deild: Ánnann-Hvatberar......fóst.kl.20 Ægir-Árvakur..........laug.kl.14 Snæfell-Skotfélagið...laug.kl.14 Skallagrimur-Fyrirtak....laug.kl.l4 Hafnir-Hveragerði.....laug.kl.14 Bíldudalur-Geislinn...laug.kl.14 Höfrungur-BÍ..........laug.kl.14 Efling-Æskan...........laug.kl.14 Vaskur-UMSE b.........laug.kl.14 Neisti H-HSÞ b........laug.kl.14 KSH-Valur Rf..........laug.kl.14 Leiknir F-Höttur......laug.kl.14 Neisti D-Austri E....laug.kl. 14 Léttir-Víkingur Ó.....laug.kl.17 Augnablik-Haukar......sunn.kl.14 1. deild kvenna: • Þessir verða væntanlega í slagnum með liðum sínum I 1. deildinni um helgina. Víkingar mæta toppliði Fram á sunnudagskvöldiö en KA leikur gegn ÍBK á Akureyri í kvöld. Fram-KA.................fóst.kl.20 Stjarnan-ÍBK............laug.kl.14 BI-ÍA...................laug.kl.17 Valur-KA................sunn.kl.14 2. deild kvenna: KS-FH...................fóst.kl.20 ÞórA-FH.................laug.kl.14 Golf • Opið mót Keihs og B. Magnús- son (Kays) fer fram á Hvaleyrar- velli á sunnudaginn. Ræst verður út frá kl. 8.30 og leikinn er höggleik- ur, með og án forgjafar. Vinningar eru tvö golfsett, tvær golfkerrur og tveir golfpokar, og auk þess eru aukaverðlaun á par 3 holum. Sér- stök aukaverölaun eru fyrir þrjú bestu skor hjá konum með forgjöf. Skráning er í síma 53360. • Opna Selfossmótið, á vegum Golfklúbbs Selfoss, verður haldið á morgun, laugardag, á Svarfhóls- velli. Það er 18 holu punktakeppni. íþróttir fatlaðra Norðurlandamót verða haldin á tveimur stöðum hérlendis um helg- ina. í Digranesi í Kópavogi fer Norðurlandamót fatlaðra í boccia fram. Keppendur eru um 50 talsins, frá íslandi, Noregi, Finnlandi, Sví- þjóð og Danmörku, bæði í einstakl- ings- og sveitakeppni. Mótiö er sett kl. 10 í fyrramálið og lýkur síðdegis á sunnudag. Á Selfossi verða Norrænir leikar þroskaheftra haldnir. Keppendur eru um 170 alls staðar af Norður- löndum. Keppt er í frjálsum íþrótt- um, sundi, boccia og innanhúss- hokkí. Leikarnir eru settir kl. 10 í fyrramálið og þeim lýkur með sundkeppni sem hefst kl. 13.30 á sunnudag. Frjálsar íþróttir Meistaramót íslands í fjölþraut- um og fleiri greinum fer fram í Reykjavík um helgina. Vestur í Dölum er víðavangshlaup UDN og Dalablaösins á dagskrá og vormót USVS er haldið í Vestur-Skafta- fellssýslu. -VS FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: LAUSAR STÖÐUR VIÐ GRUNNSKÓLA VESTURLANDSUMDÆMI: Stööur grunnskólakennara við grunnskólana: Akra- nesi, meðal kennslugreina líffræði og stærðfræði í 7.-9. bekk, sérkennsla, tónmennt og leiðsögn á bóka- safni, Búðardal, meðal kennslugreina stærðfræði í eldri bekkjum, handmennt og tónmennt, Andakíls- skóla, hlutastarf, Kleppjárnsreykjaskóla, Varma- landsskóla, meðal kennslugreina íþróttir og enska, Laugaskóla, meðal kennslugreina erlend mál, ís- lenska, kennsla yngri barna, mynd- og handmennt, íþróttir og tónmennt. VOUGE ’88 - ekinn aðeins 7.000 km, sjálfskiptur, útvarp og kassettutæki, dráttarkrókur, skíðabogar o.fl. o.fl. Til sýnis og sölu í sýningarsal HEKLU HF. Laugavegi 172 Seljum í dag og næstu daga nokkur lítillega útlitsgölluð GRAM tæki 313 með góðum afslætti. áraábyrgð GOÐIR SKILMÁLAR TRAUST ÞJÓNUSTA /FQniX HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420 & „Auðvitað brá mér," sagði hin verðandi fjórburamóðir sem á morgun verður í helgarviðtali DV. „Það erstórkostlegt að svona nokkuð geti gerst. Þetta yrði í annað sinn sem tæknifrjóvgaðir fjór- burar fæðast í heiminn." Læknarnir segja að allt gangi hjá henni eins og best verði á kósið og öll von um aðfjórburar líti dagsins Ijós í október en hún á að gangast undir keisaraskurð þegar 36 vikur eru liðnar af meðgöngunni. Frá 1880 hafa fæðst tvennir fjórburar á íslandi, í fyrsta sinn árið 1880 og síð- ara skiptið árið 1957 en þá lifðu þrír þeirra. Allt um þetta og meira til í DV ámorgun. Listahátíð verður sett á morgun. Af því tilefni verður helgarblaðið með margvís- legt efni sem tengist hátíð- inni, meðal annarsgrein um djassistann Stephane Grap- elli sem virðist ætla að slá öll aðsóknarmet á hátíðinni, grein um pólska tónskáldið Krzystof Penderechi, grein um myndlistarmanninn R. Long og síðast en ekki síst er viðtal við Leonard Cohen sem mun heiðra Islendinga með nærveru sinni síðar í júnímánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.