Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1988, Page 18
18
MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 1988.
REYKJKJÍKURBORG
Aauteui Stikáci
SKRIFSTOFUMAÐUR
óskast hjá Skráningardeild fasteigna og húsatrygg-
ingum.
Starfið er fólgið í almennri afgreiðslu og færslum á
tölvu.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 10190 og
18000.
RAKARASTOF4N
KLAPPARSTÍG
HARGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTIG
Sími12725
Simi 13010
FAVA
STÁK&R
FANAS TANGIR
ÚR ORGON P/NE
r r
TRESMÐAPUONUSTA
SLIPPFELAGIÐ
Vernd og viðhald eigna
Mýrargata2, sími 28811 - 10123
Ósvífið forseta-
framboð
Væntanlegar forsetakosningar
hafa mikið verið í umræðunni und-
anfarið og hafa komið upp hin frum-
legustu mótrök gegn því að Sigrún
Þorsteinsdóttir rjúfi þá hefð að bjóða
ffam gegn sitjandi forseta.
Framboð Sigrúnar dýrt
fyrir þjóðina
Fjölmiðlar hafa gefið tóninn með
einhliða málflutningi og því að þetta
sé dýrt fyrir þjóðina. Það að meta
lýðræðið til fjár er nýmæli og að
sjálfsögðu út í hött og má spyija hvar
setja eigi mörkin. Á til að mynda að
sleppa því aö kjósa í bæjar- og sveit-
arstjómarkosningum í Reykjavík
eða á Norðfirði, þar sem úrslitin eru
oftast á sama veg, eða kjósa bara
þegar vel fískast. Ódýrast væri þó
að sleppa því alveg. Látið er 1 veðri
vaka að Sigrún og stuðningsmenn
hennar hafi fundið upp þessa til-
gangslausu sóunarleið og ættu helst
að borga fyrir þetta bmðl úr eigin
vasa.
Hvílík ósvífni aö laumast í stjórn-
arskrána, lesa sér til og ætlast til
þess að farið sé efdr henni. Stjómar-
skráin gerir t.d. .ráö fyrir forseta-
kosningum á fjögurra ára fresti. Nú,
ef svo er, því eru fjölmiðlar aö óskap-
ast út í frambjóðendur fyrir að bjóða
sig fram? Það era ekki frambjóðend-
ur sem ákveöa kosningar heldur
stjómarskráin.
Sjálfsagt kostar peninga að við-
halda lýðræði í landinu. Ódýrast
væri sjálfsagt að hafa einræðisherra
en ódýrt fyrir hvem? Það aö þjóöin
hefur ekki haft lögmæt tækifæri til
að hafa áhrif á gang mála síðustu ár
hefur kostað venjulegt fólk í landinu
of fjár. Fyrir braðl stjórnmála-
manna, sem núverandi forseti neitar
að veita aöhald, mætti sjálfsagt halda
margar þjóðaratkvæðagreiðslur.
Dýrt fyrir þjóðina að kjósa
Vigdísi
Sé verið að meta þessar kosningar
til fjár á annað borð þá er dýrt fyrir
þjóðina að kjósa Vigdísi. Kosningar
kosta þjóðina u.þ.b. 150 kr. á mann
eða 600 kr. á fjögurra manna fjöl-
skyldu á íjögurra ára ffesti. En t.d.
matarskatturinn kostar fjögurra
manna fjölskyldu 100.000 kr. á ári eða
400.000 kr. á fjögurra ára fresti. Og
að borga endalaust fyrir braðl og
gæluverkefni fámennisveldisins, nú
er kominn tími til að þeir sem hagn-
ast í skjóli okurvaxta og aðstöðu
sinnar borgi líka.
Móðgum við frú Vigdísi?
Haldið hefur verið á lofti að fram-
boð þetta sé persónulega á móti frú
Vigdísi (og vonlaust sé að vinna hana
. vegna vinsælda). Slíkt er alger mis-
skilningur. Framboö Sigrúnar er
hins vegar með annarri hugmynd
um embættið, einmitt þeirri að for-
seti getur gefið fólki kost á að hafa
meira um sín mál að segja milli kosn-
inga.
Er ekki vonlaust að Sigrún
vinni kosningarnar?
Á kjördegi ráðast úrslitin og þvi
„Fyrir bruðl stjórnmálamanna, sem
núverandi forseti neitar að veita að-
hald, mætti sjálfsagt halda margar
þj óðaratkvæðagreiðslur. ‘ ‘
KjáUariim
Ragnar Sverrisson
járniðnaðarmaður
það verður án efa ekki það eina sem
borga þarf fyrir á næstu fjóram
árum. Sigrún hefur sagt að hún hefði
vísað lögunum um matarskattinn til
þjóðarinnar. Flestir hafa sjálfsagt
tekið eftir hvað matvara hefur hækk-
að í kjölfar gengisfellingarinnar en
bráðabirgöalögin hefði Sigrún held-
ur ekki skrifað undir. Eflaust era
flestir orðnir langþreyttir á að borga
lögfræðingum háan toll vegna þess
að ná ekki endum saman. Óréttlát
löggjöf á ríkan þátt í því ástandi.
Þjóðin ráði
Vinsæl mótrök kerfisins era þau
að það verði allt of mikið „vesen" ef
þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um flest
mál og að þjóðin hafi nú bara ekkert
vit á málunum. í fyrsta lagi er kom-
inn tími til að þjóðin fari að vera
virkari. Verði Sigrún kosin þýðir það
að fólkiö í landinu fái tækifæri til að
segja annað hvort; Já, takk, þaö er
mjög gott að hækka matinn og ætti
í rauninni að vera búið að því. -
Eöa; nei, takk, við eram ekki tilbúin
ætti fólk ekki að vilja hafa meira um
sín mál að segja? Því ætti fólk ekki
að vflja fá tækifæri til að hafna verð-
hækkununum, skattpíningu og
braðli? Því ætti fólk ekki að hafa um
það aö segja hvort bijóta skuli á því
mannréttindi eins og með afnámi
samningsréttar? Ef meirihluti fólks
myndi njóta góðs af auknu lýðræði
því ætti þessi sami meirihluti ekki
að kjósa Sigrúnu sem þorir aö beina
þessu lýðræði til fólksins.
Ósvífni að bjóða fram?
Sumir hafa sagt að það sé ósvífni
af Sigrúnu aö bjóða sig fram til for-
seta. Það sé ósvifni að nota rétt sinn
samkvæmt stjórnarskránni, það sé
ósvífni að vilja auka lýðræði, þaö sé
ósvífni að vilja hafa eitthvað um sín
mál að segja. Sé það ósvífni ætla ég
að vera ósvífmn og kjósa Sigrúnu.
Því ættum við ekki aö svara ósvífni
stjórnvalda í gegnum árin og láta það
eftir okkur að sýna smáósvífni í ár?
Ragnar Sverrisson
Umferðarreglur eru til okkar vegna
—Virðum reglur
vörumst slys.
rAð
ÖL
yv\4>
Hver kannast ekki við það að rennblotna þegar
bíllinn er þveginn eða að þurfa að snúa við vegna
þess að slangan er of stutt?
Bílaþvottaplön eru mörg í Reykjavík og ærið
misjöfn. Á sumum er vel hægt að þvo bílinn án
vandræða en á öðrum er aðstaðan hrein hör-
mung. í Lífsstíl á morgun kannar DV ástandið á
þessum plönum.
Flestir íslendingar eru syndir en þó langt í frá
allir. Yfirleitt lærir fólk að synda í barnaskóla.
Þeir sem verða útundan í skólasundi vegna að-
stöðuleysis, heilsuskorts eða af öðrum ástæðum
verða oft ósyndir alla ævi.
Borgin stendur nú fyrir sundnámskeiði fyrir full-
orðna. Þar er saman kominn drjúgur hópur mið-
aldra og fullorðinna sem hyggst nú bæta sér upp
kunnáttuleysið. Að minnsta kosti vill fólkið losna
við vatnshræðsluna og vera fært um að nota
sundlaugarnar í sumarfríunum í Suðurlöndum.
Nánarumsundkennslufyrirfullorðna í Lífsstíl
á morgun.