Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1988, Blaðsíða 34
46 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 1988. Vestfirðir: Bæjarins bestá ' Vestfirská fiætta Dalvík: Bæjarpósturinn Vestfirön Vestuðtó "““^^auðárk; ums^eykir Egilsstaðir: Austrj'''-. .. Þingmúli Neskaupstaður Mosfellsi * ^Mosfelisp M0& Skagablaðið 'ft* Hafnarfjörður: Fjarðarpósturinn Fjarðarfréttir Keflavík: ■ Víkurfréttir l Reykjames / Grindavík okkar Höfn í Homafirði: Eystrahorn Vogur FraúiSýn Selfoss: Suðurland Þjóðólfur LífsstíU Fjörleg blaðaútgáfa á Vestfjörðum: Sex blöð fyiir tíu manna Á ísafirði finnst ágætt dæmi um fjörlega blaðaútgáfu. Þar eru gefin út sex blöð. Fjögur þeirra flokkast undir að vera pólitísk. Það eru Vestfirðingur, Vesturland, Skutull og ísfirðingur. Þessi blöð koma stopult út og birtast aðallega í kringum kosningar. Útgáfan teng- ist einnig sérstökum tækifærum eins og fyrsta maí, sjómannadegin- um, jólum og þess háttar. Blöðin eru gjaman fjármögnuð af auglýs- ingum og/eða framlögum flokks- manna. Óll vinna er unnin endur- gjaldslaust. Elsta og yngsta Tvö blöð kalla sig óháð fréttablöð. Em það Bæjarins besta og Vest- firska fréttablaðið. Þau em bæði rekin á eigin reikning og eiga að standa undir sér. Bakgmnnur blaðanna er mjög ólíkur. Vest- firska fréttablaðið er eitt elsta landsmálablað á íslandi sem ekki heyrir undir neinn pólitískan flokk. Bæjarins besta er hins vegar eitt hið nýjasta af þessari gerð. Bróðurpartur rekstrarfjár Vest- firska eru auglýsingatekjur en í lausasölu er blaðið selt á sjötíu krónur. Það kemur út vikulega og er dreift um allan fjórðunginn. Að sögn fulltrúa blaðsins er umsjón og efnisöflun eins manns starf sem dreifist á milli fjögurra eigenda þess. Stærö blaðsins, í síðum talið, er tólf. Nýlega hafa orðið eigenda- skipti og era þeir jafnframt eigend- ur annarrar prentsmiðju staðarins. Eigendur hinnar prentsmiöjunn- ar eiga Bæjarins besta. Blaðið kem- gefrn út þúsund byggð Á Vestfjörðum er lífleg blaðaút- gáfa. Sex blöð eru gefin þar út. Fjögur þeirra eru flokkspólitísk blöð og tvö eru óháð. ur út vikulega og er dreift ókeypis til lesenda. Það er því algerlega fjármagnað af auglýsingatekjum. Útbreiðslan er um allt ísafjarðar- djúp og næsta nágrenni. Tveir blaðamenn starfa í fullu starfi við blaðið og er stærð þess frá tuttugu og fjórum upp í fjömtiu síður. Að sögn heimamanna er heil- brigð samkeppni á milh blaðanna og veitir það lesendum góða þjón- ustu. Útgefendur segja að þau beri sig bæði og metnaður sé fyrir aö búa til góð svæðisblöð. Svo virðist sem ein af ástæðunum fyrir útgáf- unni sé að skapa þessum tveimur prentsmiðjum verkefni. Það rýrir á engan hátt gildi þess að Vest- firðingar fá fjölbreyttar fréttir um sérmál staðarins. -EG. Á kortið eru merkt nokkur landsmálablöð. Sum þeirra er flokkspólitisk og önnur eru óháð. Fieiri blöð eru gefin út víða um landið og eru þessar upplýsingar því ekki tæmandi. Á fimmta tug blaða eru gefin út á landsbyggðinni: Öflug blaðaútgáfa um land allt Flestir hafa heyrt nöfn eins og Vestfirska, Bæjarins besta, Eystra-Hom og Víkurblaðið. Fáir sjá þessi landsmálablöð utan þeirra sem búa á útbreiðslusvæðum þeirra. Staðreyndin er sú að um allt land er í gangi lifandi og fjörleg blaðaút- gáfa. Hvers konar landsmálablöð era gefin út og em þau mismun- andi að stærð og gerð. Lauslega má skipta þeim í þrjá flokka. Fyrst era það póhtísk blöð. Oftast hafa þau ekki ákveðna útgáfudaga en það er ekki án undantekninga. Þau fjalla gjaman um málefni sem tengjast staðnum séð frá flokk- spóhtískum sjónarhomum. í sum- um era póhtískar greinar kryddað- ar með almennum fréttum. Öh störf era unnin í sjálboðavinnu og auglýsingar og/eða fijáls framlög látin standa straum af öðrum útg- áfukostnaði. Óháð fréttablöð skipa annan flokkinn. Þau hafa ákveðna útgáfu- daga og er ætlað að fjaha um frétt- ir og málefni staðanna sem þau tengjast. Stærð og gerð era að sjálf- sögðu mismunandi en yfirleitt er reynt aö standa myndarlega að út- gáfunni. í mörgum tilfeUum er töluvert lagt í þau og virðist metn- aðm- í þessari blaðaútgáfu mikih. Blöðin era ýmist fjármögnuð af auglýsingatekjum og/eða áskriftar- gjöldum. Auglýsingatekjurnar vega þar mun þyngra. Þeim er ætl- aö aö standa undir sér og algengt er að aðeins einn starfi við blaöiö annað hvort í fullu- eða hluta- starfi. Einnig er algengt að prent- smiðjueigendur eigi hlut í eða séu viðriðnir fjárhagslega hhð blaða- útgáfunar. Meginefni era fréttir og greinar tengdar útbreiöslustöðun- um. í þriðja og síðasta flokknum era blöð sem innihalda dagskrár ljós- vakafjölmiöla. Fyrir kemur að ein- hveijar fréttir eða efni frá tilheyr- andi landshluta slæðist með. Þess- ar dagskrár era svo til eingöngu fjármagnaðar með auglýsingum. Þessi flokkun er að sjálsögðu mjög gróf og era margar undan- tekningar frá henni. Á fimmta tug blaða og dagskráa era gefin út á landsbyggðinni. Lík- legt er að þessi starfsemi eigi eftir að blómstra í framtíðinni, ekki síst þar sem tölvur og ný tækni gerir svona útgáfu auðveldari. -EG. Jóhannes Sigurjónsson er ritstjóri Víkurblaðsins á Húsavik. Hann telur landsmálablaðaútgáfuna eiga erfiða tíma framundan vegna samdráttar i atvinnulHi frekar en samkeppni viö Ijósvakafjölmiðla. Ritsljóri Víkurblaðsins: Erbæðiritstjóriog blaðburðardrengur - segir Jóhannes Sigurjónsson á Húsavík Vikurblaðið á Húsavík er eitt þeirra landsmálablaða sem gefið er út vikulega. DV hafði samband við Jóhannes Siguijónsson rit- stjóra tíl að fræðast nánar um starfsemi slíkra blaða. „Ég held að samdráttur í atvinnu- lífi landsbyggðarinnar hafi meiri áhrif á þessi blöö en samkeppni við ljósvakafjölmiðla,“ sagði Jóhannes Siguijónsson þegar hann var spurður um framtiö landsmála- blaða. „Annars tel ég að þau lifi áfram þó erfiðir tímar komi, th þess er áhuginn það mikhl. Er í starfinu 25 tíma á sólarhring Jóhannes er aht í öhu hjá Víkur- blaðinu eða eins og hann segir sjálf- ur; fréttastjóri, sendhl, ljósmyndari og blaðburöardrengur, ef forfoll era hjá þeim starfmönnum. „Það er ekki tekið út með sældinni að standa einn að útgáfunni. Sú var tíðin aö hér störfuðu, ásamt mér, lausráðinn blaðamaður og skrif- stofustúlka en nú .bjóða kringum- stæður ekki upp á þetta, því miður. Ég kvarta svo sem ekki, þetta geng- ur vel miðað við aðstæður," bætir Jóhannes við. „Víkurblaðið er gefið út í þrettán hundrað og fimmtíu eintökum og er dreift um land aht. Fólk sem heyrir að ég sendi um sex hundrað áskriftarblöð um landið veröur undrandi. Brottfluttir Þingeyingar era mjög tryggir kaupendur. Þeir vhja fylgjast með heimahéraðinu og fréttum þaðan og upplagt er fá þær frá staðarblaðinu. Blaðið fer síðan í dreifingu um Þingeyjarsýsl- ur og nágrenni,“ segir Jóhannes. Næst er Jóhannes spurður að því hvort ekki sé erfitt aö fjalla um fólk sem hann þekkir persónulega. „Jú, því er ekki að leyna. Ég er oft aö fjalla um fólk sem ég gjörkunn- ugur. Sumt af þessu fólki era vinir, nágrannar og jafnvel fjölskyldu- meðlimir. Það þarf því að dansa línudans sem er stundum erfiður. Ég reyni að vera heiðarlegur í mín- um fréttaflutningi en minnugur þess að ég verð að búa héma áfram, svarar Jóhannes og hlær. Það hefur vakið athygh að létt- leikinn er í fyrirrúmi í skrifum Víkurblaösins. Er þetta ákveðin ritsfjómarstefna? „Nei, nei, þetta er engjn ákveðin ritstjómarstefna. Svona blöð hljóta að mótast af þeim sem skrifa þau og í þessu tilfelli er ég aðalstrump- urinn. Ég á mjög erfitt með að skrifa alvarlega um málefnin. í raun verð ég aö sefja mig í stelling- ar þegar ég fjalla um háalvarlega hluti eins og dagvistun og hafnar- framkvæmdir og tekst það jafnvel ekki ahtaf. -EG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.