Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1988, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1988, Page 44
FRETT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað Rifstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Slmí 27022 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 1988. Melgerðismelar: Big Country á útihátíðina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii y-ry „Ég vil sem minnst um málið segja á þessu stigi," sagði Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri útihátíðarinnar sem haldin verður á Melgerðismel- um í Eyjafirði um verslunarmanna- helgina, er DV bað hann að staðfesta að stórhljómsveitin Big Country yrði aðalnúmerið þar. Samkvæmt heim- ildum DV hafa samningar við hljóm- sveitina þegar verið undirritaöir. „Þetta er rosalega góð hljómsveit og sannkallaöur hvalreki að hún skuli koma til íslands," sagði Pétur Kristjánsson söngvari er DV bað hann um álit sitt á hljómsveitinni Big Country. „Þeir spila þræl- skemmtilegt, kraftmikið rokk og æth maður skelli sér ekki bara norður til ____ að sjá kappana," sagði Pétur. Aðstandendur hátíðarinnar, sem hlotið hefur heitið „Ein með öllu 88“, hafa heldur betur sópað að sér skemmtikröftum. Auk Big Country verða þar færeyska hljómsveitin Viking Band, Skriðjöklar, Snigla- bandið, Sálin hans Jóns míns, hinir alvörugefnu leikarar Gríniðjunnar og áfram mætti telja. LOKI Hvað skyldu þeir skera næst? Íþróttahátíðin: “„Tapið þurrkar upp sjóðinn“ „Það sem raunverluega gerist er að tapið á íþróttahátíðinni í ár fer í aö þurrka upp sjóðinn frá því í fyrra,“ sagði Halldór Einarsson hjá Henson um íþróttahátíðina sem hann stóð fyrir á 17. júní íþróttahá- tíöiimi á Laugardalsvelli. En pening- amir áttu að fara í sjóð sem nota átti í að byggja íþróttaaðstöðu á Litla- Hrauni. Halldór sagði að veðrið hefði sett strik í reikninginn og þurft hefði aö fella niður mörg atriði sökum þessa. „Það er ljóst að viö þurfum að fara f^ÉNiðrar fjáröflunarleiðir á næstunni. Ef einhver vill leika sér að þeim tölum þá getur hann séð það á því að um 2500 manns komu á hátíðina í fyrra en 419 manns í ár og það kost- ar 400 til 500 krónur fyrir hvern inn á hátíðina,“ sagði Halldór. -GKr Eriend lán vegna fjártiagslegrar endurskipulagningar: Umsóknir komnar á sjöunda milljarð hætta á að amlóðarnir silji fyrir, segir Sverrir Hermannsson Búist er við að umsóknir um heimildir tii erlendrar lántöku til viðskiptaráðuneytisins verði ekki undir 7 milljörðum króna. í upphafi síðustu viku nálguðust umsóknimar 4 milljarða. A mið- vikudag og fimmtudag bárust síðan umsóknir eða tilkynningar um umsóknir á leiðinni fyrir um 3 milljarða. Það er því ljóst að um- sóknir um erlend lán vegna fjár- hagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja em þegar omar á 7. milljarð króna. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra hefur lýst því yfir að heimildir verði veittar fyrir lán- um að upphæð einn milljarður. „Ég held að menn komist í hann krappan með að útdeila einum milljarði. Það get ég vel ímyndað mér. Þá er náttúrulega alltaf hætt- an sú að amlóðarnir verði látnir sitja fyrir,“ sagði Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Lands- bankans. Að sögn Sverris hefur Lands- bankinn ekki skilað inn endanleg- um umsóknum fyrir fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann. „Ég hef ekki hugmynd um hvaða fjárhæð verður sótt um á þeirra vegum. Við vorum að kallsa með að þær myndu vafalaust losa góðan milljarö," sagði Sverrir. Við þennan „góða milljarð" bæt- ast síðan þær umsóknir frá fyrir- tækjum sem þegar hafa sótt um sjálf en eru í viðskiptum við Lands- bankann. Slíkar umsóknir tóku að berast löngu áður en ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu sína um heimild- ir til erlendrar lántöku vegna fjár- hagslegrar endurskipulagningar. „Ég hef ekki nokkra trú á að það sé eðlileg skýring á umsóknum að fjárhæö á sjöunda milljarð. Þá eru menn aÓ sækja um eins og þeim dettur í hug. Kjörin á erlendum lánum hafa verið mildari. Þetta er þá eitt tilhlaupið enn,“ sagði Sverr- ir Hermannsson. -gse „Vinur“ eftir klippinguna: hann var ekki sýningarhæfur. DV-mynd: GK, Akureyri. Deilur hestamanna: Klipptu gæðing að næturiagi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Deilur hestamanna á Melgerðis- melum um helgina urðu til þess að einn af betri gæðingum á Norður- landi, Vinur, fékk heimsókn í skjóli nætur og var tagl og fax hestsins klippt og skorið þannig að hesturinn var ekki sýningarhæfur eftir. Deilurnar hafa staðið yfir í nokk- um tíma. Þær snúast ekki um hest- inn sjálfan; gæði hans þykja ekki orka tvímælis. Hins vegar er deilt um hvernig hann hefur verið skráð- ur í mót, en á þeim hefur hann verið sigursæll enda afburðafallegur hest- ur. Samkvæmt heimildum DV hefur oft legið við handalögmálum manna á milli vegna hestsins. Deilt er um hvernig hann er skráður til keppni, hver eigi hann, undir hvaða merkj- um hann keppi og þess háttar. Til snarpra orðahnippinga mun hafa komið á stórmótinu á Melgerðismel- um um helgina og í kjölfar þess fékk Vinur næturheimsóknina. Gæöingurinn var ekki jafnálitlegur eftir. Tagl hans var khppt og ennis- toppurinn skorinn af þannig að Vin- ur líktist mest trippi eftir. Menn, sem DV ræddi við, telja sig hafa vissu fyrir því hver þarna hafi verið að verki, það sé öfundsjúkur tamninga- maður sem eigi óuppgerðar sakir við eiganda Vins, en þarna er reyndar um ósannaðar fullyrðingar að ræða. Samtók um vemdun Fossvogsdalsins: Á annað hundrað skráðu sig „Þaö voru hátt á annað hundrað manns sem skráðu sig á tveim tímum í gær. Var þaö mest fólk af svæðinu við Fossvogsdalinn en stuöningur kemur þó alls staðar frá. Næsta skref er því að kalla til fundar þar sem samtök um vemdun Fossvogsdalsins verða formlega stofnuð," sagði Hall- ur Baldursson, einn frumkvöðlanna að verndun Fossvogsdalsins, i sam- tali við DV í morgun. Sagði hann megintilgang þessara samtaka verða að hindra fyrirhug- aða lagningu hraðbrautar í Foss- vogsdalnum. -hlh Veðrið á morgun: Þurrt og bjart austanlands Á morgun verður hæg vestlæg átt á landinu. Skúrir sums staðar vestanlands og með norðurströnd- inni, en þurrt og víða bjart veður á Austur- og Suðausturlandi. Hiti 10 til 16 stig. Akureyri: Slagsmál á tjaldstæðinu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Til slagsmála kom á tjaldstæðinu á Akureyri aðfaranótt laugardags og varð lögreglan að skerast í leikinn. Tveimur utanbæjarmönnum, sem dvöldu þar í hjólhýsum, lenti saman og slógust þeir hressilega. Síðan bættist sá þriðji í hópinn. Niðurstað- an varð sú að einn þeirra þriggja var fluttur á sjúkrahús. Talið var að hann væri handleggsbrotinn og jafn- vel meira brotinn. Svo reyndist þó ekki vera við frekari rannsókn á sjúkrahúsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.