Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988. 21 Lífsstfll Jónsmessunótt Óskasteinar, elskugras og dögg - eru hlutir sem vert er aö gæta að Jónsmessan er á morgun. Alls kyns hjátrú hefur jafnan fylgt Jónsmess- unni og hefur Jónsmessunóttin veriö talin ein af þeim fjórum nóttum árs- ins sem magnaðastar þykja og mest trú er bundin viö. Hinar eru jólanótt- in, nýársnótt og þrettándanótt. Ýmsa hjátrú eiga þessar nætur sameigin- lega, til að mynda þá að kýr tah og að selir fari úr hömum sínum. Fæðingardagur Jóhannesar skírara Upphaflega var Jónsmessan merk- istíð sem lengsti dagur ársins en vegna skekkju júhanska tímatalsins hefur þessi dagur færst til um þijá daga eftir að kirkjan afréð að fast- setja fæðingardaga Krists og Jóhann- esar skírara. Jónsmessan er sem sagt kennd viö hinn síðamefnda en þess skal getið að Jón og Jóhannes eru tvö afbrigði sama nafns. í sambandi við Jónsmessuna er mest hjátrú varðandi steina, grös og dögg. Döggin, sem fehur aðfaranótt 24. júní, á að vera ákaflega heilnæm, svo heilnæm að menn sem velta sér í henni allsDerir og óska sér í leið- inni fá lækiiingu á flestum sínum meinum. Lífssteinar græða hvert sár Þessa sömu nótt á líka aö vera hægt að finna náttúrusteina sem gæddir eru ýmsum töfrum. Þetta geta til að mynda verið lausnarstein- ar til hjálpar jóðsjúkum konum eða kúm, óskasteinar og lífssteinar sem græða hvert sár. Nokkrir staðir hafa verið tílnefndir þar sem slíkir steinar eiga að finnast. Þar á meðal eru Baula í Borgarfirði, Tindastóh í Skagafirði og Klakkur við Grundar- fjörð. Lásagras lýkur upp læsingu Á Jónsmessunótt mun einnig vera gott að tína nokkrar töfrum gæddar grasjurtir. Má þar nefna mjaöurjurt, til að vita hver hefur stohð frá manni, lásagras eða fjögurra laufa smára sem á að ljúka upp hverri læsingu sem hann er borinn að. Gras að naftú grídus ber einnig nafnið drauma- gras. Það á að hjálpa mönnum til aö dreyma þaö sem þeim er forvitni á. Elskugras eða graðrót Að lokum ber að nefna brönugrasið sem vekja á ástir milli karla og kvenna og stiha ósamlyndi hjóna. Brönugrasið gengur einnig undir nöfnunum elskugras, friggjargras, graðrót og vinargras. Tíðarandi í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá því að brönugrasið öðlist þennan mátt sé sofið á því. MikUvægt er að rætur grassins séu sem kröftugastar og að þær séu tvær undir einum stilk, önnur hvöt en hin blauð. Þegar þær eru skomar af og báðum fleygt í vatn flýtur hin hvata en sú blauða sekkur. Þegar maður viU hafa rót þessa tU að vekja ástir skal sá sem leitar ásta með henni grafa vel í kringum rætur grassins og gæta þess vandlega að enginn anganna slitni af. Að því búnu skal leggja aðra rótina undir höfuð þess sem maður vih ná af ást- um en haga þó svo tU að hann viti ekkert af því. Sjálfur skal maður sofa á hinni. Jónsmessuhátíðarhöld Á síðustu árum hefur verið staðið fyrir Jónsmessuhátíð á túninu við Norræna húsið en hún mun ekki vera haldin að þessu sinni. Á þessum hátíðum hefur verið reist maístöng, skreytt lyngi og blómum að sænsk- um sið. Ýmis skemmtiatriði hafa ver- ið á dagskrá. Færeyskir dansar, norsk lúðrasveit og að sjálfsögðu hefur verið kveikt í miklum bálkesti en sá siður er viö lýði víða í Evrópu. Þar sem menn þar höfðu þá trú að þessa nótt lékju illir andar lausum hala var bál kynt á hólum og hæðum sem vöm gegn ófógnuðinum. Miðsumarhelgi í Finnlandi er svokölluð miðsum- arhelgi haldin í kringum Jónsmess- una. Þetta er mesta hátíðarhelgi sumarsins og allir fara í ferðalög og Sumir trúa því að kýr tali þessa nótt. frí þá. í Danmörku er haldin „St.Hans-fest“ um Jónsmessuna. Þá em kveiktir bálkestir meira og minna meðfram allri strönd Sjá- lands. Alls kyns matur er einnig stór hður í Jónsmessuhátíðarhöldum Dana. Svíar halda einnig töluvert upp á Jónsmessuna en minna mun vera um það í Noregi. -gh Það ku vera ákaflega heilnæmt aö velta sér allsber í dögginni á Jónsmessunótt. Þjóðsagan segir að uppi á Baulutindi sé tjörn og í henni óskasteinn. Sá sem næði í steininn fengi óskír sínar uppfylltar en steinninn flýtur ekki upp nema eina nótt á ári, á Jónsmessunótt. Frá Jónsmessuhátið i fyrra við Norræna húsið. A myndinni má sjá maístöngina og bálköstinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.