Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988. Fréttir „KHpptí hesturinn“ Ekki vitað hver hétt á skærunum O0fi Kriajánssan, DV, Akuíeyir Ekken hefur koraiö fram sem bendir til þess hver var að verki er gæðingurmn Vinur var tagl- skorinn og toppur hans klipptur um helgma er stórmót stóð yfir á Melgerðismelum í Eyjafirði, en frá þessu var skýrt í ÐV á mánu- dag. Margir haía lýst undrun sinni á þessum verknaði sem eflaust má rekja til deilna manna á milli um hverjir eigi þennan hest sem hefur veriö máög sigursæll á mót- um í Eyjafiröi. Eigendur Vins eru tveir og er annar þeirra félagi í Hesta- mannafélaginu Létti. Margir vilja hins vegar meina að hinn eigand- inn noti felagann í Látti aöeins sem „lepp“ svo hesturinn geti keppt á mótum sem félagið er aðili að. Sennilega er þetta ástæöa verknaðarins um helgina. Þótt Vinur væri að mati manna vart sýningarhæfiir var ákveöiö að halda áram með hann í keppninni og hafiiaði hann í 2. sæti í A- flokki gæðinga, aðeins 0,02 stíg- um á eftir hestinum er sigraðL Akureyn: KJippumar fljót- iega í notkun Gyifi Kriatjáiiæan, DV, Akureyri; „Við þurfum að fara aö huga að því að klippa númerin af óskoðuðum bifreiöum hér i bæn- um,“ sagði Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Ak- ureyri, í samtali við DV. Bifreiöaskoöun er nu lokiö á Akureyri og eiga ailar bífreiðar, sem eiga að færast til skoðunar nú, að hafa verið skoðaöar. Ólaf- ur sagðist telja að „heimtur“ hefðu verið nokkuð góöar, en þó væru alltaf einhverjir sem ekki mættu meö bíla sina á réttum tíma. Þá væri mjög mikiö af nýj- um bifreiðum í bænum og þær þyrfti ekki að skoða fyrstu árin sem þær væru í notkun. Holiday Inn veðsett fyrir um 400 milljónir á nafnverði: Skuldimar ekki meiri en reksturinn leyfir - segir Guðbjöm Guðjónsson, eigandi hótelsins „Það eru samningaviðræður í gangi við þýska aðila. Þetta lítur ágætlega út en er ekki komið á það stig að hægt sé að segja neitt ákveð- ið. Það verður varla fyrr en í næsta mánuði að ljóst verður hvemig við- ræðurnar enda,“ sagði Guðbjöm Guðjónsson, eigandi Holiday Inn. Fimmtán aðilar sýndu áhuga á aö kaupa hluta í Holiday Inn fyrr á þessu ári. Fulltrúar frá þeim höfðu tekið sæti í stjóm hótelsins. Snögglega slitnaði upp úr viðræð- um og væntanlegir hluthafar hættu við þátttöku. Guðbjörn Guðjónsson sagði að ekki hefði samist um hversu mikið fyrirhugaður hlutur þeirra heíði átt að kosta og upp úr hefði slitnaði án leiöinda. Skuldastaða Hótels Arkar hefur verið mikið til umræðu. Ætla má að á Hótel Örk hvíli nær 300 millj- ónir króna. Samkvæmt veðbókar- vottorði Holiday Inn hvíla nærri 400 milljónir króna á hótelinu aö nafnvirði. Þar af eiga Fram- kvæmda-, Iðnþróunar- og Ferða- málsjóður um 220 milljónir króna. „Hótelið var mjög ódýrt og því fer fjarri að á því hvíli meiri skuldir en reksturinn ræður við. Nýting getur ekki verið betri en við höfum. Fyrrihlutann í júni var nýtingin 95 prósent og það stefnir í að það verði svo í sumar. Veturinn var ekki nógu góður. Við vorum með nýjan stað. Ég veit ekki hvort nýting í vetur hefur verið nokkuð verri hjá okkur en öðrrnn. Það var fullt hér um helgar en datt niður frá mánu- degi til fimmtudags. Pantanir eru þegar famar að berast fyrir næsta vetur.“ - Dugarnýtingintilaðstandaund- ir rekstri og fjármagnskostnaði? „Hún dugar. Við höfum hins veg- ar ekki fengiö nógu mikla peninga í þetta fyrirtæki. Það er alltaf verið að tala um að auglýsa landið sem ferðamannaland. Ferðaþjónusta er að verða stór atvinnuvegur hér hjá okkur. En þetta kemur og veröur allt í góðu lagi,“ sagði Guðbjöm Guðjónsson. -sme Helgi Ágústsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, og Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra bera saman bækur sinar fyrir blaðamannafund- inn í gær þar sem breytingar á rannsóknaáætlun íslendinga í hvalveiðum voru kynntar. DV-mynd GVA Hvalveiðikvótinn minnkar verulega: Tíu sandreyðar - en 68 langreyðar Mt að 68 langreyðar og 10 sandreyðar veröa veiddar á árinu í vísinda- skyni. Upphaflega var ætlað að veiða 80 langreyðar og 20 sandreyðar. Fækkar sandreyðum því um helm- ing. Þessar og aðrar breytingar á hvala- rannsóknaráætlun íslendinga, sem koma í kjölfar viðræðna íslenskra og bandarískra stjómvalda um áætl- aðar hvalarannsóknir íslendinga á þessu ári, vom kynntar á blaða- mannafundi með Halldóri Ásgríms- syni sjávarútvegsráðherra og full- trúum Hafrmmsóknastofnunar í gær. Kom einnig fram að auknar verði tökur á átusýnum til að kanna fæðu- framboð fyrir hvalina og fylgt verði tillögum vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins frá því í maí í ár. Einnig kom fram að íslendingar myndu taka eftirfarandi atriði til at- hugimar i skýrslu sinni til Alþjóða hvalveiðiráðsins 1989. Ástæður fyrir því að rannsóknir á vistfræði hvala séu eðlilegur og nauðsynlegur hluti af heildarúttekt á hvalastofnum heimsins. Mikilvægi upplýsinga úr hvala- rannsóknum frá 1986 og 1987. Ályktanir sem hægt er að draga varðandi greiningu á mismundandi stofnum langreyða og sandreyða í N-Atlantshafi. í þessu felst að Bandaríkin munu ekki leggja fram staðfestingarkæm gagnvart íslandi þar sem þessi end- urskoðaða rannsóknaáætlun brýtur að þeirra mati ekki í bága við al- þjóðasáttmálann um skipun hval- veiöa eða vemdarákvæði hans sam- kvæmt bandarískum lögum. „Með þessum hætti hefur verið komið í veg fyrir átök og vandræði þjóðanna í milli, sem séð var fyrir í sumarsagði Halldór Ásgrímsson. Hann sagöist ekki geta fullyrt hvort frekari viðræður myndu fara fram við Bandaríkjamenn á næsta ári, aðstæður gætu breyst í Bandaríkjun- um. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, lagði áherslu á að þama hefðu aðalandstæðingar okkar viðurkennt að við brytum ekki í bága við friðunarákvæði með vís- indaveiðunum. -hlh I dag mælir Dagfari Fjárhópar í fjöldagrafir Þá hafa kratar loksins tekið af skarið í landbúnaðarmálum og það sem um munar. Nú vilja þeir láta skjóta 150 þúsund fjár beint ofan í fiöldagröf næsta haust og spara þjóðarbúinu með því nokkur hundmð milljónir miðaö við að gefa útlendingum kjötið. Þetta gæfi auk þess svigrúm til þess að láta bændur í önnur störf en sauðfjár- ræktina, til dæmis að láta þá í skóg- rækt þar sem þeir mundu fá tekjur af tijánum eftir hálfa öld. Það hefur svo sem lengi veriö ljóst að það er mim ódýrara að borga bændum fyrir að framleiða ekki heldur en að borga þeim fyrir að framleiða langt umfram það sem þörf er fyr- ir. Hefur oft verið bent á það hér í DV og blaðið mátt þola óvægna gagnrýni fyrir að benda á sannleik- ann. En það er kannski ekki nema von að mönnum blöskri þegar færð era að því rök að hagkvæmara sé að henda matvælum en hirða þau. Þetta á ekki bara við um lambakjöt- ið því það er orðinn árviss atburður að tómötum er ekið á haugana vegna þess að enginn vill kaupa framleiðsluna á því verði sem tóm- atabændur þurfa að fá fyrir hana. í fljótu bragði finnst almenningi það einkennilegur fjári að urða matvæli í stað þess að gefa þau þurfandi. Þetta stafar auðvitað af því að almenningur skilur ekki æðri hagfræði sem hefiir ekkert með svokallaða heilbrigða skyn- semi að gera enda hagfræði nokkuð sem aðeins er hægt að læra í skól- um en er ekki meðfædd. Þetta hefur vafist fyrir mörgum andans mönn- um og nægir þar að nefna til Hall- dór Laxness sem á sínum tíma gat alls ekki skilið að bandarískir bændur brenndu umframfram- leiðslu á komi í stað þess að gefa það fátæklingum. Það hefði svo aft- ur haft það í fór með sér að kom- bændur hefðu farið á höfuðið og allsheijarvandræði fylgt í kjölfarið. Löngu síðar urðu Rússar að vísu til þess að bjarga hag bandarískra kombænda vegna þess að þama fyrir austan brást uppskera ár eftir ár, ýmist vegna þurrka, vætu, hlý- inda eUegar frosta. Þá gátu bændur vestan hafs hætt brennslunni og selt alla umframframleiðslu til óvinanna í austri sem greiddu vel fyrir. Því miður fyrir íslenska bændur fara engar sögur af bresti í kindakjötsframleiðslu í heimin- um, hvorki austan hafs né vestan. Þvert á móti virðist framleiðslan aukast í öfugu hlutfalli við neysl- una og kjötfjöll blasa hvarvetna við nema á þeim heimssvæðum þar sem hvergi er ætan bita að fá handa sveltandi íbúum. Troðfull matbúr Vesturlanda koma því fólki hins vegar ekki að nokkrum notum því hvorki hagfræði kapítalista né sós- íalista hefur fundið tengingu þama á milli. En sú staðreynd blasir hins vegar við íslenskum bændum að svo er búið að koma málum fyrir að nokk- iu- þúsund tonn af kindakjöti em árlega betur komin í jörðu en í verslunum hérlendis eða erlendis. Sláturkostnaður hefur lítið komið við sögu í fréttum af þessu máli fram til þessa. En það gefur auga- leið að eitthvað kostar nú að reka hundrað og fimmtíu þúsund íjár inn í sláturhús og farga því þar til þess eins að urða skrokkana. Þetta mál verður að hugsa í heild. Ódýr- asta lausnin hlýtur að vera sú að reka féð í rétt, gera síðan sprengju- árásir úr lofti og moka loks yflr aUt saman. Þar meö væru ýtrastu hagkvæmni gætt. Að sjálfsögðu fengju smalamenn tækifæri til aö forða sér áöur en farið yrði aö bombardera hjörðina. Enda aldrei ætlunin. að fækka bændum með róttækum hætti heldur að endur- hæfa þáog leyfa þeim að bera fóður í mink og ref ellegar að hlúa að tijárækt þótt að vísu sé enginn skortur á skinnum ellegar timbri. En hvernig sem við veltum þessum málum fyrir okkur þá er víst engin hætta á, eða von til, að tillögur krata nái fram að ganga. Aðrir flokkar í ríkisstjórninni em þess lítt fýsandi að skera upp herör gegn umframframleiöslu í landbúnaði því enn munar um atkvæði úr sveitunum. Þá þykir skárra að telja bændum trú um að þeir geti grætt á refarækt eða fiskeldi og opna svo bara fyrir lán og styrki þegar í Ijós kemur að í þeim efnum er ástandið síst betra en í kjöt- og mjólkurfram- leiðslu. En bændur ættu að athuga vel þetta með skógræktina því eng- inn veit nema sá tími renni ein- hvern tímann upp aö viðarhögg verði arðbær atvinna. Vitaskuld yrðu bændur á launum frá ríkinu næstu áratugi meðan skógurinn væri að vaxa. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.